Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLl 1990. Útlönd V.P. Singh, (orsastisráðherra Indlands, ræðir við nokkur skólabörn í ind- verska skólanum í Moskvu. Símimynd Reutw Sovétríkin fullvlssuðu indverska ráðamenn um aö viöskipti landsins við Indland myndu ekki dala hvað sem liöur efnahagsumbótum Gor- batsjovs Sovétforseta, að því er indverskir heimildarmenn sögðu í gær. V.P. Singh, forsætisráðherra Indlands, ræddi viö Gorbatsjov í Moskvu í gær á fyrsta degi fjögurra daga heimsóknar sinnar þangað sem og hinn sovéska kollega sinn, Nikoiai Ryzhkov. Efst á baugi voru viðskipti milli ríkjanna. Indland er mikilvægasti bandamaður Sovétríkjanna í Asíu og aö sögn indverskra heimildarmanna lagði Singh áherslu á aö halda og styrkja viðskiptatengsl Indlands við sovésk fyrirtæki og aðrar stofanir nú i kjöl- far þess að þær hafa nú fengið aukið frelsi til viöskipta en það er hluti umbótastefnu Gorbatsjovs. Heimildarmenniroir sögðu að viðskipti ríkj- anna yrðu að aðlaga sig nýjura kringurastæðum, Buist er við að fljótlega undirriti ríkin viðskiptasamning sín á milli til tíu ára frá og með árinu 1991 auk samninga um aukna samvinnu á sviði tækni og vísinda. í yfirlýsingu beggja þjóða í gær ítrekuöu þær m.a. skuld- bindingu sína um að vinna aö kjamorkulausum heimi, verndun um- hverfisins og aö seija á laggirnar nýtt öryggiskerfi allra ríkja heims. í Frakklandi Að minnsta kosti fimm létust um helgina í mannskajöri hitabylgju scm gekk yfir Frakkland. Að sögn lögreglu lést fólkið vegna áfalls er þaö fór í kait vatn eftir aö hafa veriðímikium hitaogeól.Gífurleg- ir hitar hafa verið i Frakklandi, einkum í suðvesturhluta landsins, og fór hitinn sums staöar allt upp í 40 gráöur á celsíus. í Paris var hitinn 34 gráður. Sextíu tnanns urðu að leita lækn- is í Bordeaux vegna ýmissa kvilla sem rekja má til hitans. í Pýrenea- fiöllum svignuöu lestarteinar vegna hitanna og fór þar ein lest útafsporinu. 'Ku farþegar slösuð- ust. í Tarn-et-Garonne héraði i suö- vesturhluta Frakklands kviknuðu skógareldar og slösuðust tveir slökkviliðsmenn í baráttunni við þá. Miklir þurrkar eru í Frakklandi og hafa hitarnir ekki bætt þar úr. í gær höiðu þrjótíu hérað þegar Ung stúlka leikur sér í gosbrunni skamml frá Eifiel-turninum í Paris en í Frakklandi gengur nú yfir hita- takmarkað á vatnsnotkun fólks. bylgja. Símamynd Reuter Utanrikisráóherra ísraels, David Levy (lengst til vinatri), heiisar hinum ítalaka kollega sínum, De Michelis (til hægri). Á myndlnni má einnig s}á írska utanríkisráðherrann og utanríkisráðherra Luxembourgar. Simamynd Reuter Aróðursstríð í Kóreu: Ríkin hafna hvort annars tilboði Norður- og Suður-Kórea höfnuðu í morgun hvort annars tilboði um við- ræður um að opna landamæri ríkj- anna tímabundið. Áróðursstríð ríkj- anna harðnar óðum. Stjómvöld í Norður-Kóreu segja tilboð sunnan- manna um skilyrði sem Norður- Kóreumenn setja fyrir opnun land- mæranna vera „ónauðsynlegt". Suð- ur-Kóreustjóm var fljót að svara fyr- ir sig og í morgun hafnaði forsætis- ráðherra Suður-Kóreu, Kang Yo- ung-hoon, tilboði Norður-Kóreu um viðræður háttsettra embættismanna um landamæraopnunina. Young- hoon sagði norður-kóresk stjórnvöld Roh Tae-woo, forseti Suður-Kóreu, segir stjórn/sína munu halda áfram