Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. Merming___________ Ljóðatónleikar í Norræna húsinu Hulda Guðrún Geirsdóttir sópransöngkona hélt ljóðatónleika í Norræna húsinu í gærkvöldi. Undirleik á píanó annaðist Ólafur Vignir Albertsson. Undirleik- ur á gítar var í höndum Kristins H. Árnasonar. Á efnis- skránni voru verk eftir Jón Þórarinsson, Pál ísólfsson, Sigfús Einarsson, Karl .0. Runólfsson, Jean Sibelius, Lennox Berkeley og Richard Strauss. Lög íslensku höfundanna, sem þarna 'voru flutt, Fuglinn í fjörunni, Frá liðnum dögum, Draumalandið, og Síðasti dansinn, eru öllum kunn og mega teljast íslensk klassík. Þá voru ílutt ijögur lög eftir Sibelius. Hljómuðu þau laglega en ekkert þeirra getur tahst spennandi tónsmíð. Þrjú lög úr ljóðaflokknum Songs of the half light eftir Lennox Berkeley höfðu meiri áhrif á áheyrendur. Þessi tónlist virðist vera frá fyrsta fjórðungi aldarinnar og hefur til að bera töluverðan þokka sem söngkonunni ungu tókst prýðilega að koma til skila og eru þessi lög þó ekki auðveld í flutningi. Þaö hjálpaði einnig til að gítarleikur Kristins H. Árna- sonar var mjög góður. Síðast á efnisskránni voru nokkur lög eftir Strauss. Ekki jafnast hann á við Schubert. Þar vantar upp á Tónlist Finnur Torfi Stefánsson áreynsluleysi snilldarinnar. Engu að síður hafa lögin sem þarna voru flutt skýran persónleika, eru fagmann- lega samin og bjóða á köflum upp á töluverð átök fyr- ir flytjendur. Söngkona og píanóleikari sýndu hér prýðileg tilþrif og virtust vel í essinu sínu. Frammistaða Huldu Guðrúnar var að öðru leyti mjög góð á þessum tónleikum. Hún hafði gott vald á efninu. Söngur hennar var hreinn og gleöilega laus við mistök. Röddin er falleg og býsna mikil. Túlkunin var ekki alltaf jafnáhrifamikil en einnig að þessu leyti átti Hulda Guðrún ágæt augnablik. Ólafur Vignir er áberandi hæflleikaríkur tónlistarmaður og gerði hann margt fallega þarna þótt leikur hans hefði sums staðar mátt vera agaðri. Andlát Anna Kristjánsdóttir frá Arnarholti, Hrísateigi 13, Reykjavík, lést á Borg- arspítalanum 26. desember. Sólveig Ása Júlíusdóttir, Bugðulæk 2, andaðist á annan dag jóla í Borgar- spítala. Guðrún Eggertsdóttir Waage, Hamraborg 18, Kópavogi, lést á Landspítalanum þann 24. desember. Árni Mathiesen Jónsson lögfræðing- ur, Álftamýri 48, lést 25. desember. Erlendur Indriðason, Skúlaskeiði 18, Hafnarfirði, lést á Sólvangi þann 25. desember. Sigríður Ingvarsdóttir frá Efri- Reykjum, Biskupstungum, andaðist á Ljósheimum, Selfossi, 26. desemb- er. Garðar Jónsson frá Hæsta-Hvammi, Dýrafirði, Kleppsvegi 56, andaðist á Borgarspítalanum 26. þessa mánað- ar. Þorsteinn Eiríksson, Borgarvegi 11, Ytri-Njarðvík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur að kvöldi 25. desember. Jón Hörður Sigurbjörnsson, Eyja- holti.17, Garði, lést 23. desember. Elín Magnúsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Njarð- argötu 41, Reykjavík, lést aðfaranótt 24. desember. Eyþór Erlendsson, frá Helgastöðum í Biskupstungum, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. des- ember. Gunnar M. Gunnarsson, Sæviðar- sundi 13, Reykjavík, andaðist á Borg- arspítalanum 23. desember. Sigríður Kristjónsdóttir, frá Sauðár- króki, andaðist á Borgarspítalanum á aðfangadag. Jarðarfarir Ingunn Thoroddsen, Fjólugötu 19, lést miðvikudaginn 19. desember á öldrunarlækningadeild Landspítal- ans. