Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Kosningar í nánd? í rabbi stjórnarliða hefur komið fram sá möguleiki að efna til kosninga hið bráðasta. Hvers vegna? Auðvit- að til þess, að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi ekki ráð- rúm til að leiðrétta villu sína. Forsætisráðherra og ríkis- stjórn ráða, hvenær gengið verður til kosninga. Að óbreyttu ættu kosningar að verða í vor. Skoðanakönnun DV, sem birtist í gær og fyrradag, er ein hin athyglisverðasta, sem birzt hefur. Niðurstöð- ur könnunarinnar sýna glapræði sjálfstæðisforystunn- ar. Sjálfstæðisflokkurinn hugðist greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum um takmörkun á launahækkun til háskólamanna í BHMR. Með því hefði stefnt í kröfugerð margra launþegahópa. Hin svonefnda þjóðarsátt hefði verið öll. Bráðabirgðalögin og þjóðarsáttin eru nátengd í hugum almennings. Mikill meirihluti landsmanna vill halda í þjóðarsáttina. Að vísu hefði einhver eða ein- hverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins að líkindum bjarg- að bráðabirgðalögunum með hjásetu eða fjarvistum. En það var óvíst, og Sjálfstæðisflokkurinn sat uppi sem sá flokkur, sem ógnaði þjóðarsátt. Flokkurinn og forysta hans fengu refsingu í skoðanakönnuninni. Allt í einu var komið meirihlutafylgi við ríkisstjórnina í fyrsta sinn síðan Borgaraflokkurinn kom í stjórn og í fyrsta skipti síðan á hveitibrauðsdögum vinstri stjórnar Steingríms. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað tíunda hverju at- kvæði sínu miðað við hlutfall af fylgi og hrapað að heild- arfylgi úr 48 prósentum í 43. Tíminn læknar sár. Sjálfstæðisflokkurinn ber í brest- ina, og búast má við, að kosningabaráttan muni eftir áramót fara að snúast um allt annað sem meginatriði. Hið kúnstuga upphlaup sjálfstæðismanna er efst í hug- um fólks um þessar mundir, en það yrði aðeins eitt af mörgum málum, sem kosið yrði um í vor. Tíðindi munu gerast í stjórnmálum með hveijum degi og viku. Ný staða kemur sífellt upp. Sagt er, að kjósendur séu fljótir að gleyma. En kjós- endur eru ekki fávísir, þótt ný mál eignist hugi þeirra, þegar tíminn líður. Vissulega væri hagstætt stjórnarlið- um að kjósa sem fyrst, meðan Sjálfstæðisflokkurinn sætir ámæli. Fleira mun breytast. Þó dregur yfirleitt úr fylgi Sjálfstæðisflokksins, þegar kosningar nálgast. Frambjóðendur hinna mörgu flokka ná þá til sín fylgi í sínum kjördæmum, fylgi sem þeir höfðu áður misst. Þetta veldur, að styrkur Sjálfstæðisflokksins samkvæmt skoðanakönnunum minnkar venjulega skömmu fyrir kosningar. Það gerist, þótt forysta Sjálfstæðisflokksins spilli ekki fyrir eigin flokki með ótímabærum gerðum sínum eins og nú. Skoðanakönnun DV minnir á, hversu miklar sveiflur geta orðið í stjórnmálum á örstuttum tíma. Ekki er langt síðan fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist yfir fimmtíu af hundraði. Þetta er allt breytt, og flokksforystan hefur rekið naglann í. Á taflborði stjórnmálanna eru sífellt reyndar nýjar leikfléttur. Steingrímur Hermannsson hugðist rjúfa þing og efna til kosninga á þeim forsendum, að þinglið Sjálfstæðisflokksins ætlaði að fefla bráðabirgðalögin. Hann hugðist þannig hindra, að Sjálfstæðisflokknum gæfist færi á að skipta um skoðun í því efni. Nú er ný staða, þar sem stjórnarflokkarnir gætu hagnazt á þing- rofi og kosningum þrátt fyrir allt. Vafalaust gæti forsætisráðherra fundið einhveijar gerviforsendur fyrir kosningum í vetur. Ríkisstjórnir á íslandi hafa sjaldnast haft betri stöðu. Haukur Helgason Davið Oddsson borgarstjóri. - „Þarf hann ekkert að taka tillit til vilja borgarafundar sem hann boðar sjálfur til?