Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Side 26
34
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990.
Afmæli
Valdimar Gíslason
Valdimar Gíslason, Sviöholtsvör 9,
Bessastaöahreppi, er fimmtugur í
dag. Valdimar er fæddur á Kirkju-
bæjarklaustri í Vestur-Skaftafells-
sýslu og ólst þar upp hjá foreldrum
sínum.
Starfsferill
Valdimar lauk gagnfræöaprófi í
Héraðsskólanum á Laugarvatni
1959 og sveinsprófi í húsasmíðum
1964. Hann var b. á Felli og í Álfta-
gróf í Mýrdal 1965-1987. Valdimar
flutti þá í Bessastaðahrepp og hefur
unnið hjá Rannsóknastofnun land-
búnaðarins frá 1988.
Fjölskylda
Valdimar kvæntist 26. ágúst 1962
Sigríði Tómasdóttur, f. 2. janúar
1943. Foreldrar Sigríðar eru Tómas
Lárusson, f. 20. júní 1904, b. í Álfta-
gróf, og kona hans, Sigurbjörg
Bjamadóttir, f. 18. mars 1903. Börn
Valdimars og Sigríðar eru: Tómas,
f. 17. febrúar 1963, kvæntur Sigríði
Maríu Friðþjófsdóttur og eiga þau
tvo syni; Ásta Þóra, f. 28. júní 1964,
sambýlismaöur hennar er Jón Jó-
hannsson og eiga þau eina dóttur;
Gísli, f. 30. október 1967, sambýlis-
konahans er Kristín Ástþórsdóttir
og eiga þau eina dóttur.
Bræður Valdimars era: Brynjólf-
ur, f. 26. desember 1938, prestur í
Stafholti í Mýrasýslu, kvæntur Ás-
laugu Pálsdóttur og eiga þau þrjár
dætur, og Sverrir, f. 14. nóvember
1949, rafvirki í Rvík, sambýliskona
hans er Sigrún Guðmundsdóttir og
eiga þau þrjú börn.
Ætt
Foreldrar Valdimars eru Gísli
Brynjólfsson, f. 23. júní 1909, d. 4.
maí 1987, prófastur á Kirkjubæjar-
klaustri og síðar deildarstjóri í land-
búnaðarráðuneytinu, og kona hans,
Ásta Þóra Valdimarsdóttir, f. 11.
október 1915, um skeið starfsstúlka
á Kleppsspítalanum í Rvík. Gísli var
sonur Brynjólfs, b. í Skildinganesi,
Gíslasonar, prests á Reynivöllum,
Jóhannessonar, b. í Hofsstaðaseb,
bróður Guðmundar, langafa Matt-
híasar Johannessen skálds. Jó-
hannes var sonur Jóns, b. á Bjarna-
stöðum í Kolbeinsdal, Jónssonar,
læknis i Viðvík, Pétu.rssonar. Móðir
Brynjólfs Gíslasonar var Guðlaug
Eiríksdóttir, sýslumanns í Kollabæ
í Fljótshlíð, Sverrissonar, bróður
Þorsteins, afa Jóhannesar Kjarvals.
Móðir Guðlaugar var Guðlaug Ei-
ríksdóttir, b. í Bolholti, Jónssonar,
ættfóður Bolholtsættarinnar.
Móðir Gísla Brynjólfssonar var
Guðný Jónsdóttir, prófasts á Auð-
kúlu, Þórðarsonar, prests á Mosfelli
í Mosfellssveit, bróöur Jóns þjóð-
sagnasafnara og Ingibjargar, móður
Ólafs Davíðssonar þjóðsagnasafn-
ara og ömmu Davíðs Stefánssonar
frá Fagraskógi. Þórður var sonur
Árna, prests á Hofi á Skagaströnd,
Illugasonar, prests á Borg á Mýrum,
Halldórssonar, bróður Bjama, lang-
afa Ragnheiðar, ömmu Einars Bene-
diktssonar skálds. Móðir Guðnýjar
var Sigríður Eiríksdóttir, systir
Guðlaugar í Kollabæ.
Ásta er dóttir Valdimars, f. 7. maí
1888, d. 17. ágúst 1964, skipstjóra á
Akranesi, Kristmundssonar, b. á
Mosastöðum í Flóa, Jónssonar.
Móðir Valdimars var Jóhanna
Brandsdóttir, b. á Markhóli á Rang-
árvöllum, Brandssonar, b. í Galtar-
holti, Guðmundssonar, b. í Galtar-
holti, Erlendssonar, b. á Sperðli í
Landeyjum, bróður Andrésar, lang-
afa Björns Halldórssonar í Laufási,
fóður Þórhalls biskups. Erlendur
var sonur Sigurðar, b. á Flankastöð-
um á Miðnesi, Gíslasonar, prests á
Krossi í Landeyjum, Eiríkssonar.
