Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1990, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990. Fréttir Verið að endurskoða þjóðhagsspá fyrir 1991: Hagvöxturinn stef nir í núllið Það stefnir í núllið með hagvöxtinn fyrir næsta ár, það er aukning fram- leiðslunnar verði engin. Þetta er mikil breyting frá fyrri spám um hagvöxtinn. í þjóðhagsspá frá í okt- óber var spáð 1,5 prósent aukningu framleiöslunnar á næsta ári. Sam- kvæmt því hefði hagvöxturinn átt að vaxa í fyrsta sinn síðan 1987. En nú stefnir í, að svo verði ekki. Orsökin er, að nú getur svo farið, að loðnuaíli á vetrarvertíð verði eng- inn. Ekki er alveg búið að afskrifa loðnuaflann fyrir árið 1991 að saman- lögðu, en aflinn mun dragast mikið saman og kannski verða alls enginn. í fyrri þjóðhagsspá var gert ráð fyr- ir, að aflinn héldist hinn sami milli ára, um 850.000 tonn. Glötun loðnunnar þýöir, að út- flutningstekjur minnka um 5 millj- arða króna. Á móti gæti komið, ef farið yrði á næsta ári af stað með framkvæmdir vegna nýrrar álverk- smiðju. En allt er óvíst um, að þær framkvæmdir hefjist árið 1991. Ann- ars gætu orðið á því ári framkvæmd- ir upp á yfir tvo milljarða króna, aöallega virkjunarframkvæmdir. Yrðu slíkar framkvæmdir árið 1991, mundi það þó aðeins bæta loönu- brestinn upp að minna en hálfu. -HH HAGVÖXTUR Á ÍSLAND11981 -91 Grafið sýnir hagvöxtinn, það er breytingar á framleiðslunni frá' ári til árs. Hér sézt lægðin mikla síðustu árin, þegar hagvöxturinn hefur verið í mín- us, það er framleiðslan minnkað. Nú stefnir helst í, að framleiðslan verði óbreytt. Bilunin hjá Ríkisútvarpinu: Erf itt að koma boðum til skila ef eitthvað kæmi upp á, segir Guðjón Petersen „Þaö er náttúrlega mjög alvarlegt þegar svona bilanir verða vegna mik- ilvægis Ríkisútvarpsins í Almanna- varnakerfinu," segir Guðjón Peters- en, framkvæmdastjóri Almanna- varna ríkisins, um bilunina sem varð vegna rafmagnsleysis hjá Ríkisút- varpinu aðfaranótt fimmtudags. Höfuðöryggisrofi bilaði og varaafl- stöð virkaði ekki þannig að útsend- ingar féllu niður í rúma 2 klukku- tíma. Guðjón segir að ef eitthvað stórvægilegt gerðist þegar svona stæði á, yrði fátt um fína drætti. „Ríkisútvarpið hefur langmesta útbreiðslu útvarpsstöðva á landinu þannig aö það yrði mjög erfitt að koma boöum til afskekktari staða. En í þéttbýli myndi fólk væntanlega hlusta á aðrar stöðvar sem við mynd- um nýta okkur. Svo höfum við sír- enukerfi og annaö til að láta fólk vita. Samt sem áöur er þetta mjög alvar- legt og í kringum RÚV hefur verið byggt sérstakt öryggiskerfi. En þetta eru tæknileg eða mannleg mistök og við verðum að muna að öll mann- anna verk geta bilað.“ Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri RÚV, segir að enn sé verið að rannsaka orsakir bilunarinnar. „Veiturafmagnið fór ekki af en það var höfuðrofi sem sló út í rafmagns- töflunni. Það hafði þau áhrif á svo- kallaða órofna straumfæðingu, -sem á að vera varaafl, að hún setti dísil- stööina ekki í gang sem á aö halda útsendingu uppi þótt veiturafmagnið fari af. En það er verið að rannsaka hvemig þetta gat gerst, því þetta átti ekki að geta gerst.“ Það var ekki rétt sem kom fram í DV í gær aö bilun sem þessi hafi aldr- ei orðið áður. Hið rétta er að svona lagað hefur ekki gerst eftir að RÚV flutti í Efstaleiti. -ns Slökkvilið Reykjavíkur tók nýjan dælubíl í notkun í síðustu viku. Brunabill- inn verður svokallaður útkallsbíll númer eitt hjá slökkviliðinu. Hér er um að ræða fjögurra drifa bil, útbúinn ýmsum björgunartækjum. Hann hefur vatnsgeymi fyrir um 2 þúsund litra af vatni en getur dælt um 3.500 lítrum á minútu. Bifreiðin kostaði um 20 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Frá vinstri á myndinni eru Þórir Jónasson brunavörður, Friðrik Þorsteins- son varðstjóri og Einar Gústafsson aðalvarðstjóri. DV-mynd S Starfsfólk Landspítalans: Fær útborgað samkvæmt venju - þóttþaðnotiekkistinipilklukkurnar Starfsfólk Landspítalans fær út- borgað eins og vanalega um mánaða- mótin þrátt fyrir að það neiti enn aö nota þær stimpilklukkur sem settar hafa verið upp. Starfsfólkið átti að byrja að stimpla sig inn 1. nóvember síðastliðinn en hefur hingað til neitað að gera það. Um síðustu mánaöamót kom til greina að greiða fólkinu eingöngu dagvinnu en fallið var frá því og það sama veröur uppi á teningnum nú. Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Ríkisspítalanna, segir að starfsfólkið hafi í engu breytt afstöðu sinni til stimpilklukknanna. Bréf voru send deildarstjórum um síðustu mánaðamót og fundir hafa verið með trúnaðarmönnum og verkalýðsfélögum en það hefur ekki haft áhrif. „Reykingabannið er að skella á núna svo það er kannski nóg mæða fyrir fólkið. En þetta er náttúrlega orðin mjög kómísk staða og asnaleg en við ætlum að fara hægt í málið, alla vega fram yfir áramót," segir Pétur. -ns Fjárlög: Niðurgreiðsla loðdýra- fóðurs 32,5 milljónir Við þriðju umræðu fjárlaga á Al- þingi lagði meirihluti fjárveitinga- nefndar til að inn á fjárlög kæmi nýr hður sem heitir: Niðurgreiðsla fóö- urs í loðdýrarækt. Til þessa skal veita 32,5 milljónir króna. Þá er á fjárlögum Uður sem heitir Endurgreiðsla gjalda í landbúnaði og eru veittar 475,5 milljónir króna til þessarar endurgreiðsíu. -S.dór Þórólfur Matthíasson lektor: Aukinn frítími bænda alfarið á kostnað neytenda - flárfestingar og tæknivæðing 1 landbúnaði hafa ekki skilað sér í lægra vöruverði Þrátt fyrir aukna hagræðingu og tæknivæðingu í íslenskum land- búnaði á undanfórnum árum hefur það ekki komið fram í lækkandi vöruverði. Hins vegar hafa neyt- endur orðið aö borga nýju tækin dýrum dómi enda er hluti þess verðs sem þeir greiða fyrir land- búnaðarvörur til kominn vegna fjárfestingarkostnaðar búanna. Svo dæmi sé tekið má gera ráð fyrir að það verð sem neytendur borga fyr- ir lambakjöt sé allt að 10% of hátt vegna skekkju í verölagsgrundveh- inurn. í grein sem Þórólfur Matthíasson, lektor í hagfræði við HÍ, ritaði ný- verið í Vísbendingu kemur fram hörð gagnrýni á þær reiknireglur sem sexmannanefndin fer eftir þeg- ar hún ákvarðar verð til bænda. Fram kemur í greininni að þessar reiknireglur fylgja að óverulegu leyti raunverulegri kostnaðarþró- un við framleiðsluna. Segir hann reglurnar byggjast fyrst og fremst á „hyggjuviti“ ráðuneytis- og fram- leiösluráðsmanna og hagsmunum bænda. í samtah við DV sagði Þórólfur að í verðlagsgrundvelUnum væri nánast ekkert tillit tekið til þeirrar framleiðniaukningar sem hljóti að hafa orðið í landbúnaöinum í kjöl- far mikiUar tæknivæðingar á Uðn- um árum. Af því mætti ætla að fjár- festingarnar hefðu ekki haft neina hagræðingu í fór með sér né vinnu- tímastyttingu hjá bændum. „Þetta er fráleitt og óeðlilegt. Svo virðist vera sem bændur geti ákveðið alfarið sjálfir það verð sem þeir fá greitt fyrir framleiðsluna. Það virðist enginn líta yfir reikn- inga þeirra með gagnrýnum aug- um.“ Þórólfur segir að sé gengið út frá því að tæknivæðingin til sveita síð- astliðin 20 ár hafi skilað árlega um 2% framleiðniaukningu þá hefði það átt að skila sér í 33% færri vinnustundum og leiöa til 15% minni kostnaðar. Og þó einungis væri reUmaö með 1% framleiðni- aukningu þá ætti það að hafa í fór meö sér 8% minni kostnað. Þórólfur veltir þeirri spumingu upp hvort neytendur margborgi ekki aukinn fritíma bænda sem komið hefur tU vegna vélvæðingar- innar. Hann segir að sú vinnutíma- stytting sem gera mætti ráð fyrir með aukinni hagræðingu hafi ekki komið fram vegna slaklegs eftir- rekstrar þeirra sem taka á móti búreikningum. „Neytandinn tekur i raun fullan þátt í fjármagnskostnaðinum en nýtur einskis í aukinni framleiðni. Það er því ekki undarlegt að inn- flutningur og sala á búvélum hafi verið arðvænlegur atvinnuvegur á undangengnum árum,“ segir Þór- ólfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.