“ Þróunarfélag Reykjavlkur: Borgarafundur hundsaður Þaö var haldinn fundur á Hótel Borg 23. apríl sl. Þar voru kynntar hugmyndir um stofnun Þróunarfé- lags fyrir Miðbæ Reykjavíkur. Fundarboðandi var Reykjavíkur- borg. Davíð Oddsson borgarstjóri flutti ávarp ásamt fleirum og kynnti tilgang og hlutverk félags- ins. Margir áhugasamir borgarbú- ar mættu og umræður urðu mjög líflegar eftir ræður fundarboðenda. í máli margra fundarmanna kom fram gagnrýni á hugmyndir borg- arstjóra um félagið. Mönnum þótti félagssvæðið vera of þröngt skil- greint, einnig var félagsaðildin gagnrýnd og loks þótti mönnum niðurrifs- og nýbyggingaráform vera of ráðandi í markmiðum fé- lagsins. Margir fundarmenn lýstu yfir ánægju sinni með fundinn og þökkuðu borgarstjóra fyrir þessa nýbreytni í vinnubrögðum. í lok fundarins var þriggja manna nefnd falið að vinna úr ábending- um fundarmanna og móta nýjar tillögur um félagið. í nefndinni áttu sæti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar og borgarfulltrúi, Hjörleifur B. Kvar- an, frkvstj. Lögfræði- og stjórn- sýsludeildar Reykjavíkurborgar, og Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Gumað af lýðræði í kosningabaráttunni var mikið talað um Þróunarfélagiö. Sjálf- stæðismenn og Davíð hrósuðu sér af því og sögðu að stofnun þess væri dæmi um lýðræöisleg vinnu- brögð meirihluta borgarstjórnar. En eitthvað hafði þetta farið fyrir brjóstið á Davíð borgarstjóra. Hann hafði nefnilega í grandaleysi sínu bara átt von á jábræörum sínum í pólitík.á stofnfundinn. Þegar í ljós kom að menn dirfð- ust að draga í efa ýmsar hugmynd- ir Davíðs um þróun Miðbæjarins þá var Davíð sko nóg boðið. Og hvað varð svo um þetta félag? Frá því hefur ekkert heyrst. Nefndin, sem kosin var til að móta nýjar til- lögur um markmið félagsins, var aldrei kölluð saman. Það var greinilega ekki þóknanlegt Davíð borgarstjóra að íbúar Miðbæjarins hefðu áhuga á þróun nánasta um- hverfis. Kjallariim Hallgrímur Hróðmarsson kennari i MH Mótleikur Davíðs En var þá hugmyndin bara svæfð? Nei, aldeilis ekki. Um þaö gátum við borgarbúar lesið í Mogg- anum á dögunum. Þar sagði frá því í grein á miðopnu blaðsins að Þró- unarfélag Reykjavíkur hefði verið stofnað þann 15. nóv. sl. að frum- kvæöi borgarstjórnar Reykjavíkur. Hlutverk félagsins er samkvæmt fréttinni að efla miðborg Reykja- víkur sem miðstöð stjórnsýslu ríkis og borgar, menningarlífs, verslun- ar og þjónustu. En hvers vegna þetta nýja félag? Það þarf ekki áð lesa langt í frétt- inni til þess að skilja það. í stjórn nýja félagsins er nefnilega enginn fulltrúi frá íbúum Miðbæjarins. Aðild að stjórninni eiga tveir full- trúar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, einn fulltrúi frá for- sætisráöuneytinu, einn frá skríf- stofu viðskiptalífsins og einn frá sambandi íslenskra viðskipta- banka. Hvað varð um lýðræðiö sem Dav- íð gumaði svo mikið af fyrir kosn- ingar? Eru það bara fulltrúar stjórnsýslunnar og peninganna sem eiga að huga að þróun Mið- bæjarins? Af hverju mega ekki hugmyndir íbúanna heyrast í stjóm félagsins? Lýðræði í skötulíki Hvernig er sá stjórnandi innrætt- ur sem ekki þolir að heyra álit ann- arra en jábræðra sinna? Hvað ótt- ast hann? Er málstaður hans ekki nógu góður til að þola gagnrýni? Er Davíð bara borgarstjóri já- bræðra sinna? Þarf hann ekkert að taka tillit til vilja borgarafundar sem hann boðar sjálfur til? Þetta eru spurningar sem Reyk- víkingar hljóta að spyrja sig þessa dagana - sjálfstæðismenn jafnt sem aðrir. Það voru nefnilega líka sjálf- stæðismenn sem mættu á borgara- fundinn á Hótel Borg 23. apríl sl. Þeir vom hka hrifnir af „nýjum“ vinnubrögðum meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Menn komu til fundarins uppfulhr af hugmyndum og tilbúnir að leggja á sig heilmikla vinnu í þágu mið- borgarinnar okkar. Á fundinum kom fram skýrvilji borgarbúa fyr- ir því að þetta félag væri stofnað og jafnframt að það ætti að vera breiður umræöuvettvangur fyrir þróun miðborgarinnar en ekki þröngur klúbbur fulltrúa stjóm- sýslunnar og viðskiptahfsins. Reykvíkingar hljóta að sjá Davíð í öðra og raunsærra ljósi í dag. Lýðræðislegu vinnubrögðin, sem hann gumar af, eru öll í skötulíki. Hallgrímur Hróðmarsson „Hvað varð um lýðræðið sem Davíð gumaði svo mikið af fyrir kosningar? Eru það bara fulltrúar stjórnsýslunnar og peninganna sem eiga að huga að þróun Miðbæjarins?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.