Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. Fréttir Loðnuveiðibann frá áramótum: Sex veiðiskip mega f ara til loðnuleitar - skipstjórum heimilað að vera um borð og fylgjast með rannsóknaskipunum Á fundi sem sjávarútvegsráöherra hélt í gær með fiskifræöingum og hagsmunaaðilum í loðnuveiöum til- kynnti Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra að loðnuveiðibann verði'sett á um áramót. Það mun gilda þar til rannsóknaskip hafa fundið rök fyrir því að halda veiðun- um áfram. Þá var einnig ákveðið að veita sex loðnuveiðiskipum heimild til að leita og veiða loðnu ef hún finnst. „Þetta er þó fyrst og fremst leitar- leiðangur hjá þeim en þau fá leyfi til að veiða takmarkað magn. Þdð eru sex stærstu loðnuveiðiskipin sem fá boð um að fara þarna út,“ sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við DV. Norsk loðnuveiðiskip vilja koma hingað til að veiða þær 50 þúsund lestir sem eftir eru af kvóta Norð- manna. Norsku skipin vilja veiða þennan kvóta áður en loðnuveiðin hefst í Barentshafi 15. janúar. Aðeins veiðibann getur komið í veg fyrir að þau geri það, að sögn Halldórs. Á fundinum í gær kom fram að bæði útgerðarmenn og loðnu- bræöslueigendur vilja að loðnuveiði verði leyfð frá áramótum. Könnun hefur verið gerð á því hve mörg skip ætluðu til veiða ef leyft yrðir og eru þau 25. Það var Landssamband ís- lenskra útvegsmanna sem gerði þessa könnun. Alls eru loðnuveiði- skipin 45. Fiskifræðingar bentu á þá stað- reynd að loðnan væri mikilvægasti hlekkurinn í fæðu þorsks og þess vegna væru loðnuveiðarnar ekkert einkamál verksmiðjueigenda og út- gerðarmanna. Verksmiðjueigendur og útgerðar- menn benda á að mikil óvissa sé í niðurstöðum rannsókna fiskifræð- inga. Þeir bentu á að þróun síðustu loðnuvertíðar hafi verið með þeim hætti að ástæða sé til að efast um mælingar þeirra nú. Loks var ákveðið að skipa í bjarg- ráðanefnd vegna þessa máls og er hún skipuð fulltrúum frá hagsmuna- aðilum og sjávarútvegsráðuneytinu. -S.dór Þriburarnir við skírnina i Hallgrímskirkju. Guðlaug stóra systir, sem er þrettán ára, heldur á Ottó, Rúnar er með Ara en Þóra heldur á Daða. Þríburarnir, sem fæddust 5. desember, komnir til GrundarQarðar: Strákarnir heita Ari, Ottó og Daði - Erum þakklát fyrir allar gjafirnar til bamanna, segir móðirin „Við komum heim 17. desember. Síðan hefur þetta gengið vel. Þríbur- arnir halda áfram að vera eins og þeir voru á spítalanum, sofa, drekka og eru værir og góðir. Annars er þetta hörkuvinna þegar þeir eru vak- andi. Rúnar er alveg í fríi fram yfir áramót. Þegar hann fer að vinna kemur kona til að hjálpa mér. Sveit- arfélagiö er eiginlega búið að sam- þykkja hjálp eftir þörfum í eitt ár í samráði við mig og Ijósmóöurina," sagði Þóra Karlsdóttir úr Grundar- firði sem fæddi þríbura á fæðingar- deild Landspítalans 5. desember. Þóra segir að þríburarnir vakni á þriggja til fjögurra tíma fresti: „Ég er oft ansi þreytt á nóttinni. En þeir sofa nú þess á milli," sagði Þóra. Þríburarnir voru skíröir í Hall- grímskirkju áður en íjölskyldan hélt vestur. Drengimir heita Ari, Ottó og Daði. Séra Jón Þorsteinsson skýrði börnin. Þríburarnir eiga eina systur, Guðlaugu Jóhannsdóttir, þrettán ára sem er dóttir Þóru. „Sá sem var kallaður A á fæðingar- deildinni var skírður Daði, sá sem var kallaður B heitir Ari en sá sem fæddist minnstur og nefndur C- strákurinn var skírður Ottó. Annars er miðjustrákurinn, Ari, oröinn langþyngstur og stærstur. Hann er búinn að vera svo duglegur,“ sagði Þóra. - Hvaðan koma nöfnin, eru dreng- imir skírðir í höfuðið á einhverj um? „Þegar maður er með þrjú böm í einu Veröur að velja stutt nöfn sem hljóma vel saman - og ekki í höfuðið á einhveijum einum svo að einhver segi ekki: „Hvar er nafni?“.“ Þóra segir aö hún og eiginmaður hennar, Rúnar Russel, vilji koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra sem sent hafa margvíslegar gjafir fyrir þríburana. Auk allrar aðstoðar heima við ætl- ar sveitarfélagið í Eyrarsveit einnig að gefa sérpantaðan kerruvagn fyrir þríburana. Verslunin Þóra í Olafsvík sendi fót, Endur og hendur í Kringl- unni gáfu einnig fatnað, Heildversl- un Hannesar Wöhler sendi fót og poka fyrir burðarrúm, íslensk-amer- íska gaf pela og fleira, Búnaðarbank- inn í Grundarfirði gaf þríburunum sparibauka og bankabækur með inn- stæðu, Arnarflug innanlands gaf fría flugferð heim, Ragnar Kristjánsson í söluskála Esso í Grundarfirði sendi bleiubirgðir, Lárus Guðmundsson útgerðarmaður gaf þurrkara og verslunin Ásakjör sendi kveöjur og pakka. „Við erum öllum þessum aðil- um mjög þakklát. Auk þess sendum við öllum vinum og ættingjum þakk- ir fyrir börnin. Gjafirnar hafa allar komið sér mjög vel,“ sagði Þóra Karlsdóttir. -ÓTT Listi DV yfir 10 söluhæstu bækurnar: Bókarheiti Höfundarheiti 1 .