Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. Fréttir Fiskeldið á heljarþröm: Á þriðja milljarð tapað og á annan tug gjaldþrota - talið að á næstunni muni allt að 6 milljarðar tapast 1 gjaldþroti fiskeldisfyrirtækja Alls hafa 16 fiskeldisfyrirtæki fariö á hausinn og þegar hafa tapast á þriðja milljarö króna af þvi fé sem sett hefur verið i greinina. Miklir rekstrarerfiðleikar hrjá þessa ungu atvinnugrein og þykir sýnt að á næstunni muni fjöldi stöðva verða gjaldþrota. Þær sem enn eru starfandi eru flestar orðnar uppiskroppa með eigið fé. Bankar, fjárfestingarlánasjóðir og fleiri lánardrottnar hafa kippt að sér hendinni varðandi frekari fyrir- greiðslu. Jafnvel Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva hefur lokað eigin skrifstofu vegna fjárhagsörðug- leika. ^ GJALDÞROT fiskeldisstööva Ölunn, Dalvlk \ X)Fla r> . .. - Árlax.Kópaskerl 1 Flskeldl Húsavíkur Fomós, Sauóirkrákl Islenska flskeldjsf.. Elólsvik, Rvík > Vogalax hf., i A Pólarlax hf., Undarlax ht, \ ^ Straumsvlk, Hafnarflról Vogum L W W Smárl ht, Þorlákshöfn íslandslax, Grlndavlk DVJRJ Á einungis einu ári hefur á annan tug fiskeldisfyrirtækja orðið gjald- þrota og annar eins fjöldi hætt starfsemi. Alls voru í upphafi síð- asta árs starfandi um 100 fiskeldis- og hafbeitarstöðvar, þar af um helmingurinn í umtalsverðum rekstri. Taiið er að á undanfórnum árum hafi alls verið settir um 10 milljarð- ir í þessar stöðvar en þar af einung- is um hálfur annar milljarður í hlutafé. Ljóst þykir að nú þegar hafi tapast eitthvað á þriðja millj- arð vegna gjaldþrota og rekstrar- stöðvunar. Þá er nánast allt eigiö fé þeirra fiskeldisstööva, sem enn starfa, uppurið. Lánardrottnar í vanda Stærstu lánardrottnar fiskeld- isstöðvanna eru íjárfestingarlána- sjóðirnir og hafa þeir lánaö á fimmta milljarð til uppbyggingar þessarar atvinnugreinar. Að auki hafa þeir keypt hlutabréf í fiskeld- isfyrirtækjum fyrir hátt í 100 millj- ónir. Þá hafa sjóðirnir lánað ein- staklingum og fyrirtækjum um 160 milljónir til hlutabréfakaupa. Ljóst er að tap þessara sjóða vegna gjald- þrota og rekstrarstöðvunar í grein- inni muni skipta milljörðum króna. Auk íjárfestingarlánasjóðanna hafa bankar og aörar lánastofnanir lánað á þriðja milljarð til fiskeld- isstöðva í rekstrar- og afurðalán. Einnig hafa kaupleigufyrirtæki veitt umtalsvert fjármagn til tækja- kaupa í stöðvunum og fóðurstöðvar hafa selt þeim fóður fyrir hundruö milljóna upp á krít. Sex milljarðar í hættu Vegna gjaldþrota og rekstrar- stöðvunar margra fiskeldisfyrir- tækja hafa meira en 20% þessara fjármuna tapast nú þegar. Munar þar mest um gjaldþrot Lindarlax og ísla'ndslax á síðasta ári en í þeim er talið að um 1,5 milljarður hafi tapast. Til viðbótar þessu hafa miklir fjármunir tapast vegna gjaldþrots minnst 14 annarra fisk- eldisfyrirtækja víðsvegar um landið. Á opnum stjómmálafundi í Reykjavík fyrir skömmu lét Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra þau ummæh falla að allt að sex mihjarðar myndu tapast á næstunni vegna gjaldþrota í grein- inni. Að sögn kunnugra er þetta ekki ólíklegt enda sé ekki hægt að búast við að fiskeldið hér á landi geti borið nema um helming þess fjármagnskostnaðar sem á grein- ina fehur. Að vonum eru bæði eig- endur stöðvanna og lánardrottnar mjög uggandi um stöðuna enda miklir fiármunir í húfi. Framkvæmdasjóður lánaði mest Af einstökum fiárfestingarlána- sjóðum hefur Framkvæmdasjóður íslands lánað mest tíl fiskeldisins eða um tvo mUljarða. Algengasta lánsupphæðin hefur veriö um 100 milljónir en mest hefur sjóðurinn