Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Side 15
!
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990.
Tekist á um dómsvald
Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaöur í bandaríska þinginu.
Tuttugusta og annan janúar 1973
í máli Jane Roe (dulnefni) gegn
Henry Wade (saksóknari í Texas)
kvaö Hæstiréttur Bandaríkjanna
upp úrskurð um að stjórnarskrá
Bandaríkjanna verndaði rétt konu
til að ákveða hvort hún endaði
meðgöngu með fóstureyðingu.
Rétturinn leit á þennan rétt konu
sem „grundvallarrétt", sem hluta
af rétti hverrar manneskju til
einkalífs („right to privacy"), en
þann rétt hafði dómurinn áður við-
urkennt í ýmsum tilfellum.
Hlutverk löggjafarvalds
Síðustu áratugi hafa öndverðar
stefnur tekist á um það í banda-
rísku samfélagi hvemig túlka eigi
stjómarskrána. Takast þar á ann-
ars vegar þeir sem vilja lesa meira
inn í mannréttindaákvæði hennar,
en það sem bókstaflega stendur, og
hins vegar þeir sem einkum og
raunar eingöngu vilja horfa til þess
sem upphaflega var sett á blað.
Hinir fyrrnefndu telja það hlut-
verk Hæstaréttar að túlka stjórnar-
skrána vítt, aðlaga stjórnarskrána,
í anda frumkvöðlanna, að breytt-
um tímum. Þeir síðarnefndu telja
hins vega ómögulegt að segja til um
hvernig hinir fyrstu löggjafar
hefðu litið á mál og telja það hlut-
verk löggjafarvalds en ekki dóms-
valds að móta viðbrögð við nýjum
álitamálum.
Dómurinn frá 1973 um „grund-
vallarrétt" konu til að velja sér
fóstureyðingu er gott dæmi um
stefnu þeirra sem vilja lesa meira
inn í stjómarskrána en bókstaflega
stendur þar. Eðlilega er hvergi
minnst á fóstureyðingu í hinum tvö
hundruð ára gömlu mannrétt-
Kjallarmn
Sr. Baldur Kristjánsson
indáakvæðum (BOl of Rights), og
ekki heldur í síðari tíma viðbótar-
greinum, en meirihluti dómara (sjö
gegn tveimur) taldi það óleyfileg
afskipti yfirvalds af einkamálum,
ef ríkisstjórn setti önnur lög en þau
varðandi fóstureyðingu á fyrsta
þriðjungi meðgöngu en að löggild-
ur læknir annaðist aðgerðina.
Andmælendur dómsins töldu
hann ekki hafa neina stoð í stjórn-
arskrá. Útilokað væri að segja til
um hvað þeir, sem sömdu og sam-
þykktu mannréttindaákvæðin,
hefðu hugsað í þessum efnum. Þar
sem ekki sé fjallað um fóstureyð-
ingar í stjómarskránni eða fylgi-
greinum hennar eigi hvert ríki fyr-
ir sig að hafa frelsi til að móta sína
eigin löggjöf um fóstureyðingar.
Afleit þróun
Þegar Wilham Brennan dómari
hættir 84 ára að aldri missa hinir
„fijálslyndu“ í dómnum sinn
snjallasta mann og jafnframt
meirihluta sinn þar sem víst er tal-
ið að arftaki hans, væntanlega
David Souter, (verði hann sam-
þykktur af öldungadeildinni) fylh
flokk hinna „íhaldssömu." Það er
þó ekki sjálfgefíð aö rétturinn
breyti þeirri grundvallarafstöðu að
kona eigi rétt á fóstureyðingu.
Græni bletturinn við íhaldsmenn
er að þeir eru hthr byltingarmenn,
virða hefðina og Hæstiréttur hefur
byggt á úrskurði sínum í máli Jane
gegn Wade í tæpa tvo áratugi. En
þó að hinn íhaldssami meirihluti
breyti ekki beinhnis því sem Hæsti-
réttur sagði 1973, getur hann með
nýjum dómum aukið völd hinna
einstöku ríkja að mun, hvað varðar
útfærslu og takmarkanir á fóstur-
eyðingum. Hefur þessa raunar gætt
í dómum Hæstaréttar undanfarin
ár.
