Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Page 7
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990.
7
Fréttir
Sauðárkrókur:
Miðar hægt í mál-
efnum Melrakka
ÞórhaHur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki;
Enn er allt í óvissu um framtíð fóður-
stöðvarinnar Melrakka. Greiöslu-
stöðvun lauk í lok maí en enginn
kröfuhafi hefur enn óskað eftir gjald-
þrotaskiptum. Virðist það benda til
þess að þeir ætli að taka boði um
greiðslu allt að 22% krafna.
Að sögn Áma Guðmundssonar,
stjórnarformanns Melrakka, er lítið
að frétta af málinu. Gert var ráð fyr-
ir að Seðlabankinn tæki við skulda-
bréfum vegna skuldbreytinga bænda
á skuldum sínum við fóðurstöðina
án affalla. Undanfarið hefur Búnað-
arbankinn einnig blandast í mábö.
Með haustinu fer fóðurþörfm að
aukast og við það verður enn erf-
iöara að halda rekstri stöðvarinnar
gangandi en hún þarf að staðgreiða
öll aðföng.
Sauðárkrókur:
Svartur rey kur
frá öskuhaugunum
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkroki;
Fjórðungsþing Norðlendinga var
haldið nýlega. Þar var meðal annars
fjallað um umhverfismál. Ekki var
eins mikil reisn yfir þeirri umræðu
og menn höfðu vonast til. Þegar til
kom virtust menn ekki hafa áhuga á
að ræða þessi mál.
Bæjarbúum á Sauðárkróki fannst
það nokkuð táknrænt að á sama tíma
og umhverfismálin voru rædd í
íþróttahúsinu af takmörkuðum
áhuga voru öskuhaugar bæjarins
hreint í essinu sínu og spúðu kol-
svörtum reyk yfir Nafirnar. Höfðu
menn orð á því að ekki hefði sést svo
svartur reykur lengi, eða síðan páfa-
kjörið misheppnaðist svo hrapallega
þarna um árið.
Göngustígurinn upp í Súgandisey er nú fullgerður.
DV-mynd Ingibjörg Hinriksdóttir
Stykkishólmur:
Ástarhreiður á
Breiðafirði
Ingibjörg Hnriksdóttir, DV, Stylddshólmi:
Stykkishólmsbær hefur nú lokið við
að leggja göngustíg frá ferjubryggj-
unni upp í Súgandisey.
„Framkvæmdir viö stíginn hafa
gengið mjög vel,“ sagði Högni Bær-
ingsson, yfirverkstjóri bæjarins, í
samtali við fréttaritara DV fyrir
helgina. „Við byrjuðum að grafa fyr-
ir tröppunum í síöustu viku og erum
nú aö ljúka við verkið."
Tröppurnar, sem eru úr timbri, eru
hinar glæsilegustu og falla mjög vel
inn í umhverfið. Efst uppi á eyjunni
hafa verið settir niður bekkir þar
sem fólk getur notið útsýnisins yfir
Breiðafiörð. Staður þessi hefur þegar
hlotið viöurnefnið „ástarhreiðrið"
meðal heimamanna.
Göngur:
Afréttur við Blöndu
smalaður í síðasta sinn
Þórhallui Ásmimdsson, DV, Sauöárkróki;
Enn einu sinni er sumri tekið að
halla og göngur og réttir á næsta
leiti. Þetta verður síðasta haustið
sem afréttarlönd þau sem lenda und-
ir lóni Blönduvirkjunar verða smöl-
uð því vatni verður hleypt á næsta
vor. Gangnamenn eru famir að
leggja á hesta sína og halda brátt til
fialla ásamt smalahundum sínum.
Helgin 15.-16. september verður
afréttarhelgi haustsins en þá verða
allar helstu fiárréttir í Húnavatns-
sýslum og Skagafírði. Hross verða
réttuð í Stafnsrétt föstudaginn 14.
september og fiárrétt daginn eftir.
ÁSGEIfí
FRÍMA»‘m'
' ' ■
Asgeir Frímanns ÓF 21. Hið nýja skip kostaði um 150 milljónir króna.
Nýtt skip keypt til Ólafsfjörðar:
Gert út á ónýtta
fiskistofna
Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði:
Á miðvikudag korr.> til landsias 299
tonna skip sem gert verður út á
ónýtta fiskistofna við ísland. Valeik
hf. keypti skipið, sem er fiögúrra ára,
af norskum banka. Með nauðsynleg-
um lagfæringum kostar það 150
milljónir króna.
Skipið hefur hlotið nafnið Ásgeir
Frímanns ÓF 21. Aö fyrirtækinu
Valeik hf. standa Helgi Már Reynis-
son, nýútskrifaður sjávarútvegs-
fræðingur við Sjávarútvegshás«óla í
Noregi, Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem
er að íjúka námi við sama skóla í
vor, og Sæunn Axels hf. á Ólafsfirði.
Skipið er keypt með það að mark-
miði að sækja ónýtta fiskistofna við
íslandsmið og er þá sérstaklega
hugsað um lúðu, löngu og keilu.
Þessar tegundir eru utan við kvóta.
Ásgeir Frímanns er frystiskip, það
fyrsta sem sérhæfir sig til þessara
veiða hér á landi. Aflinn verðu flutt-
ur út í kæligámum.
Útgerðin hefur að auki keypt veiði-
heimildir Atlanúps frá Raufarhöfn
sem veröa um 400 þorskígildi á næsta
ári. Tólf manns eru í áhöfn skipsins
en skipstjóri og fiórir hásetar eru
norskir.
Nýr hótelstjóri á Ólafsf irði
Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði;
Baldvin Sigurðsson hefur verið ráð-
inn hótelstjóri við Hótel Ólafsfiörð.
Hann hóf störf þar í sumar og sá um
rekstur hótelsins eftir að Smári Jóns-
son, fyrrverandi hótelstjóri, flutti
burt.
Rekstur hótelsins gekk betur í
sumar en nokkru sinni áður, enda
lá mikill feröamannastraumur í
gegnum bæinn.
Baldvin er Ólafsfirðingum að góöu
kunnur. Hann starfaði sem mat-
reiðslumaður við hótelið um tveggja
ára skeið.
Dansskóli
Auðar Haralds
Innritun í alla
hópa stendur yfir.
Börn yngst 3ja ára
Símar: 39600
31360
656522
frá kl. 13-19.
DAN88
Raðgreiðslur