Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Page 16
16 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1990. Merming Nýlega er komin út ljósmyndabókin Yfir íslandi sem inniheldur ljós- myndir og texta eftir Björn Rúriks- son. í sinni fyrstu bók hefur Björn kosiö að afmarka sviðið við ljós- myndir sem teknar eru úr lofti, en Björn er reyndur flugmaður og hefur í mörg ár tekið myndir yfir íslandi. Úrval ljósmynda hans er í bókinni og þótt einstakar myndir eftir Bjöm, teknar úr lofti, hafi birst áður, þá er nú í fyrsta skipti hægt að sjá árangur margra ára ljósmyndatöku og er óhætt að segja að myndimar gefi les- andanum nýja og heillandi mynd af umhverfi og náttúm sem lesandinn þekkir en fær með því að skoða bók- ina öðruvísi mynd af. í formála segir Bjöm meðal annars að bókinni sé ætlað að sýna litbrigði náttúrunnar og jafnframt sé gerð til- raun til að varpa ljósi á sköpunar- sögu landsins eins og hún kemur bókarhöfundi fyrir sjónir. Björn er Reykvíkingur, fæddur 1950. Hann er hagfræöingur að mennt, en hefur einnig lagt stund á jarðfræði. Að auki er hann atvinnu- flugmaður. í mörg ár hefur hann haft að starfi að fylgja erlendum ferðamönnum um ísland. Vegna áhuga á ljósmyndun og áhuga á landinu hefur ísland og náttúra þess smám saman orðið hans helsti starfsvettvangur. Auk þess að hafa sýnt ljósmyndir sínar hér heima, meðal annars á Kjarvalsstöðum 1981, hafa ljósmynd- ir Bjöms farið víða. Hefur hann hald- ið sýningar á þeim víða um Evrópu Allir unnendur kvikmynda hafa kvartað yfir því að lítið sé annað sýnt í kvikmyndahúsum höfuðborgarinnar en bandarísk- ar kvikmyndir. Satt er það að í sumar hafa nær eingöngu verið bandarískar kvikmyndir frum- sýndar hér. Þær tvær evrópsku sem gengið hafa í sumar, Vinstri fóturinn og Paradísarbíóið, voru frumsýndar síðastliðinn vetur. Það sýnir að listrænar myndir geta gengið í litlum sölum við góða aðsókn. Með lækkandi sól ætlar Háskólabíó að halda uppi merki evrópskrar kvikmynda- gerðar og er ráðgert að sýna fram að áramótum átta evrópskar kvikmyndir. Þegar eru hafnar sýningar á Krays bræðmm sem er bresk, Næst tekur bíóið til sýn- ingar stórvirkið Hinrik V í leik- stjóm Kenneth Brannagh og ieik- ur hann jafnframt titilhlutverkið, síöan kemur franska myndin Nikita sem gerð er af Luc Besson, en tvær mynda hans hafa verið sýndar hér, Subway og The Big Blue. Þá kemur nýjasta kvik- mynd spánska leikstjórans Pedró Almodóvar, Atame. Aðrar evr- ópskar myndir, sem sýndar veröa í Háskólabíói, era Kronvittnet, sem er sænsk, Venusfalle, sem er þýsk, og norska myndin Handful af tid. Þá er einnar myndar óget- ið, það er hin umdeilda kvikmynd Peter Greenaways, The Cook, the Thief, His Wife and Her Lover og ætti hneykslunargjarat fólk að hafa nóg til aö smjatta á þegar hún verður sýnd. -HK Náttúran öll eitt mynd form, sérstaklega úr lofti - segir Bjöm Rúriksson sem hefur sent frá sér ljósmyndabókina Yfir íslandi ákveðinn myndskilningur, náttúran er öll í gegn eitt myndform, sérstak- lega úr lofti.“ I bókinni hefur íjölbreytnin ráðið ferðinni og reynt hefur verið að velja myndir frá sem flestum landshlut- um, eöa eins og myndasafnið hefur leyft. Ég hef reynt að ofnota ekki myndefni frá stöðum sem hafa mikið gildi ljósmyndalega séð til að geta sýnt ósnortna náttúru landsins um leið og rakin er jarðsagan. Þá hef ég einnig hugsað til þess að koma á móts við ferðamenn og reynt að sýna þá staði sem ferðamenn einkum þekkja. Myndirnar eru svo teknar í flestum tilfellum frá allt öðram sjón- arhóh en ferðamaðurinn kynnist á ferð um landið.“ Tek fáarmyndir af viðfangsefni „Það er ekki hægt að fara fyrirvara- laust út í náttúruna og ætia sér að taka góðar myndir. Maður veröur að sæta lagi og sjá hvað náttúran ber í skauti sér. Ég tek frekar fáar myndir af hverju einstöku viðfangsefni. Hef aldrei haft þann háttinn á að smella stanslaust og leita síðan að besta augnablikinu. Slík vinnurbrögð eru fyrir ljósmyndara sem hafa lítinn tíma, koma kannski frá erlendum tímaritum og staldra við í nokkra daga. Af mörgum mínum bestu myndum á ég kannski til bara eina mynd. Það er fyrir öhu að telja sig vita hvaö maður er að mynda og hafa gott vald á tækninni, þá þarf ekkert að vera að fara upp og niður með ljós. Að vísu hefur komið fyrir að mér hafi fundist ég hafa tekið of fáar myndir eftir á.