þó lánað um 270 mUljónir í einstakt fyrirtæki, SUfurlax. Aö sögn Snorra Tómassonar, að- stoðarforstjóra Framkvæmdasjóðs íslands, hefur sjóðurinn enn ekki þurft að afskrifa mikið af lánum en segir útlitið framundan svart. Hann segir ljóst að svigrúm til frek- ari lánafyrirgreiðslu sé htiö enda þótt fiárhagsleg staða sjóðsins hafi Fréttaljós Kristján Ari Arason batnað að undanfornu. Biðröð eftir fyrir- greiðslu hjá Byggðasjóði Byggðasjóður hefur alls lánað um 1,1 mUljarð tU fiskeldisstöðva og að auki lánað ríflega 200 miUjónir til hlutafiárkaupa í þessum fyrirtækj- um. Til viðbótar þessu hefur sjóð- urinn sjálfur keypt hlutabréf fyrir um 60 milljónir. Á boröi stjórnar sjóðsins liggur nú beiðni frá ýmsum fiskeldis- stöðvum um aukna fyrirgreiðslu sem enn hefur ekki verið tekin af- staða tU. Eitt þessara fyrirtækja, Smári hf. í Þorlákshöfn, hefur þeg- ar verið tekið tU gjaldþrotaskipta og ljóst að fleiri fylgja í kjölfarið komi ekki fil aukin fyrirgreiösla á næstu dögum. Til dæmis hefur ís- lax viö ísafiörð óskað eftir 10 til 15 mUljónum í aukið hlutafé frá sjóðn- um. Ennfremur hefur Miklilax í Fljótunum óskað eftir láni upp á 130 mUljónir og auknu hlutafé upp á 10 milljónir. Aö sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðasjóðs, hefur sjóð- urinn nú þegar afskrifað lán upp á 60 til 70 milljónir en segir ljóst að sú tala hækki verulega þegar gjald- þrotaskiptum nokkurra fiskeldis- stöðva, sem hafa notið fyrirgreiðslu sjóðsins, verður lokið. „Staðan í fiskeldinu er iqjög slæm og fátt sem vekur bjartsýni. Ein- hveijar vonir hafa verið vaktar í sambandi við bleikjueldið en ég held að það verði að fara mjög var- lega í það. Á síöasta ári voru ekki seld nema um 500 tonn á heims- markaðinum af bleikju þannig að markaðurinn er ekki stór. Mér skUst til dæmis að hjá SUfurstjöm- unni sé verið að rækta mUh 200 og 300 tonn. Fyrir okkur er hins vegar lítið annað að gera en að reyna að halda betur stæðu fyrirtækjunum gangandi. Að öðmm kosti kunnum við að verða fyrir enn meiri áíoU- um.“ Fiskveiðasjóður með slæma reynslu Fiskveiðasjóður lánaöi á árunum 1985 og 1986 samtals um 750 mUlj- ónir til sex fiskeldisstöðva. Af þeim eru fiórar þegar gjaldþrota; ís- landslax, Árlax, Vogalax og Pólar- lax. Að sögn Svavars Ármannssonar, aðstoðarforstjóra Fiskveiðasjóðs, ákvað stjórn sjóðsins þegar á árinu 1986 að hætta allri lánastarfsemi til fiskeldisins. Hann segir ljóst að verulegur hluti þess fiár, sem sjóð- urinn hefur lánað, sé nú tapaður. Því séu engar líkur á að um frekari lánveitingar veröi að ræða. En það eru ekki einungis fiárfest- ingalánasjóðir og bankar sem kippt hafa að sér hendinni varðandi frek- ari fyrirgreiðslu til fiskeldisins. Fóðurstöðvamar em nánast hætt- ar að selja fiskeldisstöðvunum fóð- ur nema gegn staðgreiðslu. Sama er að segja um fiölda þjónustufyrir- tækja sem stöðvarnar hafa haft við- skipti við. Margar ástæður fyrir aukinni svartsýni í stað þeirrar miklu bjartsýni sem ríkti hjá mörgum um miðjan síð- asta áratug um arðsemi fiskeld- isins er nú ríkjandi almenn svart- sýni í greininni. Að vonum hefur mörgum komið á óvart hversu illa er nú komið fyrir henni. Kenna margir stjórnvöldum um og segja þau hafa vakið falskar vonir hjá of mörgum. Fjölmargar skýringar eru uppi en að mati flestra kemur margt til. Að mati fiestra er helsta skýring- in sú að við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar hafi lánafyrir- greiðsla fiárfestingalánasjóðanna beinst í of margar áttir; of mörgum fyrirtækjum hafi verið lánað of lít- ið. Þannig hafi þeir