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 2. janúar kl. 13.30. Elín Guðmundsdóttir frá Bæ, Mið- dölum, veröur jarðsungin frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 29. desember kl. 14. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8. Gunnar Ólafsson, Haga, Selfossi, veröur jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 29. desember kl. 13.30. Sara Soffía Guðmundsdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 12. desember sl. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnar H. Ágústsson andaðist á Landspítalanum 23. desember. Jarð- arförin fer fram frá Dómkirkjunni tÖ6tudaginn 4. janúar kl. 13.30. Jóhanna Ragna Pálmadóttir, Borg- arbraut 5, Grundarfirði, sem lést á Borgarspítalanum 23. desember, verður jarðsungin frá Grundarfjarð- arkirkju laugardaginn 29. desember kl. 13.30. Þorsteinn Nikulásson frá Kálfárvöll- um, Valbraut 9, Garði, lést á heimili sínu 22. desember 1990. Kveðjuathöfn verður í Útskálakirkju, Garði, laug- ardaginn 29. desember 1990 kl. 10 árdegis. Jarðsett verður að Búðum í Staðarsveit sama dag kl. 16. Jóhannes Jónsson frá Flóðatanga verður jarðsunginn frá Stafholts- kirkju laugardaginn 29. desember kl. 14. Ferð verður frá Umferðarmið- stöðinni kl. 11. Ólöf Jónsdóttir, Tjarnargötu 16, er lést 17. desember sl., verður jarö- sungin frá Dómkirkjunni í dag, föstu- daginn 28. desember, kl. 13.30. Gunnlaugur B. Björnsson, Stranda- seh 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. desember kl. 13.30. Birna Helgadóttir, Fremstagili, Langadal, er lést 21. þ.m., verður jarðsungin frá Holtastaðakirkju í dag, 28. desember, kl. 14. Friðrik Brynleifsson lést 22. desemb- er. Hann fæddist á Kirkjubæjar- klaustri 15. maí 1958, sonur hjónanna Brynleifs H. Steingrímssonar og Þor- bjargar Sigríðar Friðriksdóttur. Friðrik lauk stúdentsprófi frá öld- ungadeild MH1983 og var langt kom- in með nám í lyfjafræði við Háskóla íslands er ytri aðstæður urðu til þess aö hann hvarf frá námi. Var hann við verslunarstörf síðustu ár ævi sinnar. Eftirlifandi eiginkona hans er Ólöf Halldórsdóttir og gekk Frið- rik syni hennar í föðurstað. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. t Eiginmaður minn, faðirokkar, tengdafaðir og afi Jón Hörður Sigurbjörnsson Eyjaholti 17 Garði lést 23. desember Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Valgerður Einarsdóttir Fréttir Jólasveinninn Skattasníkir - þótti líkur flármálaráöherra Skattasníkir heitir hann og er svo hkur Grýlu að allir fara þeir í fýlu sem hótað er með heimsókn hans. Hann kom í bæinn fyrstur allra jóla- sveina og fer væntanlega síðastur allra. Hann þykir varhugaverður og á það th að beita fyrir sér jafnt skrúð- mælgi sem hótunum til að ná sínu fram. Er hann þeim verstur sem pen- ingum unna og skiptir hann litlu hvort um sé að ræða ekkjur eða ann- að sómafólk. En hann fékk góðar við- tökur á litlu jólunum í íjármálaráðu- neytinu enda á hann sér þar marga góða vini og samherja. Fengu margir vart séð annað en þar væri á ferðinni jólasveinn nauðalíkur Ólafi Ragnari. Var að vonum spurt hvort dagsdag- lega væri ríkissjóði stjórnað af jóla- sveini, dulbúnum sem fjármálaráð- herra. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐfl A VALDA ÞÉR SKAÐA! TAKIO ÞÁTT í JÓU- GETRAIW Vínníngar að verðmæti 205 þúsund krónur Skilafrestur er tíl kl. 22 í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.