Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Síða 16
16
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990.
Iþróttir
• Hér sjást þeir kappar sem hlutu verðlaun DV og Hörpu fyrir góðan árangur í liðnum mánuði. Lengst til vinstri er Andrej Jerina, leikmaður ÍBV, en hann var kjörinn besti leikmað-
ur ágústmánaðar. Þá kemur Guðmundur Stetán Mariasson, besti dómarinn í ágúst, og loks Jóhannes Atlason, þjálfari Stjörnunnar, besti þjálfarinn í ágúst að mati DV og Hörpu.
Fulltrúi Hörpu við afhendingu verðlaunanna er lengst til hægri. DV-mynd Brynjar Gauti
Útneftiingar DV og Hörpu:
Jóhannes, Guðmundurog Jerína
verðlaunaðir fyrir ágústmánuð
- Jóhannes besti þjálfarinn, Jerina besti leikmaðurinn og Guðmundur besti dómarinn
Andrej Jerina, júgóslav-
neski leikmaðurinn í liði
ÍBV, var útnefndur leik-
maður ágústmánaöar
hjá DV og Hörpu en þessir aðilar
veittu slikar viðurkenningar í
fjóröa skiptið á þessu keppnistíma-
bili nú í vikunni. Harpa er sem
kunnugt er stuðningsaðili 1. deild-
ar keppninnar í ár eins og í fyrra.
Andrej Jerina er 25 ára gamaU
sóknarleikmaður sem hefur átt
dijúgan þátt í óvæntri velgengni
Eyjamanna í 1. deildinni í sumar.
Hann var í miklum ham í þeim
þremur leikjum sem ÍBV lék í ágúst-
mánuði, 2-1 sigri gegn FH þar sem
hann skoraði og fiskaði vitaspymu,
2-4 tapi gegn Val þar sem hann skor-
aði og lagði upþ mark og 4-3 sigri á
Akranesi þar sem hann skoraði sig-
urmarkið á síðustu stundu.
Jerina kom til ÍBV fyrir þetta
tímabil frá júgóslavneska 2. deildar
félaginu Slovan Ljubljana og að
öllu óbreyttu fer hann aftin- þangað
að loknu tímabilinu hér heima og
leikur með því í vetur.
Jóhannes Atlason
þjálfari ágústmánaðar
Jóhannes Atlason, þjálfari nýliða
Stjömunnar úr Garðabæ, var út-
nefndur þjálfari ágústmánaðar hjá
DV og Hörpu. Undir hans sljóm
hefur Stjaman komið geysilega á
óvart í sumar, flestir spáðu hðinu
faUi, enda er það skipað ungum
leikmönnum og er að leika í deild-
inni í íyrsta sinn. En Stjaman hef-
ur sannað tilvemrétt sinn meðal
þeirra bestu og gerði þaö sérstak-
lega í ágústmánuði. Þá vann liðið
alla þrjá leiki sína, sigraði toppliðið
Val, 0-1, á Hiiðarenda, Skagamenn,
2-0, í Garðabæ og KA, 3-0, á Akur-
eyri.
Jóhannes tók við Stjömunni fyrir
síðasta tímabil og leiddi hðið upp í
1. deild í fyrstu tilraun. Hann er
með reyndustu þjálfurum hér á
landi, hefur þjálfað ÍBA, KA og Þór
á Akureyri, Fram og íslenska
landsliðið. Jóhannes lék á sínum
tíma sem bakvörður með Fram og
landsliðinu.
Guðmundur Stefán
besti dómarinn
Guðmundur Stefán Maríasson,
sem dæmir fyrir Leikni, Reykjavík,
var útnefndur dómari ágústmán-
aðar. Guðmundur dæmdi tvo leiki
í 1. deildinni og fórst það vel úr
hendi í bæði skiptin en hann er
samtals búinn að dæma átta leiki
í deildinni á þessu tímabih sem er
með því mesta sem gerist. Guð-
mundur á skamman feril að baki
sem A-dómari en hefur staðið sig
vel og var á síðasta hausti valinn
til línuvörslu á Evrópuleik Ballym-
ena og Anderlecht og hefur fengið
svipað verkefni nú í haust.
-VS/GH/SK/JKS
• Andrej Jerina, ÍBV.
DV/Hörpulið ágúsf mánaðar
• Jón Otti Jónsson
Stjörnunni
• Friðrik Sæbjörnss.
ÍBV
• Helgi Björgvinss.
Vikingi
• Magni Pétursson
Val
• Rúnar Kristinsson
KR