Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Page 15
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. 15 Rigoletto á ríkisstyrk Mikiö var nöturlegt að sjá blaða- myndir af þeim góðvinunum fjár- og menntamálaráðherra klingja glösum eftir frumsýningu ísíensku óperunnar á Rigoletto. Ekki þarf að spyrja að því hvort þeir voru boðsgestir. Og svo sem oft áður, þá höfðu þeir boðið sér sjálfir á kostn- að þjóðarinnar. Þeir höfðu líka ráðist á borgar- stjórann í Reykjavík fyrir aö vilja ekki afhenda fiármuni borgarbúa í niðurgreiðslu á ráðherraskemmt- uninni í Gamla bíói. Fjármálaráð- herra sakaði borgarstjóra meðal annars um „menningarfiandsam- lega afstöðu". Hvorki fiár- né menntamálaráð- herra virðast skilja að ef Reykvík- inga langar að sjá óperu í Gamla bíói þá fara þeir þangað sjálfir og borga sig inn. Alveg eins og þeir eru t.d. vanir að gera þegar þá lang- ar að sjá kvikmynd í einhverju kvikmyndahúsi borgarinnar. - Reykvíkingar þurfa enga embætt- ismenn til að taka af sér hvoru- tveggja, ómakið við að fara á stað- inn, og fé fyrir aðgöngumiða. Hvað segir landsbyggðin? Skyldi landsbyggðarfólki finnast það gott hjá ráðherrunum tveimur að peningar séu teknir af því til að koma upp óperu í Reykjavík? Finnst Jóni á Hvammstanga ög Páli á Vopnafirði það „menningar- vinsamlegt" að peningarnir sem þeir ætluðu að nota til að borga sig inn á sýningar leikfélaganna í sinni heimabyggð skuli vera teknir með sköttum og settir í ítalska óperu sungna af Grikkja í Reykjavík? Kjallariim Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ Hvar er nú allt talið í ykkur, landsbyggðarfólk, um að pening- arnir séu „sogaðir suður“? Þorir ef til vill enginn að opna munninn af því að einhver sagði að óperan væri „menningarleg"? Fæða fólksins Að mínu mati er ekkert eins „menningarfiandsamlegt" og það að taka fé af almenningi til að út- hluta frekasta og hávaðasamasta „menningarhópnum" hverju sinni. - Sú stalíniska hugsun sem liggur að baki slíku athæfi má ekki verða viðurkennd. Almenningur má ekki taka því þegjandi og hljóðalaust að Ólafur Grímsson og Svavar Gests- son séu að velja úr það sem er menningarlegt og noti til þess amannafé. Fólk vill ráða því sjálft hvaða fæðu það neytir. Það á líka við um andlega fæðu. Hvernig þætti fólki t.d. að ríkið niðurgreiddi matinn hjá grískum matreiðslumanni sem opnaði hér veitingastað með fræg- um ítölskum réttum og þangað kæmu Ólafur og Svavar og ætu ókeypis? Væri þá „menningarfiandsam- legt“ af borgarstjóranum í Reykja- vík að neita að leggja fé borgarbúa til veislunnar? Hvað hefði Verdi sagt? Mér heföi líka þótt fróðlegt að heyra álit snillingsins Verdi á því að almenningur væri neyddur til að niðurgreiða sýningar á verkum hans. Sjálfur var hann af almúga- fólki kominn og hefði án efa verið því mótfalhnn að almannafé væri eytt í verk sín. Ekki síst þegar sjúkrahús eru í lamasessi vegna fiárskots og æska landsins er látin taka á sig skuldir vegna óhófs og úrræðaleysis fiár- málaráðherra í ríkistekstrinum. Hann hefði sem listamaður tæplega orðið hreykinn af því að almúginn væri féflettur vegna verka hans. Menning án miðstýringar íslendingar hafa aldrei þurft á menningarlegri miðstýringu að halda. Við höfum margsýnt að menningin kemur ekki að ofan. Hún sprettur ekki af skattfé þvi sem valdsmenn útdeila. Hún kem- ur að neðan. Hún kemur frá fólk- inu. Það besta sem ríkið getur gert er aö láta fólkið í friði. Án fólksins og framkvæmdagleði þess er ekkert til sem menning getur talist. Ef að fólkið vill ekki greiða fyrir óperur í Gamla bíöi er fáránlegt að skylda það til þess. Nóg gerir ríkið fyrir til þess að draga kjarkinn og dugn- aðinn úr fólki. - Ég man ékki til þess að það hafi verið skylduá- skrift að neinu því sem þjóðin er stoltust af í dag. Fornbókmenntirnar urðu til án þess að einhverjir embættismenn rökuðu saman fé af almenningi til þess að gefa hávaðasömustu sjálf- skipuðu listamönnunum. Mennta- og fiármálaráðherra eru fiandsam- legir fólkinu og á meðan svo er, eru þeir fiandsamlegir menningunni. Glúmur Jón Björnsson „Og svo sem oft áður, þá höfðu þe[r boðið sér sjálfir á kostnað þjóðar- innar.