Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991.
Fréttir
Ætlaði að greiða skuldir í Gjaldheimtimni:
Tugum þúsunda stolið frá
áttræðri konu í Kringlunni
- pemngar horfnir úr veskinu þegar það fannst síðar
„Ég er alveg hissa á þessu. Maður
kemst allur úr sambandi. Ég var
stödd í Ingólfsapóteki í Kringlunni.
Þar lagði ég handtöskuna á boröið
en sneri mér við til að ná í sokka í
hillu. Til að kaupa það nauðsynleg-
asta í Kringlunni notaði ég peninga
sem ég hafði í buddu í kápuvasanum.
Nokkru síðar fór ég í Hagkaup. Þá
áttaði ég mig á að ég var ekki m,eö
handtöskuna," sagði Kristín Jó-
hannsdóttir, áttræður ellilífeyris-
þegi, í samtali við DV í gær.
„Ég veit ekki hvar veskið var tekiö
en það fannst síðar. Þá var það opið
með öllu á rúi og stúi í á bekk við
Áttræð kona, Kristín Jóhannsdóttir,
tapaði tugþúsundum króna þegar
veski hennar var stolið. DV-mynd S
gosbrunninn. Þá voru 30 þúsund
krónur horfnar úr veskinu.
Kristín var á ferð í Kringlunni í
fyrradag þegar hún varð vör við að
handtaska hennar með 50 þúsund
krónum, bankabók, lyklum og
bankaskjali var horfin. Peningana,
sem hún var með í veskinu, ætlaði
hún að nota til að greiða gjöld hjá
Gjaldheimtunni ásamt fleiru.
Hún veit ekki nákvæmlega hvar
veskið var tekið en telur helst að það
hafi verið þegar hún lagði það frá sér
í apótekinu eða í Hagkaup. Kristín
hringdi á lögreglu og hafði samband
við öryggisgæslumenn í Kringlunni.
Um kvöldið var hringt til Kristínar.
Kona úr Garðabæ hafði þá fundið
veskið og tókst henni aö hafa upþi á
eigandanum. Kristín var með 50 þús-
und krónur í veskinu þegar það
hvarf en það kom í ljós að 20 þúsund
höfðu verið skilin eftir í litlu hefti í
töskunni. Þegar Kristín fór og náði í
veskið hjá finnandanum bauðst hún
til að greiða fundarlaun:
„Konan gaf mér mjög greinargóða
lýsingu á hvernig hún kom að vesk-
inu. Hún vildi ekki taka neitt fyrir.
Ég er mjög glöð yfir að hafa fengið
veskiö tU baka og þaö sem í því var.
Ég er lasin og var að kaupa meðul í
apótekinu. Þarna inni sátu einhverj-
ir strákar á bekk. Þeir voru greini-
lega ekki í neinum erindum. Ég get
þó ekki fullyrt hvort þeir tóku veskið
þegar ég lagði það frá mér. Þaö bend-
ir þó allt til þess.
Það kemur sér ekki vel að tapa
svona miklum verðmætum. Maöur
reiknar ekki með svona ómerkileg-
heitum," sagði Kristín.
Hún sagðist skora á þá sem tóku
peningana frá henni að skila þeim.
-ÓTT
Verkstjórafundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna stendur nú yfir. Á fundinum kom fram að útflutningur hefur
aðeins dregist saman en verðmæti aukist. DV-mynd Brynjar Gauti
Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna:
Útf lutningur dróst saman
verðmætaaukning 25% á milli ára
HeOdarútflutningur Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna nam liö-
lega 94 þúsund tonnum á árinu 1990,
sem er um tvö prósent minna í magni
talið en árið 1989. Aftur á móti reynd-
ust verðmæti útflutnings SH vera
tæplega 19 milljarðar króna miðað
við CIF-verðmæti eða um það bil 25
prósent meira í krónum talið en árið
á undan.
Vestur-evrópski markaðurinn er í
sókn og er hann nú orðinn stærsti
útflutningsmarkaður samtakanna
með yfir 50 prósent af hefidarútflutn-
ingi SH, en stærsta einstaka viö-
skiptalandið er Bandaríkin. í fyrra
var samdráttur á sölu til BandarOcj-
anna, Sovétríkjanna og Asíulanda.
Þegar litið er á skiptingu heildarút-
flutnings kemur í ljós að á nýliðnu
ári reyndust ríki innan Evrópu-
bandalagsins vera stærstu kaupend-
ur afurða framleiðenda innan vé-
banda SH. Hlutfallslega mesta aukn-
ingin í magni reyndist vera á sölu-
svæði IFPL, dótturfyrirtækis Sölu-
miðstöðvarinnar í Bretlandi eða 33,7
prósent og hækkuðu sölutekjurnar
um 100,8 prósent í krónum talið. Alls
seldust sjávarafurðir til Bretlands
fyrir rúmlega 2,6 milljarða króna á
árinu.
Annað stærsta markaðslandið var
Frakkland en þangað seldi fyrirtæk-
ið sjávarafurðir fyrir 3,2 milljarða en
til Þýskalands var flutt út fyrir 3
milljaröa króna.