Forsetinn tilnefnir hæstaréttar-
dómara en öldungadeildin stað-
festir eða hafnar tilnefningum
hans. Það þýðir í raun að fram-
kvæmdavaldið og löggjafarvaldið
takast á um dómsvaldið. Öldunga-
deildin með Edward Kennedy í far-
arbroddi hafnaði hinum íhalds-
sama Robert Bork haustið 1988.
Enginn efaðist um fæmi Borks og
vit, en hreinskilni hans á löngum
ritferh varð honum farartálmi. -
Hans skoðun var og er sú að Hæsti-
réttur hafi farið offari í að túlka
stjómarskrána.
Að dómi meirihluta öldunga-
deildarinnar hefði hin þrönga túlk-
ini Borks, ef hún hefði ráðið gegn-
um árin, þýtt það að Bandaríkin
væm miklu skemra á veg komin í
mannréttindamálum. Síðan öld-
ungadeildin hafnaði Bork, hafa for-
setar hneigst tíl að tilnefna mann-
eskjur sem htið hafa gert uppskátt
um skoðanir sínar. Það er í raun
afleit þróun því sjaldan er hún betri
músin sem læðist.
Sr. Baldur Kristjánsson
„Forsetinn tilnefnir hæstaréttardóm-
ara, en öldungadeildin staðfestir eða
hafnar tilnefningum hans. Það þýðir í
raun að framkvæmdavaldið og löggjaf-
arvaldið takast á um dómsvaldið.“
Árlæsis!1990:
Svona gerum við
„Óhætt er að fullyrða að unglingar kunna vel að meta að lesið sé upp-
hátt fyrir þá,“ segir greinarhöfundur m.a.
Það hefur lengi tíðkast að lesa
upphátt fyrir yngri böm í svoköll-
uðum nestistímum í skólanum (og
oftar) en hvenær hætta kennarar
því? Hvað með unghngana? Ekki
kannski í nestistimanum en í
kennslustundum? Óhætt er að fuh-
yrða að unghngar kunna vel að
meta að lesið sé upphátt fyrir þá.
Það er til dæmis kjörið að lesa Gísla
sögu Súrssonar upphátt og aðrar
íslendingasögur sem ætlast er til
aö nemendur læri til prófs í efstu
bekkjum grunnskólans.
Sagan verður mun auðskildari
fyrir bragðið fyrir ahan þorra nem-
enda og persónur hreinlega lifna
við líkt og Pappírs-Pési! Þá er hka
mun hægara að komast að því
hvort nemendur skilja efni sögunn-
ar og átta sig á flóknum ættar-
tengslum sem vhja vefjast fyrir
mörgum og gerir nemendum oft
erfitt fyrir í upphafi. Og hvað með
að lesa upphátt nýútkomnar bæk-
ur síðustu daga fyrir jól? Það
kunna margir vel að meta.
Kannske verður þá frekar beðið
um bók í jólagjöf.
Ennfremur mætti hugsa sér
fyrstu dagana á haustin kjöma th
lestrar í miklum mæli. í fyrra var
haldin móðurmálsvika í skólum
sem þótti takast vel og skha mikl-
um og góðum árangri. Hvað með
þrjá lestrardaga í upphafi skólaárs?
Ema Árnadóttir
Laugardagurinn 8. september er
alþjóðlegur dagur læsis en Samein-
uðu þjóðirnar hafa mælst til að
árið 1990 verði helgað baráttunni
gegn ólæsi. Ennfremur verði árið
nýtt th þess að hvetja fólk th auk-
ins lestrar af öhu tagi, eins og
mönnum er sjálfsagt kunnugt af
fréttum undanfarnar vikur.
