Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Page 28
36 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1990. TjJkyimingar Fundir Hrafnista fær sjúkraþjálfunar- bekk og æfingatæki Nýlega afhentu Styrktar- og sjúkrasjóðir Vélstjórafélags íslands og Sjómannafé- lags Reykjavíkur, Hrafnistu, Reykjavík, fullkominn sjúkraþjálfunarbekk og æf- ingatæki, til notkunar í sjúkraþjálfunar- sal heimilisins. Á myndirmi, sem er tekin við athendingu tækjanna, eru frá vinstri: Rafn Sigurðsson, forstjóri Hrafnistu, og sjúkraþjálfamir Þórunn Bjömsdóttir og Svanhildur Elentínusdóttir, Hrafnistu, Reykjavik, Guðmundur HaUvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, og Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags íslands. Skemmtilegur sunnudagur Gamla gufan bauð upp á fjöl- breytta og skemmtilega dagskrá eft- ir hádegi í gær. Fyrir mestu tilviljun var rýnir með stillt á þá stöð og lagði eyrun fljótlega við þætti Signýjar Páisdóttur sem sagði sögur af starfs- stéttum. Að þessu sinni ræddi hún viö sjómenn, nokkra komna vel við aldur. Signý skilaði sinu hlutverki með prýði og hafði lag á að láta sjó- mennina segja þannig frá aö land- krabbar voru með á nótunum. Frá- sagnir almúgafólks, sem Iifaö hefur tímana tvenna, er ailtaf gott efni í útvarpi. Rikisútvarpið minnist nú 60 ára afmælis síns og að loknum þætti Signýjar var þáttur sem lýsti fýrstu sporum fréttaþjónustu í útvarpi. Skemmtilegur og fræðandi þáttur um frumherja á þessu sviði sem bjuggu við aörar og ófuilkomnari aðstæður til fréttaöflunar en nú ger- ist. Mögnuð var upptakan af fyrstu lýsingu í Ríkisútvarpinu af vett- vangi þegar Jón Magnússon fylgdist með uppgreftrinum í Skálholti og hvíslaöi til hlustenda þegar haus- kúpa Páls biskups kom í Ijós undir kistulokinu. Svavar Gests tók síðan viö að rekja sögu dægurtóniistar f sextíu ár og lék upptökur úr safni útvarps- ins sem sjaldan eða aldrei heyrast. Svavar er án efa einhver fróðasti maður á þessu sviði og veit ýmislegt um tilurð hinna ýmsu laga sem ýmist náðu hylli eða féllu fljótlega í gleymskunnar dá. Aöalviðfangs- efhi þáttarins var danslagakeppnin árið 1939 en þar sigraðieitt laga Sig- fúsar Halldórssonar sem löngu er orðiðsigilt. Eftir kiukkan ijögur var ieikin þessi fíni djass með heistu meistur- unum. Þegar hér var komið sögu var ég lika búin að strauja og haföi í raun alveg gieymt því hvaö það er innilega leiðinlegt verk. Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir hún var uppkomin og átti þar alla tíð heimih hjá Ragnhildi systur sinni. Útför Ólafar veröur gerð frá Foss- vogskapellu í dag kl. 13.30. Námskeið Námskeið í skyndihjálp Námskeið í skyndihjálp verður haldið á vegum Reykjavikurdeildar RKÍ. Það hefst fimmtudaginn 25. október kl. 17 að Fákafeni 11,2. hæð. Kennsludagar 25. og 29. okt. og 1. og 5. nóv. Þetta námskeið er 16 kennslustundir. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Á þessu nám- skeiði verður m.a. kennd endurlífgun, meðferð sára, skyndihjálp við bruna og beinbrotum áuk margs annars. Auk of- angreinds námskeiðs verður haldið end- urmenntunamámskeið í skyndihjálp fyr- ir almenning dagana 31. okt. og 6. nóv. Þetta námskeið er ætlað fólki sem hefur sótt námskeiö í skyndihjálp einhvem tíma á síðustu 4 árum. Sérstaklega er þetta námskeið hugsað fyrir þá sem hafa lært skyndihjálp samkvæmt því kerfi sem var tekið upp fyrir