Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Side 4
Fréttir MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1990. 'wr fTMfjfrryn <?<» fjrrri/ rnv/ \ DV Þing Neytendasamtakanna: Félagafjöldi þrefaldast - Jóhannes Gunnarsson endurkjörinn formaður án mótframboðs. Þing Neytendasamtakanna fór fram síðastliðinn laugardag að Borg- artúni 6 í Reykjavík. Á annað hundr- að fulltrúar sóttu þingið frá alls 17 neytendafélögum víðs vegar aö af landinu. Á þinginu var Jóhannes Gunnarsson einróma endurkjörinn formaður samtakanna án mótfram- boðs og ný stjóm kosin tú tveggja ára. Alls gáSÉú 14 kost á sér til stjómar en í henni sitja 11 manns ásamt for- manni. Kjöri náðu þau Bryndís Brandsdóttir, Drífa Sigfúsdóttir, Gissur Pétursson, Jónas Bjamason, Kristján Valdimarsson, María E. Ingvadóttir, Sigrún Steinþórsdóttir, Steinar Harðarson, Steinþór Kar- velsson, Vilhjálmur Ingi Ámason og Þuríður Jónsdóttir. Auk þessara gáfu þau Marta Guðjónsdóttir, Ólaf- ur Helgi Kjartansson og Skúli B. Ámason kost á sér, en þau náðu ekki kjöri. Pólitísk samstaða Þótt ekki sé kosið pólitískri kosn- ingu til stjómar Neytendasamtak- anna er engu að síður reynt að ná sem mestri pólitískri breidd í stjóm þeirra, enda óhjákvæmilegt að hags- munamál neytenda tengist hinni daglegu stjómmálaumræðu. Þó að núverandi stjórnarmenn séu ekki kjömir til að tryggja hagsmuni stjómmálaflokka er engu að síður eftirtektarvert hve sterk samstaða hefur náðst um pólitíska breidd. Þess má geta að í sameiginlegri stjóm Neytendasamtakanna og Neytenda- félags höfuðborgarsvæöisins sitja fimm úr Sjálfstæðisflokknum, tveir úr Framsóknarflokknum, þrír úr Alþýðubandalaginu, tveir úr Al- þýðuflokknum, einn úr Kvennalist- anum og sex óháðir. 20 þúsund félagar í skýrslu fráfarandi stjómar kom fram að mikil fjölgun hefði orðið á félagsmönnum í Neytendasamtök- unum á undanfómum tveimur árum. Á þessum tíma hefur félaga- talan nærri þrefaldast, eða úr 7300 í rúmlega 20 þúsund. í máli Jóhannesar Gunnarssonar kom fram að nokkurrar viðhorfs- breytingar til neytendamála hefði gætt hjá ríkisvaldinu og bæri það vott um meiri skilning á starfsemi samtakanna. Benti hann á að í fjár- lagafrumvarpi ríkisstjómarinnar fyrir árið 1991 væri gert ráð fyrir 5 milljónum króna og að í ár mætti vænta fjárveitingar upp á allt að 4,8 milljónir. Á árinu 1987 nam framlag ríkisins einungis einni milljón króna. I skýrslu sinni gerði Jóhannes grein fyrir starfsemi samtakanna síðastiiðin tvö ár. Sagöi hann að einn mikilvægasti þáttur í starfi samtak- anna væri kvörtunar- og upplýsinga- þjónusta og að hún hefði aukist stór- lega að umfangi á síðustu þremur ámm. Það sem af er árinu hafa á sjö- unda þúsund manns leitað til sam- takanna með kvartanir eða til að fá upplýsingar. Kynningarfundir Þá kom einnig fram í máh Jóhann- esar að í tíð fráfarandi stjómar hefðu 13 kynningarfundir veriö haldnir í skólum og félögum á vegmn samtak- anna og gerður fjöldi gæðakannanna á neysluvörum. Frá síöasta þingi hafa verið stofnuð 5 ný neytendafélög og starfsemi fjögurra hefur verið endurvakin. Öflug útgáfustarfsemi hefur verið hjá samtökunum og í bí- gerð er að gefa út 6 tölublöð af Neyt- endablaðinu á næsta ári. Nýútkomið blað er prentað á endurunninn papp- ír og er það fyrsta tímarit á íslandi sem er prentað á slíkan pappír. Stefnt er að aö slíkt verði einnig gert við vinnslu næstu blaöa. -kaa Þing Neytendasamtakanna um landbúnaðarmál: Stef na stjórnvalda andstæð hagsmunum neytenda - röng stjómun, sem leiðir til of hás verðlags, stefnir afkomu bænda í voða Mikill einhugur ríkti meöal fulltrúa