Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990. Útlönd Sovéska fulltrúaþingið samþykkti aukin völd Gorbatsjovs: Hann er valda- meiri en sjálf ur Stalín - segir Boris Jeltsin sem veitir honum strangt aðhald „Einn maður hefur þegar fengið nægileg völd, meira að segja of mikil völd. Hann er valdameiri en nokkur annar Sovétleiðtogi, valdameiri en sjálfur Stalín," var haft eftir Boris Jeltsin, forseta Rússlands, eftir að sovéska fulltrúaþingið samþykkti með miklum meirihluta um hátíðirn- ar að auka völd Gorbatsjovs til muna. Samþykktir fulltrúaþingsins hreyta stjómarskrá Sovétríkjanna þannig að Gorbatsjov ræður nú yfir öllum mikilvægustu þáttum stjóm- mála og efnahagsmála í landinu. Það voru einmitt þessi völd sem Gor- batsjov óskaði eftir til þess, að eigin sögn, að bjarga Sovétríkjunum frá efnahagslegu hmni. En mikilvæg- ustu breytingarnar eru taldar þær að Gorbatsjov er settur yfir ríkis- stjórn ráðherra. Þá mun hann einnig verða í forsæti sambandsráðs, þar sem meðal annars er að finna leið- toga lýðveldanna 15, og öryggisráðs sem sjá mun um öll öryggismál Sov- étríkjanna. Gorbatsjov er eftir sem áður yfir- maður sovéska heraflans og getur sett herlög á landsvæðum þar sem ókyrrð ríkir. Þá getur hann nánast takmarkalaust sett lög sem eiga að auðvelda veikburða markaðskerfi Sovétríkjanna að hlíta vestrænum markaðslögmálum. Þá útnefndi Gorbatsjov Gannady Janajev sem varaforseta Sovétríkj- anna. Janajev er 53 ára gamall fyrr- um verkalýðsleiðtogi. Hann hefur verið kenndur við íhaldsöfl innan kommúnistaflokksins en fuUvissaði fulltrúaþingið um að hann styddi Gorbatsjov og umbætur hans heils- hugar. Mótlæti Margir líta á sambandsráðið sem lykilþátt í hinni nýju valdastöðu. Þannig munu ákvarðanir, sem studdar eru af tveimur þriðju hlutum ráðsins, verða bindandi fyririr öll Sovétlýðveldin. Hins vegar mun Gor- batsjov mæta andstöðu Eystrasalts- ríkjanna. Landsbergis, forseti Lithá- ens, varaði Gorbatsjov við að nota hin auknu völd sín í Eystrasaltsríkj- unum og hvatti Litháa til að búa sig undir andstöðu. Þá hefur Boris Jelt- sin lýst því yfir að hann muni ekki lúta skipunum Gorbatsjovs í einu og öllu. Muni hver sú aðgerð, sem ógn- aði sjálfsforræði Rússlands, mæta kröftugriandstöðu. Reuter Surinam: Friðsamlegt valdarán hersins á aðfangadag Herinn tók völdin í Surinam í Suð- ur-Ameríku á aðfangadagskvöld. í yfirlýsingu frá Ivan Graanoogst lið- þjálfa í sjónvarpinu sama kvöld til- kynnti hann að herinn hefði tekið völdin í landinu og að bráðabirgöa-' ríkisstjóm myndi ráða ríkjum fyrst um sinn og sjá um að kosningar færu fram innan 100 daga. Valdarán hersins er annað valda- rán hans á tíu áram og gekk það mjög friðsamlega fyrir sig. Ekki var hleypt af einu einasta skoti og engirin var handtekinn. Búist var við að Shankar, forseti landsins, og ríkis- stjórn hans segðu af sér í gær. Var valdamönnum annars frjálst að fara og koma að vild. Heimildir segja að valdaránið hafi ekki truflað daglegt líf Surinambúa hið minnsta - allt væri með „felldu“. Ríkisstjórn Hollands lokaði strax fyrir efnahagsaðstoð sína til Suri- nam. Bandaríkjamenn og Frakkar fordæmdu valdaránið. Ástæður