Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Síða 30
34 FIMMTUDAGÚR 27. DESEMBER 1990. Afmæli lilj a Hj artardóttir Lilja Hjartardóttir Howser, fulltrúi á skrifstofu Hollustuverndar ríkis- ins, Stekkjarkinn 3, Hafnarfiröi, er sextugídag. Lilja er fædd í Reykjavík og ólst upp frá tveggja ára aldri á Patreks- firði. Hún var í námi í Kvennaskól- anum í Reykjavík 1945-1948 ogLeik- listarskóla Lárusar Pálssonar 1952- 1954. Lilja var í Leiklistarskóla Þjóö- leikhússins 1954-1955 og íslenska heilunarskólanum 1988-1989. Hún var talsímakona á Patreksfirði á sumrin 1944-1949 og var afgreiðslu- maður í Þvottahúsinu Drífu í Rvík 1949-1955. Lilja var talsímakona á Langlínumiðstöðinni í Reykjavík 1955-1958 og flskvinnslukona í Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar 1972-1978. Hún var skrifstofumaður á Kefla- víkurflugvelh 1978-1985 og hjá Holl- ustuvernd ríkisins frá. 1985. Fjölskylda Lilja giftist 3. ágúst 1958 George E. Howser, f. 25. júní 1924, skrif- stofumanni hjá Birgðadeild hersins á Keflavíkurflugvehi. Foreldrar Ge- orgs eru: John Howser, Kingsport, Tennessee í Bandaríkjunum, og kona hans, Delia Howser. Börn Lilju og Georgs eru: Laura Ann, f 1. jan- úar 1959, kennari í Hafnarfirði, sam- býlsimaður hennar er Gunnar Leifsson, sonur þeirra er Leifur George, f. 30. ágúst 1990; George Hjörtur, f. 30. júní 1961, hljómlistar- maður í Rvík; Delia Kristín, f. 18. ágúst 1965, bankamaður, dóttir hennar og Róberts Bjarnasonar lög- regluþjóns er Lilja Guðrún, f. 13. janúar 1985. Stjúpdóttir-Lilju er Renee Howser Pohemus, f. 21. okt- óber 1950, ráðgjafi á lögfræðiskrif- stofu í Chesterfield í Virginíu í Bandaríkjunum, gift Ronald James Polhemus, sonur þeirra, Preston, lést af slysfórum 15 ára 1986. Systur Lilju eru: Anna, f. 1. apríl 1933, gift Hans Júlíussyni, dóttir þeirra er Guðríður; Valgerður, f. 17. apríl 1936, gift Kristjáni Sveinssyni, dætur þeira eru: Sigríður, Þorbjörg, Elín Hrund og Karítas, ög Margrét, f. 26. desember 1942, ekkja eftir Finn Steinþórsson, sonur þeirra er Stefán Þór. Ætt Foreldrar Lilju voru Hjörtur Kristjánsson, f. 1. júní 1905, d. 4. mars 1979, vélstjórí í Rvík, og kona hans, Sigríður G. Hjartardóttir, f. 26. ágúst 1908, d. 3. júlí 1980, vann hjá O. Johnson og Kaaber. Hjörtur var sonur Kristjáns, b. á Efra-Vaðli, Þórðarsonar, b. og hreppstjóra í Haga á Barðaströnd, Jónssonar, b. og hreppstjóra í Haga, Jónssonar, b. í Bjarneyjum, Arngrímssonar, b. í Álftagróf í Hörðudal, Jónssonar, b. á Syðri-Brekku í Skagafirði, Tóm- assonar, lögréttumanns á Syðri- Brekku, Arngrímssonar, prests á Ríp, Jónssonar. Móðir Kristjáns var Ingibjörg Jónsdóttir, verslunar- stjóra í Kúvíkum við Reykjarfjörð, Salomonssonar og fyrri konu hans, Ingibjargar Þorsteinsdóttur, prests á Eyjadalsá, Jónssonar. Móðir Hjartar var Sigríður Jónsdóttir, b. í Neðri-Rauðsdal, Guðmundssonar, b. og hreppstjóra í Litluhlíð, Guð- mundssonar. Móöir Sigríðar var Helga, systir Þórólfs, fóður Sigurö- ar, skólastjóra á Hvítárbakka, föður Önnu, forstöðumanns Kvennasögu- safnsins. Sigríður var dóttir Hjartar, verk- Lilja Hjartardóttir. stjóra í Rvík, Jónssonar, sjómanns í Steinum í Rvík, Eyjólfssonar, sjó- manns á Hvaleyri viö Hafnarfjörð, Jónssonar. Lilja verður að heiman á afmælis- daginn. Merming______________________________ Athafna- og atorkumaður Hinn kunni rithöfundur, Ásgeir Jakobsson, hefur nýlega sent frá sér stórt og mikið ritverk um athafnamanninn Pétur J. Thorsteinsson sem löngum er kenndur við Bíldudal. Nú er það svo að Péturs