Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Síða 28
32 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990. IÐNSKÓLINNI REYKJAVÍK Kvöldnám Meistaranám, rafeindavirkjun, tölvubraut, tækni- teiknun, grunndeild rafiðna. Almennt nám: enska, íslenska, stærðfræði, tölvu- fræði, vélritun. Innritun 2. og 3. janúar 1991 kl. 17-19. Tilkynning til launaskattsgreiöenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskattsfyrir desember er 2. janúar nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið HVÍTUR STAFUR TÁKN BLINDRA UMFERÐ FATLAÐRA' VIÐ EIGUM k SAMLEIÐ ^ yu^FEROAR ilvióskiptamanna I ■ ■ i r -v banka og sparisjóóa Lokun 2. janúar og eindagar voda. Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar miðvikudaginn 2.janúar 1991. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggjaframmi í afgreiðslum. Reykjavík, 12. desember 1990. Samvinnunefnd bankaog sparisjóöa Menning Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Þrettán tilnef ndar Búiö er aö leggja fram þrettán bæk- ur til bókmenntaverðlauna Noröur- landaráðs og tekur dómnefnd þær til umijöllunar á fundi sínum í Tromsö í Noregi 25. janúar. Frá íslandi hafa veriö tilnefnd skáldverkin Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og smásagnasafnið Bréfbátarigningin eftir Gyrði Elías- son. Aörar tilnefhdar bækur eru smá- sagnasöfnin Mellem himmel og jord eftir Svend Áge Madsen og Fortæll- inger om natten eftir Peter Hoeg. Þessi ritverk koma frá Danmörku. Frá Finnlandi eru tilnefnd endur- minningabókin Talvisodan aika eftir Eevu Kilpi og ljóðabókin Stadren eft- ir Gösta Ágren. Frá Noregi er til- nefnd skáldsagan Fader Armod eftir Arvid Hansen og ljóðabókin Medita- sjonar over Georges de La Tour eftir Paal-Helge Haugen. Frá Svíþjóð er tilnefnd ljóðræna frásögnin Knivk- astarens kvinna eftir Kerstin Ekman og leikritiö Endagsvarefser eftir Lars Norén. Ein bók er tilnefnd frá Færeyjum, er það ljóðabókin Hvorkiskyn eftir Skáldverk eftir Gyrði Eliasson og Álfrúnu Gunnlaugsdóttur eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Carl Jóhan Jensen. Frá Grænlandi er tilnefnt söguljóðið Nunanni Avani eftir Hans Anton Lynge. Þrettánda verkið er svo Beaivi, áhcázan eftir Nils Asfak Vafkeapáá. ísfensku fulltrúarnir í dómnefnd- inni eru Dagný Kristjánsdóttir bók- menntafræðingur og Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Verölaunin verða afhent á þingi Norðurlanda- ráðs í Kaupmannahöfn 26. febrúar til 1. mars. -HK I bjartsýni nefnist AUK-dagatalið fyr- ir næsta ár. AUK-dagatalið komið út: í bjartsýni Ohætt er aö segja að það dagatal, sem vakti mesta athygh í fyrra, var dagtal sem kallaðist Af ljósakri. Var hér um aö ræða sérlega vandaöan og vel hannaðan prentgrip. Það var AUK sem gaf út dagatalið. Nú er annað slíkt AUK-dagatal komið út og kallast það í bjartsýni. Eins og í fýrra fara saman óvenjulegar ljós- myndir af íslensku landslagi, ljóð- rænn texti og falleg uppsetning. Ljósmyndirnar tók Hörður Daní- elsson á Panorama myndavél sem skilar myndum á breiðformi. Sér- staða myndanna er einkum fólgin í að þær sýna landið nánast út frá sama sjónarhomi og mannlegt auga greinir það. Myndirnar á dagatahð í bjartsýni vora allar teknar síðasthðið sumar á árvissri ferð Harðar og Kristínar Þorkelsdóttur um landið. Á þessum ferðalögum sínum hefur Hörður tek- ið ljósmyndir og Kristín málað vatns- litamyndir. Þáttur Kristinar felst í að hanna dagatalið í samvinnu við Magnús Þór Jónssoii. Einnig eru ljóöræn dagbókarbrot Kristínar frá ferðalaginu í sumar. Texti dagatalsins, sem er 23x64 sentímetrar á stærð, er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Dagatalið er því góð