Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. 33 Sviðsljós Alec Baldwin hefur verið fylgisveinn Basinger upp á síðkastið en leikkonan hefur varla mikinn tíma til að sinna honum á næsta ári enda auglýsinga- störf og tónlistin ansi tímafrek. Veitingastaðurinn Tveir vinir bauð gestum sínum upp á jólablús fáeinum dögum fyrir jól. Meðal þeirra sem fram komu voru Halldór Braga og Einar Örn en þeir sjást einmitt á þessari mynd leika á gitar í sameiningu. DV-mynd RaSi Nóg að gera hjá Kim Basinger - hljómplata væntaínleg á næsta ári Leikkonan og kynbomban Kim Basinger hefur í nógu að snúast þessa dagana. Ekki er þetta vegna þess að leiktilboðum rigni yfir hana heldur virðist Basinger vera að reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum og þar gengur bara nokkuð vel ef marka má bróður hennar, Mick, sem er sérstakur viðskiptaráðgjafi fyrir systur sína. Kim er orðin 37 ára gömul en ber aldurinn vel, hvort sem það er fegr- unarlæknum eða einhverju öðru að þakka, og getur nú vahð úr tilboðum frá hinum ýmsu auglýsendum. Leik- konan tók boði um að leika í Golden Lady-auglýsingu og fékk enga litla vasapeninga fyrir það. Heimildum ber að vísu ekki alveg saman um hvað Kim fékk fyrir sinn snúð en það mun vera á bilinu ein til þrjár millj- ónir dollara. Og nú vill Lux-sápufyr- irtækið fá Kim til að auglýsa sína vöru og er tilbúið að borga jafnmikið ef ekki meira en Golden Lady. Það er þó eins gott fyrir Kim að ráða sig ekki í of margar auglýsingar því leikkonan verður að hafa tíma fyrir tónlistarferilinn sem er um það bil að hefjast. Fyrir þá sem hafa áhuga á tónlist hennar er rétt að fylgjast með hljómplötuverslunum á næsta ári en þá er einmitt fyrirhugað að breiðskífan hennar komi út og að nokkrir hljómleikar fylgi í kjölfarið. Úr einkalífinu er þó heldur lítið að frétta. Samkvæmt síðustu fregnum er Kim enn í slagtogi með Alec Bald- win en hvort þau eru meira en vinir veit víst enginn. Hálfur maður eða hestur eða þannig Aðdáendur Sean Connery og Michelle Pfeiffer biða nú spenntir eftir kvik- myndinni The Russia House enda leiða þar saman hesta sína tveir frábær- ir leikarar. Auk afreka á breiðtjaldinu eru þau bæði í hópi kynþokkafyllstu karla og kvenna ef marka má skoðanakannanir og Connery er reyndar oftast í fyrsta sæti sltkra lista þrátt fyrir að vera ekkert unglamb lengur. í The Russia House greinir frá ástum þeirra og njósnavef sem þau bæði tengjast en leikstjóri myndarinnar er Fred Schepisi, sá hinn sami og gerði Roxanne. Fyrir áhugasama má geta þess að aldursmunur leikaranna er 27 ár. William Todd-Jones er hvorki hálfur maður né hestur heldur Cullkomlega eðlilega byggður karlmaður. Todd- Jones brá sér í liki grískrar goð- sagnaveru um daginn og sýndi sig gestum Narnian-kastala en ekki fylgdi sögunni hvert tilefnið var. Fréttir Afbragðsverð á fiski í Þýskalandi Nokkur skip hafa selt erlendis síð- ustu viku, flestar landanir hafa þó verið í Þýskalandi. Aíbragðsverð er á fiski sem fyrr og verður svo fyrsta kastið. Bv. Már seldi í Bremerhaven alls 156 tonn fyrir 18,197 millj. kr. Þetta er síðasta sala íslensks skips til ára- móta. París Miklar birgðir voru af alls konar fiski á Rungismarkaðnum í byrjun mánaðarins. Verðið var samt í jafn- vægi. Snjókoma oUi miklu öngþveiti Fiskmarkaðurinn Ingólfur Stefánsson og tepptust flutningaleiðir víða, bílar voru fastir í sköflum og