Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Page 27
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990.
35
Dreyer-dagar
hjáKvikmynda-
kiúbbnum
Sjálfsagt eru flestir kvikmynda-
fræöingar sammála um aö danski
kvikmyndasnillingurinn Carl
Th. Dreyer hafl skilið eftir sig
djúp spor í kvikmyndasögunni.
Hann lést 1968 og enn þann dag
í dag gætir mikiila áhrifa frá hon-
um í kvikmyndum sem koma á
markaðinn.
Þaö er þess vegna sem Kvik-
myndaklúbbur íslands sýnir um
þessar mundir Qórar af hans
bestu kvikmyndum. í gær var
sýnd Jóhanna aförk. sem Dreyer
gerði í Frakklandí á tímum þöglu
kvikmyndanna. K\dkmynd þessi
er sú frægasta af nokkrum sem
gerðar hafa verið um dýrlinginn
og er myndin í hópi þeirra þöglu
kvikmynda sem í dag teljast
klassískar.
í kvöld veröur svo sýnd Dagur
reiðinnar sem gerð var 1944 eða
17 árum eftir Jóhönnu af Örk.
Forvitnilegt er aö bera þessar
myndir saman en hetjan í Degi
reiðiimar, Amia, er eins og Jó-
hanna sökuð um galdur. í næstu
viku verða svo sýndar Vampíran
og Orðið. Sýningar á vegum
Kvikmyndaklúbbs íslands eru í
Regnboganum.
-HK
Meiming
Pétur Friðrik á yf ir-
reið um Þýskaland
- með viðkomu 1 Lúxemborg
Jóharma S. Sigþórsdóttir, DV, Þýskalandi:
Listmálarinn kunni, Pétur Friðrik,
hefur verið á yfirreið með verk sín
um Þýskaland að undanfórnu. Hafa
sýningar hans vakið verðskuldaöa
athygli og margir sýningargesta séð
sér leik á borði með að eignast verk
eftir listamanninn.
Fyrsta sýningin á verkum Péturs
Friðriks var raunar opnuð í Lúxem-
borg um miðjan september. Það var
Einar Benediktsson, sendiherra ís-
lands í Lúxemborg og Belgíu, sem
fylgdi henni úr hlaði með ávarpi.
Hlaut sýningin góðar viðtökur og
meðal annars sagði í dagblaðinu Tag-
esblatt: „Hinn þekkti listmálari Pét-
ur Friðrik sýnir 24 myndir sem eru
frábærar að gæðum og túlkun."
Næst sýndi listamaðurinn verk sín
Pétur Friðrik og Einar Benediktsson sendiherra takast í hendur á sýningu
þess fyrrnefnda í Lúxemborg.
í Köln. Var sú sýning haldin í boði
borgarinnar á ekki ómerkari stað en
ráðhúsinu í Porz, sem er borgarhluti
í Köln. Hún var opnuð 26. september
og stóð til 10. október. Hjálmar W.
Hannesson, sendiherra íslands í
Þýskalandi, opnaði hana að við-
stöddu fjölmenni. Vöktu verkin at-
hygli sem fyrr og seldust allnokkur
þegar við opnunina.
Síðasta sýningin á verkum Péturs
Friðriks í Þýskalandi er haldin í
Stuttgart. Lýkur henni 27. október.
Sýningin er í landsbókasafni í Stuttg-
art. Þar fer einnig fram sýning á ís-
lenskum nútímabókmenntum, svo
og á verkum eftir fleiri listamenn,
íslenska og erlenda. Skipulagning
þessarar sýningar er í höndum ný-
stofnaðs félags, Deutsch Islándisch
Kulturforum.
Leikfélag Mosfellssveitar:
Bamaleikrit eftir Astrid Lindgren
Leikfélag Mosfellssveitar frum-
sýnir í kvöld barnaleikritið Elsku
Míó minn eftir Astrid Lindgren. Sýn-
ingar á leikritinu verða í Hlégarði í
Mosfellssveit. Astrid Lindgren er
óþarft að kynna fyrir krökkum sem
famir eru að lesa. Hún er einhver
þekktasti barnabókahöfundur í
heiminum. Þekktust er hún sjálfsagt
fyrir að hafa skapað Línu Langsokk
og Emil í Kattholti. Einnig er hún
höfundur hinnar vinsælu bókar
Ronja ræningjadóttir.
Sýningin í Mosfellsbæ er frum-
flutningur á Elsku Míó minn á ís-
landi. Jón Sævar Baldvinsson og
Andrés Sigurvinsson unnu leikgerð,
sérstaklega fyrir Leikfélag Mosfells-
sveitar.