á þingi Neytendasamtakanna. Var það samdóma mat allra að mikið starf biði samtakanna á næstunni og til að ná árangri þyrfti samstöðu. DV-mynd GVA Efdr miklar umræður um land- búnaðarmál á þingi Neytendasam- takanna um helgina var samþykkt að vísa fyrirliggjandi tillögum til sfjómar og út í félögin til nánari umfjöllunar. Þá ályktaði þingið að brýnt væri að verðlag á landbúnaðr- vörrnn lækkaði verulega. í ályktun- inni segir meðal annars: „Ljóst er að stefna stjórnvalda í landbúnaðarmálum tekur mið af skammtíma hagsmunum framleið- enda en er í raun andstæð hagsmun- um neytenda. Það hlýtur að vera skýlaus og sanngjöm krafa neytenda að hér verði breyting á.“ Þijár tillögur lágu fyrir fundinum til ályktunar og mátti greina áherslu- mim varðandi aðgerðir í þeim. Allar gengu þær út frá því að gæði ís- lenskra landbúnaðarvara væm sam- bærileg því sem best gerðist í heimin- um en einnig að verð þeirra væri of hátt vegna rangrar stjómunar á framleiðslunni á undanfómiun árum. Einnig kom fram í öllum til- lögunum sú sameiginlega krafa að verð landbúnaðarvara þyrfti að lækka verulega til að vera sambæri- legt því sem gerist hjá nágrannalönd- unum. Munurinn á tillögunum fólst eink- um í áherslum varðandi úrlausnir, hvernig lækka mætti verðið á land- búnaðarvömm. í tillögu nefndar, sem sfjóm samtakanna tilnefndi í, var talið brýnt að innlend land- búnaðarframleiðsla aðlagaði sig markaðsfrelsi og innflutningi á næstu þremur árum þannig að fram- leiðendur geti framleitt vörur sínar án framleiðslutakmarkana á eigin ábyrgð og á sem hagkvæmastan hátt. „Nauðsynlegt er í því sambandi aö afnema kvótakerfi, höft, verðmiðlun og opinbera verðstýringu," segir meðal annars í tfllögunni. í tillögum, sem Steinar Harðarson og stjóm Neytendafélags Suðurlands lögðu fram, kvað við varfæmari tón, þó sérstaklega hvaö varðar innflutn- ing. í tillögu Steinars er gert ráö fyr- ir að heimflaður verði innflutningur á kjúklingum, eggjum og svínakjöti sem hann flokkar undir iðnvaming sem ekkert eigi skylt við hefðbund- inn íslenskan landbúnað. í tillögu Sunnlendinga segir aö inn- flutningur á landbúnaðarvörum hefði í fór með sér atvinnuleysi með- al bænda og þeirra sem vinna við úrvinnslu í greininni. í stað innflutn- ings er þess krafist að stjómvöld í samvinnu við Neytendasamtökin, verkalýðshreyfmguna og bænda- samtökin leiti leiða tfl að tryggja aukna hagkvæmni og lægra vöra- verð. Flestir þeirra sem tóku til máls um landbúnaðarmál á þinginu töldu rétt aö vísa þessum tfllögum tfl stjórnar samtakanna og út til félaganna tfl nánari umfjöllunar. Það væri brýnt að ná sem mestri samstöðu meðal félagsmanna í þessu mikflvæga máli. -kaa í dag mælir Dagfari í háloftunum Þá er Amarflug endanlega fallítt að manni skflst og græni liturinn horfmn úr millilandafluginu. Eftir stendur bara blái htur Eimskips og Flugleiða þó það virðist aðeins tímaspursmál hvenær merki Eim- skips veröur komið á Flugleiðastél- in. En það er ýmislegt sem vekur athygfl í sambandi við þetta gjald- þrot Amarflugs. Tfl dæmis sú yfir- lýsing fógeta að félagið hafi í raun verið gjaldþrota allt frá árinu 1987. Þetta virðast stjómendur félagsins ekki hafa fattað og því var flogið villt og gaflð, með smáuppákomum aö vísu, í þijú ár án þess að félagið væri fjárhagslega tfl. Nú er það svo að fyrirtæki em sífellt að rúlla dag- inn út og daginn inn þannig að maður les fréttir af sflkum atburð- um líkt og aðrar dánartilkynningar í Morgunblaöinu. Þar er hins vegar ekki venja að taka fram að hinn látni hafi í raun látist fyrir nokkr- um árum án þess að vita af því sjáifur. En