tveimur árum og viija halda þekkingunni við. Leið- beinandi á báðum námskeiðunum verður Guðlaugur Leósson. Skráning á nám- skeiðin verður í síma 688188. Athygli skal vakin á því að Reykjavíkurdeildin útveg- ar leiðbeinendur til að halda námskeið fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem þess óska. Tórúeikar Ljóðatónleikar í Gerðubergi Núna þriðja árið í röð er að hefjast þriðja ljóðatónleikaröðin á vegum menningar- miðstöðvarinnar Gerðubergs. Fyrstu tónleikamir á þessum vetri verða í kvöld, 22. október, kl. 20.30, Á þessum tónleikum syngur Marta Guörún Halldórsdóttir, sópran, við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar lög eftir Bizet, Rachmaninoff, svo og Poulenc, Barber og Juaquu Niu. Fjölmiðlar Andlát Oddbjörg Guðjónsdóttir, Hátúni 10, andaðist í Landspítalanum 18. októb- er. Jarðarfarir Útför Alfreðs Gíslasonar læknis verður gerð frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 23. október kl. 13.30. Karl Jónsson, sem lést þriðjudaginn 16. október á Kristneshæli, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 23. október kl. 13.30. Útför Jóns Georgs Jónassonar, íra- bakka 6, veröur gerð frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 23. október kl. 15. Guðni Ragnar Þórarinsson, Víðiteigi 30, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn þriðjudaginn 23. október kl. 13.30 frá kirkju Óháða safnaöarins. Ólöf Jónsdóttir lést 13. október. Hún var fædd að Drangshlíðardal í Aust- ur-Eyjafjallahreppi, Rangárvalla- sýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Kjartansdóttir og Jón Bárðar- son. Ólöf fluttist til Reykjavíkur er VETUR NÁLGAST ____LODFÓDRAÐIR ___ Merming Tónleikar Skagf irsku söngsveitarinnar Skagfirska söngsveitin er 20 ára um þessar mundir og af því tilefni hélt hún tónleika í Langholtskirkju á laugardag. Á efnisskránni voru verk eftir skagfirska höfunda, Pétur Sigurðsson, Eyþór Stefánsson, Jón Bjömsson og Geirmund Valtýsson. Þá var flutt í upp- hafi tónleikanna lagið Skagafjöröur eftir Sigurð Helga- son. Sfjómendur kórsins vom þau Björgvin Þ. Valdi- marsson, sem einnig annaðist kynningar, og Snæbjörg Snæbjamardóttir. Olafur Vignir Albertsson lék undir á píanó. Sum laganna á efnisskránni em þjóðkunn en önnur minna þekkt. Þau voru einnig töluvert misjöfn að gæðum sem ef til viil kom ekki að sök við þessar að- stæður þar sem tilgangurinn virtist sá að gefa yfiriit yfir tónlistarlíf Skagfirðinga. Myndarlegur hópur ein- söngvara kom fram með kómum og vom alhr úr hópi kórfélaga nema einn, Óskar Pétursson. Aðrir sem sungu einsöng vom Fríður Sigurðardóttir, Halla S. Jónasdóttir, María K. Einarsdóttir, Svanhildur Svein- bjömsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Sungu þau bæði einsöng og tvísöng og má segja um alla söngvar- ana að frammistaða þeirra var með ágætum. Það var þó ekki hvað síst kórinn sjálfur sem gaman var að hlusta á. Hljómurinn var fallegur og hreinn. Styrkbrigði og túlkun var oft mjög góð og greinilegt að hér var allt vel undirbúið og æft. Kórstjórinn Björg- vin Þ. Valdimarsson haföi gott vald á tónlistinni auk Tónlist Finnur Torfi Stefánsson þess sem hann hefur mjög aölaðandi framkomu. Það var vel til fundið að fá fyrri kórstjóra, Snæbjörgu Snæbjarnardóttur, til að stjóma líka enda gerði hún það af miklum skömngsskap. Handahreyfingar henn- ar em sérlega tjáningarríkar og lét hún sig