Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990. Spumingin Hvar vilt þú að nýtt álver rísi á íslandi? Ragnheiður Valdimarsdóttir dag- skrárgerðarmaður: Mér sýnist það vera skynsamlegast hér sunnan- lands. Ég hef séð tölur um að það sé dýrara norðanlands en það er spum- ing um byggðastefnu. Hafsteinn Benediktsson og Daði Haf- steinsson: Mér er alveg sama. Helst á Suðurnesjum ef eitthvað er. Björg Gunnlaugsdóttir, starfsmaður hjá rikisskattstjóra: Ég myndi halda að Keilisnes væri hentugast. Þar er minnst byggð í hættu og verða ekki tafir á sighngum vegna hafíss. Þar verður minnst byggðaröskun. Gunnar Friðriksson matreiðslu- meistari: Á Keilisnesi, það er ekki spuming. Ég held að það sé hentug- ast því þar verður minnst vart við mengun. Guðrún Jónsdóttir starfstúlka: Helst hvergi en annars held ég það verði ágætt í hrauninu milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar. Alls ekki í Eyjafirði, þar er allt of fallegt. Kolbrún Jónsdóttir húsmóðir: Ein- hvers staðar nógu langt frá Reykja- vík vegna mengunarinnar. Það hlýt- ur að vera einhver staður fjarri byggð sem hægt er að byggja á. Lesendur Ákvæði um auglýsingaskilti: Erum við fábján- ar í umferðinni? Magnús Þorsteinsson skrifar: Það ætlar lengi að loða við okkur íslendinga kotungshátturinn og und- irlægjuháttur gagnvart þeim þrýsti- hópum sem finna tækniframfórum, þægindum og upplýsingaöflun allt til foráttu. Það eru líklega nokkur ár síðan farið var að amast við því af opin- beram aðilum - fyrst afar varfæmis- lega - að hafa uppi skilti, t.d. á vegum úti, til að vísa ferðamönnum og öðr- um ókunnugum leið aö hótelum eöa veitingastöðum. Einu slíku tiiviki man ég eftir frá Sauðárkróki þar sem veitingamaður nokkur vildi auka þjónustu sína við gesti og gangandi meö þessum hætti. Hann fékk orð í eyra og var bannfærður af páfum umhverfismenningarinnar. En þessi afskiptasemi jókst meö ámnum og nú em komnar í gagnið heilmiklar reglugerðir um það hvernig standa eigi að uppsetningu auglýsingaskilta í borginni a.m.k. og gott ef ekki líka reglugerð um hvaö má auglýsa og hve lengi auglýsingin má sjást í einu. - Hvílík stjómunará- fergja! - Og hvaö haldið þið? Allar þessar reglur um auglýsingaskilti em settar með tilliti til UMFERÐAR- ÖRYGGIS! - Em menn að gera sig að fíflum að gamni sínu? Eða hvað á maður að halda?. Treystir Stóri bróð- ir í Reykjavík eða hjá ríkinu öku- mönnum ekki til að aka án þess að horfa á auglýsingaskilti? Hvernig er þetta hjá öðrum þjóðum? spyrja margir. Em ekki hin ýmsu skilti um allar borgir og þjóðvegi án þess að menn klikkist eða gangi í björg þeirra vegna? Ég held að hér mættu einmitt vera miklu fleiri skilti á þjóðvegum lands- ins en nú er. Þar er í raun engar upplýsingar að finna aðrar en kíló- metraskilti á stöku staö. Fyrir út- lendinga hlýtur að vera hin mesta raun að aka um landið því skilti og vegvísar eru afar sjaidgæfir og oftar en ekki gefa þessi vegaskilti ein- göngu til kynna númer þess þjóðveg- ar sem ekið er um. Það er flestum sama um en ekki hitt hvar sé næsta bensínstöð, næsti matsölustaður og hvað næsta þorp eða bær heiti sem komið er til. Á þetta er ekki minnst á skiltunum! Og hvað sem öllu