Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990. 11 dv Útlönd Fulltrúarnir á GATT-ráðstefnunni eru þungir á brún, enda eru nú litlar líkur á samkomulagi. Hér sjást þeir frönsku stinga saman nefjum. Simamynd Reuter Eitt hálmstrá eftir hjá GATT Ætlunin var aö ljúka GATT-við- ræðunum nú í vikunni með því að afnema höft á seinustu 15 atvinnu- greinunum sem enn hefur ekki náðst samkomulag um. Nú stefnir allt í að vinna síðustu íjögurra ára, sem við- ræðurnar hafa staðið, verði unnin fyrir gýg því að í morgun voru enn litlar líkur á samkomulagi. Fulltrúum á ráðstefnunni var gef- inn frestur til hádegis til að koma með nýjar hugmyndir. Gerist það eru enn möguleikar á samkomulagi en þegar viðræðurnar sigldu í strand í gær bar enn mikið á milli. „Staðan er núna sú að mestar líkur eru á að viðræðunum sé lokið,“ sagði Neal Blewett, viðskiptaráðherra Ástralíu, eftir að stjórnarnefnd við- ræðnanna hélt neyðarfund í gær- kveldi. Stjórnarnefndin kemur aftur til fundar nú í hádeginu og þá verður ákveðið hvort viðræðunum skuli haldið áfram. Það gerist ekki nema nýjar hugmyndir komi fram. Haft hefur verið eftir ráðstefnu- stjóranum, Arthur Dunkel, að betra sé að hætta nú en að halda áfram þegar líkurnar á samkomulagi eru hverfandi. Talið er að bandarísku fulltrúarnir séu á sama máli. Vandamáhð, sem virðist óyfirstíg- anlegt, er niðurskurður á styrkjum og niðurgreiðslum í landbúnaði. Deilan stendur einkum milh Banda- ríkjamanna og þjóða Evrópubanda- lagsins. Bandaríkin og nokkrar öflugar landbúnaðarþjóðir vilja að ríki EB skeri niður aðstoð vð land- búnað um mun meira en þau 30%- sem boðin hafa verið. Fulltrúar EB svara á móti að ósanngjarnt sé að krefjast aukins frjálsræðis í viðskiptum með land- búnaðarvörur þegar t.d. Bandaríkja- menn geta ekki fallist á að losa höft á öðrum sviðum. Viöskipta- og landbúnaðarráðherr- ar EB-ríkjanna áttu með sér fund í morgun þar sem Frank Andriessen, aðalsamningamaður bandalagsins, fór yfir stöðuna. Niðurstaða fundar- ins liggur ekki enn fyrir en litlar hk- ur þykja á að ráðherrarnir fallist á að gefa eftir. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Francois Mitterrand Frakklands- forseti sátu kvöldverðarboð saman í París í gær. Þar varð að samkomu- lagi mhh þeirra að gefa hvergi eftir frá fyrri afstöðu og að ríki EB yrðu að standa saman. Reuter og NTB JÓLASTJÖRNUR 15% AFSLÁTTUR Ú r s 1 i t S í fjölskylduleik Kaupþings Til hamingju. Alls bárust Kaupþingi 3.179 lausnir á myndagátunni í Fjölskylduleiknum. Dregið var úr réttum lausnum og urðu niðurstöður þær: 1. verðlaun, Einingabréf að verðmæti kr. 50.000, hlaut ✓ Ester Olafsdóttir, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi. 2. verðlaun, Einingabréf að verðmæti kr. 20.000, hlaut Kristján Þór Jónsson, Karfavogi 31, Reykjavík. 3. verðlaun, Einingabréf að verðmæti kr. 5.000, hlaut Osk Jóhannesdóttir, Heiðarbraut 1E, Keflavík. Rétt lausn er: Einingabréf eru örugg og arðbær sparnaðarleið. 1 Sölugengi verðbréfa 6. desember 1990 U ■ Einingabréf 1 5,200 1 Einingabréf 2 2,819 í Einingabréf 3 3,421 | Skammtímabréf 1,748 ■ Auðlindarbréf 1,011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.