Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1990. 5 Veggskreytingar skemmdar: Sumt fólk virðir ekki vinnu annarra Fréttir „Það er til fólk sem virðir ekki vinnu annarra. Þessi verk fengu að vera í friði í viku en að þeim tíma liðnum höfðu einhveijir skemmdar- vargar eyðilagt þau,“ sagði meðhm- ur hóps sem kallar sig „Perace Krassað og úðað hefur verið yfir verk fólks sem skreytt hefur undir- göngin á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar með úðabrúsum. Force“ við DV. Fólk úr þessum hópi hóf að eigin frumkvæði að skreyta veggina í und- irgöngunum á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar með málningu af úðabrúsum. Eftir dágóðan tíma, mikla vinnu og ótalda úðabrúsa, sem borgaðir voru úr eigin vasa, gat að líta ný og breytt undirgöng þar sem ímyndunarafl úðabrúsamálaranna hafði fengið að leika lausum hala. Menn kunna að deila um ágætí verk- anna sem slíkra en víst var að undir- göngin höfðu öðlast ákveðið líf með þessari hstsköpun. Það leið hins vegar ekki á löngu áður en ókunnir gjömingsmenn höfðu krassað og úðað yfir verkin og skemmt þau. Ekkert fær að vera í friði fyrir skemmdarvörgum. Sú var einnig niðurstaðan í göngum við biðskýli strætisvagna í Kópavogi og sama var upp á teningn- um undir Miklubrautínni þar sem ekið er að Kringlunni. Þar höfðu gangstétt og akbraut verið aðskihn að hluta með firnasterkri glerkubba- hleðslu. Glerkubbar þessir eiga að þola nánast hvað sem er en skemmd- arvargar láta slíkt ekki stoppa sig. Eftir um það bil tvö ár hafði nær hver einasti glerkubbur í þessum veggjum verið brotinn. í staðinn hef- ur verið sett upp girðing sem kannski fær aö vera í friði. -hlh Þar sem einu sinni var „skotheld" glerkubbahleðsla undir Miklubrautinni við Kringluna er nú venjuleg girðing - og veggjakrotið. DV-myndir Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.