Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Síða 26
34 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1990. Afmæli Baldur G. Johnsen Baldur Garðar Johnsen, læknir, DPH og fyrrv. prófessor og forstöðu- maður Heilbrigðiseftirlits ríkisins, Skeljatanga 7, Reykjavík, er áttræð- urídag. Starfsferill Baldur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum frá eins árs aldri og til fermingar hjá móð- urömmu sinni, Guðrúnu á Sveins- stööum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1930 og embættisprófi í læknis- • fræði við HÍ1936. Baldur stundaði framhaldsnám í Danmörku 1936-38 og var þar kandidat á sjúkrahúsum, stundaði framhaldsnám í heilbrigð- isfræði í Lundúnum 1947^9, diploma (DPH), en hann öðlaðist sérfræðiviðurkenningu í hagnýtri heilbrigðisfræði 1950, stundaði framhaldsnám í Chicago 1965 á spít- ala fyrir meðfædda hjartagalla og öðlaðist sérfræðiviðurkenningu í vefjameinafræði 1966. Baldur var héraðs-, spítala-, og starfandi læknir á Flateyri 1935, í Ögri við Djúp 1938—42, á ísafirði 1942-50 og í Vestmannaeyjum 1951-60. Hann stundaði kennslu: og vís- indastörf við Háskóla íslands og Hússtjómarkennaraskóla íslands fráil961-80. Árið 1970 var Baldur ráðinn til að veita forstöðu og byggja upp nýja stofnun, Heilbrigðiseftirlit (nú Holl- ustuvemd) ríkisins. Því fylgdu mörg nýmæh, svo sem starfsleyfi fyrirtækja og að semja nýja heÚ- brigðisreglugerð fyrir landið í heild ífyrsta sinn. Félagsmál Baldur var formaður íþróttafélags stúdenta 1932, einn frumkvöðla að stofnun Félags læknanema við HÍ og í stjórn þess um skeið, sat í stúd- entaráði HÍ1932-34 og var formaður þess 1933-34, sat í bæjarstjóm ísa- fjarðar, lengst af sem varaforseti, 1946-50 er hann flutti til Vestmanna- eyja, stofnaði Golfklúbb ísafjarðar 1943, Læknafélag Vestfjarða 1940 og Skógræktarfélag ísafjarðar 1945, stofnaði Rotary-klúbb Vestmanna- eyja 1956, flutti eftir tuttugu og fimm ára starf í héraðum til Reykjavíkur þar sem hann réðst til Rannsóknar- stofu HÍ og Landspítalans við Bar- ónsstíg. Baldur var ritstjóri Fréttabréfs um heilbrigðismál 1961-64, sat í Manneldisráði 1974-78, sat í nefnd um matargjafir skólabama 1981-83, situr í stjórnskipaöri nefnd um kvartanir almennings við heilbrigð- isþjónustu, var fuUtrúi Læknafélags íslands á þingi The Health Com- mission og Austrian U.N. Associati- on 1954, auk þess sem hann hefur verið fulltrúi íslands á fjölda al- þjóðlegra ráðstefna um ferða-, heU- brigðis- og mengunarmál. Meðal rita Baldurs má nefna Obs- ervations of the Vegetation og the Westman Islands, rit Vísindafélags- ins 1939; Heilbrigði úr hafdjúpinu, útg. 1958; Eleven Centuries of Food and Health in Iceland with Special Reference to Caries Dentii, rit manneldisráðs