Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. Útlönd Spenna fer enn vaxandi í Eystrasaltsrikjimum: Sovétstjórnin ákveðin að gera upp við Litháa - heimamenn ætla aö verja þinghúsið í Vilnu með vatnsdælum Flest virðist benda til að stjórnin í Moskvu ætli að beina spjótum sínum fyrst að Litháum í viðleitni sinni við að kveða niður sjálfstæðishreyfingar í lýðveldum Sovétríkjanna. Við- búnaður hersins er mestur þar og spennan meiri en í öðrum lands- hlutum. í nótt óku skriðdrekar um götur Vilnu en landsmenn af rússneskum uppruna hafa boðað til verkfalls til stuðnings stjóminni í Moskvu. þeir gengu í gærkveldi um götur undir rauðum fána og hrópuðu slagorð til stuðnings stjórninni. Michail Gorbatsjov forseti hefur hótað Litháum aö leggja lýðveldið undir beina stjórn forsetaembættis- ins og leysa þar með stjóm þess upp. Það væri örlagaríkt skref í þá átt að brjóta á bak aftur andófið sem stjórn lýðveldisins hefur staðið fyrir síð- ustu níu mánuöi. „Barátta okkar hefur staðið í 45 ár eða allt frá því að landið var innhm- að í Sovétríkin. Sjálfstæðishreyfing Litháa verður ekki kveðin niður með þessu móti,“ sagði háttsettur emb- ættismaður í öryggislögreglu Lithá- ens í gær. Dag hvern hefur spennan farið vaxandi í Litháen. Fólk hefur safnast Michail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hetur lýst því yfir að hann hygg- ist taka að sér alla stjórn Litháens ef stjórnin þar lætur ekki af andófi gegn Stjórninni i Moskvu. Simamynd Reuter saman fyrir frama þinghúsið í Vilnu og mótmælt stefnu stjórnarinnar í Moskvu um leið og stuðningsmenn þeirrar sömu stjórnar hafa mótmælt í nafni hennar. Margir óttast aö Sovétherinn ráðist fyrst til atlögu við fólkið sem hefur tekið að sér að gæta þinghússins. Landsbergis, forseti Litháens, hefur hvatt fólk til að vera á varðbergi við húsið. Inni í húsinu eru menn úr svoköll- uðum landamærasveitum Litháens og virðast þess albúnir að verja bygg- inguna ef til árásar kemur. Margir hafa klæðst svörtum einkennisbún- ingum. Varðmennirnir eru vígreifir og segja að þeir hafi nægan mannafla til að varna sovéskum hermönnum inngöngu þótt þeir hafi ekki þann útbúnað sem herinn hefur. „Við höldum þessu vígi,“ sagði einn for- ingja hðsins við fréttamann Reuters. Öflugar vatnsdælur eru meðal þess búnaðar sem varnarliðið ætlar að beita gegn hernum ef hann vogar sér að ráðast inn í þinghúsið. Yfirleitt er liðið ekki vopnað þótt stöku riffill hafi sést. Reuter Þing Sovétrikjanna hefur ákveð- Helsta deilumálið, sem veldur því iö að setja bráðabirgðafjárlög fyrir að fjárlög fást ekki samþykkt, er áriö 1991, enda hefúr ekki náðst aölýðveldineruekkisáttviðfram- samkomulag um endanleg fjárlög. lögin sem þeim er ætlað að leggja í lögunum er þak sett á erlenda íríkiskassanníKreml.Mestumun- skuldasöfnun og til stóð að skera ar aö Rússar vilja ekki greiða það niður framlög til hersins en af því sem Gorbatsjov gerði ráð fyrir við varð ekki vegna andstöðu harö- fjárlagagerðina. línumanna. Reuter Stöðvuðu herflutninga Pólsk yfirvöld hafa snúið til baka járbrautarlest sem átti að flytja her- menn ög skriðdreka frá Þýskalandi tO Úkraínu. Ekki er vitað til að atvik þessu líkt hafi gerst áöur. Talsmaður stjórnarinnar sagði að landamæraverðir .hefðu á mánudag- inn stöðvað lestina nærri bænum Szczecin í Norðvestur-Póllandi vegna þess að ekki var búið að semja við pólsku stjórnina um fór lestarinnar. Um borð voru 200 hermenn og níu skriðdrekar. Talsmaðurinn sagði að stjórn sín væri ekki að mótmæla flutningunum heldur hefði hún áhyggjur af skipu- lagsleysinu sem fylgi því að sovét- menn fari í gegnum landið án þess að láta vita í tíma. Atvik þetta hefur þó verið tengt ólgunni í Sovétríkjun- um en pólska stjórnin neitar því. Reuter Litháen: Simenas tekurviðaf Prunskiene Hagfræðingurinn Albertas Simenas hefur verið kjörinn nýr forsætisráðherra í Litháen. Hann á að taka við af Prunskiene sem sagði af sér fyrr í vikunni vegna deilna um breytta stefnu í verð- lagsmálum. Simenas er talinn miöjumaður í stjórnmálum Litháens. Hann hefur lofað aðgerðum sem gætu oröið til að bæta fólki upp aukinn útgjöld vegna hækkandi verð- lags. Verð á nauðsynjum hefur hækkað ört í Litháen síðustu mánuði og hefur það valdið óróa meðal almennings. Prunskiene sætti orðið mikilli gagnrýni í þinginu fyrir stefhu sína. Margir þingmenn töldu hana bera ábyrgð á versnandi lífskjörum i landinu en dæmi eru um að nauðsynjar hafi hækkað um allt að 300%. Stefha Simenas er þó ekki talin mjög frábrugðin þeirri sem Prunskiene hélt á lofti. Þau eru bæði hagfræðingar og vilja gæta aðhalds í opinberum útgjöldum. Reuter Pólverjar styðja Litháa Pólska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka samskiptin við Litháen. Utanríkisráðherra' landsins segir þó að ekki sé ætl- unin að stefna samskiptunum við Sovétríkin í voða meö stuðningi við lýðveldissinna í Litháen. Til stendur að Pólverjar sendi ræðismann til Vilnu og láti hefja á ný lestarferðir milli landanna en þær hafa legið niöri allt frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Pólverjar hafa stutt Litháa i sjálfstæðisviðleitninni í orði ailt frá því að sjálfstæði var lýst yfir á síðasta ári og ætla að sýna það í verki nú með beinum samskipt- umlandanna. Reuter Nauðungaruppboð á ettirtalinni fasteign fer fram i dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Teigasel 9, hluti, þingl. eig. Guðrún Valfríður Sigurðardóttir, mánud. 