jafnvel voru heilu byggðarlögin án rafmags. Danir hafa keypt mikið af rækju, sem þeir kaRa kaldsjávarrækju, seg- ir blaðið Le Marin. Þessa stóru rækju, sem frá Rússunum kemur, kaUa Danir Polar Seafood. TaUð er aö Danir hafi keypt 2862 tonn af Rússum. Danir selja einnig rækju fyrir Grænlendinga og er það tals- vert sem þaöan kemur. Nú bjóða Danir nýja pakkningu sem er soðin og pUIuð rækja í tveggja og hálfs kílóa pökkum. Rússneska rækjan er ekki sér- merkt og ekki getið um hver veiðir hana. Uppi eru getgátur um að ann- ars konar rækju sé blandað í rækj- una og merkt því landi sem best hef- ur orð á sér fyrir góða framleiðslu. Jólaverslunin er komin í gang hér og ekkert til sparað í auglýsingum. Götur, og markaðir hafa verið skreyttir hér í heUan mánuð og stór- markaðir og verslanir hafa opið alla sunnudaga. í stórmarkaðnum Monoprix er reyktur lax seldur á um 1400 kr. kg. Það væri synd að segja að innflutti laxinn hefði htið vel út, en aftur á móti var sá lax, sem kom frá frönsku reykhúsunum, mjög fallegur. Reyk- húsið Labeine var með miklar aug- lýsingar í sjónvarpinu og voru pakkningamar þær fallegustu sem sáust á markaðnum. Tókíó: Scandinavian Trade Service Frá miðjum desember til miðs mars er lítið um ferskan lax, þó er aðeins innflutningur á ferskum laxi en mjög lítið. Japanir eru sólgnir í ferskan fisk og orsakar þetta nokkra eftirspurn eftir laxi sem öðrum ferskum fiski. Um miðjan mánuðinn var sala á ferskum laxi 150 kassar á dag og var sá fiskur frá Naritajþetta var á Stukiji markaðnum. Áður fyrr gátu Norðmenn glaðst yfir fisksöl- unni um þetta leyti en nú kemur fisk- ur frá Chile og Ástralíu. Dagleg sala á laxi frá Chile er 25 kassar og 30-50 kassar frá Ástralíu. Þó er ekki útilok- að að Norðmerin geti átt von á meiri eftirspurn. Oseibu - heimsins stærsti gjafa- markaður þeirra Japana - stendur nú yfir. Oseibu er þakkarhátíð fyrir árið sem er að líða. Þá gefa menn þeim gjafir sem þeir telja að'hafi gert þeim eitthvað gott. Japanir eyða milli 40 og 50 millj. norskra króna árlega af þessu tilefhi. Aðallega er gefinn fiskur, ferskur, saltaður eða reyktur lax. Gefa menn pakka sem eru að verðgildi 3-5000 yen en fyrirtækja- gjafir eru 10.000 yen. Á þessum mark- aði hefur mest að segja fallegar um- búöir og auglýsingar. Það er mikið hægt að læra af Jap- önum á þessum sviðum. England: Bv. Gullver seldi í Grimsby 19. desember: Sundurliðun eftirtegundum Selt magn kg. Verðíerl.mynt Meðalv. pr. kg Söluverð ísl. kr. Kr. pr. kg. Þorskur 78.765,00 108.933,00 1,38 11.535.133,24 146,45 Ýsa 29.945,00 48.719,00 1,63 5.158.952,35 172,28 Ufsi 215,00 129,00 0,60 13.660,07 63,54 Karfi 60,00 54,00 0,90 5.718,17 95,30 Koli 20,00 40,00 2,00 4.235,68 211,78 Grálúða 14.000,00 19.556,00 1,40 2.070.823,95 J 47,92 Blandað 140,00 293,00 2,09 31.026,36 221,62 Samtals 123.145,00 177.724,00 1,44 18.819.549,81 152,82 Þýskaland: Bv. Víðir seldi í Bremerhaven 17. desember: Sundurliðun eftir tegundum Selt magn kg. Verði erl. mynt Meðalv. pr. kg Söluverð isl. kr. Kr. pr. kg. Þorskur 523,00 2.638,28 5,04 97.196,61 '185,84 Ýsa 90,00 382,50 4,25 14.091,64 156,57 Ufsi 4.980,00 19.853,00 3,99 731.402,39 146,87 Karfi 159.900,00 656.133,60 4,10 24.172.552,34 151,17 Blandað 10.333,00 16.007,79 1,55 589.741,39 57,07 Samtals 175.826,00 695.015,17 3,95 25.604.984,38 145,63

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.