Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Page 24
Möppuhillur — Bókahillur fyrir skrifstofur og heimtll. Eik, teak. hevki. maltogni, fura og hvitar meö heykiktintum. Möppuhlllur, bókahillur fyrir skrifstofu og heimili: eik, tekk, beyki, mahóní fura og hvítar með beykiköntum. 3K húsgögn og innréttingar við Hall- armúla, næst fyrir ofan Pennann, sími 91-686900. YFIRLEITT VEGNA 0F MIKILS HRAÐA! ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1990. Smáauglýsingar - Sími 27022 Menning Úti á vegum verða flest slys í lausamöl í beygjum ^ við ræsi og brýr ^við blindhæðir ■ Verslun TELEFAX OP7ÍMA ÁRMÚLA 8 - SIMI 67 90 00 Hagstætt verð, tullkomin tæki. Hafðu samband eða Httu inn. Optima, Ármúla 8. Ódýrar jeppa- og fólksbilakerrur. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttar- beislum. (Greiðslukjör). Opið alla laugardaga. Veljum íslenskt. Víkur- vagnar, Dalbrekku, símar 91-43911 og 45270. ■ Húsgögn ■ Varahluíir ILYIS DEMPARAR I I MAZDA TOYOTA NISSAN DAIHATSU Ásamt úrvali I aðrar gerðir. Gæði og verð í sérflokki. Sendum í póstkröfu. • Almenna varahlutasalan hf., Faxa- feni 10, 108 Rwk (húsi Framtíðar), símar 83240 og 83241. Bðtamódel.Fjarstýrð bátamódel í úr- vali, fjarstýringar og allt efoi til mód- elsmíða. Póstsendum. Tómstundahús- ið, Laugavegi 164, s. 21901. ■ Bílar til sölu Eitt kraftmesta mótorhjól landsins er til sölu, Suzuki GSXR 750 R 1989, ekið 3.600 km, verð ath., ýmis skipti koma til greina. Uppl. Bílasalan Stórholt, Akureyri, sími 96-23300, 96-22213 eða 96-22920, Haukur. Toyota Celica GT 2000 ’87 til sölu, raf- magn í rúðum, samlæsingar, digital- mælaborð, álfelgur, skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í síma 92-11108. Úrval - verðíð hefur lækkað Sjáseskús hjónin ásamt Carter Bandaríkjaforseta, sem var einn margra þjóðhöfðingja, sem sá ekki í gegnum lygavefinn. Lygilegur sannleikur Blóðugur blekldngarleikur eftir rúmenska leyni- þjónustumanninn Ian Mihai Pacepa er einhver mesti reyfari, sem ég hef lesið. Sú gamla tugga úr auglýsing- um útgefenda, að menn geti ekki lagt bókina frá sér, fyrr en þeir hafi lokið við hana, á svo sannarlega við um þetta verk. En munurinn á því og spennusögum Alistairs MacLeans og starfsbræðra hans er, að hér segir frá raunverulegum atburðum. Pacepa var lengi yfirmaður rúmensku leyniþjónustunnar og trúnaðar- vinur Sjáseskú-hjónanna, en flúði til Bandaríkjanna 1978. Fáir þekktu betur til í ríki Sjáseskú-hjónanna. Elcki kemur mér þó á óvart, að fáir lesendur trúðu Pacepa í fyrstu. Þeir eru eltki margir, sem hafa haft fullan skilning á eðli og athöfnum sameignarmanna tuttugustu aldar. Sameignarstefnan var auðvitað ekk- ert annað en tilraun til að snúa aftur til fortíðar. Raun- ar minnir lýsing Pacepa á lífinu við hhð Sjáseskús aðallega á gamlar frásagnir af hirð Miklagarðskeisara, þar sem gerspilltir og grimmir stjómarherrar beittu öllum tiltækum ráðum til að afla sér valda og halda þeim. Rúmenía var ekkert annað en miðaldaríki vopn- að nútímatækjum. Ráðabrugg með Tító og Arafat Margt er ákaflega fróðlegt í hók Pacepas. Má þar nefna frásögn af opinberri heimsókn Sjáseskú-hjón- anna til Bandaríkjanna, þar sem hinn brosmildi og bamalegi Carter tók á móti þeim. Einnig kemur fram í bóldnni, að Tító og Sjáseskú skiptust stundum á greið- um. Lið Sjáseskús lokkaði landflótta andstæðinga Tít- ós til Rúmeníu og afhenti þá síðan mönnum Títós gegn því, að Júgóslavar gerðu slíkt hið sama fyrir Rúmena. Þá segir Pacepa frá því, að leyniþjónusta Sjáseskús hafi stundað víðtækar iðnaöamjósnir á Vesturlöndum. Enn fremur var Sjáseskú mikill vinur hryðjuverka- leiðtogans Arafats. Vinátta þeirra tveggja kom þó ekki í veg fyrir það, að herbergi Árafats væri hlerað í leyni- legum heimsóknum hans til Rúmeníu. Að sögn Pacep- as iðkaði Arafat þá ástaleild með lífverði sínum, öskraði eins og tígrisdýr, á meðan leikfélaginn veinaði eins og hýena! Þá er augljóst, að Sjáseskú hafði miklar áhyggjur af útvarpsstöðvum þeim, sem Bandaríkja- stjóm styrkti og útvörpuðu til Austur-Evrópu og Ráð- stjómarríkjanna, til dæmis Radio Free Europe. Enn fremur skipaði hann undirmönnum sínum, þar á með- al Pacepa, að elta uppi alla rúmenska andófsmenn erlendis og þagga niður í þeim, annaðhvort