“ - Ráðherrarnir, Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson klingja glösum í hléi frumsýningar á Rigoletto. „Hvar er nú allt talið í ykkur, lands- byggðarfólk, um að peningarnir séu „sogaðir suður“? Þorir ef til vill enginn að opna munninn af því að einhver sagði að óperan væri „menningar- leg“?“ Um hross og annan búsmala Fyrir mörgum árum var hér á ferð skoskur náttúrufræðingur og nátt- úruverndarfrömuður. Fór hann með íslenskum starfsbróður sínum vítt um landið. Þeir voru á ferð norður í sveitum og þar var víða, eins og enn eru, mörg og mikil hrossastóð. Að lokum gat sá skoski ekki orða bundist: „Hafið þið ráð á þessu?“ Náttúrufræðingurinn var að spyija að því hvort landið þyldi þann ágang sem af hrossastóðunum hlytist, þetta berangurslega og gróð- urveika land, sem hann haíði nú talsvert kynnst. Varð nú fátt um svör hjá þeim innfædda, enda ekki viögengist undanfarna áratugi sá plagsiður að velta því fyrir sér á hverju landinn hafi ráð, því á ís- landi hefur þaö verið talið eðlilegt að lifa um efni fram á öllum sviðum. Þetta tilvik rifiaðist upp fyrir mér þegar ég hiustaði á viðtal í fréttum sjónvarpsins nú um daginn. Viðmælandi fréttamannsins var titlaður formaður stjórnar stóð- hestástöðvar sem verið er að reisa í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Kom margt merkilegt fram í þessu viðtali, m.a. að mikill fiöldi verð- lausra hestastóða væri í bithögum landsins, sunnanlands og norðan og i gróðursnauðu hálendi. Nú var það á formanninum að heyra að hann hefði ekki áhyggjur af hesta- beit sunnanlands, taldi að í Land- eyjum væri svo mikið og gott gróð- urlendi að það væri ekkert annað við það að gera. Hifts vegar kynni hann að hafa nokkrar áhyggjur af ofbeitinni bæði norðanlands og á hálendinu. KjaUarinn Benedikt Gunnarsson framkvæmdastjóri Landgræðsla ríkisins Starfandi er ríkisstofnun sem hefur því hlutverki að gegna að standa vörð um gróður landsins og að græða upp þau landsvæði sem við erum búnir að eyðileggja með 1100 ára misþyrmingu. Forsvars- maður þessarar stofnunar er titlað- ur landgræðslustjóri. Ég veit ekki betur en að hann sé góður mál- svari náttúruverndar og heiðvirð- ur embættismaður og enginn tví- skinnungur í hans embættisstörf- um. Það væri ekki um neinn tvískinn- ung að ræða ef formaður stjórnar stóðhestastöðvarinnar og land- græðslustjóri væri ekki einn og sami maðurinn. Landgæðin á Suðurlandsundir- lendinu, Árnes- og Ragnárvalla- sýslum, eru það mikil að þar væri hægt að fullnægja þörfum milljón manna a.m.k. fyrir mjólkur- og kjötafurðir og meira þegar ein- hvert raunhæft skipulag er komið á framleiðslu landbúnaðarafurða á íslandi. Þessi héruð liggja betur við mörkuðum en nokkur önnur, og með því að þétta byggðina þarna, á þessu strjálbýla svæði, er hægt að mynda menningarlegt samfélag í næsta nágrenni við þá viðburði sem höfuðborgin býður upp á og að auki að gera landbúnaðinn sam- keppnishæfari en hann er nú. Að græða landið Árangursríkasta aðferðin við að bæta gróðursnautt landið er að vinna að því skipulega að flytja þessa framleiðslu frá haröbýlum, einangruðum og gróðurvana hér- uðum til þessa gósenlands, sem að mati formanns stjórnar stóðhesta- stöðvar er tilvalið til að láta hrossa- stóð rótnaga, stóð sem ekki er grundvöllur fyrir að afsetja fyrir nokkurt verð, óþarft og einskis virði. Þegar veikbyggður gróður fær frið fyrir ágangi bænda og búsmala þá blómstrar hann og nær sér á örskotstíma. Þetta hefur sannast á Horn- ströndum og þýðir ekki lengur að berja hausnum við steininn. Það er langt í frá að vera í lagi að misnota landið okkar á þann hátt að láta hrossastóð, sem engum er að gagni, naga bestu landbúnað- arsvæðin á meðan hokrað er við mjólkur- og kjötframleiðslu í harð- býlustu og viðkvæmustu héruðum landsins. Þetta er verðugt verkefni fyrir þá stofnun sem kennd er við landgræðslu. Benedikt Gunnarsson „Það væri ekki um neinn tvískinnung að ræða ef formaður stjórnar stóð- hestastöðvarinnar og landgræðslu- stjóri væri ekki einn og sami maður- inn.“ Mikill fjöldi verðlausra hestastóða er í bithögum landsins, sunnanlands og norðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.