Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Síða 23
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990. 31 pvSmáauglýsingar - Sími 27022 Meiming Kvartmíluklúbbsins 91-674530 eða fll-4^731 ó kv. Almennir fójagsfundir flFfl í félagsheimili akstursíhróttafél. að Bíldshofða 14 á fimmtudagskv. smu Ihomas Þegar þú gefi,r » Nýbnrg Konur, karlar og hjónafólk. Við leggjum áherslu á yndislegra og fjölbreyttara kynlíf, höfum geysilegt úrval af hjálp- artækjum ástarlífsins f. dömur og herra. Einnig úrval af æðislegum nær- fatnaði á frábæru verði á dömur og herra. Verið velkomin, sjón er sögu ríkari, ath. póstkr. dulnefnd. Opið 10-18 virka daga og 10-14 laugard. Erum á Grundarstíg 2 (gengið inn frá Spítalastíg), sími 14448. Útsala. Fullt af göllum og bolum á kr. 500. Sjón er sögu ríkari. Ceres, Ný- býlavegi 12, Kópavogi, s. 44433. Húsgögn Nýkomln einstaklingsrúm og hlaðrúm. Rúm, verð án dýnu, staðgr. 14.900. Stærð 200x90. Furuhlaðrúm, verð 21.900. • Nýborg hf., Skútuvogi 4, sími 91-82470. Sumarbústaðir Seljum norsk heilsörshús, stærðir 24-102 fin. Verð frá kr. 1.280.000. Sýn- ingarhús, myndir og teikningar fyrir- liggjandi. Húsin eru samþykkt af Rannsóknast. byggingariðn. R.C. & Co hf„ s. 91-670470 og fax 91-670474. Yamaha motocrosskeppni verður í Leirdal, Kópavogi, á morgun, laugar- dag, kl. 14. Síðasta keppni sumarsins með mikilli spennu í nýrri braut á góðum stað. Frábær skemmtun fyrir aðeins 400 kr. Aðkoma í Leirdal er frá nýja Hafnarfjarðarveginum. Vélhjólaíþróttaklúbburinn. Sandspyrna Bilabúðar Benna verður haldin sunnud. 9. sept. á bökkum Ölf- usár við Eyrarbakka. Keppni hefst kl. 14 en keppendur mæti fyrir kl. 12. Varahlutir is DEMPARAR V I MAZDA TOYOTA NISSAN DAIHATSU Ásamt úrvali i aörar gerðlr. Gæði og verð í sérflokki. Sendum í póstkröfu. • Almenna varahlutasalan hf„ Faxa- feni 10, 108 Rvík (húsi Framtíðar), símar 83240 og 83241. ■ BDar til sölu Rauður Porsche 928 78, sportbíll í hæsta gæðaflokki, 8 cyl. álblokk með ofanáliggjandi knastásum og beinni innspýtingu, 240 ha„ 5 gíra, tvöföld kúpling, allur galvaniseraður og því ryðlaus, rafrn. í rúðum, vökva- og veltistýri, fjarlæsingar, sjálfvirkur hraðastillir, álfelgur, ný Good-Year dekk o.fl. o.fl. Skipti og skuldabréf koma til greina. S. 91-32108. Suzuki twin cam GTi, 16 ventla, árg. ’88, til sölu, ekinn 32 þús. km, verð 700 þús. Góður staðgreiðsluafsláttur. Einnig skipti á ódýrari bíl möguleg. Uppl. í síma 91-672269. Subaru Legacy sedan, 2,21 ’90, ekinn 5500 km, sjálfskiptur, litur dökkgrár, sem nýr. Uppl. í síma 91-76061. Toyota Cellca GT 2000 '87 til sölu, raf- magn í rúðum, samlæsingar, digital- mælaborð, álfelgur, skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í síma 92-11108. Renault station 18 TL '80 til sölu, ekinn 120 þús„ útv./segulb., sumar- og vetr- ardekk, gott boddí, verð 120 þús. Uppl. í síma 91-54116. Steinþór Sigurðsson og Jóhannes Jóhannesson við uppsetningu á Septembersýningunni að Kjarvalsstöðum. September Það hefur lengi verið útbreiddur misskilningur að Septemsýningarnar svonefndu (1974-1990) væru eins konar rökrétt framhald Septembersýninganna fjög- urra (1947, 1948, 1951 & 1952), sem í sameiningu ollu straumhvörfum í íslenskri myndlist. Það voru ekki síst nokkrir aðstandendur Septem sem urðu til þess að kynda undir þessum