Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990,
Fréttir
Rúnar Bjamason slökkviliðsstjóri um áburðarverksmiðjuna:
Ávinningurinn er ekki
áhættunnar virði
segir áhættumat norsks ráðgjafarfyrirtækis ekki taka á mestu hættunni
„Miðað við núverandi íbúðarbyggö
í Grafarvogí stafar engin hætta' af
áburðarverksmiðjunni en færist
byggðin nær verður að ráðast í úr-
bætur,“ segir Hákon Bjömsson,
framkvæmdastjóri verksmiðjunnar,
en nýverið var birt áhættumat
norska ráðgjafarfyrirtækisins
Technica vegna starfsemi hennar.
Að sögn Hákonar felast nauðsyn-
legar úrbætm- einkum í því að settir
verði hraðlokar á raflagnir við amm-
oníaksgeyma, vigtargeymar íjar-
lægðir og allt viðhaldskerfi verk-
smiðjunnar endurskipulagt. Beinn
kostnaður vegna þessa er nokkrar
milijónir og segir Hákon að fram-
kvæmdum verði lokið á næsta ári.
Ýmsir hafa sett spumingarmerki
við þjóðhagslega hagkvæmni áburð-
arverksmiðjunnar og er Davíð Odds-
son, borgarstjóri í Reykjavík, í þeim
hópi. Einnig telja margir að ekki sé
réttlætanlegt að starfrækja svona
stóra efnaverksmiðju í nágrenni við
þétta íbúðarbyggð og hafa til dæmis
íbúasamtök Grafarvogs ályktað í þá
veruna.
Bent hefur verið á þau rök að
hversu lítil sem hugsanleg áhætta
kunni að vera réttlæti það ekki starf-
semina skapi hún ótta íbúa í ná-
grenni verksmiöjunnar. „Hvað sem
útreikningum líður þá gerast ólíkleg-
ir hlutir. í því sambandi nægir að
hafa í huga lögmál Murphy’s en það
kveður á um að geti eitthvað hugsan-
lega farið úrskeiðis þá gerist það fyrr
eða seinna,“ segir einn viðmælenda
DV. „Sé möguleikinn fyrir hendi
stendur spumingin einungis um það
hvort stórslys á sér stað eður ekki
og undir slíkum kringumstæðum get
ég ekki hugsað mér að búa nálægt
áburðarverksmiðjunni," segir annar
viðmælandi DV.
í áhættumati Technica er gengið
út frá hollenskum öryggismörkum
sem, að sögn Hákonar, era þau
ströngustu í heiminum. Auk Hol-
lands era þau einungis notuð í
nokkrum fylkjum Ástralíu, Hong
Kong og á Bretlandseyjum. Sam-
kvæmt áhættumatinu era líkur á
dauðsfalh innan verksmiðjulóðar-
innar taldar 1:100 þúsund en líkumar
minnki síðan eftir því sem fjær dreg-
ur. í niðurstöðum starfshópsins er
sagt að áhætta fyrir íbúa í nágrenni
verksmiðjunnar teljist viðunandi séu
líkur á dauðsfaUi minni en 1:100 þús-
und. Sú forsenda er síðan notuð að
íbúar teljist fullkomlega öruggir ef
likumar á dauðsfalli af völdum slyss
í verksmiðjunni eru 1:10 milljónum.
Þess má geta að líkumar á að fá stóra
vinninginn í Lottói era minni en
1:500 þúsund.
Á Borgarskipulagi Reykjavíkur
fengust þær upplýsingar að sam-
kvæmt gildandi skipulagi ætti að
reisa milli 50 og 60 íbúðarhús í ein-
ungis 800 til 900 metra fjarlægð frá
miðju verksmiðjulóðarinnar. Með
öðram orðum þýðir þetta að gert er
ráð fyrir um 200 manna byggð í
næsta nágrenni verksmiðjunnar þar
sem líkur á dauðsfalli era minni en
1:100 þúsund. íbúðarsvæði þetta er í
vesturhluta Rimahverfis en nú þegar
er búið að úthluta lóðum og heíja
byggingarframkvæmdir syðst í
hverfmu.