II, útg. 1978. Þáþýddi hann m.a. ritið Vöxtur og þroski í alfræðisafni AB, útg. 1967. Baldur hefur skrifað fjölda greina og rit- gerða um heilbrigðismál og önnur málefni í íslensk og erlend tímarit sbr skrá yfir rit háskólakennara. Þá hefur hann haldið fjölda fyrir- lestra í útvarp um rannsóknir sínar á matarræði Islendinga að fomu og nýju. Fjölskylda Baldur kvæntist 11.4.1936 Jó- hönnu Jóhannsdóttur, f. 28.10.1908, söngkonu og söngkennara. Faðir Jóhönnu var Jóhann, b. á Möðru- völlum iEyjafirði, sonur Jóhannes- ar, b. á Granastöðum í Kinn, og Álf- heiðar Bjömsdóttur, af Ulugastaða- ætt. Móðir Jóhönnu var Guðrún Skúladóttir frá Sigríðarstöðum. Baldur og Jóhanna eiga fjögur böm. Þau era Björn Baldurs, f. 24.9. 1936, hefisugæslulæknir í Hvera- gerði, kvæntur Guðbjörgu Guð- mundsdóttur meinatækni og eiga þau þrjú börn; Sigfús Jóhann, f. 27.4. 1940, prófessor í jarðeðUsfræði við HÍ, kvæntur PáUnu Kristinsdóttur skrifstofumanni og eiga þau þijú börn; SkúU Guðmundur, f. 30.9.1941, borgarlæknir í Reykjavík, kvæntur Stefaníu Stefánsdóttur kennara og eiga þau þijú böm, og Anna, f. 13.1. 1946, kennari í Reykjavík, gift Vil- hjálmi Þ. VUhjálmssyni, lögfræðingi og borgarráðsmanni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Baldurs voru Sigfús Maríus Jóhannsson Johnsen, f. 28.3. 1886, d. 9.1.1974, stjómarráðsfulltrúi og síðar bæjarfógeti í Vestmanna- eyjum, og Sigurveig Guðrún Sveins- dóttir, f. 10.1.1887, d. 29.3.1972, hús- móðir. Ætt og frændgarður Bróðir Sigfúsar var Guðni Hjört- ur, faðir Friðþjófs, skattstjóra í Vest- mannaeyjum. Annar bróðir Sigfús- ar var Árni, afi þeirra Árna Sigfús- sonar, borgarfuUtrúa og fram- kvaemdastjóra Stjómunarfélagsins, ogÁrna Johnsen, fyrrv. alþingis- manns. Sigfús var sonur Jóhanns Jörgen Johnsen, kaupmanns og út- gerðarmanns í Vestmarinaeyjum, Johanssonar, J. Johnsen, kaup- manns í Flensborg í Hafnarfirði og viö Papós. Móðir Jóhanns Jörgens var Guðfinna Jónsdóttir, prests í Vestmannaeyjum, Austmanns. Móðir Jóns Austmanns var Guðný Jónsdóttir, eldprests Steingríms- sonar. Móðir Sigfúsar var Anna Sig- ríður, dóttir Áma, b. frá Hofi í Öræf- um og Steinunnar Oddsdóttur. Sigurveig er systir Júhönu Ust- málara, systurbam við Guðjón Samúelsson húsameistara og móðir Sveins Björnssonar Ustmálara. Bróðir Sigurveigar var Sveinn, framkvæmdastjóri Völundar, faðir þeirra Völundarbræðra, Sveins for- stjóra, Leifs lögfræðings og Harald- ar, framkvæmdastjóra Árvakurs. Sigurveig var dóttir Sveins, tré- smíðameistara í Reykjavík, Jóns- sonar, b. á Steinum undir Eyjaíjöll- um, Helgasonar. Móðir Sveins Jóns- Baidur Garðar Johnsen. sonar var Guðrún, systir Ólafs guU- smiðs, langafa Georgs verðlags- stjóra. Guðrún var dóttir