Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990. 9 Utlönd Kosið í Mongólíu: Kommúnistar öruggir um sigur Það stefnir í öruggan sigur komm- únista í fyrstu fijálsu kosningunum í Mongólíu en fyrri umferð þeirra fór fram á sunnudag. Forsætisráðherra landsins, Sharavyn Gunjaadorj, skýrði blaðamönnum frá því í morg- un að frambjóðendum stjórnarand- stöðunnar, sem keppa við frambjóð- endur kommúnista, hefði fækkað og næmu ekki nema tuttugu prósent heiidarfjöldans. Rúmlega níutíu prósent atkvæða- bærra manna í Mongólíu tóku þátt i fyrri umferð kosninganna sem er ótrúlega mikil þátttaka. Margir komu langar vegalengdir til að taka þátt í þessum fyrstu frjálsu og lýð- Mongólar fengu fyrst á sunnudag að kynnast lýöræöi þegar þeir gengu til þingkosninga. Ungir sem aldnir tóku þátt í þessum kosningum eins og þessi mynd ber með sér og var kosningaþátttaka rúmlega níutíu prósent. Sfmamynd Reuter Kauphöllin í New York: Verðlækkun Hlutabréf lækkuðu mikið í verði í kauphölbnni á Wab Street í Banda- ríkjunum í gær. Dow Jones verð- bréfavísitalan hafði fabið um 56,44 stíg við lok viðskipta í gær eftír að hafa falhð um rúmlega eitt hundrað stig fyrr um daginn. Þegar verðbréfa- mörkuðum var lokað í gærdag var visitalan skráö á 2.904,70 sem svarar tíl 1,91 prósentu lækkunar. Ástæður verðlækkunarinnar í gær eru margar. Má þar nefna óttann við að vextir lækki ekki, minni tekjur en margir höfðu gert ráð fyrir og svokahaðar tölvusölur, það er þegar tölvur fyrirskipa söluna. í gærmorg- un, fljótlega eftír að kauphöllin var opnuð, fébu hlutabréf mjög í verði. Rúmri klukkustund eftir að viöskipti hófust hafði Dow Jones vísitalan lækkað um rúmlega eitt hundrað stig. Miklar sveiflur voru á verðlagi og það var ekki fyrr en gripið var til aðgerða að sig vísitölunnar hætti. Síðast þegar Dow Jones vísitalan féll um meira en eitt hundrað stig var 13. október í fyrra en þá var hún skráð rúmlega 190 stigum lægra við lok viðskipta en þegar kauphöbin varopnuö. Reuter ræðislegu kosningum í nærfebt sjö áratugi. Aðeins tvær miUjónir manna búa í þessu víðfeðma landi sem er jafnstórt og Vestur-Evrópa. Á fundi með blaðamönnum sagöi Gunjaadorj að kosningamar hefðu farið að mestu heiðarlega fram. Kos- iö er tb 430 sæta þingdebdar sem mun staðfesta frumvörp rúmlega fimmtíu sæta þingdebdar sem kosið verður tb næstkomandi sunnudag. Mongóba tók skref í átt tb lýðræðis í lok síðasta árs þegar sfjómarand- stöðuflokkar komu fram á sjónar- sviðið og kröföust aðbdar að sljórn landsins. En þó Kommúnistaflokk- urinn hafi látíð af valdaeinokun sinni fyrr á þessu ári eftir 69 ára stjóm er lýöræði aö mestu óþekkt fýrirbæri í þessu landi. Reuter OLYMPUS Myndavélar Frábær gæði VÖNDUÐ VERSLUN HUdMCO FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 í YGÐU ÞIG í STJORNU-BOÐ: ÞÚ TEKUR EINA SPÓLU OG FÆRÐ AÐRA FRÍA! NÝ MYNDBANDALEIGA MEÐ MAGNAÐ ÚRVAL! NÝJAR OG VÆNTANLEGAR: _ Sn*kk H-jffsassspywi m I \HI -C/ JEu* \ BACK TO THE FUTURE BLACK RAIN GOS EIGHT MEN OUT UNCLE BUCK TAKTU STJÖRNURNAR MEÐ ÞÉR HEIM Á MYNDBÖNDUM ÞÚ TEKUR EINA SPÓLU OG FÆRÐ AÐRA FRÍTTL OPIÐ ALLA DAGA KL. 13.00 - 23.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.