Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. 15 Efla þarf siðgæði í stjómmálum: Loddarar ráða ferðinni Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. - „Hann talar alltaf eins og hann standi utan og ofan við allt“, segir greinarhöf. m.a. Pólitísk umræöa hefur verið meö líflegasta mótí aö undanförnu. Bráöabirgöalög á BHMR og þjóðar- sátt hafa verið svo samtvinnuð að helst er aö skilja á mektarmönnum samfélagsins aö þetta tvennt sé eitt og hið sama. Sjálfstæðismenn ætl- uöu reyndar aö greina þarna á milli, en samkvæmt skoðanakönn- unum síðustu daga er ljóst aö landsmönnum fundust þeir ekki trúverðugir. Það skein nefnilega alltaf í gegn aö sjálfstæðismenn voru í reynd ekki á móti lagasetningu á BHMR nema þá kannski Ragnhildur Helgadóttir - vandiæting hennar var hrein og sönn. Pólitískt upp- hlaup þeirra Davíös og Þorsteins rann því út í sandinn. Þeir voru kallaðir inn á teppið hjá VSÍ og húðskammaðir og í þingliði sjálf- stæðismanna kraumar óánægjan vegna glópsku þeirra. - Andstæð- ingar sjálfstæðismanna hlakka yfir óförunum og tauta í barminn. „Þar kom að því að fólk sá hið rétta eðli Davíðs Oddssonar." Eitt sést mönnum yfir í öllum þessum hamagangi sést mönnum yfir eitt mjög mikilvægt atriði. Hneisa alþingis hefði ekki orðið minni ef lögin hefðu verið sett á alþingi í stað þess aö þau voru sett utan þings! Hneisan hefði þvert á móti orðið ennþá meiri ef lögin hefðu verið samþykkt af þing- heimi. Á sjálfstæðismönnum er helst að skilja að þeir hefðu glaöir viljaö mæta sérstaklega til þings, ef þeir hefðu fengið að vera með í ó- svinnunni. Umræðan að undanförnu hefur verið mjög gagnleg. Upp úr stendur þó að Einar Oddur „bjargvættur“ staðfesti í viðtali við sjónvarpið aö KjaUarinn Hallgrímur Hróðmarsson kennari í MH aðilar vinnumarkaðarins sömdu um það við ríkisstjórnina aö hún sviki gerða samninga við BHMR. Sennilega hefur það gerst nóttina fyrir undirritun VSÍ/ASÍ sam- komulagsins. Þetta var staðfest með „handsali" milli aðila. En hvérjir fleiri voru viðstaddir þarna um nóttina aðrir en Einar Oddur og Ólafur Ragnar? Það er spurning sem brennur á vörum margra þessa dagana. Ég er þeirrar skoð- unar að þarna hafi meðal annarra verið Þórarinn V. Þórarinsson og Ásmundur Stefánsson eða „Þór- mundur sjálfur" eins og þeir lags- bræður eru gjarnan kallaðir nú. Hvað var handsalað? Samkvæmt ummælum Einars Odds „bjargvætts" var samið um það þessa nótt að „allir ættu að sitja við sama borð“ og að „engir ættu að fá meira en launþegar í ASÍ“. Er þetta ósanngjamt? Þjóðarsátt hlýtur að fela í sér að allir leggja eitthvaö af mörkum - ekki satt? En þetta er ekki svona einfalt. Það sátu ekki allir við þetta marg- nefnda borð þegar samningurinn var gerður. Og það sjá allir hversu ruglað það er þegar A gerir fyrst samning við B og gerir síðan samn- ing við C (að B fjarstöddum) um að svíkja samninginn við B. Þetta er algjör óhæfa og mikil óhæfa er að forseti íslands skuli vera ginnt- ur til að skrifa upp á þetta. Ég vil endurtaka það sem ég sagði áður: Hneisan hefði samt orðið meiri ef þessi ólög hefðu verið sam- þykkt á Alþingi. Eftirfarandi ummæli voru höfð eftir Steingrími Hermannssyni í Morgunblaðinu þann 19. ágúst sl.: „Það eru að minnsta kosti tvær ef ekki þijár ríkisstjórnir búnar að lofa BHMR samanburði við kjör á almennum markaði en hafa ekki staðið við það.“ í sama viðtali sagði hann: „... ég vil að þessi samanburður sé gerð- ur“. Hvílíkur loddaraskapur! Hann talar alltaf eins og hann standi utan og ofan við allt. En í barnslegu sak- leysi sínu missir hann út úr sér óborganlegar athugasemdir. Ég hafði lengi von Eg hef áður lýst' því í grein í DV hve vonbrigði mín urðu mikil þeg- ar ráðherrar Alþýðubandalagsins tóku þátt í svikunum gegn BHMR. Það var nöturlegt að sjá þessa menn, sem hafa slegist með hávaða og látum út af hverju málinu á fætur öðru, sameinast um aö svíkja gerða samninga við flestöll stéttar- félög BHMR á einu bretti. Þessir kumpánar ásamt Denna og Jónunum tveimur ætluðu sko aldeilis að klekkja á Þorsteini og Davíð með því að rjúka í kosning- ar. Það má vart greina á milli hver þeirra er með lengsta pólitíska nef- ið. Hallgrímur Hróðmarsson „En hverjir fleiri voru viöstaddir þarna um nóttina aörir en Einar Oddur og Ólafur Ragnar? Það er spurning sem brennur á vörum margra þessa dag- ana.