Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Síða 17
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990. 17 Svidsljós „Vinkonur mínar sögðu að karlmenn jöfnuðust á við 10 ullarteppi. En ég sagðist heldur frjósa en vera með karlmanni," segir Barbora sem er orðin 135 ára gömul. Elsta kona í heimi: Ég hef alltaf hatað karlmenn „Ég hef aUtaf verið sanntrúuð kona, lesið í Biblíunni minni á hveij- um degi og hef verið reglusöm með mataræði, en það sem ég þakka lang- lífi mitt er að ég hef haldið mig í fjar- lægð frá karlmönnum," segir Bar- bora Yasaite, sem er án nokkurs vafa elsta manneskjan í heiminum í dag. Barbora er 135 ára og býr í litlu þorpi í Litháen. „Ég hef alltaf hatað karlmenn. Samneyti ,við þessar skepnur er hættulegt. Það eru karlmenn sem lenda í pólitískum hneykslismálum og það eru karlmenn sem heyja stríð og styrjaldir. Þeirra vegna er sak- laust fólk drepið svo milljónum skiptir. Ég hef aldrei viljað hafa neitt saman við karlmenn að sælda og tel það mitt lífslán. Með karlmenn í kringum mig hefði ég ekki getað lifað svona lengi,“ segir þessi elsta rauð- sokka í heimi. Það var ekki fyrr en fyrir 10 árum, þegar Barbora var 125 ára, að hún þurfti til læknis í fyrsta skipti á ævinni. Þá datt hún og fótbrotnaði og neyddist til að leita sér aðstoðar. „Ég var orðin 60 ára þegar ég sá ljósa- peru í fyrsta skipti og ég var áttræð þegar ég notaði fyrst síma. Þegar bíl- ar komu fyrst á markaðinn fannst mér þeir bara hávaðasamir og illa lyktandi. Það sama gildir um flugvél- ar, fólk hlýtur að vera klikkað að ferðast með flugvélum," segir Bar- bora. Þessi dæmalausa kona fæddist 15. júlí 1855 og hefur aldrei farið lengra en 30 kílómetra frá heimili sínu. Heimsmetabók Guinness hefur stað- fest að hún sé elsta manneskjan í heimi. Sovésk yfirvöld hafa einnig staðfest þetta eftir að hafa rannsakað fæðingarvottorð hennar og gamlar kirkjubækur. Sérfræðingar og læknar segja að ástæðan fyrir langlífi Barboru sé heilsusamlegt líferni; hún drekki ekki áfengi, kaffi og te og lifi í ómeng- uðu andrúmslofti í streitulausu um- hverfi. En Barbora er aldeihs ekki á því að þetta sé skýringin á langlífinu og segir að ekkert mark sé takandi á þessum bullustömpum. „Það er vegna þess að ég hef haldið mig frá karlmönnum og einungis þess vegna. Ég væri löngu dauð ef ég hefði verið návistum. við þá. Sérfræðingar geta haldið það sem þeir vilja en ég veit betur,“ segir sú gamla ákveðin. „Ég man aö þegar ég var um tví- tugt voru vinkonur mínar alltaf að hvetja mig til að ná mér í karl. Þær sögðu að það væri besta ráðið til að halda á sér hita á nætumar og að þeir jöfnuðust á við 10 ullarteppi. Þær stríddu mér stundum þar til ég fór að gráta undan þeim, en ég vissi að ég var að gera rétt. Heldur frysi ég en að vera með karlmanni. Allar þessar vinkonur mínar eru dauðar fyrir hálfri öld og enn lengra er síðan karlamir þeirra hrukku upp af. Ég lifi enn og þakka guði fyrir að hafa verið laus við karlmenn í lífi mínu,“segirBarboraYasaite H.Guð. SallyBurton: Vil ekld eyða ævinni sem syrgjandi ekkja Sally Burton, síðasta kona Ric- hards Burton, er nú að reyna að koma undir sig fótunum á nýjan leik eftir fráfall manns síns. Hún hefur flutt úr húsinu sem þau áttu í Sviss og segist vilja byija að lifa fyrir sjálfa sig. „Þegar Richard dó varð ég að engu. Hann var allt í einu horfmn og ekk- ert var eftir. Fyrstu mánuðina eftir dauða hans lokaöi ég mig inni í ein- semd en nú hef ég ákveðið að þetta gangi ekki lengur. Ég vil ekki eyða ævinni sem syrgjandi ekkja,“ segir Sally. Frá því að Richard dó hafa ekki verið neinir menn í lífi Sallyar. Þegar hún var spurð að þvl hvort einhver gæti komið í hans stað svaraði Sally: „Að sjálfsögðu. Vandinn er bara að finna heiðarlegan og góðan mann. Þessi stutti tími með Richard er dýr- mætari en heil mannsævi með ein- hverjum öðrum. Ég kvíöi ekki fram- tíðinni. Það versta sem gat gerst geröist; ég missti Richard. Úr því að ég gat komist yfir það þá held ég að ekkert geti gerst sem ég komi ekki til með að ráða við,“ sagði SaUy Bur- ton. Sally Burton er nú að reyna að koma undir sig fótunum. m m SIEMENS adidas rau FLUGLEIDIR L Landsbanki íslands Banki aNra landsmanna SJÓVÁ-ALMENNAR Brimborg hf. slensku s bestu menn? Kristián Arason þennan eina leik LLIIMIMI! AEG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.