Auk þessa er áformuð íbúðarbyggð
í Geldinganesi eftir nokkur ár og er
ljóst að ef af þeim verður eykst hóp-
áhættan vegna verksmiðjunnar. í
skýrslunni segir að miðað viö núver-
andi ástand í verksmiðjunni sé sú
áhætta meiri en viðmiðunarmörk
gera ráð fyrir. Ennfremur verða for-
svarsmenn og starfsmenn tilrauna-
stöðvar í fiskeldi í nágrenninu að
sækja námskeið og lúta sömu örygg-
isreglum og starfsmenn áburðar-
verksmiðjunnar. Ekki náðist í Össur
Skarphéðinsson, sem er einn eigenda
stöðvarinnar, vegna þessa máls en
hann er staddur í Moskvu.
Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri
í Reykjavík, lagðist mjög á móti íbúð-
arbyggð í Grafarvogi þegar hún var
skipulögð vegna námunda hennar
við áburðarverksmiöjuna. En hvað
segir hann um áhættumat norska
starfshópsins. Er hún ásættanleg?
„Ég tel skýrsluna mjög vandlega
unna en tek jafnframt undir að það
megi gera verksmiöjuna öruggari.
Ég er hins vegar mjög óhress með
að við áhættumatið er ekki tekið á
mestu hættunni en hún er vegna
sjálfs innflutningsins á ammoníak-
inu.“
Að sögn Rúnars hafa á undanförn-
um árum orðið mörg slys við skipa-
flutning og losun á ammoníaki sem
hafa kostað mannslíf og neyðar-
ástand. Þessu til staðfestingar nefnir
hann slys sem varð í Landskrona í
Svíþjóð fyrir nokkrum árum og
mannskaði hlaust af.
„Fyrir nokkram vikum lá síðan við
öðra stórslysi þegar skip hlaðið
ammoníaki strandaði í Hollandi. Þó
að áhættan af sjálfri starfsemi verk-
smiðjunnar sé hverfandi er ég enn
sama sinnis og þegar ég varaði við
byggð í Grafarvogi. Ég tel ávinning-
inn af verksmiðjunni ekki nægjan-
legan til að réttlæta starfsemi henn-
ar,“ segir Rúnar.
Að sögn Rúnars mun Almanna-
varnanefnd Reykjavíkur, sem hann
á sæti í, fara yfir áhættumat norska
ráðgjafarfyrirtækisins og kalla til
sérfræðinga sér til aðstoðar. Á
grundvelli þeirrar athugunar taka
síðan borgaryfirvöld ákvörðun um
hvort veita eigi verksmiðjunni
áframhaldandi starfsleyfi.
Þegar DV leitaði álits Hákonar
Björnssonar á því hvort nægjanlegur
ávinningur væri af rekstri verk-
smiðjunnar sagði hann svo vera. Að
hans mati er verksmiðjan þjóðhags-
lega hagkvæm. Hann játar þó að
verði umtalsverður samdráttur í ís-
lenskum landbúriaði bresti starfs-
grundvöllur hennar.
-kaa
í dag mælir Dagfari
Frambærilegir frambjóðendur
Nú sighr óðum í prófkosningamar
hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykja-
vík. Myndir era famar að birtast
af frambjóðendum í framlegustu
stelhngum, Eyjólfur Konráð með
uppbrettar ermar, Guðmundur
Garðars með penna á lofti og Ingi
Bjöm sitjandi á gallabuxum. Segir
síðan í texta með myndinni af Inga
Birni að ekki megi skilja manninn
eftir á gólfinu, rétt eins og það hafi
staðið til! Auglýsingastofumar
kunna sitt fag.
Frambjóðendur skrifa greinar í
blöðin og hafa nú skoðanir á flest-
um málum og kemur það skemmti-
lega á óvart að þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins hafi skoðanir þrátt
fyrir allt. Var ekki seinna vænna,
enda kjörtímabiliö að renna út.
En það er ekki nóg með að þing-
menn og frambjóðendur hafi skoð-
anir og skrifi í blöðin. Nú era ýms-
ir aðrir famir að hafa skoðanir á
frambjóðendunum. Og þær ekki af
verri endanum. í Morgunblaðinu
undanfama daga má lesa greinar
þessarar tegimdar um frambjóð-
enduma í prófkjörinu.
