Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Page 36
 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Ðreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990. Evrópumeistarakeppni: Hannes Hlífar gerir það gott „Ég gæti vel trúað því að Hannes Hlífar gerði það gott þarna úti í Hol- landi og byrjunin lofar vissulega góðu. Svo gæti jafnvel farið aö við eignuðumst Evrópumeistara í hon- um,“ segir Þráinn Guðmundsson, formaður Skáksambands íslands. Hannes Hlífar Stefánsson tekur um þessar mundir þátt í Evrópumeist- aramóti skákmanna, tuttugu ára og yngri, sem fram fer í Hollandi. í gær sigraði hann de Graaf og hefur hann því unnið allar sínar skákir í þeim fimm umferðum sem tefldar hafa verið. Alls verða tefldar 11 umferðir. Hannes Hlífar, sem er 18 ára, er alþjóðlegur meistari og hefur þegar unniö fyrsta áfangann að stórmeist- aratitli. Frammistaða hans hefur vakið mikla athygli og er hann talinn líklegur sigurvegari á mótinu. Skáksamband íslands sendir ár- lega efnilegasta skákmann sinn á Evrópumeistaramótið og kostar bæði ferð og uppihald hans. í mótinu nú taka þátt um 40 ungir skákmenn víðs vegar úr Evrópu, þar af margir alþjóðlegir meistarar. -kaa v Köldjólá mörgum heimilum „Við höfum reynt að passa upp á að öllum hafi getað liðið vel um jólin og að engum yrði kalt. Það hafa tveir til þrír starfsmenn Hitaveitunnar verið á vakt yfir allar hátíðirnar og aðstoðað fólk í köldum húsum. Ætli útköllin hafi ekki verið um 20 á dag,“ segir Jakob Ólafsson vaktmaö- ur hjá Reykjayíkurborg. Jakob segir ástandið í hitavatns- málum höfuðborgarsvæðisins vera ■**að færast í samt lag eftir mjög anna- samar vikur. Þó er ennþá nokkuö um að inntök í hús stíflist vegna út- fellinga og einhverra hluta vegna virðast sum hús verða frekar fyrir barðinu á þessu en önnur. Á því seg- ir hann enga einhlíta skýringu. „Sumir húseigendur eru sjálfir byrjaðir að reyna að bjarga sér og hreinsa inntökin upp á eigin spýtur. Það getur hins vegar verið varhuga- vert ef fólk kann ekki vel til verka því kranar geta til dæmis brotnað. Þá er eina leiðin að loka fyrir vatns- rennslið úti í götu. Slíkt getur tekið nokkurn tíma og á meðan getur heitt vatnið valdið miklum skaöa. Þetta er ekki hættulaust og þyí rétt að láta okkur um þetta. Hjá okkur er þessi þjónusta líka ókeypis.“ -kaa LOKI Hannes hlífir þeim ekki! Reykjafossí / Missti sjo gáma útbyrd is í 10-11 vindstigum - náðum að festa tvo gáma, segir 1. stýrimaður Reykjafoss, skip Eimskipafélags islands, missti sjö gáma af stærstu gerö, 40 feta, í sjóinn um 600 mílur suðvestur af íslandi þegar skipið var á leið til landsins fyrir hátíðir. Um 10-11 vindstig voru á þessum slóðum, vestanátt en norðvestan- kvika og mjög mikill sjór. Skip- verjar fóru út á þilfar eftir að gám- arnir fóru útbyrðis og tókst þeim að bjarga tveimur gámum sem fest- ingar losnuðu á í sömu stæðu á þilfarinu. Engan sakaði. „Það slitnuðu allar festingar af gámunum og það varð ekki við neitt ráöið,“ sagði Siguröur Hrólfs- son, 1. stýrimaður á Reykjafossi, í samtali við DV. „Við fórum út á dekk og festum það sem hægt var. Tveir gámar voru eftir úr sömu stæðu. Þeir