Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991.
9
Gríska stjómin riðar til falls eftir átök námsmanna og lögreglu:
Nemendur neita
að sýna vottorð
eftir f iarvistir
- tveir kennarar hafa þegar látið Mð
Hætta er nú talin á aö gríska
stjórnin falli eftir miklar óeirðir í
Aþenu vegna áforma um aö breyta
menntakerfmu í landinu. Þar hafa
námsmenn barist viö lögreglu tvo
daga í röð og um 100 manns særst
og tveir kennarar hafa látist af sárum
sínum.
Deilan virðist snúast um heldur
léttvæg atriði. Námsmenn eiga sam-
kvæmt nýjum lögum að koma með
vottorð frá foreldrum sínum ef þeir
mæta ekki í tíma og tekin verður upp
ný aðferð til að meta hegðun nem-
enda.
Táragas lék um Aþenu í gær eftir
að óeirðalögreglan hafði barist á göt-
um úti við um 60 þúsund mótmæl-
endur. Dauði kennaranna tveggja
hefur vakið mikla reiði og efir að sá
fyrri lét lífið varð menntamálaráð-
herrann Kondoyannopoulos að segja
af sér.
Dauða hans bar að með þeim hætti
að hópur manna reyndi að ryðja
skólastofu sem nemendur höfðu lagt
undir sig. Var kennarinn barinn í
höfuðið með járnstöng og lét lífið. í
gær lét annar kennari lífið eftir að
mótmælendur kveiktu í íbúð hans.
Sá hafði mælt nýju reglunum bót.
Deilan um vottorðin eru þó aðeins
tilefni þess að átökin blossuðu upp
því óánægja hefur lengi kraumað
undir. Aðbúnaður í skólum þykir
lélegur og hefur stjórnin nú lofað að
bæta þar úr. Hins vegar neita yfir-
völd með öllu að fella úr gildi nýju
reglurnar um mætingar nemenda.
Töluvert tjón varð á eignum í
Aþenu í mótmælunum í gær. Náms-
menn kveiktu í bílum, brutu rúður
og grýttu grjóti. Tjónið var metið á
um hálfa milljón dollara eða yfir 200
miljóniríslenskrakróna. Reuter
Ingvar Carlsson hefur ekki náð að halda vinsældum Jafnaðarmannaflokksins í Sviþjóð. Hann ætlar engu að siður
að leggja upp með niðurskurð á kosningaári. Hér er Carlsson ásamt þremur ráðherrum sinum með Larsson sér
við hægri hönd. . Simamynd Reuter
Niðurskurður á kosningaári í Svíþjóð:
Svíar sleppa við
skattahækkanir í ár
Niðurskurður á ríkisútgjöldum og
engar skattahækkanir eru lausnar-
orð sænska fjármálaráðherrans Ail-
ans Larsson í frumvarpi til íjárlaga
fyrir þetta ár. Tilgangurinn er aug-
Ijóslega að ná niður verðbólgunni og
að undirbúa Svía fyrir inngöngu í
Evrópubandalagið.
Athygh vekur hversu harkalega
stjómin ætlar að ganga fram í niður-
skurðinum þegar haft er í huga að
aðeins átta mánuðir eru til kosninga.
Ríkisstjórn Ingvars Carlsson stendur
hölum fæti og jafnaðarmenn hafa
ekki haft minna fylgi í langan tíma
en undir forystu hans. Þess vegna
þykir það tíöindum sæta að fjárlaga-
frumvarpið skuli ekki vera kosning-
afrumvarp.
„Stefna okkar er ábyrg en ég viður-
kenni að hún er hörð,“ sagði Larsson
þegar hann kynnti frumvarpið.
Margir áhrifamenn í flokki jafnaðar-
manna eru ekki of hrifnir af stefn-
unni en hins vegar hefur Larsson
fengið lof frá hagfræðingum sem
standa utan við hringiðu stjórn-
málanna.
Niðurskurðurinn tekur einkum til
hermála og mannaráðninga hjá rík-
inu. Ætlunin er að draga úr útgjöld-
um sem nemur 15 milljörðum
sænskra króna en það eru um 150
milljarðar íslenskra..Fækka á mönn-
um í utarríkisþjónustunni, ráðu-
neytunum og draga úr opinberum
útgjöldum við heilbrigðiskerfið.
Þá er svitarfélögunum ætlað að
taka aukinn þátt í opinberri þjónustu
en til þess er tekið að ætlunin er að
draga lítillega úr skattheimtu. Það
þykja tíðindi í Svíþjóð þar sem skatt-
ar eru með því hæsta sem gerist í
heiminum og hafa farið jafnt og þétt
hækkandi á síðustu árum. Með
breyttri stefnu í skattamálum er ætl-
unin að undirbúa Svía undir inn-
göngu í Evrópubandalagið.
Einn þeirra sem fagnar frumvarp-
inu er Ulf Jakobsson, hagfræðingur
hjá Verslunarbankanum. Hann segir
að í því felist „hálft skref í rétta átt.
Það er merkilegur áfangi þegar haft
er í huga að þetta er kosningaár og
staða stjórnarflokksins er slæm,“
sagöi Jakobson um frumvarpið.
