Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990.
15
Er fjármálaráð-
herra stjórn-
málafræðingur?
Ronald Reagan, fyrrv. forseti, og Margaret Thatcher, fyrrv. forsætisráö-
herra. - „Þau þurftu ekki að skipta um skoðun eða breyta um stefnu á
neinn hátt til þess að kalda striðið tæki enda.“
í Þjóðviljanum, málgagni sósíal-
isma, verkalýðshreyfingar og þjóð-
frelsis, þann 23. nóvember sl. var
viötal við Ólaf Grímsson fjármála-
ráðherra, stjórnmálafræðing og
æviráðinn kennara við Háskóla ís-
lands, vegna þeirrar ákvöröunar
frú Margaretar Thatcher að gefa
ekki kost á sér í annarri umferð
leiðtogakjörs breska íhaldsflokks-
ins.
í viðtalinu fór Ólafur með fullyrð-
ingar sem eiga sér enga stoð í raun-
veruleikanum. í viðtalinu sagði
Ólafur orðrétt að...það væru því
mikil tíðindi að íhaldsflokkurinn
breski skuh nú gera það sem ekki
hefur verið gert áður og fella for-
mann sinn úr sessi og þar með
stefnu hennar og Reagans.“
Þetta er alveg dæmalaust rugl. í
fyrsta lagi hefur frú Thatcher aldr-
ei verið formaður breska íhalds-
flokksins heldur leiðtogi. Embætti
formanns hefur Kenneth nokkur
Baker gegnt með skemmtilegum og
eftirtektarverðum hætti síðustu
misseri.
í öðru lagi hefur þaö gerst áður
að íhaldsflokkurinn hafi fellt leið-
toga sinn úr sessi. Það gerðist t.d.
þegar frú Thatcher varð leiðtogi
árið 1975. Þá fehdi hún þáverandi
leiðtoga flokksins, Edward Heath,
með afgerandi hætti í fyrstu um-
ferð leiðtogakjörsins. Heath mátti
þola þá niðurlægingu að fá minni
hluta atkvæða í fyrstu umferð.
KjaHarinn
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi í HÍ
í þriðja lagi talar Ólafur Gríms-
son um „stefnu Thatcher og Reag-
ans“ og á þar við efnahagsstefnu.
Þetta er ákaflega vafasamt því þótt
frú Thatcher og Reagan hafi bæði
lækkað skatta þá sá frú Thatcher
jafnframt til þess að útgjöld ríkisins
yrðu lækkuð á mnti og kom þar
með í veg fyrir liaila á ríkissjóði.
Alþjóðavitund Ólafs
Ragnars
Ólafi Grímssyni væri nær að tala
um saméiginlega alþjóðastefnu frú
Thatcher og Reagans. Þá einörðu
og staðfostu stefnu sem þau fylgdu
gagnvart kommúnískum harð-
stjórum i Varsjárbandalaginu og
gagnvart hryðjuverkamönnum
eins og kunningja Steingríms Her-
mannssonar og Gaddafl Líbýuein-
valdi og nú síðast gagvart íraks-
forseta. (Reyndar eiga Ólafur
Grímsson og íraksforseti það sam-
eiginlegt að vera ánægðir með af-
sögn frú Thatcher.)
í inngangi að stefnuskrá Alþýðu-
bandalagsins frá því í vor segir
Ólafur Grímsson að breytt sam-
skipti austur og vesturs séu mest-
megnis „friðarsinnum og jafnaðar-
mönnum“ á Vesturlöndum að
þakka. Og á hann þar m.a. við þær
hreyfingar sem ni.a. þáöu fjár-
styrki frá KGB og reyndu að grafa
undan samstöðu Vesturlanda
gagnvart Varsjárbandalaginu.
