Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Síða 26
34
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990.
Fólk í fréttum
Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur Guttormsson hefur
verið í fréttum DV en hann kom í
veg fyrir þingrof með þeirri yfirlýs-
ingu sinni að hann mundi sitja hjá
við afgreiðslu bráðabirgðalaganna.
Starfsferill
Hjörleifur er fæddur 31. október
1935 á Hallormsstað og lauk
diplomgráðu í líffræði við háskól-
ann í Leipzig 1963. Hann var assist-
ent viö Hygiene-Institute háskólans
1963 og fór í kynnisferð til Banda-
ríkjanna vegna skólamála 1973.
Hjörleifur var kennari í nútímais-
lensku í norrænudeild háskólans í
Leipzig 1958-1961 og var starfsmað-
ur á rannsóknarstofu Fjórðungs-
sjúkrahússins í Neskaupstað 1963-
1964. Hann var kennari í Gagn-
fræöaskólanum í Neskaupstað
1964-1973 og vann að náttúrurann-
sóknum, einkum á Austurlandi,
1968-1978. Hjörleifur undirbjó stofn-
un Náttúrugripasafnsins í Neskaup-
stað 1965-1971 og var forstöðumaöur
þess 1971-1978. Hann vann margvís-
leg störf á vegum Náttúruverndar-
ráðs og Safnastofnunar Austur-
lands 1972-1978 og vegna undirbún-
ings menntaskóla á Austurlandi
1973-1978. Hjörleifur var forgöngu-
maður að stofnun Náttúruverndar-
samtaka Austurlands 1970, formaö-
ur þeirra 1970-1979 og kynnti sér
náttúruverndarmál í Bandaríkjun-
um 1971. Hann var formaður Al-
þýðubandalagsfélagsins í Neskaup-
stað 1965-1967 Og 1976-1978 og for-
maður kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi 1966-
1968. Hjörleifur var í Náttúruvernd-
arráði 1972-1978 og hefur verið í
Þingvallanefnd frá 1980. Hann hefur
verið alþingismaður Austurlands-
kjördæmis frá 1978 og var iönaðar-
ráðherra 1978-1983.
Fjölskylda
Hjörleifur kvæntist 18. desember
1957 Kristínu Guttormsson, f. 12.
október 1935, lækni á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Neskaupstað. For-
eldrar Kristínar eru: Willy Bartl,
starfsmaður verkalýðfélags í Halle
í Þýskalandi, og kona hans, Anna
Klara Bartl, f. Schuster, verkamað-
ur i Dresden. Sonur Hjörleifs og
Kristínar er Einar, f. 24. desember
1958, í doktorsnámi í sjávarlíffræði
í Rode Island háskólanum, kvæntur
Hildigunni Erlingsdóttur og eiga
þau tvö böm.
Systkini Hjörleifs samfeðra eru:
Bergljót, f. 5. apríl 1912, gift Ólafi
H. Bjarnasyni, fyrrv. deildarstjóra í
Rvík; Páll, f. 26. maí 1913, skógfræð-
ingur á Egilsstöðum; Sigurður, f. 27.
júlí 1917, d. 1968, b. á Hallormsstað,
kvæntur Arnþrúði Gunnlaugsdótt-
ur; Þórhallur, f. 17. febrúar 1925,
kennari í VÍ, kvæntur Önnu Þor-
steinsdóttur. Systkini Hjörleifs eru
Margrét, f. 28. september 1932, kenn-
ari, gift Jóhannesi Helga Jónssyni,
rithöfundi í Björgvin í Noregi;
Gunnar, f. 31. október 1935, deildar-
stjóri í iðnaöarráðuneytinu, kvænt-
ur Sigrúnu Jóhannesdóttur, starfs-
manni hjá Námsgagnastofun; Loft-
ur, f. 5. apríl 1938, dósent í KHI,
kvæntur Hönnu Kristínu Stefáns-
dóttur, kennara, nú starfsmanni hjá
Námsgagnastofnun, og Elísabet, f.
22. maí 1943, félagsráðgjaíi, gift Páli
Skúlasyni, lögfræðingi.
Ætt
Foreldrar Hjörleifs voru Guttorm-
ur Pálsson, f. 12. júlí 1884, d. 5. júní
1964, skógarvörður á Hallormsstað,
og seinni kona hans, Guðrún Mar-
grét Pálsdóttir, f. 23. september 1904,
d. 19. nóvember 1968. Föðursystir
Hjörleifs er Sigrún, móðir Sigurðar
Blöndals, fyrrv. skógræktarstjóra.