“ Það sem vekur athygh við loft- myndir Bjöms er sú sérkennilega birta sem er á mörgum þeirra. Björn er spurður hvort hann bíði færis við að mynda á vissu tímabiU sólar- hringsins: „Þegar ipaður fer á visst svæði á vissum árstíma og á vissum tíma sólarhringsins þá veit maður nokk- urn veginn hver birtan er, en svo er það háð tilviljunum hvort aðstæður í skýjafari og veðri eru Uklegar til að skfia árangri við myndatökurnar. Sumar ferðir skila engum árangri. Af minni hálfu var Yfir íslandi hugsuð þannig að reynt skyldi að hafa hana þannig að hún úreltist ekki. Það var með ráðum gert að hafa ekki bæi og þorp, bíla eða mann- virki á myndunum, þær eiga fyrst og fremst að sýna óspillt landslag í sínum ýmsu myndum." Textinn segir jarðsögu og aldur landsins Með hverjum landshlutakafla í bókinni er stuttur texti sem Björn hefur skrifað. Þar er fjallað um jarð- sögu, aldur og sagt frá helstu stöðum í tilteknum landshlutum. Textinn er þannig framreiddur að hann gerir lesandann ósjálfrátt forvitnari og löngun kemur upp að vita meira. Eins og áður sagði era ljósmyndir úr lofti aðeins einn starfsvettvangur í ljósmyndasköpun Björn Rúriksson- ar. Á sýningu sem hann hélt í New York 1985 sýndi hann ljósmyndir sem minna meira á máluð listaverk en ljósmyndir og vöktu þær myndir mikla athygli og aðdáun. Yfir íslandi kemur út á fimm tungumálum, íslensku, ensku, frönsku, þýsku og dönsku. Bókin er öll hin vandaðsta í uppsetningu og greirúlegt er að vel hefur tekist til með tæknilegu hliðina. Yfir íslandi er að öllu leyti unnin hér á landi. Það leynist engum sem flettir bókinni að hún er mikið þrekvirki og höfundin- um, Bimi Rúrikssyni, til mikils sóma. -HK Björn Rúriksson, höfundur Ijósmyndabókarinnar Yfir íslandi. DV-mynd GVA og í Bandaríkjunum þar sem mynd- listardómar um þær hafa birst, með- al annars í New York Times og Was- hinton Post. Greinar og ljósmyndir Bjöms hafa birst í ýmsum bókum og tímaritum, meðal annars Royal Geographical Magazine, Time-Life og Geo. í tilefni útkomu Yfir íslandi fékk DV Björn í spjall um tilurð bókarinn- ar: „Bókin sjálf var unnin á nokkrum mánuðum í stífri vinnu. Ég vann umbrotið og textarm að öllu leyti sjálfur á tölvu og er það mikill mun- ur og spamaður á tíma aö geta full- klárað umbrot og setningu texta heima hjá sér. Myndirnar í bókinni urðu til á löngum tíma, eða allt frá því 1970 að ég byijaði flugnám. Um leið og ég byrjað að fljúga var ég farinn að ljós- mynda úr lofti og hef gert það síðan. Á ég orðið mikið safn loftmynda. Það var því úr miklu að velja. Náttúra íslands hef ég ekki skoðað meðfram því sem ég flýg, heldur hef ég einkum flogið til þess að skoða náttúrana og myndað í leiðinni. Myndimar era afrakstur flugs sem er að vegalengd allt að tíu til tólf sinnum kringum jörðina. Ég er alls ekki viss um að allar mínar bestu myndir, sem teknar hafa verið úr lofti, séu í bókinni. Á móti kemur að myndir eru frá öllum landshlutum og hef ég skipt bókinni í landshlutakafla og reynt að hafa í fyrirrúmi þá fjölbreytni sem náttúra íslands býður upp á.“ Myndirfrá öðr- um sjónarhóli Þegar Yfir íslandi er skoðuð verður manni fyrst hugsað til þeirrar kyrrð- ar sem lýsir út úr myndunum þótt landslagið sé stórbrotið og stundum ógnvekjandi. Litadýrðin er mikil og fjölbreytt og það kemur upp í huga manns hvernig það sé hægt að fljúga og að mynda slíka fegurð í leiðinni: „Jú, ég hef opna lúgu á hliðar- glugga flugvélarinnar á meðan ég tek myndimar. Að sjálfsögðu hafa myndimar, sem prýða bókina, yfir- leitt verið teknar í kyrru veðri. Ánn- ars hef ég í dag gaman af að taka myndir í veörabrigðum, jafnvel í vondu veðri, þó ekki hættulegu. Þær myndir, sem ég hef myndað í slíkri veðráttu, em ekki í Yfir íslandi, en gætu orðið til birtingar seinna. Það má segja að þarna þróist með manni Skrifstofa stuðningsmanna GUÐMUNDAR HALLVARÐSSONAR er að Síðumúla 22 Opið virka daga kl. 17-22 og um helgar kl. 13-19 Símar 38560 og 38561 HMMMTÖM H/F MEIRIHÁTTAR MICHELIN MARKAÐUR HLJÓÐLÁT 0G RÁSFÖST. HALLANDI GRIPSKURÐIR. LAUSNARORDID S-200. ÓLL ERU FLESTAR FYRIRLIGGJANDI. MERKID TRYGGIR GÆDIN. MICHELIN. TVÖFÚLD ENDING. STAÐSETTIR SNJÓ- NAGLAR. MJUKAR HLIDAR, MEIRI SVEIGJA. ÁKVEÐIN SNÚNINGSÁTT, OPNARA GRIP. STÓRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING D^TOPPURINN í DAG, MICHELIN. MICHELIN :LUSTURSRTT MlCHELlN VISA MICHEUN HMLBÆBMTOM H/F SKEIFUNNI5. SlMAR 687517 OG 689660

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.