Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. Útlönd Franski vamarmálaráðherrann: Bandaríkin samþykki alþjóðlega friðarráðstefnu Jean-Pierre Chevenement, vamar- málaráðherra Frakklands, sagði í gær að Miðausturlönd hefðu beðið of lengi eftir alþjóðlegri friðarráð- stefnu. Sagði ráðherrann að Banda- ríkin gætu talið íraka á að fara frá Kúvæt með því að samþykkja al- þjóðlega ráðstefnu um frið í Miöaust- urlöndum. Bandarísk yfirvöld eru mótfallin því að tengja Persaílóadeiluna ágreiningi Palestínumanna og ísra- ela. Segja þau að með því væri verið að verðlauna Saddam Hussein íraks- forseta fyrir innrásina í Kúvæt. Franskir heimildarmenn segja að bandarísk yfirvöld hafi aftur á móti samþykkt að frönsk yfirvöld reyndu að kanna hvort slíkir samningar myndu leiða til lausnar Persaflóa- deilunnar. ísraelsk yfirvöld eru andvíg hug- myndinni um alþjóðlega ráðstefnu og vilja heldur ræða einslega við arabíska óvini sína. Francois Mitterrand Frakklands- forseti sagði á miðvikudaginn aö Frakkland og ríki Evrópubandalags- ins myndu beijast áfram fyrir því aö alþjóðleg ráðstefna yrði haldin um Miðausturlönd á þessu ári. Reuter ísraelski herinn ætlar að sýna sína hörðustu hlið ef Palestinumenn nota tækifærið til að gera uppreisn ef stríð brýst út við Persaflóa. Myndin er af átökum ísraeiskra hermanna og Palestínumanna. Símamynd Reuter ísraelski herinn í viðbragðsstödu ísraelsk yfirvöld búa sig nú undir að bæla niður fyrstu merki uppreisn- ar Palestínumanna á herteknu svæð- unum ef stríð brýst út. Heimildar- maður innan ísraelska hersins, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að jafnvel harðvítugustu uppreisnar- mönnum myndi bregða þegar ísra- elski herinn léti til skarar skríða. ísraelskar öryggissveitir hafa myrt að minnsta kosti sjö hundrúð sextíu og tvo araba frá því að uppreisnin á herteknu svæðunum hófst fyrir rúmur þremur árum. Heryfirvöld sögðu í gær að þau myndu setja útgöngubann á Palest- ínumenn ef stríð virtist óumflýjan- legt til aö koma í veg fyrir að þeir hindruðu herflutninga á Vestur- bakkanum sem liggur að landamær- um Jórdaníu. Fréttamönnum yrði ekki leyfður aðgangur að herteknu svæðunum nema í fylgd með her- mönnum. Margir Palestínumenn eru sagðir styðja írösk yfirvöld vegna andstöðu þeirrar við ísraela og bandamenn þeirra, Bandarikjamenn. Innan ísra- elska hersins eru menn þeirrar skoö- unar að Palestínumenn kunni að beita ofbeldi til að setja málstað sinn á oddinn. Margir forystumenn Pal- estínumanna og nokkrir ísraelskir liðsforingjar efast þó um að leiðtogar Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, muni hvetja til uppreisnar þar sem þeir óttist hefndaraðgerðir. Telja þeir stuðningsyfirlýsingu Arafats, leiðtoga PLO, við írak táknræna. Reuter Skyndileit á heimilum araba Lögreglan í Bonn gerði í fyrra- kvöld skyndileit á heimilum nokk- urra araba. Kváðust lögregluyfirvöld í gær taka alvarlega hótun íraka um hermdarverk á Vesturlöndum. Að því er þýsk dagblöð greindu frá í gær gerðu lögreglan og sérþjálfaðar sveitir gegn hryðjuverkamönnum leit á nokkrum heimilum og voru tveir arabar handteknir. Ekki er vit- að um þjóðerni þeirra. Lögreglan viðurkenndi að leit hefði verið gerð en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Lögreglan í suðvesturhluta Þýska- lands er nú með mikinn viðbúnað til aö vernda bandaríska hermenn þar eftir að flugmiöar fundust með ákalli um heilagt stríð ef Bandaríkjamenn færu í stríö við íraka. Sagðist lögregl- an búast við árásum af Palestínu- mönnum, aröbum og múhameðskum mótmælendum. Fulltrúi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, í Bonn sagði samtök sín hafna hryðjuverkum og myndu ekki taka þátt í slíkum. Kvaðst hann efast um að írakar myndu gera árásir á Vest- urlöndum. „Ef maður er með milljón manns undir vopnum þarf maður ekki að grípa til slíkra aðgerða," sagöi hann. Reuter Irakar flýja til Norðurlanda Að minnsta kosti fjórir írakar, sem neita að gegna herþjónustu í heima- landi sínu, hafa komið til Svíþjóðar undanfamar vikur. Hafa þeir komið til Svíþjóðar ásamt fjöratíu venjuleg- um flóttamönnum frá írak. Flestir flóttamannanna era íraskir Kúrdar. Fyrsti viðkomustaður flóttamann- anna var Jórdanía og voru þeir í fel- um í höfuöborginni Amman þar til hægt var að senda þá úr landi. Vegna sambands jórdanskra yfirvalda við írak var ekki hægt að leyfa þeim sem neituðu aö gegna herþjónustu að dvelja um kyrrt í Jórdaníu. Auk þeirra sem fóra til Svíþjóðar hafa tveir komið til Danmerkur og einn til SVÍSS. Ritzau og TT Breskur sprengjuslæðari sækir fram eftir að hafa eytt stórri sprengju við heræfingu í Saudi-arabíu þar sem alvöru- vopn voru notuð. Símamynd Reuter Friðarferð á elleftu stundu Framkvæmdastjóri Sameinuöu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, kom til Parísar í morgun á leið sinni til Bagdad í írak. í París mun fram- kvæmdastjórinn ræða við Mitter- rand Frakklandsforseta og aðra emb- ættismenn áður en hann heldur til Genfar. Þar mun hann hitta að máli utanríkisráöherra Evrópubanda- lagsins. Gert er ráö fyrir að de Cuell- ar komi til íraks á morgun. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna visaði í gær á bug frétt um að fram- kvæmdastjórinn myndi bjóðast til að senda friðargæslusveitir til Kúvæt ef írakar færu þaðan. Utanríkisráð- herra Ítalíu, Gianni De Michelis, hafði sagt í Róm í gær að helsta boð framkvæmdastjórans yrði að sendar yrðu friðargæslusveitir án þátttöku Bandaríkjamanna og bandamánna þeirra. Talsmaðurinn gat þess að Noröurlönd hefðu þegar lagt til að sendar yrðu friðargæslusveitir og að Perez de Cuellar hefði sjálfur sagt að þörf myndi vera fyrir slíkar sveit- ir. Hins vegar sagði talsmaðurinn að framkvæmdastjórinn væri ekki með slíka tillögu reiðubúna þó svo að vissulega kynni að vera minnst á hana. Sovésk yfirvöld hvöttu eindregið til þess í gær að reynt yrði fram á síð- ustu stundu að koma í veg fyrir stríð við Persaflóa. í yfirlýsingu sovésku stjórnarinnar var lýst yfir velþóknun yfir fór framkvæmdastjóra Samein- uöu þjóðanna til Bagdad. Leiðarahöfundar bandarískra dag- blaða voru í gær sammála um að lít- il von væri um að friður héldist við Persaflóa en hvöttu þó til áfram- haldandi friðarumleitana. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti í morgun Fahd, konung Saudi-Arabíu, og ræddi við hann um stríðsáætlanir. Fjöldi sendiráða í Bagdad lokaði í gær og streyma starfsmenn þeirra nú frá írak. Reuter írak: Fyrrum ráðherra sagður handtekinn við f lóttatilraun Samtök útlaga Kúrda sagði í gær aö fyrram olíumálaráðherra íraks, Issam Abdul-Rahim al-Chalabi, hefði verið handtekinn 28. desember síð- astliöinn af íröskum landamæra- vörðum er hann reyndi að flýja til Tyrklands. í yfirlýsingu, sem send var Reuter- fréttastofunni í Kaíró, sagði að Chalabi hefði verið handtekinn ásamt fjölskyldu sinni nálægt kúr- disku borginni Zakho.'í yfirlýsing- unni sagði einnig að ráðherrann fyrrverandi hefði verið sendur til Bagdad í fylgd vopnaðra manna. Mjög líklegt þykir að honum verði refsað. Tilkynnt var að Chalabi heföi verið rekinn eftir að hann fyrirskipaði bensínskömmtun í október síðast- liðnum vegna viðskiptabanns Sam- einuðu þjóðanna. í gær tilkynntu ír- ösk yfirvöld aö engin hætta væri á bensínskorti og þyrftu menn ekki aö hamstra. Langar biðraðir mynduð- ust við bensínstöðvar í írak eftir að Ijóst var að viðræður James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Tareq Aziz, utanríkisráðherra ír- aks, í Genf á miðvikudaginn hefðu mistekist. Reuter Breskur stjómarerindreki um bréf Bush til Saddams: Aziz stakk afritinu í vasann Þó svo að utanríkisráðherra íraks hafi neitað að afhenda forseta sínum bréfið frá Bandaríkjaforseta þá stakk hann afriti af bréfinu í vasa sinn. Þetta fullyrti breskur stjómarerind- reki f gær. Sagðist stjómarerindrekinn, David Hannay, sem starfar hjá Sameinuðu þjóðunum, hafa.nokkuð trúverðugar heimildir fyrir því að Tareq Aziz, ír- aski utanríkisráðherrann, hafi stungið afritinu í vasann. Fyrr í gærdag sagði bandarískur embættismaður að bréf Bandaríkja- forseta hafi legið óhreyft á meðan viðræður Aziz og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, fóra fram í Genf á miðvikudaginn. Aziz hefði lesið afrit af bréfinu en neitað að afhenda bréfið þar sem það væri ókurteislega orðað. Þegar ráðherr- amir yfirgáfu fundarherbergið til að snæöa hádegisverð skipaði Baker öryggisvörðum aö gæta þess að bréf- ið yrði ekki hreyft, að því er banda- ríski embættismaðurinn greindi frá. í fundarlok á Baker að hafa spurt Aziz aftur að því hvort hann vildi ekki taka við bréfinu. íraski ráð- herrann neitaði enn og Baker tók þá bréfið. Aðstoðarmaður Bakers er sagður hafa tekið afritið. Aö því er bandaríski embættismaðurinn greindi frá eru nú bæði bréfið og af- ritið í vörslu starfsmanns bandaríska þjóðaröryggisráðsins sem er í för meö Baker. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.