Guttormur var sonur Páls, ritstjóra
á Hallormsstað, bróöur Björgvins,
afa Helga Þorlákssonar sagnfræð-
ings. Páll var sonur Vigfúsar, prests
í Ási, Guttormssonar, bróður Guð-
laugar, langömmu Péturs Thor-
steinssonar sendiherra. Bróðir Vig-
fúsar var Jón, langafi Ólafs Stefáns-
sonar, skrifstofustjóra í dómsmála-
ráðuneytinu.
Móðir Vigfúsar var Margrét Vig-
fúsdóttir, prests á Valþjófsstað,
Ormssonar, íoður Ingunnar,
langömmu Þorsteins Gíslasonar,
ritstjóra og skálds. Bróðir Margrét-
ar var Guttormur, langafi Herdísar
Þorvaldsdóttur leikkonu, móður
Hrafns Gunnlaugssonar. Móðir
Margrétar var Bergljót Þorsteins-
dóttur, systir Hjörleifs, langafa Ein-
ars Kvarans, afa Ævars Kvarans og
langafa Ragnars Arnalds. Annar
bróðir Bergljótar var Guttormur,
langafi Þórarins á Tjöm, fóður
KristjánsEldjárns.
Móðir Páls var Björg Stefánsdótt-
ir, prófasts á Valþjófsstað, Árnason-
ar. Móðir Stefáns var Björg Péturs-
dóttir, sýslumanns á Ketilsstöðum,
Þorsteinssonar, fóður Guðmundar,
langafa Önnu, langömmu Ragnars
Halldórssonar. Móðir Bjargar Stef-
ánsdóttur var Sigríður Vigfúsdóttir,
systir Margrétar í Vallanesi.
Móðir Guttorms skógarvarðar var
Elísabet Sigurðardóttir, prófasts og
alþingismanns á HaUormsstaö,
bróður Gunnars yngri, afa Gunnars
Gunnarssonar skálds og langafa
Soffiu, móður Haralds Sveinssonar,
framkvæmdastjóra Árvakurs. Ann-
ar bróðir Sigurðar var Stefán, lang-'
afi Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv.
ráðherra. Sigurður var sonur Gunn-
ars, b. á Hallgilsstöðum áLanga-
nesi, Gunnarssonar, b. í Ási, Þor-
steinssonar, ættfóður Skíða-Gunn-
arsættarinnar. Móðir Elísabetar var
Elísabet Guttormsdóttir, systir Vig-
fúsaríÁsum.
Meðal móðursystkina Hjörleifs
eru Gissur rafverktaki og Gyðríður,
móðir Jóns Helgasonar alþingis-
manns.
Guðrún var dóttir Páls, b. í
Þykkvabæ í Landbroti, Sigurðsson-
ar, bróður Sigríðar, ömmu Ingólfs
Guðbrandssonar. Móðir Páls var
Guðríður Bjarnadóttir, b. í Ytri-
Tungu, Jónssonar og konu hans,
Sigríðar Jónsdóttur á Kirkjubæjar-
klaustri Magnússonar, langafa Ka-
rítasar, móður Jóhannesar Kjarvals
Móðir Guðrúnar var Margrét El-
íasdóttir, b. á Syðri-Steinsmýri,
Gissurarsonar og konu hans, Gyð-
ríðar Þórhalladóttur, b. í Mörk,
Runólfssonar, bróður Halldóru,
langömmu Guðmundar, föður Al-
berts sendiherra, fóður Inga Björns,
alþingismanns. Halldóravar einnig
móðir Sigurðar, langafa Óla Kr. Sig-
urðssonar í Olís. Þórhalli var sonur
Runólfs, b. í Hvammi, Gunnsteins-
sonar, bróður Egils, langafa Jó-
hönnu Egilsdóttur, verkakvenna-
foringja, ömmu Jóhönnu Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra.
Afmæli
Hafsteinn Egilsson
Guðlaugur Hafsteinn Egilsson
veitingastjóri, Eiðistorgi 15, Sel-
tjarnarnesi, er fertugur í dag.
Starfsferill
Hafsteinn er fæddur í Reykjavík
en ólst upp í Hafnarfirði til fjórtán
ára aldurs. Þá flutti hann til Reykja-
vikur og hefur síðan búið í Vestur-
bænum. Hann lauk gagnfræðaprófi
frá Hagaskólanum, hóf síðan nám í
framreiðslu á Hótel Sögu 1968 og
útskrifaðist frá Hótel- og veitinga-
skólanum 1971. Hafsteinn hefur síð-
an unnið á Hótel Sögu. Fyrstu þrett-
án árin var hann þjónn og barþjónn
í Grillinu, síðan framreiðslumaður
í Átthagasal í sjö ár en er nú veit-
ingastjóri í Súlnasal. Hafsteinn
stofnaði, ásamt konu sinni og syni,
Veitingahúsið Rauða sófann 1989
sem þau starfrækja enn.