(3) Tár, bros og takkaskór Þorgrimur Þráinsson 2.(2) Bubbi Silja Aðalsteinsdóttir og Ásbjörn Morthens 3. (1) Ég hef lifað mér til gamarts, Björn á Löngumýri segir frá Gylfi Gröndal 4.(5) Næturverðirnir • Alistair MacLean 5.(6) Margrét Þórhildur Danadrotting Anne Woden- Ræthinge 6.(4) Haltu mér-slepptu mér Eðvarð Ingólfsson 7. (7-8) Þá hló þingheimur Árni Johnsen og Sigmund 8. (7-8) Ráðgátan i víkinni Enid Blyton 9(10) íslensk samtíð 1991 VilhelmG. Kristinsson 10(—) Kristján Garðar Sverrisson Allt lagt undir við loðnuleit: Bæði rannsókna- skipin við leit allan janúar - og fram 1 febrúar efþörfkrefur, segir Hjálmar Vilhjálmsson „Við höldum af stað á miðvikudag- inn í næstu viku, 2. janúar, á báöum rannsóknaskipunum, Bjarna Sæ- mundssyni og Árna Friðrikssyni. Loðnuleit mun standa allan janúar- mánuð og fram í febrúar ef þörf kref- ur,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur í samtali við DV í gær. Þeir verða leiðangursstjórar sinn á hvoru skipinu Hjálmar og Sveinn Sveinbjörnsson. Hjálmar sagði að byrjað yrði við Stokksnes og síðan farið yfir svæðið út af Austfjörðum. Síðan yrði leitað fyrir norðan land og til Vestfjarða. í fyrra veiddist ekkert sem heitið gat á haustvertíð en svo allt í einu skaut loðnunni upp út af Austfjörð- um skömmu eftir áramótin. Þá um haustiö hafði verið leitað loðnu án árangurs eins og nú. Sá er þó munur- inn að í fyrra var ekki hægt að kom- ast yfir stórt hafsvæði vegna haflss. Nú var hins vegar hægt að fara yfir allt loönuleitarsvæðið en samt fannst engin loðna. Hjálmar sagðist ekki útiloka þann möguleika að hluti loðnunnar hafl haldið sig djúpt út af Austfjöröum og gæti komið upp að landinu eins og í fyrra. Hann sagðist þó frekar vantrúaöur á þann möguleika. Hann sagðist engum getum vilja leiða að því hvað hefði orðið um loðnuna. Hann vildi heldur engu spá um hvort þaö sama muni gerast í ár og í fyrra þegar loðnan birtist eftir áramótin. Þaðyrðibaraaðkomaíljós. -S.dór BókalistiDV: Unglingabókin Tár, bros og takkaskór er metsölubókin í ár Bók Þorgríms Þráinssonar Tár, bros og takkaskór varð söluhæsta bókin fyrir jólin samkvæmt bóka- hsta DV. í öðru sæti er Bubbi en Björn á Löngumýri hafnaði í þriðja sæti. Þessar þrjár bækur hafa verið í efstu sætum bókalistans undanfarn- ar þrjár vikur. Bókalistinn nú er mjög svipaður þeim sem birtist í DV þann 19. desember, þá var Björn á Löngumýri að vísu í fyrsta sæti, en Tár bros og takkaskór í því þriðja svo þessar bækur hafa haft sætaskipti á listanum. Bubbi var hins vegar í öðru sæti þá og situr þar einnig nú. Mjög lítill stigamunur er á þessum þremur þókum en þær bera ægishjálm yfir aðrar bækur listans. Bók Guðrúnar Helgadóttur, Undan illgresinu, dettur út af listanum en í staðinn kemur bók Garðars Sverris- sonar, Kristján, en hún var mjög nálægt því að komast inn á síðasta hsta. Bóksalar segja að bækur hafi selst mjög vel í desember og halda margir þeirra því fram að salan hafi aukist á milh 40 og 50 prósent frá síðasta ári. Nokkuð er um að einstaka bækur seljist betur á einum stað en öðrum, til að mynda hefur Saga Akureyrar verið efst á hsta fyrir norðan, bókin Nautnastuldur eftir ísfirðinginn Rúnar Helga Vignisson hefur selst vel fyrir vestan og loks má nefna bókina Lífsstríðið eftir Eiríks Jóns- sonar en hún hefur selst vel á Suður- landi. Bókaverslanirnar sem tóku þátt í könnuninni með DV í desmember eru: Bókabúðin Borg í Lækjargötu, Bókabúð Böðvars í Hafnarfirði, Hag- kaup í Skeifunni í Reykjavík, Bóka- búð Sigurðar Jónassonar í Stykkis- hólmi, Mikhgarður/Kaupstaður í Reykjavík, Kaupfélag Ámesinga á Selfossi, Bókabúð Jónasar Jóhanns- sonar á Akureyri, Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bókaverslun Jónasar Tómassonar á ísafirði og Bókabúðin Hlöðum á Egilsstöðum. í verslununum eru teknar saman sölutölur fyrir síðustu viku og búinn til hsti yflr tíu söluhæstu bækumar í hverri verslun. Bækurnar fá stig frá einum og upp í tíu eftir röðinni á list- unum úr hverri. Stigin eru síðan lögð saman og bókunum raðað á sölulist- ann eftir stigafjölda. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.