Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Page 25
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990.
33
Afmæli
Árelíus Níelsson
Árelius Níelsson prestur, Vestur-
götu 7, Reykjavík, er áttræður í dag.
Árelíus er fæddur í Flatey á Breiða-
firði og ólst upp á Svínanesi til 1920
og eftir það í Kvígindisfirði í Múla-
sveit í A-Barðastrandarsýslu.
Hann lauk kennaraprófi í Kenn-
araskóla íslands 1932 og var kennari
í Unglingaskólanum í Gerðum í
Garði 1932. Árelíus var farskóla-
kennari í Múlas veit 1933 og kennari
í Barnaskóla Stykkishólms 1933-
1937. Hann var við einkakennslu í
Rvík 1937-1940 og lauk guðfræði-
prófiíHÍ1940.
Árelíus var prestur á Hálsi í
Fnjóskadal 1940, á Stað á Reykjanesi
í A-Barðastrandarsýslu 1940-1943 og
við unglingakennslu í Reykhóla-
sveit 1940-1943. Hann var prestur á
Stokkseyri og kennari á Stokkseyri,
Eyrarbakka og á Selfossi 1943-1952.
Árelíus var prestur í Langholts-
prestakalh í Rvík 1952-1980 og
kenndi við ýmsa gagnfræðaskóla í
Rvík. Hann var kennari í Kennara-
skóla íslands í tiu ár og við smá-
bamakennslu í sjö ár. Árelíus var
stofnandi og formaður Ungmenna-
félags Múlasveitar 1929 og starfaði
við ungmennafélög og bamastúkur
1932-1970. Hann var formaður
Breiðfirðingafélagsins og ritstjóri
Breiðfirðings 195371978 og í stjóm
Verndar frá 1955. Árehus var stofn-
andi Ungtemplarafélagsins Háloga-
lands 1958, einn af stofnendum ís-
lenskra ungtemplara og formaður
félagsins í tíu ár. Hann var einn af
stofnendum Æskulýðssambands ís-
lands og formaður Bandalags æsku-
lýðsfélaga í Rvík nær tíu ár. Árelíus
var einn stofnenda og formaður
Bindindisráðs ísl. safnaða í tólf ár,
kom á fjölbreyttu safnaðarstarfi í
Langholtssókn og var helsta drif-
fjöður í kirkjubyggingarmálum
Langholtssafnaðar.
Rit eftir Árelíus eru: Kristin fræði,
lesbók handa framhaldsskólum,
1951; Saga Bamaskólans á Eyrar-
bakka 1852-1952,1952; Leiðarljós við
kristilegt uppeldi á heimilum, í skól-
um og til fermingarundirbúnings,
1957; Félagsstörf ogleikir, 1968; Um
Frans frá Assisi; Á bjargi aldanna,
armenskakirkjan, 1976; Stofnandi
Rauða krossins, Henry Durant,
Sögusafn barnanna, 1971, Gleymd
ljóð, 1980, og Horft um öxl á Háloga-
landshæð, Æviminningar 1988.
Hann var ritstjóri Kirkjublaðs
Langholtssafnaðar 1953-1980 og
Breiðfirðings, tímarits Breiðfirð-
inga, 1954-1979. Árelíus sá um
kirkjuþátt í Tímanum í tuttugu og
þijú ár og Við gluggann í Morgun-
blaðinu í tólf ár og var í ritstjórn
jólablaðs Hálogalands í tuttugu og
fimmár.
Árelíus kvæntist2. maí 1940 Ingi-
bjorgu Þórðardóttur, f. 24. nóvemb-
er 1918, d. 13. nóvember 1978. Ingi-
björg var dóttir Þórðar, b. og hrepp-
stjóra í Firði í Múlasveit Jónssonar,
og konu hans, Guðbjargar Þórðar-
dóttur. Böm Árelíusar og Ingibjarg-
ar em: Þórður Bjarkar, f. 4. sept-
ember 1940, veiðieftirlitsmaður,
kvænturÁsdísi Sigrúnu Guð-
mundsdóttur, börn þeirra eru:
Hilmar tónlistarmaður, Árehus Örn
stýrimaður, Ragnar Guðmundur
viðskiptafræðingur og Ingi Ólafur
nemi; Ingvar Níels Bjarkar, f. 15.
