Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990.
Útlönd
Rúmeníukonungur til Rúmeníu eftir 45 ára útlegð:
Vísað úr landi
innan sólarhrings
Michael Rúmeníukonungur kom í
einkaheimsókn til Rúmeníu eftir 45
ára útlegö og nákvæmlega ári eftir
aö Nicolae Ceausescu var líflátirtn.
Michael ætlaði sér ekki að vera leng-
ur en einn sólarhring í Rúmeníu en
yfirvöld vísuðu honum úr landi áður
en sólarhringurinn var liðinn.
Michael lenti ásamt foruneyti sínu,
þar á meðal konu og dóttur, á flug-
vellinum við Búkarest á jóladags-
kvöld. Gekk hann rakleitt í gegnum
tollinn án athugasemda. Hélt hann
síðan með bílalest að klaustrinu
Curtea de Arges þar sem Rúmeníu-
konungar eru grafnir.
Um sama leyti sendi innanríkis-
ráðuneytið út fréttatilkynningu sem
lesin var upp í sjónvarpi. Þar var
lýst eftir konunginum og því lýst yfir
að hann hefði fengið inngöngu í
landið fyrir mistök og væri þar þvi
ólöglegur. Um miðnætti var bílalest
Michaels konungs stöðvuð við vega-
tálma í útjaðri Búkarest og lauk þar
með heimsókn hans til fóðurlands-
ins. Var hann sendur úr landi
snemma í gærmorgun.
Konungssinnar voru óhressir með
móttökurnar sem fyrrum konungur
landsins fékk. Leiðtogi bændaflokks-
ins, sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu
um konunginn, sagði að brottvísun
Michaels væri brot á mannréttind-
um. Þá kom fram að hann hefði haft
vegabréfsáritun í danskt vegabréf
sitt og komist þannig inn í landið.
Ritzau
Faðir
Karíusar og
Baktusar
látinn
Norski rithöfúndurinn og teiknar-
inn, Thorbjörn Egner, lést í Ósló að-
faranótt jóladags 78 ára að aldri. Egn-
er var heimsþekktur fyrir bækur sín-
ar og leikrit, sérstaklega fyrir börn.
Á löngum rithöfundarferli sínum
samdi hann meðal annars söguna
um Karíus og Baktus, Dýrin í Hálsa-
skógi, Kardemommubæinn og marg-
ar fleiri. Kardemommubærinn kom
út 17 sinnum í Noregi og seldist þar
í 180 þúsund eintökum. Bækur Thor-
björns Egner voru þýddar á 24 tungu-
mál og gefnar út í 27 löndum.
Ritzau
Thorbjöm Egner lést í Ósló aðfara-
nótt jóladags 78 ára að aldri.
Kröftugur fellibylur, sem kallaður
var Joy, eða Gleði, gekk yfir hluta
Ástralíu um jólin og geröi töluverö-
an usla. Á myndinni sést íbúi i þak-
lausu húsi sínu eftir að Gleðin gékk
yfir og víst er að ekki hefur mikil
gleði verið ríkjandi í huga hans eftir
ósköpin. Fellibylurinn hjaðnaði fljótt
og breyttist í úrhellisrigningu.
Símamynd Reuter
Skip, sem ferjaði bandaríska sjóliða af flugmóðurskipinu Saratoga, sökk á Haifaflóa við ísrael á laugardag. 18
sjóliðar drukknuðu í slysinu og 4 meiddust alvarlega. Sjóliðarnir voru að koma úr landgönguleyfi þegar ferjuskip-
ið sökk. Á myndinni sjást ísraelskir sjúkraliðar hlúa að einum bandarísku sjóliðanna eftir slysið. Símamynd Reuter
Sérkennilegur siður nýríkra Japana:
Kynsvall á jólanótt
Ungir og þokkalega efnaðir Japan-
ir hugsa ekki um hefðbundna jólasiði
á jólanótt heldur er kynsvall og át-
orgía á lúxushótelum og veitinga-
stöðum þeim efst í huga. Þannig eru
flest aðcdhótel Tokyoborgar fullbók-
uö aðfaranótt jóladags og annars í
jólum og ekki er óvanalegt að ungur
Japani á uppleið eyði sem nemur
mánaðarlaunum á jólanótt.
Ekki er vitað um uppruna þessarar
makalausu venju en þetta „æði“
mun hafa hafist fyrir fimm árum.
Eru það aðallega Japanir á þrítugs-
aldri sem eyða jólanóttunum á þenn-
an hátt og mun meðalkostnaður
hvers þeirra vera um 20 þúsund ís-
lenskar krónur á nóttu. Sumir eyða
mun meira. Þannig segist einn 21 árs
háskólastúdent panta herbergi fyrir
jólanótt í júlí og leggja um 40 þúsund
íslenskar til hliðar svo ekkert vanti
þegar að jólunum kemur. Auk gist-
ingar á lúxushóteli, með kampavíni,
verður herrann að bjóða dömunni
sinni á dýran veitingastað fyrir æv-
intýri næturinnar. Þeir sem vilja
vera menn með mönnum kaupa auk
þess skartgripi fyrir sínar heittelsk-
uðu þannig að reikningurinn er orð-
inn ansi hár eftir þessi sérjapönsku
jól.
