Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 18. OKTÖBER 1990..
13
dv________________________Lesendur
Próf kjör sjáNstæðismanna
Tölvupappír
iiii
Hvertisgotu 78. simar 25960 25566
Friðrik Ásmundsson Brekkan skrif-
ar:
Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu
á næstunni ganga til prófkjörs og
velja menn á framboðslista til Al-
þingiskosninga. Við sjáum auglýs-
ingar daglega í blööunum og þeim
er oft fylgt eftir með blaðagreinum.
Björn Bjarnason er meðal annarra
í framboði. Það er ekki ætlun mín
að tíunda afrek, kosti eða galla, held-
ur benda á að okkur er nauðsynlegt
að á Alþingi séu menn og konur
hverju sinni sem búa yfir haldgóðri
og yfirgripsmikilli þekkingu á nú-
tímasögu og alþjóðlegri stjórnmála-
þróun. - Við þurfum að geta átt að-
gang aö og reiknað með slíkri sér-
þekkingu á Alþingi.
Um árabil var málum þannig hátt-
að innan blaðamannastéttarinnar að
upplýsingar erlendis frá sem fjölluðu
um svokölluð „strategisk“ málefni
voru aðallega sendar tveimur eða
þremur blaða- eða fréttamönnum,
mönnum sem vitaö var að læsu um-
rætt efni, og myndu væntanlega
koma því á framfæri við þjóðina.
Eftir því sem fréttamenn hafa
menntað sig í alþjóðastjómmálum
eða fjölmiðlun erlendis hefur þeim
íjölgað sem lesa vel og skilja greinar
og bækur um öryggis- og varnarmál,
alþjóðastjómmál, Evrópubandalag-
ið, o.fl. og hafa virkan áhuga á að
miðla þeirri þekkingu.
Einnig hefur stjórnmálafræðideild
Háskóla íslands unniö mikið verk í
þá átt að gera fleiri ísleridinga gjald-
gengari í opinni og almennri um-
ræðu um alþjóðamál.
Öll vitneskja hinna nýju manna og
kvenna á þessu sviði nær örfá ár aft-
ur í tímann en er sterkur grundvöll-
ur fyrir framtíðina. - Björn Bjama-
son hefur um áratuga skeið verið í
þeirri aðstöðu að læra og sjá, miðla
og fræða um alþjóðamál og það væri
mikil skaði ef sú vitneskja sem hann
býr yfir myndi ekki nýtast þjóðinni
á vettvangi Alþingis um ókomin ár.
Veitingastaður Myllunnar í Kringlunni.
Engin kaffihús á kvöldin
Erla Bjarnadóttir skrifar:
Mér finnst hafa farið aftur veit-
ingahúsamenningu á sumum svið-
um. í fyrsta lagi er eins og enginn
„elegans" sé á yfirbragði þessara
staða sem hér eru, utan kannski ein-
um eða tveimur sem em þá á bestu
hótelunum. - í annan stað er veit-
ingahúsalífið ekki jafnfjölbreytt þeg-
ar að er gáð ef miðað er viö allan
þann flölda veitingahúsa sem hér
hafa opnað.
Ég hef lengi beðið eftir að hér opn-
aði veitingahús, eitt eða fleiri, sem
byöu gestum að kaupa gott kaffi og
framúskarandi kökur og annað með-
læti. - Það eru nokkrir staðir sem
selja kaffi og kökur, t.d hérna í
Reykjavík, ekki vantar það. Við höf-
um t.d. staði í miðborginni, tvo eða
þrjá, en þeir em orðnir ansi lúnir að
því er varðar innbú og aðstöðu og
fallegt umhverfi.
Og það sem meira er, enginn þess-
ara veitingastaða býður upp á að fólk
geti fengið sér kaffi að kvöldi til. Það
era margir sem myndu koma við á
góðu kaffihúsi á kvöldin ef það væri
tíl staðar. Kaffihúsi þar sem hægt er
að sitja í notalegu og vel búnu um-
hverfi, rétt eins og heima, og rabba
við kunningja á meðan neytt er góðra
veitinga án hljómtækjaglamurs og
átroðnings einhverra útigangs-
manna eða auðnuleysingja sem viöa
era á rangli á opinberam stöðum. -
Og vel aö merkja, þarna þyrfti að
selja koníak eða líkjöra með kaffinu.
Eini staðurinn sem kemst í líkingu
við þessa lýsingu mína er kaffihús
Myllunnar í Kringlunni en það er
ekki opið á kvöldin, og ef svo er, þá
er mannlífið sem þarna er svo
skemmtilegt að deginum horfið. -
Þið, drífandi dugnaðarmenn og kon-
ur sem viljið standa í veitinga-
rekstri, látið nú verða af því að setja
upp einn svona virkilega fallegan og
notalegan kaffistað, sem er opinn
fram eftir kvöldi, jafnvel til kl. 12 eða
lengur.