Hafsteinn hefur verið félagi í Bar-
þjónaklúbbi íslands frá 1978, hefur
setið í stjórn þess lengst af frá þeim
tíma, var gjaldkeri félagsms í fjögur
ár og formaður þess frá 1986. Þá er
Hafsteinn mikill áhugamaður um
knáttspymu og situr í stjóm knatt-
spyrnudeildarKR.
Kona Hafsteins er María Hilmars-
dóttir, f. 28. október 1958, fram-
reiðslumaöur. Foreldrar Maríu eru:
Hilmar Vigfússon, sendibílstjóri á
Þresti, og kona hans, Ingileif Jóns-
dóttir. Hafsteinn á tvo syni frá fyrra
hjónabandi. Þeir eru Níels, f. 2. júlí
1968, framreiðslumaöur og þjónn í
Súlnasal auk þess sem hann rekur
Rauða sófann með fóður sínum og
Mariu, og Trausti, f. 5. nóvember
1973, menntaskólanemi.
Bræður Hafsteins eru Siguijón
Magnús, f. 17. janúar 1954, blaða-
maður á Pressunni, kvæntur Maríu
Friðjónsdóttur læknaritara og eiga
þau tvo syni; Egill, f. 18. ágúst 1956,
stýrimaður á Rifsnesinu frá Rifi,
búsettur á Hellissandi, kvæntur
Kristborgu Kristinsdóttir og á hún
einn son, og Gunnar Smári, f. 11.
janúar 1961, ritstjóri Pressunnar.
Bróðir Hafsteins sammæðra er
Kristján Rúnar Kristjánsson, f. 19.
mars 1970, verkamaður í Reykjavík.
Ætt
Foreldrar Hafsteins eru Egill
Hansen, f. 1. nóvember 1929, bif-
vélavirki og húsvörður við Voga-
skóla, og kona hans, Guðrún Rann-
veig Guðmundsdóttir, f. 14. nóvemb-
er 1931, matráðskona hjá RÚV. Kjör-
foreldrar Guörúnar voru Guð-
mundur Siguijónsson, sjómaður í
Hafnarfirði, og kona hans, Dóróthea
Ólafsdóttir. Egill er sonur Hinriks
Hansens, sjómanns í Hafnarfirði,
Andréssonar Hansens, b. á Brunna-
stöðum, bróður Jóhanns, langafa
Jensínu, kaupkonu í Hafnarfirði
Nönnu söngkonu og Svanhvítar,
prófessors í Tónlistarháskólanum í
Vín, Egilsdætra. Systir Andrésar
var Anna, langamma Halldóru,
móður Ragnars S. Halldórssonar,
stjómarformanns ÍSALS. Andrés
var sonur Péturs Hansens, beykis í
Rvík, Hinrikssonar Hansens, kaup-
manns á Bátsöndum, langafa Soffiu,
móður Árna Thorsteinssonar tón-
skálds. Móðir Andrésar var Valborg
Einarsdóttir, systir Mariu, ömmu
Ara Johnsen, söngvara.
Móöir Hinriks í Hafnarfirði var
Þórunn Hallgrímsdóttir, prests í
Göröum, Jónssonar, vigslubiskups
á Staðastað, bróður Skúla landfóg-
eta. Jón var sonur Magnúsar, prests
á Húsavík, Einarssonar, prests í
Garði í Kelduhverfi, Skúlasonar,
prests í Goðdölum, Magnússonar,
prests á Mælifelli, Jónssonar. Móðir
Skúla var Ingunn, systir Þorláks
biskups, Skúladóttir, b. á Eiríks-
stöðum í Svartárdal, Einarssonar
og konu hans, Steinunnar Guð-
brandsdóttur, biskups á Hólum,
Þorlákssonar.
Móðir Hallgríms var Þórunn
Hansdóttir Scheving, systir Vigfús-
ar, fóður Guðrúnar, konu Magnúsar
Stephensen konferensráðs og Ragn-
heiðar, konu Stefáns Thorarensen,
amtmanns og konferensráðs á
Möðruvöllum. Þórunn var dóttir
Hans Scheving, klausturhaldara á
Möðruvöllum, sonar Lárusar Sche-
ving, sýslumanns á Möðruvöllum,
ættfööur Schevingættarinnar. Móð-
ir Þórunnar var Guðrún Vigfús-
dóttir, stúdents, á Hofi á Höfða-
strönd, Gíslasonar, rektors á Hól-
um, Vigfússonar. Móðir Guörúnar
var Helga Jónsdóttir, biskups á Hól-
um, Vigfússonar, bróður Gísla.