misskilningi, sjálfsagt af ein- skærri eftirsjá, bæöi með nafngiftinni og reglubundn- um upprifjunum á því mótlæti sem gömlu September- sýningarnar mættu. Sannleikurinn er nú sá, og blasir við hverjum þeim sem gaumgæfir yfirstandandi sýningar að Kjarvals- stöðum, að September og Septem eru alls óskyld fyrir- bæri, þó svo sex af þeim fimmtán listamönnum sem upphaílega tóku þátt í Septembersýningunum hafi staðið að Septem. Eg hef ævinlega verið á þeirri skoð- un að það hefði verið stórmannlegra af þeim Septem- mönnum að hasla sér völl undir nýju nafni, i stað þess að hengja sig á gömlu Septembersýningarnar. Sérstaklega þar sem nokkrir Septemmenn tóku aldrei þátt í Septembersýningunum. Myndlist þeirra er jafn- markverð fyrir þaö. En nóg um það. Menningarbylting Septembersýningarnar urðu til við sérstakar að- stæður í íslensku þjóð- og menningarlífi er hlutlæg myndlist í lausbeisluðum expressjónískum stíl, það er, hefðbundið landlags- og þorpsmálverk, reis ekki undir þeim veruleika sem blasti við mönnum í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Septembermenn voru að vísu ósamstæður hópur, allt frá Gunnlaugi Scheving til Valtýs Péturssonar. En ef á heildina er litið má segja að menningarbylting þeira hafi fyrst og fremst falist í afneitun þeirra á allri „eftirmyndagerö”. Þess í stað ítrekuðu þeir að hvert myndverk væri sjálfstæður viðauki við veruleikann. Þeir höfnuðu einnig skynsemishyggju og þar með vél- menningunni sem rústað hafði Evrópu, en vegsömuðu ímyndunaraflið, dulvitundina og hið bemska innsæi. Strangflatarlistin, list hreinna og klárra gilda, er að mörgu leyti rökrétt niðurstaöa þessarar endurskoðun- ar. Vitanlega störfuðu þessir listamenn ekki í tóma- rúmi, fremur en aðrir íslenskir menningarfrömuðir á þessari öld. í myndrænum rannsóknum sínum tóku þeir mið af síð-kúbisma þeirra Picassos og Braques, myndhst COBRA samtakanna, súrrealisma Miros, bernskum stíl Dubuffets og ýmsu fleiru í heimslist- inni, sem í kjölfar nýs upplýsingastreymis og feröa- frelsis stóð þeim opin upp á gátt. En þótt list Septembermanna sé ekki alveg laus við eftirlíkingar einkennist hún fyrst og fremst af þrótt- mikilli úrvinnslu á íslenskum veruleika.- Ef hún er skoðuð út frá helstu forsendum nýskapandi módern- isma ber hæst framlag þeirra Þorvalds Skúlasonar, Nínu Tryggvadóttur og Sigurjóns Ólafssonar, en aðrir þátttakendur fara varlegar í sakirnar. Úr sókn í vörn Septemsýningarnar urðu hins vegar til nærri aldar- fjórðungi síðar, við allt aðrar kringumstæður. Að- standendur voru nú ekki lengur skeleggir boðberar nýrra viðhorfa, heldur vildu þeir verja þá formhyggju sem þeir höfðu þróað og kenndu við hiö „hreina mál- verk“, fyrir áhlaupum nýrra og „óæöri" strauma í íslenskri myndlist. Sem sagt, úr sókn í vörn. Allt um það hafa Septemsýningarnar gert okkur kleift að fylgjast með þróun nokkurra ágætra lista- manna frá ári til árs, um sextán ára skeið, sem er ekki lítils virði. Á þessu tímabili hafa sumir þeirra gert sín bestu verk, ég nefni sérstaklega þá Karl Kvar- an og Kristján Davíðsson, auk þess sem Þorvaldur Skúlason hélt listrænni reisn sinni til dauðadags. Nú er vissulega tímabært að gera veglega úttekt á Septembersýningunum og nota hana til að upplýsa yngri kynslóöir listamanna og listunnenda um rætur og þróun módernískrar myndlistar