Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990. 15 Getur BHMR-draumurinn ræst? „I öðlingshendur hins frjálsa markaðar. - Þökk sé frumherjum BHMR. Frá útifundi á Lækjartorgi. Deila háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna við ríkið ætlar seint að enda. Friður komst á fyrir ári eftir langt verkfall BHMR-félaga. Sá samningur, sem undirritaður var við lok verkfallsins milli ríkis- ins og BHMR, hefur ekki reynst varanlegur friðarsamningur. - Ríkið hefur nú farið fram á að fyrir- huguðum (af sumum) leiðrétting- um á launakjörum háskólamanna verði frestað. Þessi svonefnda leiðrétting er nánar tiltekið samræming á kjör- um háskólamenritaðs fólks í þjón- ustu ríkisins og á almennum mark- aði. Almenni markaðurinn borgar nefnilega mun betur og eins og ali- ir vita núorðið þá borgar hann „rétt“ eða það er að minnsta kosti skoðun BHMR-forystunnar. Hún mænir löngunaraugum á hinn almenna markað og það sem þar býðst. Forysta BHMR er mark- aðshyggjusveit í baráttu við hið ömurlega ríkisbákn. Menn læra það nefnilega af reynslunni að ríkið get- ur ekki gert neitt rétt. - Ekki einu sinni borgaö rétt laun. Og mætti nú segja mér að væri bitur lærdómur fyrir suma í forystu BHMR. Áfram nú, BHMR! Þaö er í raun stórkostlegt að sjá hvemig BHMR-félagar tæta í sund- ur ríkiskerfið og margsanna fyrir þjóðinni með samanburðarkönn- unum að frjáls markaður stendur ríkinu miklu framar. Kennarar hafa bent á að með betri launum (markaðslaunum) en þeir hafa nú, gætu þeir minnkað við sig kennslu og bætt undirbúning sinn fyrir þær kennslustundir sem eftir væru. Prestar hafa sömuleiðis bent á að með betri launum (líklega mark- Kjallariim Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ aðslaunum!) en nú gætu þeir snúið sér í ríkara mæli að vandamálum safnaðarbarna í stað heimilis- vandamála. Það sama má segja um aðra starfshópa innan BHMR. Allir yrðu ánægðari og ynnu sín verk betur, ef markaðslaun kæmu til sögunnar. - Allir væru glaðir ef... Markaðurinn tekur við af ríkinu Já, ef ekkert væri ríkið. Eða í það minnsta að ríkið léti þennan há- skólamenntaða vinnukraft í friði og leyfði honum að baða sig í alls- nægtum hins fijálsa markaðar. Hvað er ríkið að rembast við að halda úti veðurstofu þegar starfs- menn hennar eru hundóánægðir? Eru veðurspár ekki eitt eftirlætis- hráefni fjölmiðla? Veðurspár eru dýrmætur og eftirsóttur varningur og ríkið ætti auðvitað ekki að rýra verðgildi þeirra, og þar með tekjur veðurfræðinga með því aö hlutast til um rekstur veðurstofu. Hvað um „fornrússnesku skess- una“ (svo að vitnaö sé í ágætan mann) ríkisútvarpið? Væru há- skólamenntaðir starfsmenn henn- ar ekki fegnastir því að hún hyrfi í björg og sæist aldrei meir? Sama má segja um rannsóknarstofur rík- isins í landbúnaði, iðnaði, sjávarút- vegi og fleiru. Fengju starfsmenn þessara stofnana ekki raunvirði vinnu sinnar í launaumslaginu ef þær væru á fijálsum markaði? Jú auðvitað, og það vita markaðs- hyggjumennirnir í BHMR. Leynt og ljóst undirbúa þeir að hinn sanngjarni ftjálsi markaður taki yfir þær ríkisstofnanir sem þeir starfa á. - Eða það hlýtur að vera. - Ég ætti bágt með að skilja þá menn sem í öðru orðinu lofa hinn frjálsa markað, en í hinu hið hrikalega ríkisbákn. Klukka tímasprengj- unnar tifar Það er því aðeins spuming um tíma hvenær best menntuðu starfs- menn íslenska ríkisins ganga út. Margir eru þegar farnir. Þeir eru horfnir á vit hins fijálsa markaðar þar sem sanngirni ríkir og rétt laun eru greidd. Menntakerfið, þjóð- kirkjan, rannsóknarstofnanir rík- isins og hvar þetta ágæta fólk vinn- ur allt saman verða færð úr hel- greipum misvitlausra stjórnmála- manna í öðlingshendur hins fíjálsa markaðar. Hann bíður aðeins eftir að skrefið verði stigiö til fulls. - Þá getur hann launað mönnum erfiði sitt á sanngjarnan og réttan hátt. Þá fyrst geta veðurfræðingar spáð um veður, án þess að spá í hveija krónu í leiðinni. Þá geta prestar sinnt sóknarbömum sínum í stað heimilisins. Þá geta kennarar sinnt nemendum sínum, lært að þekkja þá með nafni og undirbúið sig fyrir kennslustundir. Þá mun ekki ' standa steinn yfir steini af því sem íslenskir sósíalistar hafa troðið upp á íslensku þjóðina. Þökk sé frum- heijunum í BHMR. Framganga þeirra er til fyrirmyndar, þó að niðurrif íslenska ríkisins mætti gjaman hefjast annars staðar en í menntakerfinu. Glúmur Jón Björnsson „Forysta BHMR er markaðshyggju- sveit í baráttu við hið ömurlega ríkis- bákn. Menn læra það nefnilega af reynslunni að ríkið getur ekki gert neitt rétt. - Ekki einu sinni borgað rétt laun.