Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7- SEPTEMBER 1990. Olgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Geir Hallgrímsson Einn merkasti stjórnmálamaöur samtíðarinnar er fallinn frá. Geir Hallgrímsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður jarðsettur í dag, aðeins sextíu og fjögurra ára að aldri. Það átti ekki fyrir Geir að liggja að njóta elliára í kyrrð og hvíld, frek- ar en svo margra annarra manna sem varið hafa ævi sinni í stjórnmálavafstur og forystustörf. Hann hafði svo sannarlega unnið til þess, eftir langt og farsælt starf, stríð og storma á hæsta tinda, þar sem vindarnir blása hvað kaldast. Geir var borinn til forystu og vel til hennar fallinn. Höfðinglegt útht, góðar gáfur og sterkar rætur meðal flokks og þjóðar leiddu hann snemma til öndvegis. Geir var borgarstjóri í Reykjavík um árabil og ávann sér virðingu og vinsældir í því starfi. Þaðan lá leiðin til for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum og forsætisráðuneytis og það er stutt síðan hann var í eldlínu íslenskra stjórn- mála og nafn hans á hvers manns vörum. Hann var skotspónn andstæðinga, sverð og skjöldur samherja en umfram allt klettur sem öldur átaka og umbrota brotn- uðu á. í góðri merkingu þeirrar samlíkingar. Geir var persónugervingur borgarastéttarinnar og sá maður sem andstæðingar hans lögðu mest upp úr að beina spjótum sínum gegn. En hann var sömuleiðis fastur fyrir í eigin hópi, kjölfesta og brimbrjótur. Staðfesta Geirs Hall- grímssonar brotnaði aldrei. Sú staðfesta skapaði honum erfiðleika í eigin flokki. Sjálfstæðisfiokkurinn galt óróa og upplausnar um tíma og Geir Hallgrímsson mátti þola ósigra og mótlæti af þeim sökum. En aldrei missti hann reisn sína, aldrei glataði hann drenglyndi sínu og heiðarleika og áður en yfir lauk gat Geir Hallgrímsson borið höfuðið hátt sem og Sjálfstæðisflokkurinn. Eftir stendur minningin um vandaðan, heilsteyptan og hreinskiptinn stjórnmálafor- ingja. Stundum var sagt að Geir Hallgrímsson væri ekki maður fólksins. Það stafaði sjálfsagt mest af því að Geir lagði ekki í vana sinn að snobba niður fyrir sig. Hann var ekki lýðskrumari né heldur maður sem sveiflaðist eftir póhtískum veðrum og vindum. Geir var hins vegar einstakt ljúfmenni, skrumlaus og fumlaus og þekkti hvorki yfirlæti né oflátungshátt. í ræðustól lét hann sjaldan tilfinningar eða hvatvísi ráða orðum sínum og enda þótt andstæðingar hans vönduðu honum ekki kveðjurnar svaraði hann aldrei í sömu mynt. Kurteisi og háttvísi var honum í blóð borin. í ljósi sögunnar munu margar ákvarðanir Geirs Hall- grímssonar verða umdehdar. Jafnt og hjá öðrum sem veljast til forystu og verða að meta allsherjarhagsmuni og skilja undiröldu stjórnmálanna. Hann var seinþreytt- ur th vandræða og stundum seinn til ákvarðana. Það var fundið honum th foráttu oftar en einu sinni. Það má endalaust deila um ýmsar einstakar ákvarðanir í stjórnartíð Geirs Hahgrímssonar, um viðbrögð hans við átökum innan flokksins, um formennsku hans og póh- tík. En það verður aldrei nein deha um persónuleika Geirs Hahgrímssonar, heihndi hans og merkt framlag th íslenskra þjóðmála. Þjóðin á þeim mönnum mikið að þakka sem verja ævistarfi sínu til stjórnmálaforystu og njóta sjaldnast umbunar fyrir þau störf. Með fráfalh Geirs Hallgrímssonar er horfmn litríkur og atkvæðamikhl þjóðarleiðtogi. DV flytur fjölskyldu hans innhegar