ágúst 1942, d. 30. ágúst 1947; María
Ingibjörg Bjarkar, f. 5. nóvember
1943, kennari, gift Steinari Berg
Björnssyni viðskiptafræðingi,
starfsmanni Sameinuöu þjóðanna í
írak, börn þeirra eru: Skarphéðinn
Berg viðskiptafræðingur, Ingvar
flugmaður og Sverrir Berg nemi;
Rögnvaldur Bjarkar, f. 8. apríl 1945,
tónlistarmaður, og Sæmundur
Bjarkar, f. 21. febrúar 1946, útgerð-
armaður, kvæntur Ásdísi Hildi
Jónsdóttur, dætur þeirra eru: Stef-
anía lögfræðinemi, Ingibjörg Þóra
menntaskólanemi, Sigríður nemi og
Ása Laufey, nemi. Uppeldissonur
Árelíusar er Ingvar Heimir Bjarkar,
f. 4. apríl 1953, býr í Danmörku.
SystkiniÁrelíusarvoru: Kristín
og Kristófer, fluttu til Ameríku, Sig-
ríður, sjómaður í Flatey, og Júlíus,
verkamaður og sjómaður, síðast í
Rvík. Systir Árelíusar, sammæðra,
var Inga Jóhannesdóttir, var gift
Valentíusi Valdemarssyni, starfs-
manni Reykjavíkurborgar.
Foreldrar Árelíusar: Níels Árna-
Arelíus Níelsson.
son, tómthúsmaður í Flatey, og
kona hans, Einara Ingileif Péturs-
dóttir, vinnukona í Flatey. Fóstur-
foreldrar Árelíusar voru: Sæmund-
ur Guðmundsson, b. á Svínanesi,
síðar í Kvígindisfirði, og kona hans,
María Einarsdóttir. Níels var sonur
Árna, b. á Kirkjubóli, Jónssonar og
konu hans, Guðbjargar Jónsdóttur.
Eiúara var dóttir Péturs, sjómanns
á Hellissandi, Bjarnasonar og konu
hans, Sigríðar Oddnýjar Einars-
dóttur.
Árelíus er staddur á Forhábnings-
holmsalle 17 C í Kaupmannahöfn.
Hulda Helgadóttir
Hulda Helgadóttir, Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi, áður á Seftjörn, Sel-
tjarnarnesi, er sjötíu og fimm ára í
dag. Hulda giftist Alfreð Justssyni,
f. 17. nóvember 1912, d. 8. febrúar
1985. Börn Huldu og Alfreðs eru:
Jón, sendibílstjóri í Rvík, kvæntur
Ingu Maríusdóttur; Gunnþór, sendi-
bílstjóri í Rvík, kvæntur Sigríði
Þórðardóttur; Baldur, verkstjóri í
Rvík, kvæntur Ingibjörgu Magnús-
dóttur; Helgi Már, bifvélavirki í
Rvík, kvæntur Kristínu Th. Hah-
grímsdóttur, og Ásthildur, húsmóð-
ir í Rvík, gift Þórhalh Birgi Jóns-
syni, steinsmiði í Rvik. Systkini
Huldu eru: Baldur, sjómaður í Rvik,
og Kristín, húsmóðir á Stöðvarfirði.
Systkini Huldu, sammæðra, eru:
Magnús Jónsson, verkstjóri í Rvik,
Ásta Jónsdóttir, húsmóðir í Hafnar-
firði, og Helgi Jónsson, verkamaður
Hulda Helgadó.tir.
í Kópavogi. Foreldrar Huldu eru
Helgi Ólafsson, sjómaður á Eski-
firði, og kona hans, Oddný Þóra
Magnúsdóttir.
BjamiR,
Bjarni R Jónsson, fyrrv. forstjóri
G.J. Fossberg vélaverslun hf.,
Drápuhhð 46, Reykjavík, er áttatíu
og fimm ára í dag. Bjarni Ragnar
er fæddur á Arnarnúpi í Dýrafirði
og ólst upp á Þingeyri. Hann fór á
kútter í þrjú sumur frá níu ára aldri
og var afgreiðslumaður og skrif-
stofumaður hjá Sigmundi Jónssyni,
kaupmanni á Þingeyri, frá sextán
ára aldri þar til hann hóf nám í
Verslunarskólanum 1927. Bjarni
lauk verslunarskólaprófi 1930 og hóf
þá störf sem skrifstofustjóri hjá G. J.
Fossberg en hann hafði stofnað það
þremur árum áður. Vélaverslun-
inni var síðar breytt í hlutafélag og
tók Bjarni við forstjórastarfinu er
Gumilaugur Fossberg andaðist 1949.
Hann lét af forstjórastarfinu fyrir
ári en vinnur enn hjá fyrirtækinu
sem formaður stjórnar. Bjarni
Jónsson
kvæntist Kristínu G. Haraldsdóttur,
f. 19. febrúar 1904, d. 3. maí 1986.