voru komnir á hliöina. Það var mikið sem gekk á og við vorum í um tvo tima að ganga frá þessu,“ sagði Sigurður. Nokkuð margir innflytjendur hafa haft samband viö Eimskip vegna gámanna sem fóru í sjóinn. Gámarnir, sem losnuðu, voru í þremur hæðum stjórnbörðsmegin fyrir miðju gámaþilfarinu. í fjórum þeirra, sem fóru í sjóinn, var fros- inn fiskur sem flytja átti til Ham- borgar frá Nýfundnalandi um ís- land. í hinum þremur voru bílar og svokölluð almenn vara. Að sögn Sigurðar hefur þó ekki komið alveg í Ijós ennþá hvað var í þeim gám- um. Fiskurinn var í frystigámum og var hver þeirra um 25 tonn að þyngd. Hinir gámarnir voru 6-7 tonn að þyngd. Varan var lestuö í Argentia á Nýfundnalandi ogEver- ett í Bandaríkjunum. Reykjafoss lestaði einnig í Portsmouth ogNew York. Ekkert af þeirri vöru fór í sjóinn. Gámarnir, sem fóru á hliðina, voru einnig lestaðir frosnum fiski. Þeirri vöru hefur verið umstaflað í aðra gáma. Skiþið kom til Njarð- víkur á Þorláksmessu en þaðbggur nú í Reykjavík. Öll vara, sem var í skipinu, var í gámum. Haldið verður áfram með losun skipsins í dag en áætluð brottfór er á morgun. -ÓTT Kirkjusókn var fádæma góð um allt land þessi jól, enda færð og veður víðast hvar með ágætum. Margar kirkjur voru fullar út úr dyrum eins og sjá má á þessari mynd sem lekin var í Bústaðakirkju á jóladag. í Hallgrimskirkju voru um 2500 manns í tveimur messum á aðfangadagskvöld og er það um eitt prósent þjóðarinnar. Kópavogs- kirkja var yfirfull á aðfangadagskvöld og stóð fólk utan dyra i góðu veðri. Að sögn sr. Bernharðs Guðmundsson- ar upplýsingafulltrúa var áberandi hvað ungt hjónafólk með börn sótti vel messur um jólin og einnig á aðventunni. Á Þorláksmessu var góð kirkjusókn og margir skiiuðu inn söfnunarfé til Hjálparstofnunar kirkjunnar en nú hefur safnast um þremur milljónum meira en i fyrra og er búist við að meira eigi eftir að skila sér. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Snjókoma ogél Á morgun verður breytileg átt, gola eða kaldi. Líkur eru á snjó- komu eða éljum viða um land. Hiti verður á bilinu -1 til -5 stig. Útvarpslaust í 2 tíma Útsending Ríkisútvarpsins féll nið- ur í 2 klukkutíma í nótt vegna raf- magnsleysis. Varaaflstöð, sem taka á viö ef rafmagnsleysi verður, virkaði ekki. Að sögn Haröar Vilhjálmsson- ar, íjármálastjóra RÚV, hefur þetta aldrei gerst áöur í sögu stofnunar- innar en getur skapað alvarlegt ástand. -ns Unglingur léster sviffluga hrapaði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Átján ára piltur beið bana er svif- fluga, sem hann flaug, hrapaði til jarðar á Melgerðismelum í Eyjaflrði s.l. laugardag. Sviíflugan hafði nýlega verið dreg- in á loft er hún hrapaði skyndilega til jarðar úr þónokkurri hæð og mun pilturinn hafa látist samstundis. Hann hét Erlendur Árnason og bjó á Akureyri. Arnarflug innanlands: Aukiðviðhlutaféð Ákveðiö var á fundi á föstudags- kvöld fyrir jól að auka hlutafé í Arn- arflugi innanlánds hf. Hlutaféð verð- ur aukið úr 35 milljónum í 60 milljón- ir króna. Auk eigenda félagsins taka nokkrir starfsmenn þátt í hlutafjár- aukningunni. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.