Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Side 3
FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1991.
3
I>v Viðtalið
Fréttir
-----------
Félagsstörf
eru mér
hugleikin
Nafn: Gunnlaugur Auðunn
Júlíusson
Aldur: 38 ára
Starf: Aðstoðarmaður
la ndbún aðarráðherra
Gunnlaugur Júlíusson hag-
fræðingur var ráðinn aðstoðar-
maður Steingríms J. Sigfússonar,
landbúnaöar- og samgönguráð-
herra um áramótin.
Gunnlaugur er fæddur á Mó-
bergi á Rauðasandi í Vestur-
Barðastrandasýslu, alinn þar upp
og búsettur til skamms tíma.
Ættir sínar á hann að rekja til
fæöingarstaðarins og eins til
Húnavatnssýslu.
Fyrstu kynni Gunnlaugs af
kennslu voru í farskóla en síðan
fór hann í unglingaskóla í Stykk-
ishólmi og þaðan á Hvanneyri
þar sem hann var í 5 ár. „Þar
kláraði ég búfræðikandidatspróf
1975 og vann sem ráðunautur og
fleira tengt landbúnaði. Haustið
1980 fór ég til Svíþjóðar og var í
hagfræðinámi í sænska land-
búnaðarháskólanum í 3 ár. Þáfór
ég í doktorsnám í Kaupmanna-
höfn og kom heim 1987.“
Eftir aö Gunnlaugur kom heim
frá Kaupmannahöfn hóf hann
störf hjá Stéttarsambandi bænda
og var þar í 3 ár. Og fyrir tæpu
ári síðan byijaði hann hjá land-
. búnaöarráðuneytinu og sá um
ýmis verkefni.
Starfsmaður ráðherra
Verksvið aðstoðarmanns ráö-
herra er nokkuö vítt. „Ég sé um
framkvæmd ýmissa þeirra mála
sem ráðherrann leggur áherslu á
að unnin séu og kem fram sem
fulltrúi hans undir ákveðnum
kringumstæðum, en aðállega
felst mitt starf í að vera starfs-
maður fyrir ráðherrann. Ég veit
nú ekki ennþá hversu umfangs-
mikið starfið er en ég á ekki von
á öðru en að það geti orðið tölu-
vert timafrekt. Hins vegar líst
mér vel á þetta starf.“
Áhugamál Gunnlaugs eru
mörg. „Að vísu hef ég haft alltof
lítinn tíma fyrir áhugamál síðan
ég kom heim en ég hef starfað að
ýmsum félagsstörfum. Ég hef
verið viðloðandi Dansk-íslenska
félagið, var í stjóm SÍNE, núna
er ég í stjórn Útvarðar, samtök-
um um byggðamál þannig að
félagsmál eru mér hugleikin. Svo
eru náttúrlega hlutir sem maður
hefur alltof lítinn tíma til aö
sinna, eins og það að vera úti.
Aö fara með byssu upp á fjöll
þótti mér gaman hér í gamla
daga, ekki endilega til að skjóta
sem mest heldur bara að vera
úti. Eins að lesa góðar bækur.“
Hvað lífsmottó varðar segir
Gunnlaugur: „Ég segi nú bara
eins og tfændi minn Bjöm á
Löngumýri: Að hafa gaman af því
sem maður er að gera.“
Hangikjöt og mjólk
Uppáhaldsmatur aöstoöar-
manns landbúnaðarráðherra em
nátturlega landbúnaöarafurðir,
hangikjöt og köld mjólk.
Gunniaugur er i sambúð með
Sigrúnu Sveinsdóttur lyfjafræð-
ingi og þau eiga 2 syni, 5 og 2ja
ára. -ns
Herinn á Miðnesheiði:
Byggir hátt í500 íbúðir
fyrir fjölskyldufólk
- stefnt að því að fækka sem mest einhleypum hermönnum á Vellinum
Bandarísk hernaðaryfirvöld hafa
gert stórátak í byggingu íbúðar-
húsnæðis fyrir hermenn og fjöl-
skyldur þeirra á svæði Varnarliðsins
á Miðnesheiði. Á næstunni verður
lokið við byggingu 248 íbúða og á
næstu tveimur árum verða byggðar
224 til viðbótar.
Með þessu er herinn að leitast við
að bæta aðbúnað hermannanna og
styrkja stöðu sína gagnvart öðrum
atvinnugfeinum í Bandaríkjunum.
Herinn byggir sinn mannafla á sjálf-
boðaliðum og neyðist því til að bjóða
starfsfólki sínu upp á kjör og að-
búnað sem ekki em lakari en þekkist
á almennum vinnumarkaðinum.