Sveins, b. á Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum ísleifssonar, b. þar, Jónssonar. Móð- ir ísleifs var Vigdís, systir HUdar, ömmu Þorsteins í Núpakoti, langafa Eggerts Haukdal. Önnur systir Vig- dísar var Þuríður, langamma Jens- ínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Móðir Guðrúnar Sveins- dóttur var Sigríður Nikulásdóttir. Móðir Sigríðar var Elín Þórðardótt- ir frá Hlíðarhúsum í Reykjavik. Móðir Elínar var Ingiríður, lang- amma Ingigerðar á Eyrarbakka, langömmu Páls, fóður Þorsteins, formanns Sjálfstæðisflokksins. Ingiríður var dóttir Ólafs Thorlaci- usar, prests í Stóradal undir Eyja- fjöllum, Jónssonar, sýslumanns í Suður-Múlasýslu, Jónssonar, sýslu- manns þar, Þorlákssonar, biskups á Hólum, Skúlasonar. Móðir Þorláks biskups var Steinunn Guðbrands- dóttir, biskups á Hólum, Þorláks- sonar. Baldur er að heiman á afmælis-. daginn. Einar Erlendsson afmælið 22. október Einar Erlendsson bifreiðarstjóri, Naustahlein 17, Garðabæ.ersjötíu og fimm ára í dag. Einar fæddist að Giljum í Hvolhreppi og ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann vann við verslunarstörf hjá Ræsi hf. 1942- 1962 og var leigubílstjóri hjá Bæjar- leiðum 1955-1989. Fjölskylda Einar kvæntist 2. maí 1940 Ingi- björgu Þorsteinsdóttur, f. 2. október 1925. Foreldrar Ingibjargar: Þor- steinn Tyrfingsson, b. í Rifshalakoti í Ásahreppi, og Guðbjörg Bjama- dóttir. Börn Einars og Ingibjargar eru Hinrik, f. 1945, húsasmíðameist- ari, kvæntur Helgu H. Magnúsdótt- ur, f. 1948, skrifstofumanni; ogeiga þau þrjú börn: Heiðar, f. 1968, Hjört, f. 1977 og Hafdísi Ingu, f. 1981; Grét- ar, f. 1947, bifreiðarstjóri, kvæntur Guðnýju Stefánsdóttur, f. 1956, sjúkraliða, þau eiga þrjú böm: Eddu Sóleyju, f. 1979, Áma, f. 1982 og Hildi, f. 1988; Eygló, f. 1949, húsmóð- ir, var gift Bjama Jóhannessyni, f. 1947, d. 1983, böm þeirra era Guð- björg, f. 1971, Einar, f. 1974, Amar, f. 1978 og Ingibjörg Bjarney, f. 1983. SambýUsmaður Eyglóar er Haukur Reynisson, f. 1953, málarameistari, dóttir þeirra er Eva, f. 1989; Bára, f. 1955, húsmóðir, gift Gunnari Bjamasyni, f. 1954, rafeindavirkja, þau eiga íjögur böm: Bjama, f. 1980, Andra, f. 1984 og Ömu Björk, f. 1986; Erlendur Steinar, f. 1961, afgreiðslu- maður; Haraldur, f. 1965, smiður, sambýliskona hans er Gerður Kristjánsdóttir, f. 1962, bankastarfs- maöur, sonur þeirra er Steinar, f. 1988, og Jóhanna, f. 1967, skrifstofu- maður, sambýUsmaður hennar er Ársæll Ársælsson, f. 1965, tollvörö- ur, sonur þeirra er Ársæll Einar, f. 1989. Systkini Einars: Ólafur, f. 1898, látinn, sjómaður í Hafnarfirði; Guð- rún, f. 1900, d. 1981, gift Jóni Guð- mundssyni, b. á Norðurgarðií Mýrdal; Erlendur, látinn, veitinga- maður á RöðU, flutti til Ameríku; Haraldur, sjómaður