ekki muna um að steyta hnefana þegar mest lá við. Söngfélagið Drangey, sem er skipað eldra söngfólki úr Skagfirsku söngsveitinni, kom einnig fram á tón- leikunum og söng nokkur lög. Var gerður mjög góður rómur að flutningi þess. í lokin sungu báðir kórar sameinaðir. Undirtektir áheyrenda á tónleikum þess- um voru mjög góðar og kirkjan var því sem næst full af fólki. Þess er oft getið hve tónlistarlíf stendur með miklum blóma víða úti á landsbyggðinni og vom þessir tónleik- ar ánægjuleg staðfesting þess. Kórmenning íslendinga er löngu rótföst. Það er styrkur þessarar dýrmætu hefðar hversu alþýðleg hún er og hve mikil alúð og metnaður er lögð í að bera hana uppi. Það er greini- legt að þessi menning lifir góðu lífi í Skagafirði. Félag eldri borgara Skáldakynning hefst á ný á morgun, þriöjudag kl. 15 aö Hverfisgctu 105. Þar mun Gils Guðmundsson lesa úr verkum eftir Benedikt Gröndal. Opnunarhátíö vegna félagsheimilis F.E.B. verður laug- ardaginn 27. október og hefst kl. 14 að Hverfisgötu 105. Timapantanir í mat og á dansleik í síma 28812. Heimsmeistarakeppni áhugadansara 10. nóvember 1990 munu íslenskir áhuga- dansarar taka þátt í tveim heimsmeist- arakeppnum áhugamanna sem fram fara í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingar taka þátt í heimsmeistara- keppni í samkvæmisdönsum. Danspörin, sem bæði eru nemendur Nýja Danskól- ans, eru: Esther Inga Níelsdóttir og Haukur Ragnarsson. Þau taka þátt í 10 dansa heimsmeistarakeppni. Keppnin fer fram í Köln. Fjóla Rún Þorleifsdóttir og Víðir Stefánsson taka þátt í heimsmeist- aradanskeppni unglinga í suður-amer- ískum dönsum. Keppnin fer fram í Kalv. Bæði þessi danspör hafa náð frábærum árangri í danskeppni áhugamanna hér heima og erlendis og hafa unnið sér rétt til þátttöku í áðumefndum heimsmeist- arakeppmun. Fundur um borgaralega ferm- ingu1991 ■Siðmennt - félag áhugafólks um borgara- legar athafnir - mun standa að borgara- legri fermingu vorið 1991. Undirbúnings- námskeið hefst með skálaferð fyrstu helgina í nóvember, en vikulegir fyrir- lestrar og umræðutimar byija í janúar- mánuði. Til þess að kynna starfið nánar er boðað til opins fundar um borgaralega fermingu þriðjudaginn 23. október. Fund- urinn verður haldinn í húsakynnum Fé- lags bókagerðarmanna að Hverfisgötu 21, viö hliðina á Þjóðleikhúsinu, og hefst kl. 20. Þeim sem óska eftir frekari upplýsing- mn er bent á að hafa samband við Hope Knútsson í síma 73734 eða Sigríði Stefáns- dóttur í síma 18841. ITC deildin Kvistur heldur fúnd í kvöld kl. 20 að Holiday Inn. Allir velkomnir. Upplýsingar gefúr Olga Hafherg í síma 35562. ITC deildin Eik heldur fund í kvöld kl. 20 að Hallveigar- stöðum, Túngötu 14, Reykjavik. Fundar- stef: Lærður veit mikið en reyndur meira. Styrkur, samtök krabba- meinssjúklinga og aöstandenda þeirra, heldur fyrsta fund sinn á vetrinum þriðjudaginn 23. október kl. 20 í húsi Krabbameinsfélagsins, Skóg- arhlíð 8. í tilefni 3 ára afmælis samtak- anna verður spilakvöld með góðum verð- launum. Kafíi og kökur. Gísli er kominn til Bagdad Gísli Sigurðsson læknir, sem innlyksa varð í Kúvæt eftir innr- ós íraka, kom til Bagdad í gær- morgun. Sérstakur fulltrúi sænska utanríkisráðuneytisins er nýkominn þangað til að fá brottfararleyfi fyrir Svia og mun hann fara með mál Gísla aö beiöni utanríkisráðuneytisíns hér. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.