Reuter
Óveður á Bretlandi:
Kaldur kalkúnn á borðum
Mikið óveður gekk yfir Bretlands-
eyjar og vesturhluta Frakklands yfir
hátíöarnar. Bátar og smærri skip
sukku, rafmagnslínur eyðilögðust og
jólastemningin var í heild frekar
löskuð á þessum slóðum. Þó eru eng-
ar fregnir um alvarleg meiðsl eða
mannslát.
Á jóladag hrundi hluti kirkjuturns
í Englandi meðan hátíðarmessa fór
fram. Fór hluti turnsins í gegnum
kirkjuþak í Whiltshire-sýslu og mun-
aði minnstu að presturinn yrði undir
þar sem hann prédikaði yfir söfnuð-
inum. Þótti undrum sæta að enginn
skyldi slasast í þessum ósköpum.
Þar sem rafmagnslínur eyðilögðust
var kalkúnninn enn kaldur á mörg-
um breskum heimilum annan í jól-
um.
Fjöldi báta og skipa leituðu skjóls
í breskum og frönskum höfnum og
björgunarsveitir hjálpuöu fólki frá
þremur skipum þar sem þau voru
umkringd sex metra háum öldum á
jóladag.
Reuter
Lögreglan í Buenos Aires í Arg-
entinu handtók þrjá ókunna
menn fyrir jólin þar sem þeir óku
um borgina með um eitt hundrað
kíló af kókaini í bíl sínum. Á
myndinni sést óeinkennisklædd-
ur lögreglumaður rannsaka
kókainpakkana. Simamynd Reuter
SanktiHelena:
Tókufimm
tonnaf
kannabis
Lögregla og tollverðir á eyjunni
Sankti Helenu fundu um fimm
tonn af kannabisefnum um borð
í togara sem kom þar að landi
rétt fyrir jól. Áhöfnin, Qórir Hol-
lendingar og þrír Ganamenn,
voru handteknir. Ekki fylgir sög-
unni hvaðan skipið var að koma
eða hvert það var að fara en yfir-
völd á Sankti Helenu telja áhöfn
togarans hafa lagt aö bryggju í
tryggri von um að ekkert gæti
gerst. Tollyfirvöldum barst hins
vegar tilkynning frá bresku fíkni-
efnalögreglunni um að ekki væri
allt með felldu um borð í togaran-
um og var því ráðist i leit. Sölu-
verðmæti kannabisefnanna er
talið nema hundruðum núlljóna
króna.
Sankri Helena er afskekkt eyja
á Suður-Atlantshafi. Þar búa
5.500 manns og aðeins er fært
þangaðmeðskipum. Reuter
Þrir af hverjum fimm Finnum
telja að Finnland eigi að sækja
um fulla aöiíd að Evrópubanda-
laginu. Aðeins tæpur þriðjungur
telur óráðlegt að sækja um aðild.
Þetta eru niðurstöður í skoðana-
könnun sem GaUup hefur gert
fyrir finnska dagblaðið Helsinki
Sanomat. Unga fólkið vill helst
aðOd að EB þar sem tjórir af
hverjum fimm Finnum á aldrin-
um 18-24 ára eru fylgjandi aðild.
Ritzau
Albanía:
Kosningar
ífebrúar
Kommúnistaflokkur • Albaníu
vék frá stalínisma á jóladag og
boðaði samkeppni fleiri flokka í
kosningum í febrúar á næsta ári.
Búist er við að kosningamar fari
fram 10. febrúar. Þetta veröa
fyrstu íjölílokkakosningar í Al-
baníu i fjóra áratugi.
Ramiz Aha forseti sagði að
flokkur hans véki ekki frá hug-
myndafræði marx-lenínisma þó
beygt yrði af braut StaUns. Boðun
kosninga kemur í kjölfar mikUla
breytingaí Albaníuásíðustuvik- •
um en þær hafa opnað landið fyr-
ir umheiminum eftir áratuga-
innilokun og kúgun. Alia fagnaöi
fjölflokkakosningum og sagðist
ekki vera meö neina fordóma
gagnvart öðrum flokkum en þeim
sem hafa ráðið í Albaníu undan-
fama áratugi. Hann notaði tæki-
færið einnig tíl að verja fyrrver-
andi leiðtoga landisns, Enver
Hoxha, sem dó 1985. Hann sagöi
öfgahópa vilja endurmeta stöðu
Höxha í sögu Albaníu og eyði-
leggjaþannignaihhans. Reuter