Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. 25 Iþróttir Ungur á nýjan leik „Aö hleypa Svíum í 8-0 er meö ólikindum en sýnir um leið að við erum skammt á veg komnir í und- irbúningi okkar. Það er stöðugt verið að skipta um leikmenn í stöðunum fyrir utan og það mun taka fleiri mánuði og tugi leikja að byggja upp sterkan sókirnr- leik," sagði Þorbergur Aðalsteins- son, þjálfari íslenska landsliðsins, eftír landsleikinn í gærkvöldi. „Ég fæ ekki þá leikmenn sem ég viidi helst af öllu hafa en samt ■ er ég mjög ánægöur með margt í þessum leik, það eittað strákam- ir skyldu aldrei gefast upjp er stór- kostlegt út af fyrir sig. Eg mun á næstunni leggja áherslu á sókn- ar- og hraðaupphlaup. Það er lið- inu gífurlegur styrkur að hafa Kristján Arason og strákunum líður vel í návist hans,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson. Kristján Arason: „Byrjunin var afleit, enda kannski aðlilegt. Við erum að æfa ný kerfi og það tekur tíma að fín- pússa þau, alla vega hvað mig snertir. Byrjunm gaf samt engan veginn rétta mynd af getu Iiðsins, ; enda spennan mikil að leika gegn sjálfum heimsmeistufunum," sagði Kristján Arason. „Um leið og isinn brotnaði átt- um við í fullu tré við þá en ljósi punkturinn var varnarleikurinn og það var virkilega garaan að koma inn í liðiö á nýjan leik. Þaö er sterkt að ná jafntefli gegn heimsmeisturunum en Svíar og Sovétmenn er án efa með bestu landsliðin í heiminum í dag. Mér finnst ég vera ungur á nýjan leik og ég legg um fram allt áherslu á t að liafa gaman af þessu," sagði Kristján Arason. Geir Sveinsson: „Það er ekki slæmt að ná jafn- tefli gegn heimsmeisturunum. Byrjunin var hrikaleg og það vantar ákveðni á nokkrum svið- um í liðiö. Við vorum alltof ragir í byrjun en smám saman hrökk liðið í gang. Það sáust margar jákvæðar hliðar í leiknum og ég held að þetta sé allt saman á réttri leið,“ sagði Geir Sveinsson. Sigurður Bjarnason: „Þetta var ein versta bvrjun sem ég hef lent í en þegar öllu er á botninn hvolft var þetta stórkost- - legt. Við gáfumst aldrei upp, vörnin var sterk og Svíar skor- uðu þorra marka sinna úr hraða- upphlaupum. Það kom mér á óvart að við skyldum ná jafhtefli gegn jafhsterku liði og Svíar eru,“ sagöi Sigurður Bjamason. jgn Svíum í gærkvöldi en hefur þó oft leikið mun betur. Patrekur Jóhannsson er fyrir aftan en hann átti mjög góðan leik og skoraði fjögur góð mörk. DV-mynd GS úlegur leikur 'öu jafntefli viö heimsmeistara Svía eftir hreina martröð í byrjun, 22-22 im ;ik ir- in- rá 'ur ir- sta i. 'ur m. ;ki igt ití nn ;r- og reyndar allan leiktímann. Hefur ekki áður verið boðið upp á aðra eins markvörslu í Laugardalshöllinni. Eftir að hin ótrúlega staða, 0-8, varð staðreynd komu varamenn Svía inn á hver af öðram og þá hrökk ís- lenska liðið í gírinn. Fyrsta markið kom eftir 19 'A mínútu og staðan eftir 20 mínútur 1-9. Þá komu fimm ís- lensk mörk og staðan í leikhléi 6-9. • í síðari hálfleiknum var íslenska liðið gott og reyndar allt annað lið á ferðinni. Svíar þó aldrei langt undan og þegar 11 mínútur voru eftir varð staöan jöfn í fyrsta skipti, 16-16. Heimsmeistararnir virtust með unn- inn leik í höndunum í lokin en mikil barátta færöi íslenska liðinu jafntef- lið. Patrekur Jóhannesson jafnaði metin, 22-22, á síðustu sekúndunni. Kórónaði hann þar með leik sinn en Patrekur lék aðeins varnarleikinn. Skoraði hann alls fjögur mörk úr hraðaupphlaupum og fiskaði að auki vítaköst. Á þessi 18 ára gamli leik- maður eftir að koma mikið við sögu í landsleikjum framtíðarinnar. Tvö stór vandamál blöstu viö fyrir leikinn. Skyttu vantaði vinstra meg- in og er búið var að færa miðjumann- inn Sigurð Bjarnason þangað vantaði miðjumann. Jón Kristjánsson byrj- aði á miðjunni en var alveg úti að aka. Konráð Olavsson fór síðan í miðjuhlutverkið og stóð sig mjög vel. Fer þar einn skemmtilegasti handknattleiksmaður okkar um þessar mundir. Sigurður Bjarnason var lengi í gang en eftír að hafa náð úr sér skjálftanum sem angraði hann í fyrri hálfleik átti hann stórleik í þeim síðari. Sérlega var gaman að sjá hvernig þessi ungi og reynslu- lausi landsliðsmaður fór með „bí- tilinn“ Staffan Olson um miðjan síö- ari hálfleik. Og er Olson var rekinn út af í tvær mínútur í kjölfarið sprakk Höllin og eftir það var „Faxi“ með alla Höiljna „á bakinu". Fleiri góða mætti nefna eins og Guðmund Hrafnkelsson sem varði 15 skot. Kristján Arason styrkti liðið en Al- freö Gíslason sást ekki, hvorki í leiknum né Höllinni, enda kappinn fyrir norðan og gaf ekki kost á sér í leikinn. • Mörk íslands: Sigurður 5/1, Pat- rekur 4, Konráð 4/2, Jakob 3, Kristján 3, Valdimar 2, og Geir 1. • Mörk Svía: Erik Hajas 9/1, Staff- an Olson 6, Per Carlén 4, Ola Lind- gren 2, og Magnus Wislander 1. -SK 5al ím ÍU- on na FLUGELDASALA FJÖLSKYLDUPOKAR - 4 GERÐIR BLYS - ORGEL - GOS ALLAR STÆRÐIR FLUGELDA VERÐ OG GÆÐI VIÐ ALLRA HÆFI AÐALSÖLUSTAÐUR Framheimilið við Safamýri sirpar 680342/680343/680344 föstudaginn 28. des................kl. 14-22 laugardaginn 29. des...............kl. 10-22 sunnudaginn 30. des................kl. 10-22 og að sjálfsögðu á gamlársdag, mánudaginn 31. des..................kl. 10-16 GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÁVÍSANIR GEYMDAR EINNIG ER SELT I KRINGLUNNI föstudaginn 28. des.... laugardaginn 29. des... og einnig á gamlársdag, mánudaginn 31. des..... kl.10-19 kl.10-16 kl. 10-12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.