Foreldrar Kristínar voru Haraldur
Jónsson og kona hans, Valgerður
Bjarnadóttir. Dætur Bjarna og
Kristínar eru: Valgerður, f. 29. maí
1934, skilin, á hún fimm börn, og
Halla, f. 11. janúar 1938, gift Braga
Þorsteinssyni, b. á Vatnsleysu í
Biskupstungum, og eiga þau fiögur
börn. Systkini Bjarna eru: Þorberg-
ur Ágúst, f. 22 ágúst 1906, d. 5. júní
1983; Steinunn Jóhanna, f. 22. sept-
ember 1907, d. 1. desember 1984; Jón
Gísli, f. 23. apríl 1910, d. 25. desemb-
er 1986, og Kristján Sæmundur, f.
19. september 1913, d. 11. júlí 1986.
Foreldrar Bjarna voru: Jón Kr. Guð-
mundsson, f. 2. febrúar 1877, d. 26.
maí 1967, skipstjóri á Þingeyri, flutti
til Rvíkur 1930 og vann mörg ár hjá
Rafmagnsveitu Rvíkur, og húsa-
Bjarni R. Jónsson.
smiður og kona hans, Halla Bjarna-
dóttir, f. 2. nóvember 1878, d. 25.
desember 1930.
Andlát
Geir Hallgrímsson
Geir Hallgrímsson, fyrrv. forsæt-
isráðherra, lést aðfaranótt laugar-
dagsins 1.9. sl. en hann verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í dag,
föstudaginn 7.9., klukkan 13.30.
Geir fæddist við Austurvölhnn í
Reykjavík 16.12.1925 og ólst upp í
foreldrahúsum. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR1944, embættis-
prófi í lögfræði frá HÍ1948 og nam
síðan lögfræði og hagfræði við Har-
vardháskóla í Bandaríkjunum til
1949.
Geir var formaður Stúdentaráðs
fyrir Vöku á háskólaárum sínum.
Hann var formaður Heimdallar
1952-54 og formaður SUS1957-59.
Að námi loknu stundaði Geir lög-
fræðistörf í Reykjavík 1951-59 og
var auk þess forstjóri H. Benedikts-
sonarhf. 1955-59.
Hann var borgarfulltrúi í Reykja-
vík 1954-74 og borgarstjóri 1959-72.
Geir var þingmaður Reykvíkinga
1970-1983, forsætisráðherra 1974-
1978, utanríkisráðherra 1983-1986 og
hefur verið seðlabankastjóri frá
1986. Hann var kjörinn varaformað-
ur Sjálfstæðisflokksins 1971 og var
formaður Sjálfstæðisflokksins
1973-1983.
Eftirlifandi kona Geirs er Erna
Finnsdóttir, f. 20.3.1924. Foreldrar
hennar voru Finnur Sigmundsson,
fyrrv. landsbókavörður, ogkona
hans, Kristín Magnúsdóttir.
Börn Geirs og Ernu eru Hallgrím-
ur, f. 13.7.1949, hrl. og stjórnarfor-
maður Árvakurs, kvæntur Aðal-
björgu Jakobsdóttur félagsfræðingi
og rektorsritara, og eiga þau eina
dóttur; Kristín, f. 19.3.1951, bóka-
safnsfræðingur, gift Frey Þórarins-
syni, doktor í jarðeðlisfræði, og eiga
þau tvo syni; Finnur, f. 8.6.1953,
doktor í hagfræði og framkvæmda-
stjóri Nóa-Síríus, sambýhskona
hans er Steinunn ÞorvaJdsdóttir
menntaskólakennari og eiga þau
einn son, og Áslaug, f. 7.10.1955,
doktor í jarðfræði.
Systkini Geirs: Ingileif Bryndís, f.
10.11.1919, stjórnarformaður og
ekkja eftir Gunnari Pálsson skrif-
stofustjóra; Björn, f. 17.4.1921, for-
stjóri H. Benediktssonar hf„ kvænt-
ur Sjöfn Kristinsdóttur, og Geir, f.
3.7.1923, d. 5.11.1924.
Börn Gunnars og Ingileifar eru
Hallgrímur, forstjóri Ræsis hf„ Páll
hffræðingur, Gunnar Snorri, sendi-
fulltrúi í Brússel, og Áslaug píanó-
kennari. Sonur Gunnars er Hjálm-
ar.
Börn Björns og Sjafnar eru Áslaug
húsmóðir, Kristinn, forstjóri Olíufé-
lagsins Skeljungs hf„ Emelía Björg
blaðaljósmyndari og Sjöfn verslun-
arstjóri.
Foreldrar Geirs voru Hahgrímur
Benediktsson, f. 20.7.1885, d. 26.2.