Hann sá hins vegar ekki ástæðu til
að minnast á menn eins og Lech
Walesa, Václav Havel og Andrei
Sakarov sem eiga mun meiri þátt
í aö binda enda á kalda stríðið en
þeir sem slógust við lögreglu V-
Evrópu í nafni friðar og með fjár-
stuðningi KGB. Ólafur getur þess
ekki heldur að það var ekki stefnu-
breyting Reagans og frú Thatcher
heldur stefnufesta sem átti þátt í
að binda enda á kalda stríðið. Þau
þurftu ekki að skipta um skoðun
eða breyta um stefnu á neinn hátt
til þess að kalda stríðið tæki enda.
Að þessu leyti les „stjórnmála-
fræðingurinn" í fjármálaráðuneyt-
inu alþjóðastjórnmál einnig vit-
laust.
Raunveruleikabandalagið
í áðumefndu viðtali í Þjóöviljan-
um lét „stjórnmálafræðingurinn"
einnig þau orð falla að hann teldi
það „eftir öðru ef Sjálfstæðisflokk-
urinn yrði síðasta vigi Thatcher-
ismans." Þetta er sérstaklega bros-
legt í ljósi þeirrar nýju stefnu sem
Ólafur Grímsson hefur verið að
troða upp á Alþýðubandalagið. Sú
stefna teygir sig að mörgu leyti i
átt að Thatcherismanum. Þó vant-
ar þar margt upp á og „raunveru-
leikabandalag“ Ólafs Grímssonar
virðist ekki vera að fullu reiðubúið
til að horfast í augu við raunveru-
legan árangur og sigur Thatcheris-
mans.“
Þetta á „raunveruleikabandalag-
ið“ reyndar sameiginlegt með
Verkamannaflokki Neils Kinnock,
en hann hefur gjörbreytt um stefnu
á valdatíma frú Thatcher og sumir
segja að árangur og sigur Thatc-
herismans sjáist ef til vill best á
þessari stökkbreytingu Verka-
mannaflokksins.
Einnig hljóma þessi ummæli um
„siðasta vígi Thatcherismans" eins
og hófadynur á hafi úti eftir að
John Major tók við af frú Thatc-
her. Hann hefur verið einn dygg-
asti stuðningsmaður hennar og
mun vafalítið halda áfram að
byggja Bretland upp með þeirri
stefnu sem kennd er við frú Thatc-
her.
Var einhver að tala um að það
þyrfti að afnema æviráðningar há-
skólakennara?
Glúmur Jón Björnsson
„Raunveruleikabandalag“ Ólafs
Grímssonar viröist ekki vera aö fullu
reiðubúið til að horfast í augu við raun-
verulegan árangur og sigur Thatcher-
ismans.“ _
Skot - en gróf lega framhjá
„Á ráðstefnu knattspyrnuþjálfara 1985 „uppgötvuðu" þeir að unglingarn-
ir væru úthaldslausir."
Halldóri Halldórssyni, blaða-
manni hjá DV, er mikið miðri fyrir
í SKOT grein sinni í DV 19. nóv.
Þar tekur hann upp umræðu síð-
ustu daga í fjölmiðlum í framhaldi
af því að Anton Bjarnason hefur
farið á milli dagheimila og skóla
viða um land með fyrirlestur og
leiðbeiningar fyrir kennara og
fóstrur um þaö hvernig megi auka
hreyfiþroska barna á meðan þau
eru á dagheimilum og eftir að þau
heija skólagöngu.
Hefur hann gjarnan bent á þær
skoðanir sínar að hreyfiþroski
barna fer hrakandi og hefur hann
sínar skýringar á því.
Margir eru honum sammála og
gera sér grein fyrir vandanum eftir
að hafa hlustað á fyrirlestur hans.
Ekki ný uppgötvun
Þetta er ekki ný uppgötvun, hún
er eldri en frá 1985, þannig að ekki
má ætla að ekkert hafl verið gert
til að draga úr áhrifunum. Það er
fyrst núna sem umræðan verður
almenn. Ég ætla ekki að fjölyrða
um þetta en við getum verið sam-
mála um að vandamálið er til stað-
ar og orsakanna er að leita m.a. í
breyttum þjóðfélagsháttum.