reglugerðarhjah á íslandi líður finna íslendingar það Heimilisaöstoö fyrir aldraða: Ellilífeyrisþegum mismunað Ellilífeyrisþegi hringdi: Mér er ómögulegt að fá botn í það þegar verið er að veita ellilífeyris- þegum heimilisaðstoð að sumir skuli þurfa að greiða hluta af þeirri þjón- ustu en aðrir ekki. Sem ellilífeyrisþegi verð að greiða og taka þátt í kostnaðinum fyrir þessa aðstoð vegna þess að líkindum að ég hefi örlitla viðbót frá lífeyris- sjóði mínum. Sú viðbót er þó ekki það mikil að neinu umtalsveröu muni fyrir mig. Síðan eru aðrir sem ekki hafa slíka viðbót frá lífeyrissjóði en hafa ávallt verið með há laun, rekið sitt eigið fyrirtæki og haft mjög góðar aðstæð- ur allan sinn vinnudag. Þeir greiða ekki krónu fyrir heimilisaðstoðina frá þorginni. - Þetta fmnst mér ekki réttlátt og mér finnst sem ellilífeyris- þegum sé þarna mismunað stórlega. Mér finnst að þeir sem þessar regl- ur hafa sett eigi að gera grein fyrir þessum mismun opinberlega og skýra hvað þarna býr að baki ef þá er hægt að réttlæta þennan ójöfnuð sem ég vil kalla. Það eru margir aðr- ir en ég sem vildu fá að vita meira um þessar reglur. Atlaga aö stóriðju: Ástæða til svartsýni Sverrir Jónsson skrifar: Eftir nýjasta upphlaup Alþýðu- bandalagsins gegn staðsetningu ál- vers eða stóriðjuverksmiðju á Reykjanesskaganum virðist augljóst að hveiju sá stjórnmálaflokkur stefnir. Nefnilega því að koma í veg fyrir að framvegis komi erlendir aðil- ar eða fyrirtæki til íslands með slík áform í huga. - Allt á að vera ís- lenskt og ómengað af erlendum áhrifum, líkt og hér sé verið að vemda umhverfi sem sé ómetanlegt hinum siðmenntaða heimi í kringum okkur. Alþýðubandalagið staðhæfir að nýtt álver hér á landi valdi þvílíkri byltingu að fólk muni unnvörpum ílytjast til þess svæðis þar sem þaö verður staðsett og þaö sé að sjálf- sögðu af hinu vonda. - En á það ekki við um hvaða stað sem er á landinu? Væri svona stóriðja betur sett í Eyja- firði eða á Reyðarfirði? Þangað myndi fólk þá leita úr nálægum byggðum eftir störfum Það má vera landsmönnum aug- ljóst að upphlaupi og yfirlýsingum Alþýðubandalagsins gegn álveri á Reykjanesi er ekki beint gegn stað- setningunni sem slíkri heldur er hugsunin að reka fleyg á milli ís- lenskra stjórnvalda (þ.e. íslendinga sem þjóðar) og þess erlenda hóps sem nú freistar þess að semja um stóriðju hér. - Ekki viröist hafa mikið að segja þótt Alþýðubandalagið sitji sjálft í ríkisstjóm, svo mikla áherslu sem þaö leggur á að flæma erlenda starf- semi úr landi. - Trúin á einangrun, miðstýringu og einræði ætlar að verða lífseig í Alþýðubandalaginu. Einn stjórnmálaflokka í vestrænu landi sem aðhylhst enn þessa úreltu stefnu. Það er svart fram undan hér á ís- landi þegar einn stjórnmálaflokkur fær frið til að ráða ráðum sínum með þeim hætti sem Alþýðubandalagið gerir. - Ekki bara varðandi erlenda stóriðju heldur á öllum sviðum mannlegra og félagslegra áhrifa. Og það óáreittir og án þess að aðrir stjórnmálaflokkar sem þó kalla sig lýðræðissinnaða rumski, hvað þá bylti sér. - Til hvers emm við að ganga til kosninga í þessu landi? Það kemur sér afar vel að vita hve langt er til næsta matsölustaðar, hót- els eða bilaverkstæðis, segir