1954, stórkaupmaður ogalþingis-
maður í Reykjavík, og kona hans,
Áslaug Geirsdóttir Zoega, f. 14.8.
1895, d. 15.8.1967.
Föðursystur Geirs: HUdur; Guð-
rún Nielsen húsmóðir, móðir Guð-
rúnar, Gunnars Nielsen skrifstofu-
stjóra, Ágústs Nielsen, Elínar Per-
son og Snorru; Sólveig Hansen, hús-
móðir í Danmörku, móðir Friðriks
Þorláks og HUdu Joyce, og Ehsabet,
móðir Karls Kvaran listmálara,
Jóns Kvaran og Ehsabetar, konu
Þorvalds Garðars Kristjánssonar.
Föðurbróðir Geirs, samfeðra, var
Ágúst, faðir Áslaugar, konu Bjarna
Jónssonar vígslubiskups. Dóttir
Ágústs var Guðrún, móðir Kristins
Hallssonar óperusöngvara.
Faðir Hallgríms var Benedikt, tré-
smiður á Refsstað í Vopnafirði,
bróðir Þorláks, langafa Finnboga
Guðmundssonar landsbókavarðar.
Bróðir Benedikts var Þorsteinn,
langafi Þorsteins, afa Magnúsar Jó-
hannessonar sighngamálastjóra.
Bróðir Benedikts var einnig Hall-
grímur, langafi Ólafs, foður Gunn-
ars Ragnars, forstjóra Útgerðarfé-
lags Akureyringa. Systir Benedikts
var Sólveig, langamma Jóns Sig-
urðssonar viðskiptaráðherra. Önn-
ur systir Benedikts var Guðrún,
amma Sigurðar Jónssonar, skálds
frá Arnarvatni, og Jóns Stefánsson-
ar, Þorgils gjallanda. Benedikt var
sonur Jóns, prests í Reykjahlíð, Þor-
steinssonar, ættföður Reykjahlíðar-
ættarinnar. Móðir Hallgríms var
Guðrún Björnsdóttir, b. á Stuðlum
í Reyðarfirði, Þorleifssonar, b. á
Karlsskála, Péturssonar. Móðir
Guðrúnar var Bóel Bóasdóttir, b. á
Stuðlum í Reyðarfirði, Arnbjörns-
sonar. Móðir Bóelar var Guðrún,
systir Páls á Sléttu, afa Páls, afa
Kjartans Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins,
og Harðar Einarssonar, forstjóra
Frjálsrar fiölmiðlunar. Guðrún var
dóttir Jóns, gullsmiðs á Sléttu í
Reyðarfirði, Pálssonar, hálfbróður
Sveins, læknisog náttúrufræðings.
Systir Áslaugar var Guðrún, móð-
ir Geirs, fyrrv. forstjóra Ræsis hf„
Hannesar, fyrrv. aðalgjaldkera
Landsbankans, Þorsteins viðskipta-
fræðings, Narfa heitins lögfræðings
og Bryndísar húsmóður Þorsteins-
barna. Aðrar systur Áslaugar voru
Sigríður ljósmyndari, móðir Bryn-
dísar húsmóður, Ingileif og Jófríð-
ur. Bróðir Áslaugar var Geir T. Zo-
.ega vegamálastjóri, faðir Helgu;
Bryndísar forstöðukonu; Geirs Agn-
ars, forstjóra ísaga; Gunnars endur-
skoðanda; Áslaugar og Ingileifar
Sigríðarkennara.
Aslaug var dóttir Geirs Zoega
Geir Hallgrimsson.
rektors, bróður Ingigerðar, ömmu
Benedikts Gröndal yerkfræöings og
fyrrv. formanns VSÍ. Bróðir Geirs
rektors var Jóhannes, afi Jóhannes-
ar Zoega hitaveitustjóra. Geir rektor
var sonur Tómasar Zoega, for-
manns á Akranesi, Jóhannessonar
Zoega, glerskera í Reykjavík, Jó-
hannessonar Zoega, fangavarðar í
Reykjavík, frá Slésvík.
Móðir Áslaugar var Bryndís Sig-
urðardóttir, kaupmanns í Flatey,
Johnsen. Móðir Sigurðar var Guð-
rún Aradóttir, systir Sigríðar,
ömmu Matthíasar Jochumssonar.
Móðir Bryndísar var Sigríður
Bryifiólfsdóttir, kaupmanns í Flat-
ey, Bogasonar, fræöimanns á Stað-
arfelh, Benediktssonar, bróður
Halldóru, langömmu Magnúsar,
föður Davíðs Schevings Thorsteins-
sonar.