samúðarkveðjur. Ehert B. Schram Þessa dagana er tíðindalítið á víg- stöðvunum við Persaflóa og sumir eru famir að gera sér vonir um að málin þar leysist um síðir með málamiðlun. En þær vonir eru ekki tímabærar. í fyrsta lagi er banda- ríski herinn ekki tilbúinn og í öðru lagi eru veðurskilyrði óhagkvæm. Á þessum tíma árs er hitínn slík- ur að í átta ára styrjöld íraka og írana lágu bardagar ævinlega niðri frá miðjum júní fram í byijun okt- óber. - Hvorki menn né byssur eða skriðdrekar þoldu hitann og sand- fokið. Innan fárra vikna kemur í ljós hvort gripið verður til vopna og hættan á því hefur alls ekki minnk- að. En eðlilega er reynt til þrautar að ná friðsamlegri lausn þótt vand- séð sé hvernig það megi verða. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra sætta sig ekki viö annað en skilyrðislausa uppgjöf Saddams í Kúvæt en uppgjöf í Kúvæt táknar sjálfsmorð Saddams Husseins og niðurlægingu íraks. Jafnvel þótt Saddam yrði steypt af stóli er ólíklegt að eftirmenn hans tækju aðra afstöðu. - Innan ísraelsmennn segja að málamiðlun, sem leiddi til brotthvarfs bandaríkja- hers en Saddam stæði eftir ósigraður, sé ávísun á stórstyrjöld, segir hér m.a. - Yizak Shamir (t.v.) kveður Bush Bandaríkjaforseta i heim- sókn hins fyrrnefnda í Hvita húsið. Tíðindalaust á austurvígstöðvunum íraks er engin stjómarandstaða. Niðurlæging er það síðasta sem nokkur írakskur leiðtogi getur leyft sér. Málamiðlun Fundur Gorbatsjovs og Bush í Helsinki getur ekki leitt til annarr- ar niðurstöðu en þeirrar að haldið verði fast við þá stefnu sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa markaö og Bandaríkin framkvæmt; sem sé að ekki verði samið um þá kröfu að Kúvæt verði endurreist. í þeirri kröfu er ekkert rúm fyrir mála- miðlun. Samt eru komnar upp tilraunir til málamiðlunar. Arafat, leiðtogi PLO, er nú farinn að ganga erinda Saddams meðal Arabaríkjanna og segir að Saddam gæti slakað til. En þær hugmyndir eru bæði óljósar og óraunhæfar við núverandi að- stæður. Arafat segir, án þess að Saddam hafi sjálfur staðfest það, að Saddam sé fáanlegur til að sleppa hendinni af mestum hluta Kúvæts fái hann þar samt land að sjó. Efnt verði til kosninga meðal ahnennings um hvort fólk vilji fá sömu furstafjölskylduna aftur til valda, arabískur her komi í stað þess bandaríska í Saudi-Arabíu og að lokum, það sem mestu máh skiptir; að Palestínumálið verði leyst. Þessi lausn höfðar mjög til margra arabaríkja en þetta er óað- gengilegt fyrir Bandaríkin, að ekki sé minnst á ísrael. Kjarnavopn Frá sjónarmiði Bandaríkja- manna og ekki síður ísraelsmanna er málamiðlun versta hugsanlega lausnin. Hvernig sem sú málamiðl- un yrði myndi Saddam Hussein geta snúið henni upp í sigur fyrir sig; hann heíði einn staðið á mótí öllum heiminum og ekki beðið ósigur. Með því yrði hann áreiðan- lega sá leiðtogi meðal araba sem mest fylgi hefði. Hann yrði hetja á borð við Nasser. 