Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Page 5
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990.
5
dv Fréttir
Tvöívarðhaldi:
Gleyptu am-
fetamín og
kannabisefni
32 ára karlmaður og 19 ára stúlka
sitja nú í gæsluvarðhaldi í Síðumúla-
fangelsinu vegna innflutnings á am-
fetamíni og kannabisefnum. Fólkið
kom til íslands um helgina eftir langa
dvöl erlendis.
Stúlkan kom til landsins á fostudag
með flugvél frá Danmörku. Grunur
lék á að hún hefði flkniefni með-
ferðis. Hún var sett í röntgenmynda-
töku sem benti sterklega til að hún
hefði fíkniefni innvortis. Daginn eftir
kom kunningi stúlkunnar til lands-
ins. Hann var handtekinn og var
einnig grunur um að hann hefði
gleypt fikniefni áður en hann kom
til landsins.
Fólkið var úrskurðaö í gæsluvarð-
hald til 12. desember. Á síðustu dög-
um hafa um 140 grömm af amfetam-
íni og tæp 20 grömm af maríhúana
gengið niður af fólkinu. Maðurinn
er vel þekktur hjá lögreglunni vegna
fyrri afbrota. Fíkniefnadeild lögregl-
unnar í Reykjavík og tollverðir á
Keflavíkurflugvelli hafa unnið þetta
mál í sameiningu. -ÓTT
CNinTendoQ
SIÓNVARPSLEIKTÆKIÐ
SEM SLÆR ALLT í GEGN
SÉRTILBOÐ: KR. 13.950 stgr.
NÚ 2 LEIKIR OG BYSSA
INNIFAUfiÐ í VERÐI.
YFIR 40 LEIKIR FÁANLEGIR,
SUPER MARIO OG FÉLAGAR,
VERÐ Á LEIKJUM FRÁ KR. 3.250.
NÝJIR LEIKIR í HVERJUM MÁNUÐI.
GB Afborgunarskilmálar [ÉQ
VÖNDUÐ VERSLUN
HILJUjJJO,
FÁKÁFEN 11 — SÍMI 688005 I
ÞAR
SEM GÆÐIN HEYRAST
NAD er fjölþjóðlegt fyrirtæki stofnað og rekið af Hi-Fi
sérfræðingum.
5320 GEISLASPILARI KR. 23.600,-
a — J-~
6325 KASSETTUTÆKI KR. 27.800,-
Vegna eigin orðstírs og meðmæla ánægðra notenda auk
stöðugs lofs gagnrýnenda í helstu fagtímaritum hafa NAD
hljómtækin áunnið sér alheimsviðurkenningu fyrir gæði
og gott verð.
Markmið NAD er að framleiða hágæða hljómtæki sem
þjóna sínum tilgangi. Allar tónstillingar eru einfaldar í
notkun og hafa hagnýtan tilgang. Engin áhersla er lögð á
tilgangslitla stillitakka og ljósbúnað sem hækka verð
tækjanna, heldur gæði sem heyrast.
NAD rekur fullkomna rannsóknarstofu í London og leitar
einnig til heimsþekktra ráðgjafa um þróun hagnýtra
nýjunga. Þetta samstarf ásamt þátttöku viðskiptaaðila frá
meira en 30 löndum hefur gert NAD að brautryðjanda sem
sameinar tæknilega fullkomnun og auðvelda notkun.
3020Í MAGNARI, 2X40 W. KR. 17.400,-
Þegar þú velur NAD hljómtæki, fjárfestir þú í heyranlegum
gæðum - ekki sjónhverfingum eða óþörfum stillitökkum
- heldur í leiðandi hönnun, völdum framleiðsluhlutum,
nákvæmu gæðaeftirliti og vandaðri og varanlegri smíð.
Þess vegna eru NAD öðruvísi tæki.
Ármúla 17, Reykjavík
sími 688840, 685149, 83176
KRYDDVÆNGIR
Einnig tilboð
á garðsalati
Opið alla daga 11-22
LOGANDISTERKIR
KRYDDVÆNGIR
genfticky
Fried
Chicken
Hjal lahrauni 15
Hafnarfirði
simi 50828
Faxafeni 2
Reykjavík
sími 68-05-88
1