Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Side 7
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991.
7
dv Fréttir
Húsnæðisstofnuri:
Rætt um fækkun starfs-
manna og aukna hagræðingu
- viöræöur fyrirhugaðar milli flármálaráðuneytis og stjórnar stofnunarinnar um endurskipulagningu og spamað
Áætlanir eru um að fækka starfs-
fólki Húsnæðisstofnunar ríkisins og
draga verulega úr rekstrarkostnaði
hennar. Alls vinna um 55 manns hjá
stofnuninni. Að auki eru um 35
manns í störfum fyrir stofnunina hjá
Veðdeild Landsbanka íslands.
Á Ijárlögum þessa árs er gert ráð
fyrir að rekstrarkostnaður stofnun-
arinnar dragist saman um 32 milljón-
ir frá fyrra ári og verði um 410 millj-
ónir. Þessi sparnaður jafngildir því
að starfsmönnum fækki um allt að
25. Formlegar viðræður munu heíj-
ast á næstunni milli stjómar Hús-
næðisstofnunar og fjármálaráðu-
neytisins um hvemig staðið skuh að
endurskipulagningu stofnunarinnar
og ná fram aukinni hagræðingu.
Halldór Ámason, skrifstofustjóri
hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun,
segir eðlilegt að starfsmönnum Hús-
næðisstofnunar fækki á næstunni
þar sem hún sé að losna við ýmis
verkefni, til dæmis innheimtu að
hluta. Þá muni starfsemin minnka
verulega ef Byggingasjóður ríkisins
hætti útlánum og lokað verði lána-
kerfmu frá 1986.
„Það verða engar fjöldauppsagnir.
Það hefur reynst happadrýgra að
ráða ekki í þær stöður sem losna
þegar verið er að endurskipuleggja
og ná fram hagræðingu. Hins vegar
getur vel farið svo að eftir þing-
kosningar í vor sé það mat manna
að rétt sé að stokka starfsemi stofn-
unarinnar algjörlega upp. Enn er það
þó órætt mál.“
Halldór segir húsnæðismálastjórn
hafa starfað mjög sjálfstætt gagnvart
fjármálaráöuneytinu á undanforn-
um árum. Oftlega hafi hún lítt sinnt
tilmælum ráðherra og álitið sig að
takmörkuðu leyti bundna af íjárlög-
um. Hann segir að í fyrirhuguðum
viðræðum verði meðal annars reynt
að ná samkomulagi um þessi atriði.
Að sögn Sigurðar E. Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Hús-
næðisstofnunar, hafa enn engar
ákvarðanir verið teknar um fækkun
starfsfólks né hvernig starfsemi
stofnunarinnar verði hagað á árinu,
„Það er verið að samþykkja breyt-
ingar á lögum um Húsnæðisstofnun
á hverju einasta þingi og hengja ný
verkefni utan á hana. Nýverið voru
til dæmis gerða viðamiklar breyting-
ar á greiðsluerfiðleikalánunum og
félagslega lánakerfinu sem hafa auk-
ið álagið á stofnuninni verulega. Ef
við eigum að geta sinnt þeim verk-
efnum sem Alþingi hefur falið okkur
þá verðum við að hafa mannskap til
þess. Eins og staðan er í dag er stofn-
unin síður en svo ofmönnuð."
Sigurður segir að ástæða þess að
rekstrarfé stofnunarinnar var skorið
niður í ár á fjárlögum sé trú manna
á að húsbréfakerfið leiði til sparnað-
ar. Hann segir þaö sjónarmið út af
fyrir sig en menn þurfi þó ekki að
vera sammála því.
-kaa
Egilsstaðir:
Húsin rísa
eittaf öðru
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstödum;
Mikið var um nýbyggingar á Egils-
stöðum á liðnu ári. Fimm kaupleigu-
íbúðir voru byggðar og teknar í notk-
un. Þær eru í tveimur parhúsum.
Nokkur einbýhshús voru reist og
nýja lögreglustöðin var gerð fokheld.
Ulfar Jónsson, yfirlögregluþjónn á
Egilsstöðum, sagðist þó ekki sjá að
hún yrði tekin í notkun á þessu ári,
þar sem engin fjárveiting væri áætl-
uð til hennar.