14. janúar ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Helgi V. Jónsson hrl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐIREYKJAVÍK Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Asparfell 8, 1. hæð, merkt E, þingl. eig. Guðný Bjamadóttir, mánud. 14. janúar ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofhun ríkisins. Álakvísl 114, tal. eig. Margrét Ólafs- dóttir, mánud. 14. janúar ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Ár- mann Jónsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Alítamýri 38, 2. hæð t.h., þingl. eig. Erlendur Ó. Ólafeson, mánud. 14. jan- úar ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Jón Hjaltason hrl. Bárugata 29, kjallari, þingl. eig. Sig- urður Grímsson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Bárugata 29, 1. hæð, kj. og 1/2 bílsk., þingl. eig. Sigurður Grímss. og Hólm- fríður Sigurðard., mánud. 14. janúar ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er ís- landsbanki. Bergstaðastræti 21, þingl. eig. Páll Gunnólfeson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Lands- banki íslands og Bjöm Ólafúr Hall- grímsson hrl. Boðagrandi 1, 2. hæð A, þingl. eig. Lára María Theodórsdóttir, mánud. 14. janúar ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeið- andi er Sigurmar Albertsson hrl. Brautarás 6, þingl. eig. Ævar Pálmi Eyjólfeson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Trygg- ingastofnun ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka ís- lands og Ólafúr Gústafeson hrl. Brautarholt 26, neðri hæð, þingl. eig. Hagprent h£, mánud. 14. janúar ’91 kl. 10.45. Úppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Iðnlána- sjóður. Breiðhöfði 3, þingl. eig. B.M. Vallá hf., mánud. 14. janúar ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Iðnþróunarsjóð- ur. Bústaðavegur 59, efri hæð, þingl. eig. Hallur Símonarson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Bald- ur Guðlaugsson hrl. Dragavegur 11, þingl. eig. Sverrir Sig- urðsson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík, Lögþing hf., Guðjón Armann Jónsson hdl., Sigur- berg Guðjónsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Ari ísberg hdl., Ævar Guðmundsson hdl, Ólafur Gú- stafeson hrl. og tollstjórinn í Reykja- vík. Grófarsel 20, þingl. eig. Þorsteinn Hannesson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Klyfjasel 30, þingl. eig. Sigurður Jón- asson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki fslands. Langholtsvegur 109-111, þingl. eig. Snæfell sf., mánud. 14. janúar ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Laugavegur 85, hluti, þingl. eig. Bjöm Jóhannesson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Laugavegur 118, hluti, þingl. eig. Þór- arinn Jakobsson og Hallgrímur Ein- arss, mánud. 14. janúar ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Steingrímur Ei- ríksson hdl. Óðinsgata 18C, hluti, þingl. eig. Stein- grímur Benediktsson, mánud. 14. jan- úar ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Trygg- ingastofhun ríkisins og Veðdeild Landsbanka íslands. Skipholt 3, hluti, þingl. eig. Gull og Silfursmiðja Ema, mánud. 14. janúar ’91 kl. 14,00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Magnús Norðdahl hdl., Ásgeir Thoroddsen hrl. og tollstjórinn í Reykjavík. Skúlagata 28, þingl. eig. Kexverk- smiðjan Frón hf., mánud. 14. janúar ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Iðnþróun- arsjóður, íslandsbanki og Iðnlána- sjóður. Skúlagata 52, kjallari, þingl. eig. Frið- rik Ámi Pétursson, mánud. 14. janúar /91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Ari ísberg hdl. Sóleyjargata 29, þingl. eig. Áslaug K. Cassata, mánud. 14. janúar ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Ólafúr Bjömsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Sólheimar 40, 2. hæð t.v., þingl. eig. Kristinn Guðmundsson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Kristinn Hallgrímsson hdl. Torfufell 46,1. hæð, þingl. eig. Krist- leifúr Kolbeinsson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Sig- ríður Thorlacius hdl. Unufell 25, hluti, þingl. eig. Halldór Ingólfeson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Jón Egils- son hdl. Vatnagarðar 4, vesturhl. 1. hæðar, þingl. eig. Jón Hannesson og Snorri Þórisson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Iðnþró- unarsjóður og Gjaldheimtan í Reykja- vík. Völvufell 30, þingl. eig. Bjöm Sig. Jónsson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendúr em Gjald- heimtan í Reykjavík og Eggert B. Ólafeson hdl. Ystasel 31, hluti, þingl. eig. Jens Jó- hannesson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbánka íslands. Þórsgata 7, hluti, þingl. eig. Hannes Jóhannesson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Þórufell 6, 2.t.v., þingl. eig. Lárus Róbertsson, mánud. 14. janúar ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Óskar Magn- ússon hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.