Gluggabréfafargan og dreifibréf:
Óvænt aðstoð Hagstofu
Ólafur Stefánsson hringdi:
Ég er einn af þeim sem haft vera-
legt ónæði og óþægindi af því aö
móttaka hinn svokallaða gluggapóst
heim til mín, ásamt fjöldanum öllum
af dreifbréfum, happdrættismiðum,
kynningarbæklingum og auglýsing-
um. - Stundum er þessi póstburöur
og móttaka hans svo ferleg aö ef
maður hefur verið að heiman þótt
ekki sé nema örfáa daga hefur borist
svo mikið flóð bréfa og bæklinga að
maður þverfótar varla innan við
bréfalúguna í eigin húsi þegar inn
er komiö.
Oft hefur yfir þessu verið kvartað,
t.d. í lesendabréfum og víðar, en eins
og við er að búast er engum vörnum
við komið. Nú hefur fólki borist
óvænt aðstoð, nefnilega frá Hagstof-
unni. Hún hefur nú auglýst að þeir
sem vilja vera lausir við að fá í pósti
allan þennan áðurtalda póst frá aðil-
um sem hafa byggt heimilisfóng viö-
takenda á nafnaskrá þjóðskrár og
fyrirtækjaská geti haft samband við
Hagstofuna með beiðni um að nöfn
þeirra verði afmáð af þess háttar út-
sendingarskrám.
Þetta vil ég þakka Hagstofunni fyr-
ir og met aðstoð hennar að verðleik-
um. Ég hefi þegar snúið mér til henn-
ar og beðið hana um að taka þann
kaleik sem það er að móttaka allan
þennan óþarfa póst frá mér. - Ég
hygg að fleiri muni gera hið sama.
Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri. - „Hefur um áratuga skeið veriö i að-
stöðu að miðla og fræða um alþjóðamál,“ segir bréfritari m.a.
ísland fyrir
íslendinga
„ísólfur Hesus Gjögri“ og „Ófeigur
Westmann“ skrifa:
Nú er orðið svo langt síðan við rit-
uðum síöustu grein að okkur finnst
við vera tilneyddir til að leggja orð í
belg. - Þannig er málum háttað að á
síðustu mánuðum hefur innflutning-
ur á aðfluttu vinnuaíli aukist það
mikið að hverfandi líkur eru á því
að íslenskt, ófaglært starfsfólk geti
séð fyrir sér og sínum nánustu.
Það gefur augaleið að þessi fjölgun
á vinnumarkaðinum hefur ill áhrif á
afkomu íslendinga þannig að ef ís-
lensk stjórnvöld grípa ekki strax í
taumana verða einhverjir aðrir að
gera það.
Ef ekkert verður gert í þessum
málum mun hiö sérstaka norræna
útlit okkar íslendinga blandast hin-
um ýmsu útlitseinkennum hinna
aðfluttu þjóða, íslensk tunga mun
smitast af málslettum úr öðram
tungumálum, hættan á glæpum mun
aukast viö aukið atvinnuleysi, sam-
heldni þjóðarinnar mun minnka með
fjölgun trúarbragða og búferlaflutn-
ingar íslenskra íjölskyldna munu að
öllum líkindum aukast.
Greinarhöfundar minnast þess vel
þegar þeir og íjölskyldur þeirra ferð-
uöust um Svíþjóö síðasta sumar og
sú mun ferð seint hverfa úr minni,
sökum hins mikla íjölda flóttamanna
sem ráfuðu um stræti og torg Gauta-
borgar ærulausir og allslausir.
Nú spyijum við: Viljum við íslend-
ingar aö ástandið verði svona ömur-
legt hér á landi? - Við svörum sam-
róma: Nei, og við hvetjum alla til að
tjá sig um þessi mál. - Vegna félags-
legra aðstæðna getum við ekki birt
okkar réttu nöfn.
BÍLASPRAUTUN
ÉTTINGAR
Varmi
Auðbrekku 14, sími 64-21 -41
PIEJE-SHAMH eiVITAl
EFHKtívoGNJM" PIEJE-SHAMPOO
HVa“° EFFEmvOGNANSOM
C HVEF 0*0
JQJOBA
OLANS 00 VI
TILIANOF
L'ORÉAL
AUKABLAÐ
BÍLAR OG UMFERÐ
Miðvikudaginn 31. október nk. mun aukablað um bila og
umferð fylgja DV.
í blaðinu verður Qallað um dekk og vetrarakstur, ljósabúnað
og ýmislegt annað sem tengist bílum og umferð. Einnig verð-
ur sagt í máli og myndum frá þvi nýjasta sem fram kom á
alþjóðlegu bílasýningunni í Paris í byijun október.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka-
blaði, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV hið
fyrsta í síma 27022.
Vinsamlega athugið að skilafrestur auglýsinga er fyrir
fimmtudaginn 25. október.
Ath.I Telefaxnúmer okkar er 27079.