J. Thorsteinsson- ar er víða getið í atvinnusögu fyrri tíðar en höfundur hefur unnið úr þeim köflum og gert úr þeim heillega mynd. Höfundur tekur fram í formála bókar sinnar að Pétur hafi ekkert látið eftir sig finnanlegt um sjálfan sig og á það jafnt við um hugsanir bak við athafnir hans, lífsskoðanir hans eða tilfinningalíf, vangaveltur um fram- kvæmdir eða annað sem hann átti við að stríða eða góðu að mæta. í fyrsta kafla bókarinnar fjallar höfundur um ætt og uppruna Péturs. Hann var af merku dugnaðarfólki kominn og á sterkan frændgarð at- hafna- og gáfumanna, bæði í forfeðrum og niðjum. Þrátt fyrir það að Pétur væri ekki hjónabandsbarn og alinn upp með móður sinni hleypir hann heimdraganum 17 ára gamall og ræðst til versl- unarstarfa. Þar með er framtíðarbraut hans mörkuð. Ekki gefst hér tóm til að rekja athafnasögu hans í mörgum orðum. Frá allsleysi vinnur hann Bókmermtir Albert Jóhannsson sig upp, eins og það er kallað, og verður einn af mestu athafnamönnum sinnar tíðar. Til aö gera langa sögu stutta nægir að benda á að þegar hann sest að á Bíldudal og byijar að starfrækja þar verslun og útgerð eru aðeins þrjú hús þar og nokkrir kofar en aðeins eitt húsanna metið til verðs. Ungi maðurinn á engar eignir en nóg af kjarki, bjartsýni, þreki og vilja. Þegar hann flytur brott frá Bíldudal um aldaríjórðungi síðar búa um 300 manns og hann er einn af mestu athafnamönnum landsins. Pétur flytur sig nú um set til Danmerkur, að því er talið er til þess að geta betur stuðlað að menntun barna sinna. Þar gerist hann þátttakandi í hinni miklu útgerðar- og verslunarsamsteypu sem manna á meðal kallað- ist Miljónafélagið. Sú saga er alkunn og verður ekki rakin hér en hefur víðtæk áhrif á athafnalíf Péturs. Síðar kemur þar einnig til sögu útgerðarfélagið Hauk- ur. Alls konar áföll, aflabrestur, heimsstyrjöld og markaðshrun leiddu til þess að Pétur missir mest af eignum sínum. Þó á hann eftir að koma við sögu í Hafnarfirði, Sandgerði, Vestmannaeyjum og víðar. Bók þessi er rituö á ágætu máli. Stíll hennar einkennist hvorki af skrúðmælgi eða fagurgala og leiðir því ekki lesandann frá efni bókarinnar, eins og stund- um vill verða. Prýdd er hún nokkrum myndum af sögupersónum o.fl. Við lestur hennar hvarflaði það að mér að þar mætti lesa milh línanna hvað olli skilum milli auðshyggju og sósíahsma. Hún varpar einnig skæru ljósi á atvinnuuppbyggingu Islendinga á þessu tímabih þegar þjóðin er að byija að rétta úr kútnum. Þar áttu athafna- og atorkumenn eins og Pétur J. Thorsteinsson stærstan hlut að. Þaö hefur löngum verið íhugunarefni hvers vegna Pétur sleit sig frá Bílduaal og flutti til Kaupmannahafnar. Ef til vih kemst Jónas frá Hriflu næst hinu rétta, svo að vitnaö sé í bók hans, Aldamótamenn, og getið er í rití þessu. Þar segir: „Ásthildi þóttí það skorta á hamingju sína á Bíldudal að geta ekki veitt sínum mörgu og mannvænlegu bömum það uppeldi sem hún óskaði að veita þeim. Til að bæta úr þessu tók hún þá ákvörðun að fjölskyldan öh skyldi flytja tíl Kaupmannahafnar og dvelja þar árum saman meðan böm þeirra stunduðu flölbreytt nám til undirbúnings fuhorðinsáranna." Og síðar: „Með þessum framkvæmdum var shtínn lífsþráöur Péturs Thorsteinssonar. Hann hafði skapaö hinn nýja Bíldudal með miklum glæsibrag og hvarf þaöan án réttmætra tílefna. Við flutninginn misstí hann undirstöðu starfs síns.