Móðir Þórunnar Hallgrimsdóttur
var Guðrún Egilsdóttir, systir
Sveinbjarnar rektors.
Móðir Egils var Gíslína, systir
Ólaiiu, móður Egils Ólafssonar.
safnvarðar á Hnjóti. Gíslína var
dóttir Egils, b. á Sjöundá, Árnason-
ar, b. á Lambavatni, Jónssonar.
Móðir Árna var Guðrún Jónsdótir,
b. á Sjöundá, Þorgrímssonar. Móðir
Egils var Halldóra Ólafsdóttir, b. á
Stökkum, Rögnvaldssonar. Móðir
Gíslínu var Jónína Gísladóttir, b. í
Hærri-Rauðsdal, Þorgeirssonar og
konu hans, Guðrúnar Ólafsdóttur.
Móðursystir Hafsteins er Bene-
Guðlaugur Hafsteinn Egilsson.
dikta, móðir Hákonar Hákonarson-
ar, framkvæmdastjóra Alþýðu-
blaðsins. Guðrún er dóttir Karls,
starfsmanns viö Reykjavíkurhöfn,
Karlssonar, talinn launsonur
Kristjáns IX. Danakonungs og bróð-
ir Friðriks IX., fóöur Margrétar II.
Danadrottningar. Kristján var einn-
ig langafi Georgs VI. Englandskon-
ungs, fóður Elísabetar II. Englands-
drottningar. Móðir Guðrúnar var
Guðrún Ólafsdóttir, ökumanns í
Rvík, Þorvarðarsonar, b. á Geld-
ingaá í Melasveit, Þorsteinssonar.
Móðir Guðrúnar var Hallfríður,
systir Jóns, langafa Karls Steinars
Guðnasonar alþingismanns. Hall-
fríður var dóttir Jóns, b. í Eyhól í
Kjós, Jónssonar og konu hans Guð-
rúnar Halldórsdóttur, systur Þór-
halla, langafa Gríms, föður Ólafs
Ragnars fjármálaráðherra. Móðir
Guðrúnar var Guðríður Guðmunds
dóttir, systir Lofts, langafa Bjarna
Jónssonar vígslubiskups. Bróðir
Guðríðar var Þorsteinn, langafi Sol-
veigar, móöur EinarsOlgeirssonar
alþingismanns. Hafsteinn tekur á
móti gestum í Ársal á Hótel Sögu
kl. 17-19 á afmælisdaginn.
HUGSUM FRAM A VEGINN
A
uæ
IFEROAR
Til hamingju með af-
mælið 6. desember
85 ára
Björg Guðmundsdóttir,
Þórunnarstræti 131, Akureyri.
80 ára
Anna Guðjónsdóttir,
Dvalarheimilmu Lundi, Hellu.
75 ára
Aðalbeiöur Sigurðardóttir,
Austurbrún 2, Reykjavík,
70 ára
Halldóra K. Siguröardóttir,
Austurbrún 25, Reykjavík.
60 ára
Oddur Jónsson,
Þormóðsgötu 34, Siglufirði.
50 ára
Guðrún Sigríður Jónsdóttir,
Dvergabakka 32, Reykjavík.
María Guðmundsdóttir,
Vallarflöt 6, Stykkishólnú.
Elin Hafdis lngólfsdóttir,
Eyktarási 14, Reykjavík.
Guðrún Björk Guðmundsdóttir,
Deildarási 20, Reykjavik.
40 ára
Tryggvi E. Þorsleinsson,
Austurbergi 28, Reykjavík.
Franz Arason,
Sogavegi 133, Reykjavík.
Jón Þór Sverrisson.j
Eikarlundi 14, Akureyri.
Gísii Geir Sigurjónsson.
Hæðargarði 17, Nesjahreppi.
Kristin Þorsteinsdöttir,
Dverghamri 12, Vystmannaeyjum.
Hinrik Pétursson,
Ásbúð 41, Garðabæ.
Sigrún Kristjana Óskarsdóttir,
Nönnugötu 14; Reykjavik.
Þorkell R. Ingimundarson,
Starengi 10, Selfossi.
Margrét Tómasdóttir,
Hrísmóum 9, Garöabæ.
Berghildur Valdimarsdóttir,
Stapasíðu 15C, Akureyri.