land- kynning og hentar vel til gjafa. Ritdómi svarað í blaðinu fimmtudaginn 20/12 birtist ritdómur um bók Guðrúnar Petersen hundaþjálfara, „Hunda- líf‘. Það þykir ekki góð latína að svara ritdómum en hér er um slíkt einsdæmi að ræða að ekki má kyrrt hggja. Ragnar Sigurjónsson skrifar þessi ósköp á þann hátt að erfitt er að ímynda sér að hann hafi lesið þessa bók sem Líf og saga gaf út nú fyrir jólin, slíkar eru rangfærsl- umar, rangtúlkanimar og rang- hugmyndimar um efni hennar. Menntun Greinin hefst á hreinum ósann- indum um menntun Guðrúnar Pet- ersen bæði hvaö varðar starfsferil og skólagöngu. Ragnari hefði verið í lófa lagið aö lesa texta á bók- arkápu þar sem sagt er frá mennt- un hennar eöa hafa samband viö forlagið sem hefði með ánægju haft miiiigöngu með að Ragnar hefði fengið aö sjá prófskírteini Guðrún- ar. Sem dæmi um traust það, sem Guðrún nýtur fyrir störf sín, er aö nýlega sótti hún samnorræna ráð- stefnu um blindrahunda á vegum Blindravinafélagsins. Staöreyndir sem þessar tala gegn lýðskmmi sem byggir á þeirri von að lesandinn hafi ekki kynnt sér það sem fjallað er um. „Ósjálfráð skriff'? Það virðist vera í tísku fyrir þessi jól að „slátra“ bókum. Til þess að slíkt hitti ekki slátrarann sjálfan fyrir þarf það að vera gert af skyn- samlegu viti, í það minnsta byggt á bókinni sjálfri. Ragnar talar um byssuhunda og á þá aö öllum lík- indum við kafla í bókinni sem heit- ir „Veiðihundar". Ef hann heföi haldið áfram lestrinum þá hefði hann séð að undirtitill kaflans er „Grunnþjálfun veiðihunda" og engin ástæða lengur fyrir því skap- vonskukasti sem hann fær, að því er virðist eingöngu vegna hugsana sinna. Ég hef veriö skotveiðimaður um langt árabil og geri mér fulla grein fyrir þeim grunnfróðleik sem nýt- ist íslenskum veiðimönnum best, hann er í bókinni. itarleg umfjöllun um alla þætti veiðihunda veröur að bíða útgáfu heillar bókar um efnið, það gæti orðið innan tíðar og gaman væri að tileinka hana Ragnari Siguijónssyni. Vegið að starfsheiðri ÞaO er ekki rúm til að fjaila um þennan ritdóm eins og hann á skil- ið, svo að segja hver einasta full- yrðing gefur tilefni til langra and- svara. En hver er hinn „smurði vitringur“, Ragnar Siguijónsson? Ég veit að hann er ljósmyndari á DV og félagsmaður í Hundarækt- unarfélagi Islands. Formanni þess sama félags þótti það sæmandi að koma á stað þeirri gróusögu um Guðrúnu Petersen að hún þjálfaði árásarhunda fyrir Pétur og Pál og tæki mörg hundmð þúsund krónur fyrir. Þessi saga fann sér pláss í fjölmiðlum. Hvað er lengi hægt að sitja undir svona þvættingi? Það læðist að manni sá granur að hér sé vísvitandi verið að bregða fæti fyrir unga konu á þeirri starfsbraut sem hún hefur vahð sér og hlotið lof fyrir. Aðrir aðstandendur Nú er það svo að bók er ekki gerð af einni manneskju. Ég undirritað- ur á milli 70 og 80 teikningar í bók- inni auk þess að sjá um útlitsteikn- un og gerð kápu. Það er gott dæmi um offors og afbrýði Ragnars að honum láist að víkja að því einu orði, hvað þá hann minnist á prent- un og frágang sem þykir sjálfsögð kurteisi þegar um stærri verk er að ræða. Nei, „slátrarinn" á sér einungis eitt markmið, persónu höfundarins. „Skandall á hunda- vaði“ er stríðsmerki greinarinnar. Viö sem unnum íslensku máh hefð- um sleppt dönskunni og sagt „Hneyksli" í staðinn þó myndlík- ingin skáni ekki við það. En orðið mætti nota yfir þennan dæmalausa ritdóm. Þessa stuttu grein ber að skoða sem svar forlagsins. Guörún Pet- ersen íhugar nú viðbrögð sín við þessum skrifum og öðra þeim skyldum. Með þökk fyrir birtinguna. Haraldur Haraldsson útgáfustjóri Lífs og sögu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.