Að sögn Friðþórs Eydal, upplýs-
ingafulltrúa hersins, era nú alls um
3200 hermenn á vegum bandaríska
hersins á Miðnesheiði, þar af um 500
konur og 2700 karlar. Um 800 þeirra
era hér með fjölskyldum sínum og
alls eru um 1000 börn á svæðinu.
Samtals er því um 5000 manna byggð
á Miðnesheiði í tengslum við herinn.
Friðþór segir það stefnu bandarí-
skra og íslenskra stjómvalda að
fjölga sem mest fjölskyldufólki á vell-
inum. Með því náist fram meiri stöð-
ugleiki og minni samskiptavanda-
mál. Vegna íbúðaeklu hefur hins veg-
ar ekki verið hægt að bjóða óbreytt-
um hermönnum í fjórum neðstu
virðingarflokkunum að hafa fjöl-
skyldur sínar með sér hingað til
lands. Hann segir að á þessu muni
nú verða breyting.
„Því fylgja ótvírætt miklir kostir
að fá fleira fjölskyldufólk hingað.
Auk þess sem það skapast meiri festa
á svæðinu skuldbinda hermennirnir
sig til að vera héma ári lengur. Það
verður því ekki eins mikið los á
mannskapnum."
Aðspurður kveðst Friöþór ekki
eiga von á því að reglum um ferðir
hermannanna utan hernaðarsvæöis-
ins verði breytt í kjölfar þessa. í gildi
séu mjög rúmar reglur sem í raun
setji engar hömlur á ferðir fjöl-
skyldufólks né yfirmanna. Óbreyttir
og ógiftir hermenn mega hins vegar
ekki vera utan svæðisins eftir mið-
nætti nema þeir séu á hóteli og gisti
þar. -kaa
„Við vorum bara á rúntinum. Vissum ekki hvað við áttum að gera og þetta
var að minnsta kosti gáfulegra en að fara á fylliri," sagði Þorsteinn Stein-
þórsson á Egilsstöðum, en hann og sex aðrir framtakssamir ungir menn á
staðnum tóku sig til aðfaranótt þrettándans og bjuggu til þennan myndar-
lega snjókarl á planinu við Shell-skálann á staðnum. Kallinn er fimm metr-
ar á hæð og það er áreiðanlega rétt því strákarnir fengu tæki hjá lögregl-
unni til að mæla hæðina. Þeir voru hálfan annan tima að skapa verkið,
luku því kl. hálfþrjú aðfaranótt 6. janúar.
DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir, Egilsstöðum
Loönuleitin:
Vonumst eftir niður-
stöðu um helgina
„Það hefur ekkert verið rætt enn
að leyfa loðnuveiðar og verður ekki
fyrr en niðurstaða úr mælingum
fiskifræöinganna liggur fyrir.
Loðnuleitin og mælingarnar eru eins
og annað í sjávarútvegi háð veðri og
vindum. En ef leitarskilyrði haldast
er ég að vonast til að niðurstöður úr
mælingum fáist um helgina eða í
byrjun næstu viku. Þá fyrst er hægt
að segja eitthvað," sagði Jón B. Jón-
asson, skrifstofustjóri sjávarútvegs-
ráðuneytisins, í samtali við DV.
Jákob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, sagði að ekkert
væri að frétta af mælingum fiski-
fræðinganna á rannsóknaskipunum.
Sjómenn á veiðiskipunum, sem
verið hafa við loðnuleit, halda því
fram að allmikið sé af loðnu út af
Austfjörðum. Hún sé hins vegar
dreifð. Loðnan mæhst ekki nema
hún þétti sig í torfur. Þessu til sönn-
unar er bent á gríðarlega stóra torfu
sem Hólmaborgin kastaði á og
sprengdi nótina. Fjórum klukku-
stundum síðar fannst ekki tangur né
tetur af torfunni sem var á milli 50
og 6Q faðma djúp. Þetta atriði styrkir
menn í að mikið sé af loðmu en að
hún sé ekki farin að þétta sig.
-S.dór
Verðbólga 6,4 prósent
Verðbólga er nú um 6,4 prósent
samkvæmt vísitölu framfærslu-
kostnaðar sem birt var í gær. Vísital-
an í janúar veröur 149,5 stig eða 0,6
prósent hærri en í desember.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi-
tala framfærslukostnaðar hækkað
um 7,3 prósent. Undanfarna þrjá
mánuði hefur hún hækkað um 1,6
prósent og jafngildir sú hækkun 6,4
prósent verðbólgu á heilu ári.
Stærsti hluti þessarar 0,6 prósent
hækkunar núna er vegna hækkunar
á matvöru og rafmagns- og húshitun-
arkostnaði.
-JGH