'Eftir slíka mála- miðlun myndi vegur Saddams óhjákvæmilega vaxa og eftir nokk- ur ár myndi aftur sjóða upp úr við Persaflóa. Þessi málalok yrðu til þess að stórefla írak og trúlega mundi þá fyrr eða síðar koma til stórstyrjaldar íraka við ísrael, þar sem vel er hugsanlegt að kjarn- orkuvopnum yrði beitt. Það er talið gefið mál að ísraels- menn ráði þegar yfir kjarnavopn- um og írakar eru langt komnir með að koma sér upp slikum vopnum. Svo langt að þeir gætu átt þau eftir þrjú til fjögur ár. Allt þetta mæhr á móti málamiðlun en undirstrikar líka að Saddam stendur hvergi nærri eins iha í þessari dehu og af KjáUariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður þúsund sem bjuggu í Kúvæt. Pa- lestínumenn í Kúvæt voru lítt hrifnir af valdhöfum þar, þeir voru meðhöndlaðir sem annars flokks þegnar og fjárstuðningur Kúvæta við PLO var gefinn sem ölmusa. Samúð með auðkýfingunum í gerviríkinu Kúvæt var í minnsta lagi. En það er fjandskapur Sadd- ams við ísrael og tillaga hans um að tengja brotthvarf frá Kúvæt brottfór ísraelsmanna frá her- numdu svæðunum sem á hug þeirra allan. Palestínumenn saka vestræn ríki um tvískinnung og hræsni. Hvers vegna? spyrja þeir, kreíjast þessi ríki þess ekki af sömu hörku að ísraelsmenn fari af sínum hernumdu svæðum? Með þessu hafa Palestínumenn tryggt sér óvináttu þess hluta ísra- „Frá sjónarmiði Bandaríkjamanna og ekki síður Israelsmanna er málamiðl- un versta hugsanlega lausnin. Hvernig sem sú málamiðlun yrði myndi Sadd- am Hussein geta snúið henni upp 1 sig- ur fyrir sig.“ er látið. Hann hefur mikið fylgi al- mennings, aht annað en ósigur hans gerir hann að hetju araba, ekki síst í augum Palestínumanna, sem hta á hann sem hinn nýja Saladín en Saladín var sá herkóng- ur sem rak krossfarana frá Palest- ínu á 12. öld. Það eru ísraelsmenn sem knýja mest á um hemaðarlega lausn en þeir eiga fjölda skoðanabræðra, bæði í Bandaríkjunum og einnig meðal arabaríkjanna, einkum smá- ríkjanna við Persaflóa sem hafa mesta ástæðu til að óttast írak. ísraelsmenn segja aö málamiðlun sem leiddi til þess aö bandaríski herinn færi heim en Saddam stæði eftir ósigraður sé ávísun á stór- styrjöld eftir fáein ár og algera umbyltingu í arabaheiminum. Umfram allt, frá sjónarmiði ísra- els, myndi allt annað en alger ósig- ur Saddams efla stórlega PLO sam- tökin. Þau hafa nú þegar gengið Saddam á hönd með afleiðingum sem enn hafa aðeins að htlu leyti komið í ljós. Palestínumenn Það er ljóst að hvernig sem þessi mál fara að lokum verða það Pal- estínumenn sem harðast verða úti. Þeir eru nú þegar hörðustu stuðn- ingsmenn Saddams, bæði þeir sem búa í ísrael og hinir sem dreiföir eru um arabalönd, jafnvel þau 400 elsmanna sem hefur reynt að fá stjórnvöld þar til að ganga th móts við kröfur þeirra. Þótt horfur í málum Palestínumanna hafi verið dapurlegur fyrir eru þær fyrst núna algerlega vonlausar. Auk þess hefur Palestínumálið falhð í skuggann af hinni dehunni. Al- menningur á Vesturlöndum hefur fulla andúð á Saddam og þar með stuðningsmönnum hans. Palestínumenn eru í þann veginn að afsala sér einu sína stérkasta trompi, þrýstingi vestrænna ríkja á ísrael að koma til móts við þá. Þeir fylkja sér um Saddam í þeirri örvæntingarfuhu von að umbylt- ing og jafnvel styrjöld mundi að lokum verða til að rétta hlut þeirra. En í bráð hefur afstaða þeirra að- eins þær afleiðingar fyrir þá sjálfa að hörðustu andstæðingar Palest- ínumanna innan ísraels ráða nú algerlega ferðinni. Ósigur Saddams yrði reiðarslag fyrir Palestínumenn, málamiðlun þar sem Saddam yrði ósigraður mundi sömuleiðis loka öhum samningaleiðum. Það er óhugsandi að Saddam sigri, nema þá hann vinni siðferðis- legan sigur meðal araba í formi píslarvættis. En það verða Palest- ínumenn sem óhjákvæmhega tapa, hvernig sem málalyktir verða, frið- samlegar eða ekki. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.