Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Side 3
MÁNUDÁGUR 22. OKTÓBER Í990. P 3 Fréttir Bugtarleyfi í Faxaflóa metið á 10 milliónir Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Fiskiðja Sauðárkróks keypti ný- lega Guðbjörgu, 28 tonna eikarbát frá Reykjavík, og gerði síðan í framhaldi kaupanna makaskipti á Guðbjörgu og Sandgerðingi GK 280, 149 tonna stálskipi frá Sandgerði. Kvóti Sand- gerðings, sem fylgir makaskiptun- um, er 604 þorskígildi af tæpum 700 sem fyrir voru á skipinu. Söluverð skipanna fæst ekki upp- gefið en það kom Fiskiðjumönnum - Fiskiðjan Sauðárkróki kaupir og selur skip til góða við makaskiptin að Guðbjörg var með svokallað bugtarleyfi á Faxaflóa. Það er manna á meðal talið að verðmæti 10 millj. kr. Þá hafði Guðbjörg 217 tonna þorskkvóta. móta. Sandgeröingur var eitt sinn einn besti línubáturinn fyrir vestan. Hét þá Víkingur III í eigu Norður- tangans á ísafirði. Ekki Fokker DV greindi í fyrradag frá dauðaslysum sem orðiö hafa á síðustu árum við Reykjavíkur- flugvöll. Þar var meðal annars greint frá því að árið 1983 hefði farþegi úr Fokkervél gengið I skrúfu vélarinnar er hún haföi verið stöðvuö eftir lendingu. Ranglega var hermt að þar heföi verið um Fokker-flugvél að ræða. Hið rétta er að flugvélin var tveggja hreyfla vél af geröinni Mitsubishi MU-2. Hlutaðeigandi eru beönir velvirðingar á þessum mistökum. Sandgerðingur er nú til sölu en verður seldur með sem minnstum kvóta. Að sögn Einars Svanssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar, er hugsanlegt ef skipið selst ekki að það komi noröur til veiða. Togarar Skag- firðings eiga nægan kvóta til ára- 4 Gamla pakkhúsið, sem byggt var upp úr sjóbúðinni Pétursborg, verður nú sjóminjasafn. DV-mynd Ragnar Imsland Sjóminjasafn á Höfn Júlía knsland, DV, Höfci: Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hef- ur gefið Byggðasafni Austur-Skafta- fellssýslu gamla pakkhúsið við höfn- ina hér á Höfn. Pakkhúsið var byggt á árunum 1932-1933 upp úr sjóbúðinni Péturs- borg. Var í mörg ár aðalvörugeymsla kaupfélagsins en hefur löngu lokið því hlutverki. Ætlunin er að gera húsið upþ og nýta sem sýningarpláss fyrir sjó- minjar og muni tengda sögu KASK, - Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Brjánslækur: Konur vant- ar í skelina - þokkalegur afli hjá bátunum Hörður Kristjánsson, DV, Vestijöröum: Það er ekki bara hráefnisskortur sem getur plagað fiskvinnslufyrir- tækin í landinu því þar getur skortur á ýmsu fleiru verið til vandræða. í samtali við Árna Sigurvinsson hjá Flóka hf. á Brjánslæk kom fram að þaö sem helst er að angra skel- vinnslumenn þar á bæ um þessar mundir er kvenmannsskortur. Sá skortur er þó ekki af þeim toga sem mönnum dettur sjálfsagt helst í hug þegar þessar línur eru lesnar, heldur vantar einfaldlega konur í skelfiskvinnsluna. Kemur þetta sér illa fyrir þá hjá Flóka því ekki er hægt að reka vinnsluna nema á hálf- um afköstum fyrir bragðið. Sagði Árni að þá vantaði svona 4-5 konur ef vel ætti að vera því bátarnir fisk- uöu vel þessa dagana af ágætri skel. Ástæðuna fyrir þessu taldi Árni helst vera skólagöngu yngri kvenna og venjubundin hauststörf þeirra sem eftir væru á svæðinu. Annars er enginn hörgull á föru- fólki um sveitimar þessa dagana en ekki víst að það fólk sé tilbúið til aö bregða sér í vinnslu á skelfiski og líklegra að prófkjör og væntanlegar kosningar séu því hugleiknari. KDfBŒim JAPAN VIDEOTÖKUVÉLAR 3 LUX ÞRAÐLAUS FJARSTÝRING Dagsetning Klukka - Titiltextun 3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA A AÐ AFSPILA BEINT VIÐSJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT, MEÐ ALLRA BESTU MYNDGÆÐUM. — 3 LUX ÞÝÐA Al.LRA BESTU UÓSNÆMNl A MYNDBANDSVÉLUM A MARK- AÐNUM 1 DAG. hAÐ ER EKKl BARA NÓG AÐ TALA UM UNSUOPSTÆRÐ. HELDUR VERÐUR UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. - MACRO LINSA BxZOOM - SjALFVIRKUR FOCUS - MYNDLEITUN I BAÐAR ÁTTIR - SJALFVIRK UÓSSTÝRING - VINDHUÓÐNEMI - FADER - RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILLl- STYKKI o.n. - VEGUR AÐEINS 1.1 KG. SÉRTILBOÐ KR. 79.950,- slgr. Rétt verð KR. 90.400.- stgr. BS Afborgunarskilmálar U) VÖNDUÐ VERSLUN mjUöUUu FAKAFEN 11 — SÍMI 688005 p 1 P DJ ■IJI PJ 11 ( ý’ - ' ^ - hægíndastóla eru til sýnís í verslun okkar og nær allar gerðírnar fást aðeíns hjá okkur. ■ Stólí sem stendur upp fýríf þíg. Relax stóllínn frá Hukla er rafdrifinn og stillanlegur á allan hugsanlegan hátt. Það er gott að verða gamall í svona gersemisstól. . M0BLER FAX 91-673511 SÍMI 91-681199 Húsgagna4iöllín REGENT MOBEL A ISLANDI BÍLDSHÖFÐI 20 112 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.