Það er rétt sem Ingólfur Sveins-
son læknir segir í grein um Þuríöi
Pálsdóttur: it takes one to know
one. Ingólfur segir að þessi amer-
íski málsháttur þýði í rauninni það
að sá sem finnur hina góðu eigin-
leika hjá öðrum hlýtur að eiga þá
alla sjálfur. Með öðrum orðum: það
er ekki nóg með að þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins séu framúrskar-
andi úrvalsmenn, nýju frambjóð-
endumir era það ekld síður og þeir
sem geta sagt svona vel frá þeim
era líka gæddir öllum eiginleikum
þeirra sem bjóða sig fram. Slíkt
mannhaf af mannvah hefur ekki
áður komiö fram í sviðsljósið og er
vissulega úr vöndu að ráða hvem
eigi að kjósa. Á að kjósa þingmenn-
ina aftur? Á að kjósa nýja fólkið
eða á kannske að kjósa þá sem
skrifa um þá sem verið er aö kjósa
um?
Hér er ekki í kot vísað. Bjöm
Bjarnason hefur að áliti Þórs
Whitehead reynslu, þekkingu, at-
orku, skapfestu og heiðarleika svo
af ber og þrek hefur Bjöm sem
fáum er gefiö. Síðast en ekki síst
er Bjöm Bjamason ekki eins og
Ragnar Reykás og það þykir Dag-
fara mest um vert. Dagfari tekur
undir með Þór að Reykásamir era
nógu margir á þingi, þótt ekki fari
að slysast þangað einn Ragnar
Reykás í viðbót. Þór segir að Bjöm
geti veriö viðskotaihur, en það seg-
ir hann satt að betra er að hafa
viðskotaiha menn á þingi heldur
en þessa andskota sem era ahra
viðhlæjendur.
Ekki er Þuríöur Pálsdóttir síðri
manneskja. Hún er virk og dugleg,
hún þekkir sorg og gleði og hún
hefur reisn, hugrekki og eldmóö
og gífurlegan siðferðisstyrk, ef
marka má konuna sem Ingólfur
Sveinsson læknir hefur fyrir þess-
um mannkostum Þuríðar.
Helena Albertsdóttir drepur nið-
ur penna um bróður sinn, Inga
Bjöm. Helena segir að Ingi Bjöm
hafi kosti trygglyndis, heiðarleika
og hjartagæsku og þar að auki
kjark og manndóm. It takes one to
know one.
Nú ætlar Dagfari ekki að gera ht-
ið úr þeim Bimi, Þuríði eða Inga
Bimi, sem að sönnu munu sóma
sér vel á alþingi. Hins vegar finnst
Dagfara nauðsynlegt, úr því sem
komið er, að aðrir þeir frambjóð-
endur og þingmenn, sem gefa kost
á sér, fái sömuleiðis vini sína og
kunningja til að lýsa mannkostum
sínum, þannig að öhum sé gert
jafnhátt undir höfði. Ef svo iha vill
til að einhveijir frambjóðendur
hafa ekki aðgang að neinum sem
getur sagt eitthvað gott um þá má
alltaf hafa þá aðferð eins og Ingólf-
ur læknir hefur, að hafa það eftir
öðrum sem maður getur ekki sagt
sjálfur. Og svo vih Dagfari náttúr-
lega fá að vita hverjir eru Reykás-
arnir í þingflokki sjálfstæðis-
manna, þannig að það komi kjós-
endum ekki á óvart hveijir era viö-
skotahlir og hverjir eru viðhlæj-
endur.
Enn era tíu dagar th kosninga og
Morgunblaðið mun ugglaust ]já
rúm fyrir fleiri lofgreinar sem era
hin besta lesning og staðfesta þann
gran að það leynast margar perl-
umar í sarpi Sjálfstæðisflokksins,
sem af hógværð sinni og hthlæti
hafa ekki séð ástæðu th að fletta
ofan af hæfileikum sínum og
mannkostum fyrr en nú þegar
koma þarf Reykásunum fyrir katt-
arnef. It takes one to know one.
Dagfari