á íslandi. Vilji Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson menn endilega taka út Septemsýningarnar um leið, mega þeir þaö mín vegna, svo fremi sem gerður er skýr greinarmunur á þessum tveimur fyrirbærum. Þá verða menn að gera sér grein fyrir því að Sept- embersýningarnar eru sögulegar staðreyndir. Tiltekin verk eftir tiltekinn fjölda listamanna voru sýnd í Lista- mannaskálanum í septembermánuði árin 1947, 1948, 1951 og 1952. í þessum verkum fólust viðbrögð lista- mannanna við veröldinni og heimslistinni nákvæm- lega á þeim tíma sem þau voru gerð, og þau vöktu aftur ákveöin viðbrögð meö íslenskum áhorfendum, viðbrögð sem meðal annars eru til á prenti. Viö úttekt á Septembersýningunum verða menn aövitað aö standa klárir á sínum forsendum, en virða þessar stað- reyndir. Þeir geta sett upp sýningarnar ljórar, ná- kvæmlega eins og þær voru, og fyllt upp í eyður með ljósmyndum. Sögufölsun Þeir geta sett upp eina þessara sýninga í sinni upp- runalegu mynd. Eða þá að þeir géta sett upp fyrstu og síðustu Septembersýniguna, svo okkur gefist tæki- færi til að fylgjast með þeim breytingum sem urðu á viöhorfum listamannanna frá 1947 til 1952. í neyð mætti útbúa smækkaðar útgáfur af sérhverri Sept- embersýningu og raða þessum útgáfum saman, svo hægt verði að skynja grunntón hverrar sýningar og áherslubreytingar milli sýninga. En þau vinnubrögð sem notuð hafa verið við sam- setningu Septembersýningarinnar að Kjarvalsstöðum er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta. Umsjón sýningarinnar var í höndum þriggja stjórnlaúsra lista- manna, sem aðeins gáfu sér örfáar vikur til að safna saman verkum. Þegar fundvísin brást þeim, sem gerð- ist ansi oft, virðast þeir ekki hafa vílað fyrir sér að setja inn verk sem alls ekki voru á Septembersýning- unum, bara af því að þau voru frá svipuðum tíma. „Sögufólsun” er stórt orð, en þaö eina sem á við um svona háttalag. Lykilverk vantar Á Septembersýninguna vantar sennilega á fjórða tug mynda, sem margar hverjar þóttu tíöindum sæta er þær voru sýndar, þar á meðal nokkur lykilverk Nínu Tryggvadóttur, Valtýs Péturssonar og Kjartans Guð- jónssonar (til dæmis fyrstu strangflatarverk tveggja síðastnefndu). Hjörleifur Sigurðsson, þátttakandi í Septembersýningunni 1952, á ekkert verk á sýning- unni. Hann á hins vegar verk í ágætri sýningarskrá, sem virðist hafa verið gerð án samráðs við þá sem réðu „myndavalinu" (sem raunar er hvergi réttlætt einu orði). Kjarvalsstaðasýningin er síðan sett upp eins og hver önnur samsýning, en ekki þannig að hægt sé að átta sig á samsetningu upprunalegra Septembersýninga, og breytingum á þeim milli ára, sem, ásamt með áður- nefndum annmörkum, rýrir gildi hennar allnokkuð. Einnig er raunalegt til þess að hugsa að sýning af þessu tagi skuli aðeins standa yfir í tvær vikur (til 9. september), sem verður til þess að fjöldi fólks, ég nefni sérstaklega skólanemendur, hlýtur aö fara á mis við hana. Vona ég að einhverjir aðilar gefi sér tíma til að festa sýninguna á myndband. Það verður að segjast eins og er að vinnubrögð af því tagi sem hér hafa verið tíunduð eru orðin allt of algeng viö undirbúning stórsýninga á íslenskri mynd- list að Kjarvalsstöðum og mál til komið aa taka upp faglegri starfshætti þar á bæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.