Það hefur löngum verið höfuð-
verkur margra kennara - ekki síst
þeirra sem fást við að kenna ungl-
ingum - hvernig megi fá sem flesta
th að lesa lengri texta af áhuga,
ekki bara stutta búta. Svo virðist
sem dragi úr lestri um 11-12 ára
aldur - einkum meðal stráka - enda
margt annað sem heillar, svo sem
íþróttir, tölvur og margt fleira.
Reyndar virðast stelpur lesa meira
á öllum aldri, ef dæma má af rann-
sóknum, en það er önnur saga.
Að miðla töfrum
En hvernig hvetjum við krakk-
ana th að halda áfram að lesa svo
að þeir hætti ekki lestri og lesi sér
th gagns og gamans alla ævi? Og
hvernig förum við að því að miðla
th þeirra þeim töfrum og þeirri
ánægju sem í lestri felst? Að ekki
sé minnst á gagnsemina. Vitað er
að böm, sem mikið er lesið fyrir,
eiga auðveldara með að læra að
lesa við upphaf skólagöngu og þau
sem lesa mikið sjálf eiga auðveld-
ara með annað nám, th dæmis staf-
setningu, þannig að kannski er
aukinn lestur ein notadrýgsta leið-
in th að kenna stafsetningu.
Margir telja að leggja beri aukna
áherslu á lestur af öhu tagi í grunn-
skólanum ef það mætti verða til
þess að þeir sem annars missa
áhuga á lestri haldi honum. Til
þess þarf að hvetja þá til þess að
lesa sem fjölbreyttasta texta, forna
og nýja, auðmelta og tormelta - og
umfram allt gefa þeim tíma th þess
í kennslustundum. Kennarar eru
oft ragir við að „fórna“ móður-
málstímum í mikinn lestur og telja
að þeir megi lítinn tíma missa,
einkum ef um er að ræða annað
en beint námsefni í móðurmáli.
En þess ber þá að gæta að þeim
tíma sem varið er til lestrar er síð-
ur en svo illa varið því hann heldur
að nemendum bókum og „tælir“
þá til að halda áfram að lesa sem
ef til vih myndu annars hætta því.
nokkur maður læs nema hann
haldi áfram að lesa og geti miðlað
öðrum af því sem hann les? Þarf
ekki að halda þeirri kunnáttu við
eins og hverri annarri íþrótt?
Margt bendir th að svo sé, ekki síst
nú þegar alls kyns upplýsingar
skeha á okkur. Það skiptir kannske
ekki öllu máh hvað lesið er því að
með þessu móti er verið að ala upp
lesendur sem síðar meir eru þá
fremur tilbúnir til að lesa hvað sem
er. Og þá ekki einungis fagurbók-
menntir heldur efni af öhum toga.
Þá á ég einkum við að nýta betur
th dæmis barnabækur, ungl-
ingabækur, reyfara, spennubók-
menntir og ástarsögur. Með öðrum
orðum: leyfa unglingum að velja
sér lesefni út frá eigin áhugasviði
eða hugarheimi og fjalla um það,
spjalia um það í kennslustundum,
skrifa ritdóma og margt fleira.
Margar þær bækur sem ætlast
er til að nemendur lesi á þessum
árum eru of þungar fyrir þá sem
lesa lítið, hafa kannske hætt að lesa
þegar þeir voru taldir læsir, og þá
eru barna- og unglingabækumar
ágætisstökkpallur.
Að lesa upphátt
Þá er spurningin hvenær er mað-
ur læs og hvað með hugtakið að
vera búinn að læra að lesa? Er
KjaHarinn
Erna Árnadóttir
námsstjóri
„Er nokkur maður læs nema hann
haldi áfram að lesa og geti miðlað öðr-
um af því sem hann les? - Þarf ekki
að halda þeirri kunnáttu við eins og
hverri annarri íþrótt?“