Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifíng: Sími 27022 FOSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. sigá Miklatúni Karlmaður á miðjum aldri gyrti niður um sig og sýndi átta og níu ára stúlkum kynfæri sín við Miklatún síðdegis í gær. Lögreglan hóf þegar leit að manninum. Stúlkurnar lýstu manninum á eftirfarandi hátt: Hann er á miðjum aldri, var með brúna loðhúfu, með höku- og yfirvaraskegg, í gulbrúnni úlpu og í brúnum buxum. Lögreglan handtók nokkru síðar mann sem talinn var passa við lýs- inguna. Teknar voru af honum myndir. Maðurinn reyndist þó ekki vera sá sem lýst var eftir. Dóninn hefur því ekki náöst ennþá. Svipað áttísér stað í Fossvogi um kvöldmatarleytið á Þorláksmessu og aftur í Álfheimum síðar það kvöld. ^ Þá var maður einnig að sýna á sér kynfærin. Sá náðist ekki. . -ótt' Hannes Hlífar gefur ekkert eftir Hannes Hlífar Stefánsson heldur áfram að gera það gott á Evrópumót- inu í skák, 20 ára og yngri, sem nú fer fram í Arnhem í Hollandi. Hann tefldi til vinnings í gær og er nú hæstur á mótinu. Þykir hann eiga mesta möguleika á að sigra í mótinu. Alls verða tefldar 11 umferðir í mótinu. Að loknum sex hefur Hann- es Hlífar hlotið 6 stig og er með 1,5 vinnings forskot fram yflr næsta keppanda. Alls taka um 40 ungir skákmenn, víðsvegar að úr Evrópu, þátt í þessu móti, þar af margir al- þjóðlegir meistarar. -kaa Bráöavakt Borgarspítalans: Lokað á næturnar? Læknar á slysadeild Borgarspítal- ans íhuga að loka bráðvakt slysa- deildarinnar á næturnar frá og með kvöldinu í kvöld vegna mikils álags. Yfirlæknar og sérfræðingar hafa þurft að standa vaktir aðstoðar- lækna sem hafa takmarkað vinnu- tíma sinn. Tryggvi Þorsteinsson, yflrlæknir slysadeildar, segir að neyðarástand ríki nú hjá læknum deildarinnar. Ekki hefur verið boðaður nýr samn- ingafundur lækna og ríkis eftir að upp úr slitnaði fyrir jól. Félag ungra lækna hyggst funda um ástandið í dag. -ns LOKI Vanir menn -vönduð vinna! Atök í Framsókn um ráðninguna w I • • • / • * *• : A fundi bankaráðs Landsbank- ans í dag verður nýr bankastjóri ráðinn. Þetta er staöa sem Fram- sóknarflokkurinn telur sig eiga og hafa átt sér stað mikil átök innan flokksins um hver hreppi stöðuna. Allir þeir sem DV ræddi við í gær og í morgun telja öruggt að Halldór Guöbjarnason, fyrrum bankastjóri Útvegsbankans, verði ráðinn. Geir Magnússon, fyrrum bankastjóri Samvinnubankans, hefur verið helsti keppinautur hans eftir að Guðmundur G. Þórarinsson al- þingismaður heltist úr lestinni. Um tíma var talið líklegt að Guðmund- ur G. yrði ráðinn til aö leysa póli- tiskt vandamál innan ílokksins. Stóryrði Guðmundar eftir próf- kjörið í Reykjavík skemmdu fyrir honum og nú kemur hann ekki til greina. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, lagði til að Geir Magnússon yrði ráðinn. Hann hef- ur ekkert hvikað frá þeirri skoðun sinni. Nokkrir sterkir aðilar innan flokksins hafa aftur á móti stutt Halldór. Þar hafa farið framarlega í flokki Kristhm Finnbogason, full- trúi Framsóknarflokksins í banka- ráði Landsbankans, og Páll Péturs- son þingflokksformaður. í morgun var talið víst að Steingrímur yrði undir í þessu máli og að Halldór yrði ráðinn, sem fyrr segir. Hvað eftir annað hefur ráðningu bankastjóra við Landsbankann verið frestað vegna þessara deilna. Eins var beðið eftir því hvort þætti Halldórs Guðbjarnasonar í Haf- skipsmálinu yrði áfrýjað til Hæsta- réttar. Hann var ákæröur í því sem bankastjóri Útvegsbankans en var sýknaður í undirrétti. Nú hefur verið ákveðið að máh hans verði ekki áfrýjað til Hæstáréttar og því hægt að ganga frá málinu. S.dór Vegagerðin: Færtum allt land Flestir vegir landsins eru nú færir og samkvæmt upplýsingum Vega- gerðar ríkisins er færðin eins og best verður á kosið. Rutt verður um helg- ina og fram að hádegi á mánudag ef þörf krefur. Að sögn Ólafs Tómassonar hjá Vegagerðinni verða helstu vegir ruddir á mánudag en fjallvegir látnir vera. „Veður og vindar ráða svo ferð- inni því við ryðjum ekkert aftur fyrr en 2. janúar." -ns BláfjöH: Stutt í að lyftur opnist Banaslys varð þegar 47 ára háseti á varðskiplnu Tý varð fyrir kranabómu á bátaþilfari skipsins síðdegis i gær. Hann lést samstundis. Rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík annast rannsókn á tildrögum slyssins. Maðurinn hét Sigurður Bergmann. Hann hafði starfað hjá Landhelgisgæslunni í áratugi. Sigurður lætur eftir sig uppkomna dóttur og aldraða foreldra. DV-myndS Lítið vantar á til að hægt sé að opna lyftur við skíðasvæðið í Blá- fjöllum. Brekkur voru troðnar í gær en þá vantaði ennþá snjó ofar í þær. Þegar DV fór í prentun í morgun var Þorsteinnn Hjaltason, forstöðumað- ur svæðisins, á leið upp eftir til að kanna hvernig lítur út í brekkunum eftir nóttina. ÓTT Veðrið á morgun: Snjókoma eðaél Á morgun verður noröaustan- og austanátt um allt land og sums staðar snjókoma eða él. Frost 1-6 stig. Sími: 91-41760

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.