Móðir Jóhönnu var Valgerður Sig-
urðardóttir, b. á Brekkum í Hvol-
hreppi, Magnússonar, b. á Núpi, Sig-
urðssonar. Móðir Sigurðar var
Valdimar Gislason.
Anna Jónsdóttir, systir Eiríks í Bol-
holti.
Móðir Ástu var Guðný, f. 21. júlí
1894, d. 11. janúar 1977, Jónsdóttir,
f. 15. nóvember 1867, d. 8. maí 1952,
á Seyðisfirði, Eyjólfssonar og konu
hans, Guðrúnar Bjargar Jónsdótt-
ur, f. 14. janúar 1859, d. 13. janúar
1910.
Guðný Þóra Ámadóttir
Guðný Þóra Árnadóttir, Furugerði
1, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára
18. október.
Starfsferi II
Guðný er fædd í Reykjavík og ólst
þar upp. Hún fór að vinna í fiski hjá
Otri hf. í Reykjavík 1930-1933 og
vann í Alþýðubrauðgerðinni 1933-
1941. Guðný var matráðskona á Suð-
ureyri 1962-1968 og matráðskona í
Bjarkalundi 1962-1978. Hún var í
stjórn Kvenfélags Alþýðuflokksins,
hefur veriö virkur félagi í Verka-
kvennafélaginu Framsókn og Hvíta-
bandinu.
Fjölskylda
Guðný giftist 1941 og á hún fjögur
börn. Þau era: Guðmundur Arnar,
f. 29. september 1935, skrifstofumaö-
ur hjá Ispan í Kópavogi, kvæntur
Guðrúnu Gísladóttur, skrifstofu-
manni hjá Lyfjaverslun ríkisins;
Árni Hafþór, f. 21. desember 1941,
d. 1. júní 1942; Sigríður Gunnhildur,
f. 8. október 1943, húsmóðir á Súða-
vík, gift Hilmari Guðmundssyni sjó-
manni og á hún sjö böm; Ámi Haf-
þór, f. 3. september 1950, bifreiða-
stjóri hjá Kristjáni Siggeirssyni hf.,
kvæntur Ástríði Haraldsdóttur,
starfsmanni hjá G. Sandholt, og eiga
þau tvö börn. Systir Guðnýjar, Sig-
ríður Þóra, f. 1. september 1914,
verslunarmaður í Rvík, giftist 13.
október 1934 Einari Guðmundssyni
bifreiðarstjóra.
Ætt
Foreldrar Guðnýjar voru Árni
Þórðarson, f. 22. febrúar 1882, d. 21.
mars 1942, steinsmiður í Reykjavík,
og kona hans, Anna Þórðardóttir,
f. 27. maí 1872, d. 10. september 1955.
Ámi var sonur Þórðar, b. í Króki
í Amarbælishverfi í Ölfusi, Jóns-
sonar, b. á Sogni, Ásbjörnssonar, b.
á Hvoli í Ölfusi, Snorrasonar. Móðir
Þórðar var Sólveig, systir Jóns,
langafa Halldórs Laxness. Sólveig
var dóttir Þórðar „sterka“, b. og
hreppstjóra í Bakkárholti, Jónsson-
ar og konu hans, Ingveldar Guðna-
dóttur, b. í Reykjakoti í Ölfusi, Jóns-
sonar, ættfóður Reykjakotsættar-
innar. Móðir Árna var Guðný
Helgadóttir. Móðir Guðnýjar var
Ólöf Siguröardóttir, b. á Hrauni í
Ölfusi, Þorgrímssonar, b. í Rana-
Guðný Þóra Árnadóttir.
koti, Bergssonar, b. og hreppstjóra
í Brattsholti, ættfóður Bergsættar-
innar, Sturlaugssonar.
Anna var dóttir Þórðar Einarsson-
ar, b. í Helli og síðar í Götu í Ása-
hreppi, og konu hans, Sigríðar Stef-
ánsdóttur. Þau vora bæði ættuð af
Rangárvöllum.
Guðný tekur á móti gestum fóstu-
daginn 19. október í matsalnum,
Furugerði 1, kl. 20.
Halldóra Petra Oddsdóttir
Halldóra Petra Oddsdóttir hús-
freyja, til heimilis við aðra götu 6
við Rauöavatn, er sextug í dag.
Halldóra fæddist á Melum á Kjal-
amesi en flutti þriggja ára með for-
eldram sínum tíl Reykjavíkur þar
sem hún ólst upp eftir það. Fyrir
giftingu var Halldóra m.a. þerna á
Súðinni og síðan kokkur á síldarbát-
um.
Halldóra giftíst 1947 Matthíasi
Kristjánssyni, f. 21.1.1922, sjómanni
frá ísafirði, en þau slitu samvistír.
Seinni maður Halldóra er Magnús
Þórðarson, f. 4.5.1922, jámsmíða-
meistari, en hann er sonur Þórðar
Eiríkssonar, b. á Úlfsstöðum í Valla-
hreppi, og konu hans, Guðríðar Al-
Svanhvít
Smith
Frú Svanhvít Smith, Eiríksgötu
11, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára
ídag.