Halldór Halldórsson segir að þeir
nemendur, sem koma út úr grunn-
skólanum og vilji heíja íþróttaæf-
ingar, séu í mjög slæmri æfingu.
Halldór Halldórsson virðist ekki
vita þaö að þeir sem á annað borð
hefja æfingar hjá íþróttafélagi gera
það langflestir á unga aldri, 7-9
ára, en ekki 15-16 ára.
Ég skal vera fyrstur manna til
að viðurkenna að íþróttakennarar
geta gert betur og reyndar hef ég
KjaUaiinn
Páll Ólafsson
iþróttakennari
verið gagnrýninn á stéttina á und-
anfórnum árum. Víða er pottur
brotinn en fiestir sinna starfi sínu
af kostgæfni. Við tökum bara frek-
ar eftir hinu neikvæða en lúnu já-
kvæða.
Á ráðstefnu knattspyrnuþjálfara
1985 „uppgötvuöu" þeir að ungling-
arnir væru úthaldslausir. Þá virð-
ast þeir hafa gert Janus Guðlaugs-
son ábyrgan fyrir úrbótum. Átti
Janus að gera kraftaverk? Hann er
líklegur til þess en það er við meira
en ofurefli að etja að eiga við ríkis-
báknið og þar gerast ekki koll-
steypur í uppeldismálum.
Hafa náð langt
Anton Bjarnason fær sinn skerf
frá Halldóri Halldórssyni. Helst
fann hann honum til foráttu að
nemendur hans stæðu hinir róleg-
ustu við blaknetin og „dangluðu
boltanum á milli sín, gjörsamlega
átakalaust". Spyr hann síðan um
gildi slíkra æfmga. Veit Halldór
Halldórsson ekki að það er miklu
meiri vandi fyrir byrjendur að spila
blak af viti heldur en fyrir byrjend-
ur að leika knattspyrnu?
Dettur þér í hug, Halldór Hall-
dórsson, að Anton Bjamason
kunni ekki að kenna blak, knatt-
spyrnu handbolta eða körfubolta?
Ef hann heldur að þjálfarar séu
einir færir um að kenna sérgreinar
sínar skal bent á að fjölmargir
þjálfarar hjá íþróttafélögunum eru
starfandi íþróttakennarar og hafa
náð langt með sín lið og ef þeir em
ekki færir um að ná því sama út
úr nemendum sínum, hverju er þá
um að kenna?
íþróttakennarar hafa í gegnum
tíðina beint efnilegum nemendum
skólanna til íþróttafélaganna og
stutt þannig við starfsemi þeirra.
Ekki alhæfa
Ég held að Halldór Halldórsson
hafi skotið yfir markið með grein
sinni í DV19. nóv. fpróttakennarar
em tilbúúir að gera betur fái þeir
fleiri vikustundir í íþróttum en
þeir em á móti því að fela þjálfur-
um úti í bæ alfarið kynningu á ein-
staka íþróttagreinum. Komi til þess
leita þeir til stéttarbræðra sinna
sem hafa sérhæft sig í viðkomandi
grein.
Halldór, okkur er annt um starf
okkar og flestir leggja sig fram en
það leynist misjafn sauður í þessari
slétt eins og öllum öðrum stéttum.
Við megum ekki alhæfa þótt eitt-
hvað fari úrskeiðis. Knattspymu-
þjálfarar og aðrir þjálfarar fá mjög
oft vel þjálfaða einstaklinga út úr
skólakerfinu.
í lokin skal á það bent að skóla-
íþróttir em almennt kallaðar
íþróttir í stundatöflu skólanna og
starfsheiti okkar er íþróttakennari
en ekki leikfimikennari. Það heiti
spannar aðeins hluta af okkar
starfi. Meðíþróttakveðju.
Páll Ólafsson
„Eg skal vera fyrstur manna til að við-
urkenna að íþróttakennarar geta gert
betur og reyndar hef ég verið gagnrýn-
inn á stéttina á undanförnum árum.“