einungis lánað mihi 60 og 70% af sjálfum fiárfest- ingakostnaðinum. Hins vegar hafi ekki verið verið veitt bústofnalán; rekstrarlán til að koma bústofni upp. Þess í stað hafi eigendur stöðv- anna þurft að taka dýr afurðalán þau fiögur til fimm ár sem það tek- ur að aia fisk til sölu. Of hröö uppbygging og lítiðeigiðfé En að sama skapi segja margir að uppbygging atvinnugreinarinn- ar hafi verið of hröð og hafi það meðal annars komið fram í því að flest fyrirtækin voru stofnuð með tiltölulega lítið eigið fé. Fyrir vikið hafi það fiármagn, sem var tiltækt, dreifst of mikið. Bent er á ýmsa aðra þætti í tengslum við þær ógöngur sem fiskeldið er nú komið í. Þannig telja sumir að ekki hafi verið unnið nægjanlegt rannsóknarstarf áður en farið var út í uppbyggingu fisk- eldisins, til dæmis hafi ekki verið hugað að því að íslenski laxastofn- inn er nánast óhæfur til eldis þar sem hann veröur of fljótt kyn- þroska. Ljóst er að vanda fiskeldisins í dag má að stórum hluta skýra með verðfalli á laxi á erlendum mörkuð- um. Sagt er að jafnvel þó fiskeld- isfyrirtækin væru skuldlaus þá stæði markaðsverðið á eldislaxi vart undir tilkostnaði. Dollaraglýja í augum þjónustuaðila Það vekur athygli að þrátt fyrir mjög erfiða rekstrarstöðu og fiölda gjaldþrota í greininni þá virðast sumir þjónustuaðilar fiskeldis- stöðvanna telja að hægt sé að sækja gull í greipar eldismanna. í þessu sambandi má til dæmis nefna aö útflytjendur á laxi hafa þurft að greiöa allt aö 30% hærra verð fyrir flugfrakt á erlenda markaði heldur en þorskútflytjendur. „Það er eins og dollaraglýjan hafi aldrei farið úr augunum á sumum. Fyrir það hefur fiskeldið hér á landi liðið frá upphafi. Að auki höfum við þurft að greiða milli 20 og 30% í vexti og kostnað af rekstr- ar- og afurðalánum á sama tíma og við höfum verið að byggja fyrir- tækið upp. Það segir sig sjálft að undir slíkum kringumstæðum er nánast óframkvæmanlegt að halda starfseminni gangandi. Við gátum það ekki og því óskuðum við eftir gjaldþrotaskiptum,“ sagði eigandi eins stöndugasta fiskeldisfyrirtæk- is landsins í DV fyrir skömmu. Nauðsynleg kald- hæðni örlaganna Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og erfiðleikarnir eru hvað mestir í fiskeldinu hefur Lands- samband fiskeldis- og hafbeitar- stööva neyðst til að loka skrifstofu sinni og minnka verulega þjónustu sína viö félagsmenn. Samkvæmt heimildum DV var það mjög um- deild ákvörðun innan sambandsins að loka. Að sögn Júlíusar B. Kristinsson- ar, formanns LFH, mun stjórn sambandsins og ýmsir félagsmenn vinna í sjálfboðavinnu við upplýs- ingamiðlun til félagsmanna og ann- arra. Hann segir að þessi ákvörðun hafi reynst nauösynleg vegna þeirra fiárhagslegu erfiðleika sem félagsmenn eigi nú í. „Það er mjög slæmt að þurfa að draga svona saman seglin hú þegar erfiðleikarnir eru sem mestir. Við í stjórninni munum hins vegar reyna að veita nauðsynlega þjón- ustu eftir bestu getu. Til að byrja með munum við hafa einhverja aöstöðu hjá Búnaðarfélaginu en hvað verður í framtíðinni veit ég ekki.“ Umbrotatímar framundan Hver sem framtíð fiskeldis verð- ur er ljóst að miklir umbrotatímar eru framundan. Fátt bendir til að fiskeldi leggist alfariö af. Svo kann hins vegar að fara að einungis minnstu fyrirtækin, sem í upphafi þóttu ólíklegust til að spjara sig, muni komast lífs af. Þó undarlegt sé hafa það einkum verið fiársterk- ustu fyrirtækin, með sterkustu bakhjarlana sem hafa farið á haus- inn og skilið eftir sig hundruð millj- óna króna tap. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.