Eiginmaður Svanhvítar var Axel
Smith pípulagningameistari en
hannlést 1974.
Svanhvít ætlar að taka á mótí gest-
um sunnudaginn 21.10. nk. í sal
Meistarasambands bygginga-
manna, Skipholtí 70, frá klukkan
17.00.
bertsdóttur.
Dóttir Halldóru og Magnúsar er
Sigríður, f. 25.9.1958, húsmóðir í
Kópavogi, gift Gretti Gíslasyni sölu-
manni og eiga þau þrjú börn, Hall-
dóru, Davíð og Elmu.
Halldóra áþrjú systkini og auk
þess einn uppeldisbróður. Systkini
hennar: Sigurður, lengst verkamað-
ur í Reykjavík, Hólmfríður, hús-
móðir í Reykjavík, og Jón, lengst af
verkamaður í Reykjavík.
Foreldrar Halldóru voru Bryn-
hildur Ingimundardóttir húsmóðir
og Oddur Jónsson, bóndi og verka-
maður.
Halldóra verður ekki heima á af-
mælisdaginn.
Svanhvit Smith.
Halldóra Petra Oddsdóttir.
Leið-
rétting
Valur Gíslason
í andlátsgrein um Val Gíslason
leikara, sem birtíst í blaðinu siðast-
liðinn þriðjudag, láðist aö geta um
dóttur hans. Hún er Valgerður Vals-
dóttir, f. 6. nóvember 1939, gift Ingi-
mundi Sigfússyni, forstjóra í Heklu.
Biðst blaöið afsökunar á þessum
leiðu mistökum.
Karolína Thorarensen og Guðbjörn Tómasson.
Karolína Thorar-
ensen og Guð-
bjöm Tómasson
Hjónin Karolína Thorarensen
og Guðbjöm Tómasson eru bæði
fimmtug um þessar mundir, Karo-
lína í dag en Guöbjörn varð fimm-
tugur á sunnudaginn var.
Þau Karolína og Guðbjöm fædd-
ust bæöi í Reykjavík og ólust þar
upp. Karolína hefur unnið viö
verslunarstörf í fjölda ára en Guð-
björn er trésmiður að mennt og
starfaði við smíðar í mörg ár en
hefur síðustu árin starfað hjá Arn-
arflugi. Þau hjónin giftu sig 27.5.
1961.
Böm Karolínu og Guðbjöms eru
Heimir Guðbjörnsson, f. 3.3. 1959,
sjómaður í Reykjavík, kvæntur
Þuríði B. Guðmundsdóttur, f. 3.8.
1961, húsmóður og eiga þau tvö
börn, Fríðu Rut, f. 14.1.1978 og ívar,
f. 2.8.1983; Rakel Guðbjörnsdóttír,
f. 15.5.1962, húsmóðir í Reykjavík,
gift Ólafi R. Guömundssyni, f. 7.6.
1959, vélstjóra og rafmagnstækni-
fræðingi og eiga þau þrjú börn,
Tathiönu Saavednu, f. 5.8. 1980,
Ægi Bjöm, f. 17.7.1985 og Hlyn Má,
f. 13.4. 1987; Elvar Guðbjörnsson,
f. 20.9. 1964, kvæntur Cindiu Boll-
era en þau era búsett í Valencia á
Spáni.
Foreldrar Karolínu: Guðmundur
Thorarensen sem nú er látinn og
Ástríður Eyjólfsdóttir, búsett í
Reykjavífc
Foreldrar Guðbjörns: Tómas
Guðmundsson, sem er látínn, og
Ólafia Guöbjörnsdóttir sem búsett
er í Reykjavík.
Karolína og Guðbjörn dvelja á
Manor House Hotel á Englandi yfir
afmælisdagana.
Til hamingju með daginn
80 ára
Guðjón G. Torfason,
Vestri-Tungu, VesturiLandeyja-
hreppi.
75 ára
Lára Magnúsdóttir,
Fjarðarstrætí 32, ísafirði.
60ára
Svanhildur Jónsdóttir,
Réttarholti 10, Selfossi.
50ára
Þóróifur Valgeir Þorleifsson,
Gautlandi 11, Reykjavík.
Guðjón Ragnarsson,
Hlíðarbraut 2, Blönduósí.
Reynir Bj ömsson,
Garðhúsum 49, Reykjavík.
40ára
Viðar Aðalsteinsson,
Egilsstöðum I, Egilsstöðum.
Magnús Þorsteinsson,
Markarflöt 19, Garðabæ.
Gunnar Hallsson,
Litluhlíð 4F, Akureyri.
Björgólfur Lauritsson,
Helgafelli 11, Eskifirði.
Bjarni Gunnarsson,
Álakvísl45, Reykjavík.