„Það verður þá að koma til láns-
fé,“ sagði Úlfar, „en við erum orðnir
langeygir í lögreglunni eftir að fá
viðunandi aðstöðu, þar með tahn
fangageymsla sem ekki hefur verið
til staðar hér lengi“.
ísaQörður:
Reynt að endur-
reisa Pólstækni
Hfynur Þór Magnússcm, DV, ísafirði:
Nú eru uppi hugmyndir um að end-
urreisa fyrirtækið Pólstækni hf„ sem
lýst var gjaldþrota rétt fyrir jól, en
það er ísfirskt og með útibú i Reykja-
vík. Starfsmenn fyrirtækisins á
ísafirði með Hörð Ingólfsson, Sigur-
jón Sigurjónsson og Albert Högnason
í broddi fylkingar hyggjast gera til-
boð í tæki fyrirtækisins með það fyr-
ir augum að halda starfseminni
áfram. Starfsmennimir hyggjast
leggja fram hlutafé og gera Pólstækni
að almenningshlutafélagi, þannig að
hlutafjáreign nýtist væntanlegum
hluthöfum tíl skattafrádráttar.
Eprkólfar Pólstæknimanna hafa
leitað hófanna hjá ýmsum forsvars-
mönnum atvinnulífs á Vestfjörðum.
Hefur þeim verið vel tekið enda mik-
ið í húfi fyrir fiskvinnslufyrirtæki
hér og víðar að búnaður fyrirtækis-
ins verði framleiddur áfram, ella
gætu þau innan fárra ára neyðst til
að skipta út þeim vinnslulínum sem
Pólstækni hefur framleitt fyrir þau.
Þeir Pólstæknimenn hafa ekki í
hyggju að gera tilboð í húseign fyrir-
tækisins, telja sig ekki hafa bolmagn
til þess, heldur að leigja húsnæði til
starfseminnar ef til kemur og hafa
m.a. leitað hófanna hjá íshúsfélagi
ísfirðinga um afnot af 3ju hæð húss-
ins, sem er htið notuð.
Akureyri:
Fær slökkviliðið körf u-
bíl á þrítugsaldri?
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur
af aldri þessa bíls, einu áhyggjumar
ef af þessum kaupum verður eru þær
að menn haldi að búið sé að leysa
þetta mál til frambúðar en svo er
auðvitað ekki,“ segir Tómas Búi
Böðvarsson, slökkvihðsstjóri á Ak-
ureyri, en slökkvihðið hefur gert th-
boð í körfubh sem er í eigu slökkvi-
hðs í smábæ í N-Svíþjóð.
Körfubhlinn sem um ræðir er 21
ára gamah, en í mjög góðu standi að
sögn Tómasar Búa og nær lyftubún-
aður hans í 22 metra hæð. Óskað var
eftir tilboðum í bílinn og var slökkvi-
liðið á Akureyri með hæsta thboðið,
og segir Tómas Búi að kominn th
Akureyrar muni bíhinn kosta 3,5-4,0
mhljónir króna, en nýr körfubhl
kostar hinsvegar um 25 milljónir.
Það hefur lengi staðið th að kaupa
körfubh fyrir slökkvihðið á Akureyri
en fjárveiting hefur ekki fengist th
þess þótt brýn nauðsyn sé til að liðið
hafi yfir slíkri bifreið að ráða. Tómas
Búi segir að fyrst besti kosturinn
hafi ekki verið vahnn, að kaupa nýja
bifreið, þá sé það gott að næst besti
kosturinn hafi verið vahnn, og ef
Akureyringar fá þessa bifreið frá
Svíþjóð verður hann kominn í gagnið
á Akureyri í vor.
DV-mynd Sigrrún
Lögreglustöðin nýja á Egilsstöðum sem stendur við Fagradalsbraut.
VERKIN TALA
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og
formaður Alþýðuflokksins, á opnum fundi í Valaskjálf,
Egilsstöðum n.k. laugardag, 12. jan. kl. 15.
Hvað hefur áunnist?
Hvað er framundan?
Hvers konar ríkisstjórn?
Fundarstjóri: Hermann Níelsson
Fjölmennum á skemmtilegan fund með einum
litríkasta stjórnmálamanni landsins!,
Alþýðuflokkurinn
Jafnaðarmannaflokkur íslands