valdaránsins eru óljósar en haft er eftir embættismönnum sendiráðs Surinam í Haag í Hollandi að ríkisstjórnin hafi svikist um að halda leynileg loforð sín gagnvart hemum. Reuter Túnis: Diplómat hlýtur dauðaref singu Diplómat úr utanríkisráðuneyti Túnis hefur verið dæmdur til dauða af þarlendum dómstólum. Diplómatinn, hinn 58 ára gamli Lamiri Dali, var ákærður fyrir njósnir í þágu erlends ríkis eftir að hann var handtekinn í október síð- astliðnum. Réttarhöldin yfir Dali fóru fram fyrir luktum dyrum en hann mun hafa neitað öllum sakar- giftum. Ættingjar Dalis sögðu að hann hefði játað undir pyntingum strax eftir handtökuna og að refs- ingin væri vegna gagnrýni Dalis á Ben Ali, forseta landsins. Dali hafði gagnrýnt Ben Ali fyrir að ráða of marga úr hernum í utanríkisþjón- ustu Túnis. Dauðadómurinn yfir Dali hefur komið mjög á óvart en síðast var maður dæmdur til dauða í Túnis fyrir þremur árum. Þá hafði maður nokkur nauðgað 13 böraum og drepið þau. Ekki er vitað fyrir hvaða erlent ríki Dah var ákærður fyrir að njósna. Reuter Lamiri Daii hlaut dauöarefsingu fyrir meintar njósnir í Túnis. Gannady Janajev, hinn nýi varaforseti Sovétríkjanna, Ryzhkov fékk hjartaáfall á jóladag: Heilsu hans fer hrakandi Heilsu Nikolais Ryzhkov, forsæt- ákafastir að hann segði af sér emb- isráðherra Sovétríkjanna, fer ætti forsætisráðherrra er Boris hrakandieftir hjartaáfall sem hann Jeltsin, forseti Rússlands. varð fyrir á jóladag. Útvarpið í Ryzhkov neitaði hins vegar þrá- Moskvu sagði þessi tíðíndi í gær- faldlega að segja af sér og hélt fast kvöldi og bætti við að ráðamenn við þá skoðun' sína að róttækar hefðumiklaráhyggjurafheilsufari efnahagsumbætur myndu orsaka hans. ringulreið 1 Sovétríkj unum. Aðlaga Gorbatsjov tilkynnti um veikindi þyrfti sovéskt efnahagslíf nýjmn Ryzhkovs á sovéska fulltrúaþing- hugmyndumogvarnaþvíaðþjóðin inu í gær og fullvissaði þingheim yrði fyrir áfalli. Eftir aö efnahagur um að hann væri ekki í lífshættu. Sovétríkjanna för að versna til Þó að Ryzhkov lifl er hins vegar muna leitaöi Ryzlrkov stuðnings almennt taliö að hjartaáfallið þýöi kommúniskra leiðtoga í iðnaðinum endalok á pólitísku lífi hans. Radd- en umbótasinnar líta á hann sem ir, er krefjast afsagnar hans, hafa . persónugerving ílialdssemi í efna- gerst æ háværari síðustu vikurnar. hagsmálum. Reuter Meðal þeirra er hafa verið hvað Dagsetnlng víðræðna 1 Persaflóadeilunni: Hnúturinn enn óleystur Bandarískir embættismenn höfnuðu í gær með öllu fréttum ísraelsks dagblaðs um að leynileg- ar viðræður ættu sér stað milli ír- aka og Bandaríkjamanna um að James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, héldi til fundar í Bagdad 9. janúar. Haft er eftir emb- ættismönnunum að daglegar við- • ræður við íraka eigi sér stað í gegn- um háttsetta bandaríska diplómata í Bagdad en að hnúturinn varðandi dagsetmngu fundar Bakers og Saddams Hussein væri enn óleyst- ur. Hussein hefur boðið Baker að koma til fundar um lausn Persa- flóadeilunnar 12. janúar. Banda- ríkjamönnum þykir sú dagsetning of nærri 15. janúar en þá rennur út frestur íraka til að yfirgefa Kú- væt. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.