Reuter og TT
Útiönd
SonurdeKSerksætlar
að kvænast blökkukonu
Það þykir tíðindum sæta í Suður-
Afríku aö allar líkur eru á að
blökkukona verði tengdadóttir
F.W. de Klerk, forseta íandsins,
áður en langt um líður.
Dagblöð í Suðui'-Aíríku hala sagt
fráþvíað WillemdeKlerkogErica
Adams ætli bráðlega að opinbcra
tralofun sína. Ungfrú Adarns til-
heyrir lituðum í landinu og verður
því að sætta sig við ýmsar tak-
markanir sem aðskílnaðarstefha
stjórnar de Klerks hefur í fór með
sér.
Hjónaband þeirra ýrði ekki olög-
legt en margir ráðamenn af hvita De Klerk tekur lett á hjónabands-
minnihlutanum líta svo náin tertgsl málum sonar síns en segir jxb fátt.
hvítra og svartra homauga, enda
voru þau bönnuð til ársins 1985. F.W. de Klerk hefur ekkert viljað segja
um þessar fréttir annað en að hann viti um samband ungfrú Adams og
sonar síns.
„Sonur minn er 24 ára gamall og hefur ekki búið með íjölskyldunni um
nokkurn tíma, Hann er sjálfstæður maður og tekur sínar ákvarðanir sjálf-
ur,“sagðideKlerk. • Reuter
Vilja ekki læra mál nágrannanna
Formaður danska kennarasambandsins hefúr viðurkennt að danskir
kennarar brjóti lög sem kveða á um að kennd skuli bæði norska og
sænska í skólum. Þeir segja að lítill áhugi sé á þessum málum og því
verði minna úr kennslu en lögin gera ráö fyrir.
Þá hefur einnig komið fram að ástandið er svipaö bæði 1 Noregi og
Svíþjóð þar sem hliðstæö lög eru í gildi. í Svíþjóð gengur illa að fá nemend-
ur til að læra norsku og dönsku og í Noregi vilja þeir ekki læra sænsku
og dönsku.
Frá íslandi berast hins vegar þær fréttir frá Svavari Gestsyni mennta-
málaráðherra að kennslu í norsku og sænsku haft verið bætt við dönsku-
kennslunaogalltgangivel Ritzau
Leiðtogar júgóslavnesku lýðveldanna sex ræddu við sfjórn landsins í
gær og var ákveðið að halda annan fund 23. janúar. Á meðan ætla leið-
togarnir að ræðast við. til að reyna aö fmna lausn á deilunni um framtíð
landsins.
Heimildarmenn segja að Slóvenía og Króatía hótí enn aðskilnaði og að
Serbía vilji stækka landssvæði sitt. Forseti Króatíu á að hafa sagt að
þörf kynni að vera á alþjóðlegri ráöstefnu til að jafha ágreininginn.
Sérfræðingar segja að Serbía geti ekki víkkað út landamæri sín án þess
að til borgarastyrjaldar komi. í Bosniu-Herzegovinu búa 1,8 milljónir
Serba, 2 milljónir múhameðstrúarmanna og 400 þúsund Króata. Alls búa
2,5 milljónir Serba utan Serbíu. Reuter og Ritzau
Bæjarstjóri tekinn
vegna ölvunaraksturs
Bæjarstjórinn og þingmaðurinn Torben Emil Lynge í Narsaq á Græn-
landi verður ákærður vegna ölvunaraksturs að því er lögregluyfirvöld
sögðu í viðtali viö grænlenska útvarpið.
Bæjarstjórinn var staðinn að verki þremur dögum fyrir jól en logreglu-
stjórinn vildi í gær ekki greina frá því hversu mikið áfengismagn reyndist
í blóði bæjarstjórans.
Skortur á sjúkragögnum í Sómalíu
Erlendir læknár, sem hjúkrað
hafa fórnarlömbum borgarastríös-
in& í SómaJíu, sögöu í gær að tíu
tonna birgðir af sjúkragögnum
væru nær uppurnar. Jafnframt
greindu þeir frá því að enn væri
barist í höfuðborginni Mogadishu
og hafa nú bardagar staðið þar yfir
í tólf daga.
Tugir manna hafa flykkst til
stærsta sjúkrahússins i Mogadishu
til aö láta gera að sárum sínum.
Flogið var raeö læknana til Moga-
díshu á miðvikudaginn í flugvél
Rauða krossins.
Uppreisnarmenn segja að að Enn er barist í Sómaliu og hafa tvö
minnsta kosti tvö þúsund manns þúsund manns verið myrtir að
hafi verið myrt og fjögur þúsund sögn uppreisnarmanna.
særðir frá því að bardagarnir hóf- Srniamynd Reuter
ust. Enn er ekki vitað nákvæmlega
hvar Siad Barre forseti heldur sig. Sumar fregnir herma að liann hafi
flúið land en samkvæmt öðrum á hann að vera í felum í neðanjarðar-
byrgi eöa jafnvel sitja við skrifborð sitt í forsetabústaðnum.