Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990. Frjálst,óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Þjóðarsátt úr sögunni Þjóðarsáttin í kjaramálum varð úr sögunni í gær. Félagsdómur úrskurðaði, að háskólamenn, sem starfa hjá ríkinu, BHMR, skyldu fá 4,5 prósenta kauphækkun. Með því hefur öllu verið hleypt í bál og brand. Forystu- menn Alþýðusambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja segjast munu knýja fram þessar sömu launahækkanir. Því stefnir brátt í átök á vinnumark- aði, hvarvetna. Takist alþýðusambandsmönnum og fólkinu í BSRB að ná fram þessum kauphækkunum, er ekkert því til fyrirstöðu, að BHMR fái dæmdar til sín 4,5 prósenta hækkanir til viðbótar. Sjá þá allir, út í hvers konar hringavitleysu er farið. Jafnvel þótt víxlverkanirnar yrðu ekki svo örar, sést glöggt, að markmið kjarasamninganna frá síðasta vetri munu ekki nást. Verðbólgan æðir af stað. Menn voru í gærkvöldi jafnvel farnir að ýja að 70 prósent verðbólgu. Samningarnir frá í vetur voru með réttu nefndir tíma- mótasamningar. í krafti þeirra hefur tekizt sæmilega til fram að þessu þrátt fyrir óráðsíu stjórnvalda. Minnzt hefur verið á, að á næsta ári stefndi í yfir 20 prósent verðbólgu, þótt sprengingin nú hefði ekki orðið. Hvað þá nú? Við verðum að búast við mikilli verðbólgu, mik- illi skuldasöfnun og viðskiptahalla við útlönd. í einni svipan hefur mikið starf eyðilagzt. En hverjum er um að kenna? Þetta er ekki dómnum að kenna. Þetta er ríkisstjórn- inni að kenna, sem svona gekk frá samningum. Menn gátu sagt ríkisstjórninni fyrir, að svona mundi fara, miðað við samninga. Ríkisstjórnin gekk að þeim samningum. Nú er ljóst, að launþegar almennt munu efna til baráttu. Vinnuveitendur eiga ekki sterk við- brögð við þessu. Við getum ekki neitað því, að dómurinn í gær var réttur, miðað við málavexti. Og hvað getur ríkisstjórnin þá gert? Jú, hugsanlega gæti hún beitt lögum. En þá yrði lítið um þjóðarsáttina margfrægu. Þá yrðu hvers konar skæruverkfóll og önnur verk- föll. Þjóðarbúið mundi tapa. Við höfum óttazt of mikla þenslu, sem ylli verðbólguskriðu. Við sjáum nú, hvað gerist, þegar launamáhn fara einnig úr skorðum. Því eru nú að gerast merkilegir atburðir, atburðir sem mætavel kynnu að gjörbreyta allri stöðu efnahagsmála innan skamms. Við vitum ekki enn, hversu fljótt þetta gerist, en átök munu verða. Ef við lítum á póhtík flokkanna, vakna einnig spum- ingar. Núverandi ríkisstjórn hefur oft kennt sig við hinar vinnandi stéttir. En strax í gærkvöld vom ráðherrar farnir að ýja að aðgerðum. Þeir sögðust ekki ætla að vera með í bráðri verðbólgu. Fær ríkisstjórnin staðizt við þe§§sr gðsfeeður? Ætlar ríkisstjórnin og flokkar þiuuar kQihihgafearátth í átötom við hmv vinnðbfii §t§ttif: lá muh fm fyrir þ§§§ari ríki§§tjörrr §in§ Pg áður h§fur g§rit, §ð ó§ipr ii§nnar v§rður ili - og verður tpiuverður hvprt sem §r: Við gjöldum þess, hversu slæm stjórnin er, nú þegar við sjáum þjóðarsáttina verða úr sögunni. Ríkisstjómin getur bara sjálfri sér um kennt. Hún hefur haldið iha á spilunum. Hún mátti vita þetta. Til dæmis sögðu vinnuveitendur stjórninni þetta fyrir löngu. Nú hefur farið verulega iha. Haukur Helgason „Aukin byggð á höfuðborgarsvæðinu flýtir ýmsum umferðarmannvirkjum, brúm á Miklubraut og bílageymslum I miðbænum o.s.frv.“ Staðsetning álvers Dagana 26. - 28. júní sl. voru fundir ráögjafanefndar ríkisstjóm- arinnar um álver og þeirra þriggja fyrirtækja er nú eru í samningum um aö reisa hér 200.000 t. álver. Árangur fundanna var góöur og gefur fyrirheit um jákvæða niður- stööu þó enn sé margt óleyst og ósamiö um ýmsa þætti. Nauðsynlegt er að menn geri sér grein fyrir að enn getur niðurstaða farið á hvom veg sem er. Álverið er enn fugl í skógi. Næstu fundir em um miðjan ágúst og vonast er til að samningaviðræðum Ijúki fyr- ir lok september. Endanlega hggur málið þó ekki ljóst fyrir fyrr en Alþingi hefur lagt blessun sína yfir samningana og stjómir fyrirtækj- anna hafa samþykkt þá. Á þessari stundu er líklegast að stjómir fyrirtækjanna þriggja fjalli um samningana í janúar. Náist það ekki er næsti stjórnarfundur Álu- max ekki fyrr en í mars. Ef allt gengur upp gætu þó fram- kvæmdir