m.a. I bréfinu. - Hvað skyldu íslenskir reglu- gerðarmenn segja við því? vel jafnt og aðrir, þegar þeir aka í menningarlöndum, að hinn mikU fjöldi skilta, sem auglýsa mat og drykk, hótel eða hvað annað á smekklegan hátt meðfram vegum, sem ekið er eftir, era mjög þörf. Og ekki bara það heldur er miklu betra að aka langar leiðir þar sem eitthvað er að sjá annað slagið en einungis veginn framundan. - Það getur verið slævandi og er sannarlega mikU slysahætta. eiga annað skilið V.S.P. skrifar: Hver stjórnar eiginlega málum Sem einn af mörgum dyggum þama? stuðnings- og fylgismönnum Knatt- Ef þessir menn halda að allur sá spyrnufélagsReykjavíkurmáégtU peningaaustur, sera fylgismenn meö aö iýsa vonbrigðum með láta af hendi til félagsins, sé ein- áhuga-eða metnaðarleysi einstakra göngu til þess að skapa góða og meistaraflokksmanna KR varöandi faUega aöstöðu þá hafa þeir misski- það aö reyna ekki sitt besta tíl aö lið stuðninginn hrapallega. krækja í íslandsmeistaratitilinn Ekki ætla ég að ieggja neinn dóm langþráða. á þá tvo menn sem um ræðir öðrum Eins og margir vita tekur það fremur eða nafngreina þá. Ég von- afreksmenn eöa íþróttamenn í ast hins vegar til þess að menn toppformi tvær til þrjár vikur að hugsi sig tvisvar um áður en þeir ná fullri snerpu eftir aö hafa neytt láta veröa af sliku - alveg sama hjá áfengis, jafnvel þótt i litlum mæii hvaöa Uði þeir leika. sé - hvað þá ef menn „detta í þaö“ Þetta er ekki einsdæmi því ég hef og þótt ekki sé um siætna ölvun að séð til þekktra meistaraflokks- ræða. manna annarra Uða í svipaðri að- Mér er kunnugt um að aö stöðu stuttu fyrir leik þótt það miimsta kosti tveir af fastamönn- snerti mig ekki eins, - Ef menn um liðsins vora við skál þremur treysta sér ekki til þess að halda dögum fyrir leik sinn við KA - eða út þetta stutta leiktímabil eiga þeir á laugardegi - en leikurinn fór fram ekki að gefa sig í þetta. Stuðnings- þriðjudaginn á eftir (að ekki sé nú menn eiga það ekki skUið. - Með minnst á æfingu á sunnudeginum). baráttu- og templarakveðju. Verðbólgan og formaður Dagsbrúnar Lúðvíg Eggertsson skrifar: Guðmundur J. Guðmundson er þjóðkunnur maður. Hann er annað og meira, hann er þjóðsagnapersóna. Síðasta þrekvirki hans var að koma verðbólgu úr tveggja stafa tölu í eins stafs tölu. Þetta hefur verið reynt í hálfa öld án árangurs. Guðmundi tókst með einhveijum hætti að sefja bæði atvinnurekendur og ríkisstjóm. Auðvitað kostaði þetta fómir fyrir launþega en þær borga sig ef verðlag helst stöðugt. - Það á við um launþega jafnt og sparifjár- eigendur að þeir tapa mest á verð- bólgu. Þess vegna vissu menn ekki hvað- an á þá stóð veðrið þegar Guðmund- ur kom fram í sjónvarpi 16. júlí sl. og kraföist erlendrar lántöku og virkjunarframkvæmda fyrir stóriðju strax. Það era einmitt erlendar lán- tökur og fjárfesting sem hafa valdið verðbólgunni gegnum árin. Verðbréfabraskarar og okurlánar- ar, sem kalla sig „sprifjáreigendur“ heimta að fá verðbólguna að nýju. Þeir græddu á henni og þeir hafa engu fórnað við kjarasamningana. Smávegis atvinnuleysi má eyða með auðveldum hætti, með ótal aðferð- um, öllum nema verðbólgu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.