beija þá sundur og saman eða ráða þá af dögum. Var Sjáseskú bijálaður? Við þeirri spurningu er að- eins unnt að veita hið sígilda svar: Það fer eftir því, hvernig við skilgreinum bijálsemi. Sjáseskú sveifst greinilega einskis. Hann þekkti engin siðgæðismörk og hafði fráleitar hugmyndir um sig og konu sína. Eins og dr. Þór Whitehead prófessor segir í umsögn á bókarkápu, var hann dæmi þess, að allt vald spilhr og gerræðisvald gerspillir. Hann liföi í allt öðrum veru- leika en annað fólk. En Sjáseskú var þrátt fyrir allt slóttugur rúmenskur bóndasonur, ef marka má þessa bók. Hann var maður varfærinn. Ef honum var mætt af fullri festu, þá lét hann sér jafnan segjast. Hann virti eitt og aðeins eitt, og það var blábert stáhð. í þeim skilningi var þessi austræni harðstjóri, þessi arftaki keisaranna í Miklagarði, hkur Stahn forðum og Saddam Hussein nú. Gallinn við „friöarömmurn- ar“ íslensku og allt þeirra fólk er einmitt, að þær gera ekki ráð fyrir shkum mönnum. Á meðan þeir eru til og ráða yfir öflugum vopnum, geta vestrænar þjóðir ekki kastað frá sér vopnum sínum. Úr því að minnst er á friðarömmurnar íslensku, má nefna, að Elena, kona Sjáseskús, virðist hafa verið enn verri en maður hennar, heimsk og illgjörn. íslenskir vinir Sjáseskús Ég skal fúslega játa, að ég á erfitt með að skilja Pac- epa. Hvernig gat hann svo lengi verið yfirmaður leyni- þjónustu Rúmena og átt fulla aðild að voðaverkum Bókmenntir Hannes H. Gissurarson Sjáseskús? Hvers vegna ákvað hann að lokum að flýja? Við þessum spurningum geymir bókin engin svör. En Pacepa segist einkum hafa sett hana saman til þess að vara Vesturlandamenn við hinum stórfelldu blekk- ingum, sem Sjáseskú og aðrir honum líkir reyni að beita. Hann segir margar sögur af því, hversu miklu Sjáseskú og menn hans hafi jafnan verið tilbúnir að kosta til í því skyni. Nú gat Sjáseskú að vísu ekki blekkt alla, til dæmis ekki þá okkar, sem höfum stund- um verið kallaðir riddarar kalda stríðsins. En honum tókst svo sannarlega að blekkja suma, þar á meðal nokkra íslendinga. Svavar Gestsson, núverandi menntamálaráðherra, var til dæmis formaður sendi- nefndar Alþýðubandalagsins til Rúmeníu í september 1970. Eftir heimkomuna skrifaði hann fiálglega í Þjóð- viljann (14. nóvember 1970) um Sjáseskú, gamla smal- ann úr fiöhunum í Vallasíu, eins og það var orðað. Lét Svavar í ljós von um, að honum tækist að sætta andstæðar fylkingar sósíalista í heiminum. Þetta er ekki allt. Guðrún Helgadóttir, núverandi forseti Sameinaðs Alþingis, fór á æskulýðsmót í Rúme- níu voriö 1971 og skrifaði síðan í Þjóðviljann (21. mars 1971), að ungt fólk í Rúmeníu væri frjálslegt og ánægt og Sjáseskú væri einstaklega gæfulegur af þjóðarleið- toga að vera! Næsta árið kom ein helsta söguhetjan í bók Pacepas í sendinefnd rúmenska Kommúnista- flokksins til Alþýðubandalagsins. Var hann Vasilý nokkur Pungan, sem Pacepa segir hafa verið ástmann Elenu Sjáseskús og einn helsta flugumann Sjáseskú- hjónanna um heim allan. Þá má geta þess, að Menning- arsjóður gaf árið 1977 út bók um Ungverjaland og Rúmeníu í flokknum Löndum og lýðum. Höfundur hennar var Þórunn Magnúsdóttir. Á 291. bls. segir svo: „Rúmenía nýtur virðingar á alþjóðaveítvangi sem menningarríki með víðsýna stjórnarhætti og friðsama og farsæla stefnu í samskiptum þjóða á mhh.“ Vekja verður athygh á því, að Menningarsjóður er opinbert fyrirtæki, rekið fyrir almannafé. En gaman væri að vita í ljósi þessarar bókar Pacepas, hvaða greiða Þó- runn Magnúsdóttir og aðrir gestir Sjáseskús voru að endurgjalda með skrifum sínum. lan Mihai Pacepa Blóðugur blekkingarleikur Almenna bókafélagið, Reykjavík 1990. GMC S-15 Ciera Classic, árg. '88, til sölu, 4x4, 4,31 vél, cruisecontol, raf- magn í læsingum og rúðum, velti- stýri, extra cab, ekinn aðeins 21 þús. mílur. Uppl. í síma 985-20066 og 92-46644 e.kl. 19. Subaru Legacy 1800 st. '90, útvarp/seg- ulband, rafinagn í rúðum. Til sölu á Bílasölunni Blik, sími 91-686477. Skipti koma ekki til greina. ■ Ýmislegt Jeppaklúbbur Rvíkur. Almennur fé- lagsfundur verður haldinn þriðjud. 28/8 í félagsheimili klúbbsins kl. 20. Fundarefni: keppni helgarinnar. Keppendur hvattir til að mæta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.