“ lögum og reglugerð. Til þess að svo mætti verða þurfti umsjónarnefnd í því umdæmi sem umsóknin kom fram í, þ.e.a.s. Reykjavík, að setja reglur um notkun eðalvagna sem hún og gerði 31. janúar 1990. Hún gerði reyndar meira, hún bjó til íslenska skilgreiningu á því hvað væri eöalvagn. „Eðalvagn („limousine") er stór og glæsileg fólksbifreið er flutt getur 4-8 far- þega.“ Að þessu loknu úthlutaði umsjónamefndin eðalvagnastjór- anum fimm leyfi til reksturs eðal- vagna („limousine"), þó þannig að nefndin fengi að skoða kjörgripina. Á tilteknum degi mætti eðal- vagnastjórinn með þijá bíla til að sýna nefndinni. Enginn bíla þess- ara var „limousine“-bíll en samt fór svo að einn þeirra var sam- þykktur sem „limousine“ en það var Buick bifreið sem skráð er sem leigubíll í Keflavík. Það atriði, að bifreiðin er skráð sem leigubifreið í Keflavík, hefði eitt sér átt að nægja til þess að henni væri hafnað sem leigubifreið í Reykjavík enda getur sama bifreið ekki þjónað sér- leyfi á tveimur vinnusvæðum. Þessari sýningu lauk þannig að stór bandarísk bifreið, sem auk þess er leigubifreið í Keflavík, var samþykkt af umsjónarnefnd fólks- bifreiða á höfuðborgarsvæöinu til að vera hæf til eðalvagnaþjónustu („limousine"). Rækja eða humar Með því að samþykkja slikan bíl sem eðalvagn (,,limousine“) er umsjónamefndin að stuðla að við- skiptasvikum þar sem bíllinn, þótt stór sé og faUegur, getur aUs ekki taUst tíl „limousine" bifreiða. TU þess að sannfærast um hvað eru „limousine“-bUar gæti umsjónar- nefndin flett tugum eða hundruð- um bUabóka og séð þar hvað er „limousine“-bUl. Þar fyrir utan var nefndinni ekki falið að ákveða hvað væri „limousine“-bUl. MáUð er svo einfalt að hUðstæða væri ef nefnd á vegum sjávarút- vegsráðuneytisins tæki upp á því að kaUa rækju humar. Vitanlega gæti sú nefnd leikið sér að því að éta rækjuna og hæla því hvað hum- arinn væri góður og faUegur. Kaup- endur teldu sig hins vegar svikna ef þeir pöntuðu humar en rækja kæmi upp úr sendingunni. Sama verður um þá sem kunna að glepjast tíl þess að panta „limous- ine-bU“ en fá bara stóran Buick. Vegna þess að þama er um að ræða þjónustu sem fyrst og fremst er ætluð erlendum ferðamönnum, sem ekki geta kynnt sér hvað um er að ræða fyrr en um seinan, er hörmulegt að svikamyUa þessi skuh sett af stað með fuUtingi opin- berrar nefndar sem áreiðanlega viU láta taka mark á sér. Að kaUa stóran Buick, þótt faUeg- ur sé og skapi glýju í augum, „limo- usine-bfl“ er rugl og nefndinni til skammar. Kristinn Snæland „Málið er svo einfalt að hliðstæða væri ef nefnd á vegum sjávarútvegsráðu- neytisins tæki upp á því að kalla rækju humar.“ Eðalvagnar - „limousine“-þjónusta Undanfarin ár hafa verulegar deUur verið vegna leyfa sem Stein- grímur ' Hermannsson, þá sam- gönguráðherra, veitti tU reksturs „eðalvagna" eða svokallaðrar „Umousine“-þjónustu. Sá sem fékk það leyfi notaðist aðeins við banda- ríska bíla af stærri gerðinni en ekki „Umousine“-bUa. Með því fór hann út fyrir sitt bundna leyfi, „limousine“-leyfið, og stundaði almennan leiguakstur á leyfi sem aðeins var ætlað fyrir sérþjónustu. Þessu undu leigubfi- stjórar Ula en svo var þó komið í vor að maðurinn var sjálfur á stór- um, sUtnum og óhijálegum banda- rískum bíl en nýtti auk þess ein- hveija stóra dreka í eigu fiármögn- unarleigu eða annnarra. Ný lög, reglugerð og reglur Með nýjum lögum og reglugerð um leigubifreiöar sem öðluðust gUdi 1. júlí 1989 var tekið nánar á ýmsu er varðar leigubifreiðar, rekstur þeirra, eignarhald, eðal- vagnaþjónustu og fleira. Sá losarabragur var þó á varð- andi eðalvagnaþjónustuna að um- sjónarnefnd fólksbifreiða var með reglugerðarákvæði falið að setja reglur um notkun eðalvagna eða eins og segir í 5. mgr. 12. gr. reglu- gerðar nr. 308/1989. „Umsjónar- nefnd er heimilt að setja reglur um notkun eðalvagna („hmousine") sem ætlaðir eru tU sérstakrar þjón- ustu.“ Með öðrum orðum umsjónar- nefnd er ætlað að setja reglur um notkun eðalvagna en henni er ekki fahð að ákveða hvað séu eðalvagn- ar („limousine"). Sýningin Maöurinn með gömlu, stóru bandarísku drekana lagði nú allt KjaUarinn Kristinn Snæland leigubílstjóri kapp á að fá ný leyfi til eðalvagna- þjónustu samkvæmt hinum nýju „Sama verður um þá sem kunna að glepjast til þess að panta „limousine“-bil en fá bara stóran Buick,“ segir greinarhöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.