“ Er verið að endurvekja átthagafjötrana? Á 14. öld voru í gildi þær reglur í dönskum sveitum að vinnufólk á óðalsbýlum skyldi vera fastbúandi á þeim býlum sem það fæddist á. Það var litið á þetta fólk sem hluta af áhöfn býhsins og gekk það kaup- um og sölum með því. Þetta var kölluð átthagaánauð. Síðar, eða árið 1733, voru sett lög í Danaveldi sem bundu búalið til að staðfestast á fæðingarbúi sínu. Þetta var gert til þess að sporna við vaxandi fólksflutningum úr sveit- unum og óðalsbændur vildu tryggja sér nægilegt og ódýrt vinnuafl. Þetta voru átthagafjötrar og þannig byggðastefna þess tíma. ísland var á þessum tíma hluti af Danmörku og dönsk lög jafnframt íslensk. Þessara laga mun þó lítíð hafa gætt hér uppi á Fróni þótt veruleg- ar hömlur væru á ferðafrelsi al- múga, það kallað flakk og varðaði viö lög, nema menn heföu til þess heimild yfirvalda og yrðu sér útí um leysingjabréf og kölluðust þá kóngsins lausamenn. Eymd Þórshafnar Frá Þórshöfn er gerður út togar- inn Stakfell. Grónir heimamenn hafa engan áhuga á skiprúmi á torgaranum, hafa það bæði betra fjárhagslega og rólegra aö róa á trilluhorninu sínu, vor, sumar og haust, og að öðru leyti að lifa af sínu í landi. Stór hluti áhafnar togarans er því aðkomumenn búsettir annars stað- ar. Á því herrans ári 1990 ákvað útgerð skipsins að krefjast þess af þessum mönnum að þeir flyttu búsetu sína til Þórshafnar eða fara af skipinu ella. - í framhaldi af Kjallariim Benedikt Gunnarsson framkvæmdastjóri þessu voru nokkrir menn reknir af skipinu. Pínumynd af þjóðarskútu Nú er togaraútgerð frá Þórshöfn mikil raunasaga. Skip eftir skip hafa verið gefin íbúunum af al- mannafé og reksturinn jafnharðan farið á hausinn. Þetta hafa verið sannkallaðar þjóöarskútur og ráðleysið í útgerð- inni svo mikið að framkvæmda- stjórinn getur ekki tekið ákvörðun um hvort hann heldur þérar skips- höfnina eöa þúar, samanber það uppsagnarbréf sem einn skipverj- inn fékk frá honum í byrjun nóv- ember sl. þar sem skipveijinn er þúaður í öðru orðinu en þéraður í hinu. Á meðan þessi útgerð er rekin af almannafé, á minn kostnað og þinn, lesandi góður, þá verður að ætlast til þess að ég og þú, sem ís- lenskir ríkisborgarar og þátttak- endur í þessari útgerð, getum feng- ið skiprúm á togaranum óháð bú- setu, ef við kærum okkur um það. Bitur reynsla hefur sannað að togarútgerð frá Þórshöfn á engan rétt á sér og það á að leggja hana niður. og hrein fjarstæða og afturhvarf til verstu niðurlægingartíma þjóðar- innar að ætla að neyða menn til búsetu á þessum útjálka sem ekki á sér viðreisnar von. Útgerðarstaðirnir á landinu eru of margir, fiskiskipin of mörg og fiskvinnslurnar of margar og stór- fyrst að ná stjórn á þessu og leggja niður aumustu staðina. í forgangs- hópi yrði Þórshöfn. Það á að styrkja þá sem vilja flytja í burt frá staðnum og skapa þeim lífvænlega aðstöðu annars staðar. Hinir sem geta af eigin rammleik skapað sér lífsviðurværi á staðnum verða þar áfram en án meiri opinberrar framfærslu en aðrir þegnar landsins. Þó að þetta svæði færi í eyði, eins og það leggur sig, þá er það aðeins til að bjarga landinu frá meiri eyði- leggingu og þetta sem menn vilja kalla bakland, það verður þarna, reiðubúið til að þjóna okkur þegar við þurfum á því að halda. Það er miklu, miklu meira en nægilegt pláss á lífvænlegri stöðum á landinu fyrir þetta fólk. Benedikt Gunnarsson „Ef við ætlum að lifa manneskjulegu lífi í landinu þá verður sem allra fyrst að ná stjórn á þessu og leggja niður aumustu staðina. - í forgangsröð yrði Þórshöfn.“ Heimamenn hfa af sínu þar til ar. Efviðætlumaðlifamanneskju- þeir sjá sér hag í aö flytja í burtu legu lífi í landinu verður sem allra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.