Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Síða 32
Frjálst,óháð dagblað
Veðrið á morgun:
Smáskúrir
sunnan-og
suðvestan-
lands
Á morgun veröur suövestan og
vestan átt. Smá skúrir sunnan-
og suðvestanlands en aö mestu
þurrt í öðrum landshlutum.
þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
SEPTEMBER 1990.
HMíbrids:
SveitSigurðar
í 32 liða úrslit
ísak Öm Sigurösson, DV, Genf:
Sveit Sigurðar Vilhjálmssonar náöi
þeim frábæra árangri að komast
áfram í 32 sveita úrslit á heimsmeist-
aramótinu í brids. Sveitin varð í 2.-3.
sæti í sínum riðli en fjórar sveitir af
átta komust áfram úr hverjum riðli.
Úrslitakeppnin heldur áfram í dag
og verður keppt eftir útsláttarfyrir-
komulagi. Flest benti til þess að sveit
Sigurðar mætti sveit Mike Moss frá
Bandaríkjunum en þeir eiga flestar
sveitir eftir, samtals 13. Mikill fjöldi
frægra sveita er fallinn út og þar á
meðal heimsmeistararnir.
Handboltahöll-
inerof lítil
VIDEOheimar
Fákafeni 11, s. 687244
Bæjarstjórn Kópavogs hefur látið
verkfræðistofu yfirfara teikningar
af handboltahöllinni sem reisa á fyr-
ir heimsmeistaramótið árið 1995.
Nið-
urstöður hennar eru að húsið taki
ekki nema um 5.400 manns. Á fundi
forystumanna Kópavogs með Edwin
Lanc, forseta Alþjóða handknatt-
leikssambandsins, kom fram að sam-
bandið mun aldrei samþykkja hús
sem tekur færri en 7.000 áhorfendur.
Venjulega er miðað við að um 12.000
áhorfendur en vegna smæðar íslands
sé hugsanlegt að samþykkja undan-
þágufyrir 7-8.000 mannahús. -gse
4
4
í
í
FOSTUDAGUR 7.
Héðinn með
Héðinn Steingrímsson tryggði sér
1. áfanga að alþjóðlegum meistara-
titli þegar hann sigraði Halldór G.
Einarsson í 9. umferð Skákþings ís-
lands á Hótel Höfn í gærkvöldi. Héð-
inn er sem fyrr efstur með 7 vinninga
og hefur vinningsforystu á þá Björg-
vin og Margeir sem hafa 6 vinninga.
Jón L. er síðan í 4. sæti með 5 vinn-
inga. Björgvin á góða möguleika á
sínum öðrum áfanga að alþjóðlegum
titli.
Önnur úrslit í gær urðu þau að
Björgvin vann Árna, Margeir vann
Snorra, Jón L. vann Sigurð Daða,
Hannes Hlífar og Þröstur Þórhalls-
son gerðu jafntefli og þá fór skák
Þrastar Árnasonar og Tómasar
Björnssonar í bið. Jón L. tapaði bið-
skák sinni við Þröst Þórhallsson úr
8. umferð.
Tvær umferðir eru nú eftir og á
Héðinn eftir að mæta þeim Snorra
og Margeiri. Héðinn hafði 2405 Elo-
stig fyrir mótið og gera má ráð fyrir
að hann hækki sig verulega.
-SMJ
LOKI
Týndist þarna
Bókin um veginn?
„Ekki hægtað
falsapappírana"
„Það er ekki hægt að falsa pappíra
_ _ í þessu máli. Pappírarnir eru gerðir
eftir á og tollurinn fær uppgefið hvað
var í gámunum. Menn slumpa
reyndar á magnið en það eru að
meðaltali 13 eigendur að vikuúthlut-
un og ekki þarf mikla skekkju hjá
hverjum þeirra til að úr verði há
heildartala og hvað þá þegar landið
allt er skoðað,“ sagði Guðjón Þor-
bjömsson hjá Hrelli á Höfn vegna
frétta um að ferskfiskútflytjendur
hafi flutt út umfram heimildir Afla-
miðlunar og falsað til þess pappíra.
„Vegna fjarlægðar frá mörkuðun-
um í Reykjavík fáum við aldrei þess-
ar 100 krónur í skilaverð sem talað
er um vegna flutningskostnaðar. Ef
við flytjum fiskinn með skipum dett-
um við inn á helgi. Við viljum frekar
U* selja á þriðjudagsmarkaði í Hull en
mánudagsmarkaöi í Reykjavík. Dag-
urinn skiptir engu varðandi gæði en
öllu varðandi verð.“
-hlh
Útför Geirs
verðurí dag
Útför Geirs Hallgrímssonar, fyrr-
verandi forsætisráðherra, fer fram á
vegum ríkisins í dag kl. 13.30 frá
Dómkirkjunni í Reykjavík. Útvarpað
verðurfráathöfninni. -SMJ
Það er vandi að velja. Þessar myndarlegu hnátur voru að velja sér skriffæri fyrir skólann sem
nú er nýhafinn. Það er nauðsynlegt að hafa réttu græjurnar þar sem annars staðar.
DV-mynd GVA
Reynt að upplýsa 20
ára gamalt bókahvarf
„Þetta var þvi miður alveg ár-
angurslaus ferð, ég held helst að
Vegagerðin hafi fundið bækurnar
á sínum tíma en ég hef grun um
að þær hafi verið faldar þarna í
jörðu,“ sagði Jónas Jóhannsson
sem dvelst á dvalarheimilinu Silf-
urtúni í Búðardal.
Jónas, sem er rúmlega níræður,
fékk sýslumann þeirra Dala-
manna, Pétur Þorsteinsson, í lið
með sér til að leita að þýfi sem Jón-
as taldi aö væri fafið í jörðu. Fóru
þeir við þriðja mann að leita að
nokkur hundruð bókum sem Jónas
segir að hafi verið stoliö frá Lestr-
arfélagi Fellshrepps í Dalasýslu i
kringum 1970. Sagði Jónas að á
meöal bókanna hefði verið margt
fágætra bóka og sú elsta frá 1824.
„Við fórum þarna á miðvikudag-
inn en ég taldi mig hafa rökstuddan
grun um að bækumar væru þama
og taldi mig reyndar einnig vita
hver hefði tekið þær. Ég get þó því
miður ekki sannað það,“ sagði Jón-
as. Hann sagði aö málið hefði aldr-
ei verið rannsakað, einfaldlega
vegna þess að aldrei hefði verið
hægt að sanna neitt. Hann sagðist
hafa fengið pata af því að þær væra
þarna án þess aö vilja útskýra það
frekar en samkvæmt heimildum
DV var það meðal annars byggt á
draumi Jónasar. Þá vildi Jónas
ekki segja hvar hefði verið leitað
en sagöi að þetta hefði verið um
tveggja tíma ferðalag.
Jónas sagðist vera að verða úr-
kula vonar með að finna bækurnar
en sagðist þó vera að hugsa um að
biðja sýslumanninn að auglýsa eft-
ir þeim ef einhver, sem hefði unnið
við vegagerö þama fyrir 20 áram,
myndi eftir þessu. Vegageróin mun
hafa lagt veg á melnum, þar sem
Jónas taldi þýfið falið, en hann taldi
mögulegt að það hefði verið flutt í
burtu áður en vegagerðarraenn
komu þar að.
„Jú, þetta er með óvenjulegri
embættisverkum en maður lcndir
stundum í ólíklegustu hlutum,"
sagði Pétur sýslumaður.
-SMJ
roljiTesNMe
í KVÖLD