viö álver hafist næsta sumar. Ekkert bendir til að fram- kvæmdir við nýtt álver hefjist í tíð þessarar ríkisstjómar en samning- ar gætu hins vegar verið frágengn- ir. Virkjanaframkvæmdir gætu verið komnar í gang. Staðarval ÖU sú vinna, er lýtur að staðar- vali fyrir álver, hefur enn snúist um að finna þann stað sem hag- kvæmastur er, þ.e. þann stað þar sem bygging og rekstur yrði ódýr- astur og áhrif á umhverfið minnst. Niðurstöður þeirra athugana gætu legið fyrir síðast í ágúst. Vilji menn hins vegar reisa álver- ið á öðrum stað en þeim sem þessar niðurstöður benda á þurfa menn sem fyrst aö taka af skarið. Ríkisstjórn og þing verða að gera upp við sig hvort þau vilja hafa áhrif á staðarvalið og þá með hverj- A funúúnum j }nH júnl vsr Stað- arvalið þrengt svo sem kunnugt er. Nú er rætt uip þriá staði, Keilis- nes, eða Flekkuvík á Reykjanesi, Reyðarfjörð og Eyjafjörð. A Reykjanesi snýst vahð um einn stað, á Reyðarfirði em þrír nefndir og í Eyjafirði tveir. í Eyjafirði er Árskógssandur að mörgu leyti heppilegur staður. Hann er þó lengra frá Akureyri en t.d. Dysnes. Erlendu aðilamir hafa sérstaklega nefnt að nálægðin við þorpið verði of mikil og verksmiöj- an taki fjallasýn af þorpinu í Hrís- ey. Mest og þyngst vegur þó að veðurfarsathuganir era ekki næg- KjaHarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður ann á Austíjörðum að setja þetta aht í gang þar í einu. Rétt er einnig að hafa í huga að htið yrði að gera í öðrum landshlutum. Álver við Reyðarfjörð mundi flýta mjög allri jarðgangagerð á svæðinu og fjárfesting yrði veruleg í nýju íbúðahúsnæði. Byggð og búseta Reynsla Norðmanna bendir til að íbúabyggð þurfi að vera um 10-15000 til þess að taka við iðju- veri sem hefur um 700 manns í vinnu. Flytjist fólk að til starfa í verk- smiðjunni verður atvinnuleysi þegar börn þessa fólks vaxa úr grasi og byggðavandamálið eykst, segir reynsla Norðmanna. Allt er þetta umhugsunarefni. Eyjaijörður hefur nægjanlega „Meginspurning verður auðvitað: Vilja Islendingar leggja eitthvað á sig til að hafa álverið úti á landsbyggðinni?“ ar til staðar og því erfiðara að átta sig á áhrifum á umhverfið. Veðurfarsathuganir þyrftu að standa í ár til þess að vera mark- tækar. Svo lengi er ekki unnt að fresta ákvarðanatöku. í Reyðarfirði era aðstæður að ýmsu leyti góðar, góð hafnarskil- yrði og ekki viðkvæm jarðyrkja eða búrekstur. Hins vegar er náiægur fólksfjöldi í lágmarki fyrir svo stóra verk- smiðju og persónulega óttast ég dálítið umhverfisáhrif. Þar á ég við að lóðréttar lofthreyfingar eru htl- ar- Sjór yið Austurland er kaldur, 34 "PHúWúriaAmefeitahpr yí« suðurströndina. Þetta þýðjr að loft- hreyfmgar verða minni. Hugsan- lega gætj því reykur frá verksmiöj- fflfli Jagst sem teppj yflr íiðrðiúú, sbr. Austflarðaþojtuna. Þetta þarf að athuga vel. Jafnframt er jjóst að virkja verð- ur Fljótsdalsvirkjun ef reist veröur álver. Þegar mest verður að gera við virkjunina munu vinna þar 700 manns. Þegar mest verður að gera við byggingu álversins munu vinna við hana um 11-1200 manns. Sam- tals við byggingaframkvæmdir munu því starfa um 2000 manns. Það mundi setja aht á annan end- íbúabyggð til að taka við iðjuver- inu. Þar horfa menn hins vegar dáhtið á gróður og bújarðir og haf- íshættu. SúrálssOó þurfa að vera stærri til að geyma nægjanlegar birgðir vegna hugsanlegs hafíss og í slíkum thvikum yrði að keyra málminn til annarra hafna. Aht er þetta þó leysanlegt. Fyrstu tölur benda til að álver yrði ódýrast í KeOisnesi og um- hverfisáhrif líth. Nánari reikninga og athugamr þarf þó til. Sjálfum finnst mér lfidegast að vahð standi mihi Dysness og Keilis- n§§§ m þl m iflgflfl s§ tsls wn staðsetningu ehítið sunnar en Dys- nes- lýleginspúFúiflg yeröw úúðvitiö: Vilja íslendingar leggja eitthvað á sjg fll úö þgfa úlyerið úti á laúús- byggðinni? Ríkissflórnin með iðnaöarráð- herra í fararbroddi verður að syara þeirri spuningu fyrir sitt leyti. Aukin byggð á höfuöborgarsvæð- inu flýtir ýmsum umferðarmann- virkjum, brúm á Miklubraut og bhageymslum í miöbænum o.s.frv. Þetta er mál sem menn verða að gera uþp við sig hið fyrsta. Guðmundur G. Þórarinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.