allt er breytingum háð í þessum heimi og þá ekki síst í viðskiptaheiminum. Fiskeldis- menn komu saman um helgina og lýstu því yfir að enn væm mörg gjaldþrota fyrirtæki á kafi í fiskeldi og þó hélt maður að gjaldþrotum færi senn að linna í þessari at- Friður vinnugrein. Hæfustu fjármála- spekúlantar þjóðarinnar hafa lagt nafn sitt við hin og þessi fyrirtæki í fiskeldi með þeim frábæra ár- angri að þeim hefur tekist að rýja banka og sjóði inn að skyrtunni og eftir stendur gjaldþrot í greininni er nemur milljörðum og aftur mill- jörðum. Hér hefur verið gert út á tapið með glæsibrag og þessum frumkvöðlum verður seint þakkað sitt framlag. Samkeppni er nú það sem helst verður til bjargar þjóðinni. Alla vega á vissum sviðum. í nafni sam- keppninnar þarf því að halda áfram að ausa fé í gjaldþrota fiskeldis- fyrirtæki, enda er það mjög jarð- bundin atvinnugrein. Hins vegar hefur það sýnt sig að samkeppni íslenskra flugfélaga er af hinu flla. Hún hefur haft í fór með sér alls konar dekur við farþega sem er gjörsamlega út í hött. Amarflug komst upp með að bjóða farþegum alls konar fríðindi og auka þjón- ustu sem var illa séð innan panel- veggja Flugleiða. Þessir asskotar á Amarflugi fóm til dæmis á stað með þægindaakstur fullborgandi farþega suður á Keflavíkurflugvöll og fjölbreytt úrval í mat og drykk um borð í vélunum. Þetta varð tfl þess að félagið náði tfl sín ýmsum sælflfismönnum sem kimnu því vel að láta dekra við sig umfram það sem tíðkaðist hjá Flugleiðum. Þessi ósvífni varð tfl þess að Flug- leiðamenn nugguðu stírunar úr augunum og hófu að ausa mat og drykk í velborgandi farþega af auknum krafti. Afleiðingin varð sú að þetta pakk, sem alltaf er á ferð- inni tfl og frá landinu, einkum á kostnað annarra, ofdekraðist og fór að bera saman þjónustu félaganna. Opinberir stjórar sem og einka- stjórar bám saman bækur sínar um grundvaflarþarfir sem flugfé- lögin uppfylltu svo sem um stund- vísi og fjölda ókeypis koníakssjússa á leiðum út í heim. Þetta gat náttúr- lega ekki endað nema meö ósköp- um. Flugleiðir tóku upp Saga Class og betri stofur á flugstöðvum aust- an hafs og vestan. Amarflug bauð upp á silfurfarrými og bestu stofu á Schiphol við Amsterdam. Þjón- usta við farþega jókst svo að sak- lausir sveitamenn vissu ekki hvað- an á þá stóö veðrið þegar farið var að bjóða þeim heita andlitsklúta, flmvötn á spottprís, slæður, dúka og dregla um borð í flugvél mflfl landa. Matarbakkar gerðust æ glæsflegri og girnilegri. Það tók orðiö tvo daga fyrir opinbera emb- ættismenn og aðra fullborgandi farþega að ná sér eftir veisluhöldin þá þeir flugu tfl og frá landinu. Vegna þessa setti nokkum ugg að æðstu ráöamönnum og þeir fóru að íhuga hvort það hefði nú verið rétt aö heimfla tveimur áætlunar- flugfélögum að starfa. Komust að raun um að svo væri ekki og skrúf- uöu þvi fyrir Amarflug, enda félag- ið gjaldþrota án þess að vita það. Alveg eins og þegar Flugleiðir fóru á hausinn árið 1979 óafvitandi og fóru að fljúga á ríkisstyrkjum. Nú þegar Amarflug er úr sög- unni má búast við að jafnvægi komist á í millflandafluginu á nýj- an leik. Farþegar geta brátt flogið tfl útlanda í friði og ró án þess að eiga það á hættu aö ekki gefist stundlegur friður fyrir flugfreyjum sem bjóða mat og drykk, steinkvatn og slæður. Fargjöldin hækka hægt og rólega því einhver verður að borga fyrir þann lúxus aö ftjúga í nýjum flugvélum sem voru keyptar 90% í skuld. En auðvitaö er það gott fyrir Flugleiöir að vera í harðri samkeppni við erlend flugfélög - sem ekki fljúga hingað. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.