Salan til Bandaríkjanna dróst sam-
an um 24 prósent á mifli ára. í verð-
mætum nam samdrátturinn 14 pró-
sentum, fór úr 5,9 milljörðum í 5,1
mOljarð króna. Útflutningurinn til
Sovétríkjanna dróst saman um 31
prósent á milli áranna 1989 og 1990.
-J.Mar
Aflamiðlim:
Útf lutningur á ísuðum
f iski dregst saman
Útílutningur á ísuðum, slægðum
þorski dróst saman um 15 prósent á
mflli áranna 1989 og 1990. Árið 1989
voru ílutt út 36.700 tonn en á síðasta
ári var flutt út 31 þúsund tonn.
Útflutningur á ýsu og karfa dróst
saman um 6 prósent. Af fyrmefndu
tegundinni voru flutt úr 19 þúsund
-verðiðhækkar
tonn árið 1989 en 18 þúsund tonn í
fyrra en útflutningur á karfa jókst
um 7 prósent, úr 9.450 tonnum í 10.200
tonn. HeOdarsamdrátturinn á út-
flutningi á ísfiski er því 8 prósent.
1989 voru flutt út 93 þúsund tonn en
árið 1990 var útflutningurinn 85.300
tonn.
Fiskverð hækkaði hins vegar mikið
á milli ára. Á Bretlandsmarkaði
hækkaði meðalverðið um 47 prósent
fyrir hvert kíló af þorski og um 40
prósent á ýsu. Á Þýskalandsmarkaöi
var hækkunin á hverju kílói af karfa
á milli ára 38 prósent en 22 prósent
á ufsa. -J.Mar
Framsóknarmenn í Reykjanesi:
Flóðbylgja
mótmæla gegn
framboðs*
breytingu
- segirNíelsAmiLund,þriöjimaðurálistanum
„Það má vera aö menn telji það
ákveðiö að Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra flytji
sig í efsta sætið í Reykjavík. Ég er
ekki jafn viss. Því ég er alveg sann-
færður um að hvorki Steingrím,
né nokkurn annan, hefur órað fyr-
ir þeirri ílóðbylgju mótmæla hjá
framsóknarfólki i Reykjanesi sem
skolliö hefur yfir frá því skýrt var
frá áskorun Reykvíkinganna á
Steingrím," sagði Níels Árni Lund,
þriðji maður á hsta Framsóknar-
flokksins i Reykjanesi.
Hann sagði að fólk hefði stans-
laust hringt í sig til að lýsa yfir
vanþóknun sinni á þessari hug-
mynd. Þannig hefði þaö einnig ver-
iö með aðra forystumenn flokksins
í Reykjaneskjördæmi. Það væri því
alveg ljóst að tilfærsla á Steingrími
í framboði yrði ekki gerö með góðu
samkomulagi í Reykjaneskjör-
dæmi. Enda mætti ljóst vera að
þótt Steingrímur færi í efsta sætið
í Reykjavík leysti það ekki þann
ágreining sem þar hefði verið um
langt árabil. Ólafur Jóhannesson
setti þessar deOur niður þegar
hann flutti framboö sitt til Reykja-
víkur, árið 1979, vegna deilna þar.
Um leið og hann hætti blossuöu
deilurnar aftur upp. Þess vegna
sagðist Árni telja að tilfærsla á
Steingrími skapaði fleiri vandamál
en hún leysti.
Aðspurður hver tæki efsta sætið
í Reykjanesi ef Steingrímur fer til
Reykjavíkur sagöi Árni að það
væri alveg óleyst mál. Hann benti
á að kjödæmisráðið hefði gengið frá
listanum í nóvemberlok. Þá bauð
sig enginn fram í fyrsta sætið gegn
Steingrími. Slíkt hefði aldrei komið
til greina. Ef Steingrímur aftur á
móti viki sæti þá yrði að sínum
dómi að kalla saman kjödæmisþing
og láta nýtt prófkjör fara fram þar
sem aðstæður væru alveg ger-
breyttar.
Jóhai\n Einvarðsson, alþingis-
maður og annar maður á listanum,
sagði að ef af þessu verður yrði að
kalla saman kjördæmisþing aftur
til að velja í sætið sem losnar. Það
væri alveg ljóst. Hann taldi aftur á
móti ekkert því til fyrirstöðu að
menn færðust upp á listanum.
Raunar væri þaö líklegasta lausnin
þótt fleira kæmi til greina. Enda
þótt hann segðist skOja vanda
framsóknarmanna í Reykjavík
taldi hann þetta afleita lausn á
vandanum. -S.dór
Bilun í hjóla-
búnaði Fokkers
Bilun varð í hjólabúnaði Fokker-
flugvélar á flugvellinum á Höfn í
Homarfirði síðdegis á miðvikudag.
Vart varð við bOunina, sem var í
vinstra hjólastellinu, þegar hún var
komin út á brautarenda með 36 far-
þega sem voru í vélinni. Ákveðið var
að rúta næði í farþegana út á flug-
brautina en það er í um kílómetra
ijarlægð frá flugstöðinni á Höfn.
Vélin var síðan dregin með svoköll-
uðu beisli aö flugskýlinu. Önnur
flugvél var send til að ná í farþegana
og flutti hún þá til Reykjavíkur. Að
sögn Vignis Þorbjörnssonar, um-
dæmisstjóra Flugleiða á Höfn, varö
nokkur seinkun af þessum sökum.
-ÓTT