“ Þetta er vönduð bók og gagnleg framtíðinni. Bildudalskóngurlnn Höfundur: Ásgelr Jakobsson Útg.: Skuggijó Hafnarflröl 1990 Kristín Guðbjörg Jónsdóttir, Skóla- braut 24, nú á Dvalarheimihnu Höfða, er níræð í dag. Kristín er fædd á Bæ á Bæjarnesi og ólst upp á Barðaströnd og í Gufu- dalssveit. Hún var barnfóstra og vinnukona hjá móðurbróður sínum Teití Guðmundssyni og Jóhönnu Kristófersdóttur á ýmsum stöðum á Barðaströnd frá tíu ára aldri til tutt- ugu ára. Kristín kom þá tíl foreldra sinna á Eyri í Gufudalssveit og var þeirra stoð í ellinni, þar tíl faðir hennar lést, en móðir hennar lést hjá henni eftír að hún fer að búa á Skálanesi. Hún fluttist tíl Akraness 1938 og vann um tíma í frystíhúsum. Kristín fór að kenna þeim bömum lestur sem aðrir höföu gefist upp á og fórst það svo vel úr hendi að hún gat ekki tekið öll þau börn sem hún var beðin fyrir. Hún haföi svo lítið hús- pláss að hún kenndi í eldhúsinu heima hjá sér. Það er stór hlutí Akumesinga sem lært hefur að lesa hjá henni. Fjölskylda Kristín hóf 1928 búskap með Sig- urði Jónssyni, f. 1. júní 1903, vega- vinnuverkstjóra, síöar vörubíl- stjóra. Foreldrar Sigurðar eru: Jón Einarsson, b. á Skálanesi, og kona hans, SigurlínaBjarnadóttir. Börn Kristínar og Sigurðar eru: Guð- munda Vigdís, f. 24. mars 1929, býr í Kópavogi, gift Róbert John Jack, sem er látínn, prófastí á Tjöm á Vatnsnesi, og eiga þau sex börn; Arnfinnur Ingvar, f. 28. september 1930, skrifstofumaður hjá Samband- inu, kvæntur Þórönnu Jónsdóttur enþaubúaíReykjavíkogeigaþrjú börn; Kjartan Trausti, f. 23. sept- ember 1939, fararstjóri hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn á Spáni og á tvö börn, og Erlingur, f. 6. október 1942, d. 22. júní 1944. Systkini Kristínar eru: Guðný, gift Þórarni Einarssyni kennara, þau eru bæði látin og áttu þau fjögur böm; Amfinnur, lést átján ára; Guðmunda, lést átján ára; Erna, lát- in; Ingibjörg, gift Bertel Andréssyni Kristín Guðbjörg Jónsdóttir. skipstjóra, þau eru bæði látín og áttu þau íjóra syni og Guðmundur, léstíjögurraára. Foreldrar Kristínar voru: Jón Finnur Amfinnsson, b. á Eyri í Gufudalssveit, og kona hans, Elín Guðmundsdóttir. Jón var sonur Amflnns Björnssonar. Elín var dóttir Guðmundar Jónssonar Teits- sonar. 95 ára Stefán Jóhannesson, Munkaþverárstræti 32, Akureyri. 90 ára Kristín Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. 85 ára BjamiLoftsson, Starrahólum 1, Reykjavík. 80ára Svanlaug Pétursdóttir, Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. Svanhvít Jóhannesdóttir, Lönguhlíö3, Reykjavík. Böðvar Jónasson, Hólsvegi 3, Eskifirði. 75 ára 40 ára Helga Einarsdóttir, Grænuhlíð, Torfalækjarhreppi. Gísli Benediktsson, Brekku, Réy öaríj arðarhreppi. Margrét Guðmundsdóttir, Dynskógum 24, Hveragerði. Kristin Gísladóttir, Borgarhrauni 27, Hveragerði. Rúnar Pálmason, Tunguvegi 78, Reykjavík. Eirikur Páll Eiríksson, Sæbólsbraut 12, Kópavogi. Karen Eiríksdóttir, , Háteigsvegi 16, Reykjavík. Bergljót Bjarnadóttir, Hellisbraut 22, Reykhólahreppi. 70 ára Elísabet O. Sigurðardóttir, Gautlandi 9, Reykjavík, Guðrún Sigurðardóttir, Sólbrekku 2, Húsavik. Finnbjörn Bjarnason, Litlu-Eyri, Bíldudalshreppi. Svanhildur Guðmundsdóttir, Álföheiði 2, Kópavogi. Steingrímur Gunnarsson, Héðinsbraut 1, Húsavík. Erla Guðmundsdóttir, Nóatúni 26, Reykjavík. Sveinn Hauksson, Klappastíg 12, Reykjavik. Magnús Pétur Magnússon, 60ára Vilborg Brynjólfsdóttir, Tungubakka 22, Reykjavík. 50ára Anna Magnúsdóttir, Hafnartúni24, Sigluflrði. Laugarholtí 7B, Húsavík. SnorriSnorrason, Fjarðargötu 5, Þingeyri. Lone Jensen, Eyrarvegi 33, Akureyri. — tfiPúJ----- HUGSUM FRAM A VEGINN & ||ráðERÐAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.