í Rvík; Jón, veitingamaður í Rvík; Leifur, þjónn; Þuríður, f. 8. febrúar 1914, d. 13. sept- ember 1983, húsmóðir í Rvík, og Erlendur, f. 1917, bifreiðarstjóri á Hreyfli. Ætt Foreldrar Einars: Erlendur Jóns- son, smiður á Giljum í Hvolhreppi, og kona hans, Jóhanna Einarsdótt- ir. Föðurbróður Einars var Kristján, trésmiður í Vestmannaeyjum, faðir Oddgeirs tónskálds, bróður Maríu, móður Sigurðar Einarssonar, prests og skálds í Holti. Móðursystir Mörtu var Aðalheiður, amma Áka Gránz, málara í Njarðvík. Erlendur var sonur Jóns, b. og rokkasmiðs á Arn- geirsstöðum í Fljótshlíð, Erlends- sonar, b. á Heylæk í FljótshUð, Pét- urssonar. Móðir Maríu var Margrét Ámadóttir, systir Sveins, afa Sveins Jónssonar, búreiðarstjóra á BSR, og Gunnars Markússonar, skólastjóra Einar Erlendsson. í Þorlákshöfn og langafa Óskars Sig- urjónssonar, forstjóra Austurleiðar. Margrét var dóttir Árna, b. á Arn- geirsstöðum, Jónssonar, b. á Syðra- Gróf í ViUingaholtshreppi, Magnús- sonar. Móðurbróðir Einars var Guöjón í Breiðholti í Vestmannaeyjum, faðir Áma hrl. og Karls alþingismanns í Vestmannaeyjum. Jóhanna var dóttir Einars, b. í HaUgeirsey í Land- eyjum, Sigurðssonar, b. í HaUgeirs- ey, Einarssonar, b. í Hallgeirseyjar- hjáleigu, Þorsteinssonar, b. í Þykkvabæ í Landbroti, Ólafssonar, b. í Þykkvabæ, Þorsteinssonar, b. í Ytra-Hrauni, Ólafssonar, b. á Steins- mýri, Jónssonar gamla, b. á Steins- mýri, Eiríkssonar. Guðmundur Jóhannesson, Svínavatni, Svínavatnshreppi. Sigríður Gísiadóttir, Brekku Ht, Búlandshreppi. Hansína Hannibalsdóttir, Þinghólsbraut 28, Kópavogi. Andrea Ingibjörg Sigurðardóttir, Hátúni 10B, Reykjavík. Kristín Ólafsdóttir, Safamýri 42, Reykjavik. Axel Siggeirsson, Hverfisgötu 49, Reykjavík. Hjaiti Svanlaugsson, Ljósheimum 10, Reykjavík. Kristján Margeir Jónsson, Þórunnarstræti 134, Akureyri. Ágúst Lýðsson, Reykjarfirði, Árneshreppí. Björg Anna Sigvaldadóttir, Snæfellsási 5, HeUissandi, Gerður Björnsdóttir, Leifsgötu 16, Reykjavík. Kristbjörg Gunnarsdóttir, Hafnarbyggð 11, Vopnafirði. Júliana Tyrfingsdóttir, Litla-Fþóti, Biskupstungnahreppi. Þorsteinn Pétursson, Hömrum, Reykholtsdalshreppi. Heigi Antonsson, Hvanneyrarbraut49, Siglufiröi. Hilda G. Guðmundsdóttir, Hellulandi 6, Reykjavik. BirgirBjörnsson, Kirkjubraut 34, Höfn í Hornafirði. Sveinn Haildórsson, Skógarlundi 11, Garðabæ. 40ára Gunnar Guðjónsson, Rauöalæk 51, Reykjavík. Margrét A. Frederiksen, Meistaravöllum 35, Reykjavík. Sturla Rafn Guðmundsson, Reynihvammi 8, Kópavogi. Haraidur Bjargmundsson, Æsufelli2, Reykjavík. Eiísabet Kristinsdóttir, Breiðvangi 22, Hafriarfirði. Alexander Chelbat, Laugateigi 34, Reykjavik. / / AD BYRJA BUSKAP ER SMAIIIIAL VIDHONDINA! s 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.