að undirbúa landamæropnun kóresku ríkjanna. Teikning Lurie vilja nota sér þetta mál í pólitískum tilgangi. Suður-kóresk stjómvöld hafa áður hafnaö shkum tilboðum Norður-Kóreu á þeim forsendum að shkt færði stjórninni í Pyongyang kjörið áróðurstækifæri. Ágreiningur ríkjanna nú snýst um tilboð sem stjórnin í Suður-Kóreu lagði fram í síðustu viku. Forsetinn, Roh Tae-woo, lagði til að landamærin opnuð í fimm daga frá og með er sjálfstæðisdagur ríkjanna sem er 15. ágúst. Fyrir tveimur vikum lögðu Norður-Kóreu- menn fram svipaða tillögu sem þá var hafnað af stjórninni í Seoul. Átta klukkustundum eftir að Roh lagði fram tilboð sitt í síðustu viku settu stjórnvöld í Norður-Kóreu fram stíf skilyrði fyrir opnun landamæranna. Æ síðan í Kóreustyriöldinni, 1950- 1953, hefur verið stirt milli þessra tveggja ríkja sem byggja Kóreu- skaga. Milli landanna er hlutlaust svæði, fiögurra kílómetra breitt sem liggur frá strönd til strandar. Engar samgöngur milli ríkjanna á þessu svæöi utan Panmunjon sem er ekk- ert nema þyrping skrifstofubygg- inga, um 40 kílómetra norður af Seo- ul. Roh, forseti Suður-Kóreu, segir að stjórn sín muni í engu hvika frá und- irbúningi opnunar landamæranna hvað sem stjórnin norðan landa- mæranna segir. Norður-Kórea hefur farið fram á að Suður-Kórea falli frá lögum sem banna aðgerðir til stuðn- ings stjórninni í Pyongyang sem og rífi steyptan vegg sem norður-kór- eska stjórnin segir vera á landamær- unum. Reuter Átökin í Líberíu: Dregur nær endalokum Uppreisnarmenn í Líberíu börðust í miðborg Monróvíu, höfuðborgar- innar, í gær en stjómarerindrekar telja að Samuel Doe forseti hyggist berjast þar til yfir lýkur. Uppreisnar- mennimir nálgast óðum forsetahöll- ina þar sem Doe er nú sem fangi stuðningsmanna sinna og sagöi einn stjómarerindreki í nágrannaríkinu Fílabeinsströndinni að endirinn væri líklega í sjónmáh. Uppreisnar- menn undir stjóm Charles Taylor hafa brotið á bak aftur síöustu hindr- un stjómarhermanna í Monróvíu og em nú komriir inn í miðborgina. Klofningur er bæöi meðal stuðn- ingsmanna forsetans, Kahn-ætt- ílokksins, sem og uppreisnarmanna. Hermenn Kahn, sem nú eru fyrir innan veggi forsetahallarionar, ótt- ast að þeir verði myrtir allir sem einn gefist þeir upp fyrir hermönnum Charles Taylors, eins helsta forystu- manns uppreisnarmanna. „Þetta em bestu hermenn sem Doe hefur á að skipa og þeir em að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði stjómarerindreki. Taylor hefur heitið því að ekki verði um fiöldamorð að ræða eftir að hermenn hans ná völdum í þessu landi í vestanverðri Afríku. En aginn fer þverrandi í röðum uppreisnar- manna, flestir eru þorpsbúar sem hafa takmarkaða reynslu af bardög- um. MikiU ótti er meðal landsmanna um blóðbað sem og innbyrðis bar- daga milli uppreisnarmanna. Hermenn undir stjóm manns nokkurs að nafni Prince Johnson, sem klofið hefur sig frá Taylor, náðu á sitt vald hafnarsvæði í norðvestur- hluta Monróvíu um helgina. Her- mönnum Taylor og Johnson hefur oft lent saman síðustu vikur. Reuter Þeir eru ungir hermenn skæruliða i Líberíu eins og sjá má á þessari mynd. Þessi kvaðst vera fimmtán ára en lítur vart út fyrir að vera meira en tíu eða tólf ára. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.