Andrés Sigurvinsson er einnig
leikstjóri. Hann hefur leikstýrt bæði
fyrir atvinnuleikhús sem og hjá
áhugaleikfélögum, má nefna Eyma-
lang og annað fólk hjá Leikfélagi
Akureyrar og Lítið fjölskyldufyrir-
tæki hjá Þjóðleikhúsinu. Búninga-
og leikmyndahönnuður er Rósberg
G. Snædal.
Atriði úr sýningu Leikfélags Mosfellssveitar á Elsku Míó minn. DV-mynd BG
Þjoðleikhúsiö:
Leiksýning ætluð grunnskólum
Þjóöleikhúsið fer af staö í dag með I
leiksýningu sem ætlunin er að sýna
í grannskólum í vetur. Er sú sýning
í samvinnu við menntamálaráðu-
neytið og fræðsluyfirvöld. Markmið-
ið er að kynna nemendum list leik-
hússins og tengja starfsemi Þjóðleik-
hússins skólakerfinu og er hér um
framtíðarmarkmiö að ræða.
Leikritið, sem Þjóðleikhúsið fer
með í skólana að þessu sinni, er
Næturgalinn og verður fmmsýnt í
dag í Félagsheimili Seltjamamess og
er sú sýning ætluð nemendum Mýr-
arhúsaskóla. Hópur listamanna
Þjóðleikhússins hefur samið leiksýn-
inguna eftir hinu þekkta ævintýri
H.C. Andersens. Næturgalinn fjallar
meðal annars um fjölmarga þætti
sem drepið er á í samfélagsfræði-
kennslu, um einlægni, sýndar-
mennsku, dramb, fegurð, list og
umfram allt um framandi heim.
Sýningin er 40 mínútur og þess er
vænst að nemendur fái tækifæri til
þess að ræöa við leikhópinn á eftir.
Jón Símon Gunnarsson og Helga
E. Jónsdóttir i hlutverkum sinum í
Næturgalanum. DV-mynd BG
Þátttakendur í sýningunni em leik-
aramir Helga E. Jónsdóttir, Jón Sím-
on Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld,
Margrét Guðmundsdóttir og Þór-
hallur Sigurðsson og flautuleikarinn
Arna Kristín Einarsdóttir. Lárus
Grímsson samdi tóniistina.
DV-mynd BG
Einn
hinna þriggja balletta er Konsert fyrir sjö og er myndin úr honum.
íslenski dansflokkurinn:
Ballett fyrir
fjölskylduna
íslenski dansflokkurinn frum-
sýnir í kvöld þrjá balletta sem sett-
ir eru upp af Terence Etheridge,
breskum danshöfundi og kennara
sem starfað hefur með flokknum
síðan í septemberbyrjun. Terence
er íslendingum að góðu kunnur því
hann samdi og æfði dansana fyrir
Carmina Burana sem íslenska óp-
eran setti upp síðastliðinn vetur.
Hann samdi einnig tvo af þeim ball-
ettum sem fluttir veröa, Konsert
fyrir sjö og Pétur og úlfinn sem
báðir em fluttir við tónlist eftir
Sergei Prokofiev.
Konsert fyrir sjö var uppruna-
lega saminn fyrir ballettflokk í Jap-
an en hefur nú verið endursaminn
og aðhæfður íslenska dansflokkn-
um. í þessu verki nýtir höfundur
tækni hins hefðbundna balletts til
hin ýtrasta.
Hitt verkið, sem Terence Et-
heridge samdi ballett við, er Pétur
og úlfurinn og er það aðalverk sýn-
ingarinnar. Þeir eru ófáir sem
kannast við tónlistina sem hefur
löngum heillað unga sem aldna.
BaUettverkið fylgir söguþræðinum
sem kemur fram í túlkun dansar-
anna á sögupersónunum. Flosi Ól-
afsson kemur til liðs við dansflokk-
inn í þessu verki og túlkar hlutverk
afans.
Þriðja ballettverkið er Fjarlægðir
sem er við tónlist frá Marokkó.
Verkið er eftir hollenska dans-
höfundinn Ed Wubbe og var sýnt
hér fyrst 1986 undir stjórn höfund-
ar. Verkið lýsir einsemd og óöryggi
þeirra kvenna sem komið hafa til
Hollands frá löndum eins og Tyrk-
landi og Marokkó og tilheyra þeim
hópi fólks sem nú vinnur bæði
lægst launuðu og óþrifalegustu
störfin í þjóðfélaginu
Næsta verkefni islenska dans-
flokksins er Jónsmessunætur-
draumur sem er heils kvölds ball-
ett. Fyrirhugað er að sýna ballett-
inn seinni hluta janúarmánaðar.
Danshöfundur er Grey Veredon og
setur hann sýninguna upp.
-HK