Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Page 26
34 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. Afmæli Guðný Svava Gísladóttir Guðný Svava Gísladóttir húsmóðir, Stakkholti, Vestmannabraut 49, Vestmannaeyjum, er áttræð í dag. Starfsferill Guðný Svava fæddist á Amarhóli í Vestur-Landeyjum og ólst upp í Landeyjunum. Hún stundaði öll al- menn störf, sem þá tíðkuðust til sveita og við sjávarsíðuna, eins og t.d. fiskvinnu á stakkstæðum for- eldra sinna, auk þess sem hún stundaði framreiðslustörf á Hótel Skjaldbreið í Reykjavík árið 1932. Þá hefur hún verið húsmóðir, lengst af í Stakkholti við Vestmannabraut þar sem hún hefur komið öllum bömum sínum til manns. Fjölskylda Eiginmaður Guðnýjar Svövu er Óskar P. Einarsson, f. 11.1.1908, lög- regluþjónn en hann er sonur Einars Sigurjónssonar, b. að Búðarhóli í Vestur-Lanbdeyjum, og Valgerðar Oddsdóttur. Börn Guðnýjar Svövu og Óskars em Guðný, f. 1.6.1935, húsmóðir, gift Páli Sæmundssyni tæknifræð- ingi og eiga þau fjögur börn; Val- gerður Erla, f. 24.5.1937, húsmóðir, gift Friðriki Ásmundssyni skóla- stjóra og eiga þau þijú börn; Gísli, f. 19.6.1939, vélfræðingur, kvæntur Kristínu Haraldsdóttur banka- starfsmanni og eiga þau þrjú börn; Rebekka, f. 23.10,1941, d. 26.10.1971, húsmóðir, var gift Ara Pálssyni bif- reiðastjóra og eru börn þeirra þrjú; Sigurbjörg Rut, f. 22.9.1946, lækna- ritari, gift Atla Einarssyni sjómanni og eignuðust þau tvö börn; Einar, f. 7.1.1951, líffræðingur, kvæntur Önnu Peggy Friðriksdóttur veit- ingamanni og eiga þau fimm börn. Börn Guðnýjar og Páls em Sæ- mundur tannlæknir, kvæntur Ólaf- íu Magnúsdóttur og eiga þau fjögur böm, Guðna Pál, Andra, Brynjar og Hlyn; Gísli Pétur hagfræðinemi; Ingi Kristinn nemi; Páll Svavar nemi. Börn Valge^öar Erlu og Friðriks eru Ásmundur fiskverkandi, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn, Friðrik, Maríu Höbbý, Ásu Hrönn og Erlu; Óskar Pétur stýrimaður, kvænturTorf- hildi Helgadóttur og eiga þau tvö börn, Grétar Má og Valgerði Erlu; Elías Jörundur nemi en sambýlis- kona hans er Kolbrún Kristjáns- dóttir. Börn Gísla og Kristínar eru Svava húsmóðir og á hún þrjú börn, Gísla Birgi Ómarsson, Kristínu Sjöfn Ómarsdóttur og Sigrúnu Ellu Óm- arsdóttur; Sigrún Olga læknaritari og er hennar sonur Guömundur Eyjólfsson; Styrmir sjómaöur. Börn Sigurbjargar Rutar og Atla em Einar Vilberg, f. 30.3.1970, d. 28.10.1990; Ósk Rebekka nemi. Börn Rebekku og Ara eru Ósk Guðrún fulltrúi, í sambúð með Sveini Segatta fulltrúa en sonur hennar er Ólafur Birgir Georgsson; Óskar Valgarð framkvæmdastjóri, kvæntur Þórhöllu Sigurgeirsdóttur nema; Guðný Elva fóstra, í sambúð með Héðni Hákonarsyni nema en þeirra dóttir er Rebekka. Börn Einars og Önnu eru Óskar Pétur; Anna Guðrún; Kristjana Luc- ille; Katrín Sif; Rut Vilbjörg. Systkini Guðnýjar Svövu: Salóme, f. 13.4.1913, húsmóðir og ekkja Vig- fúsar Jónssonar vélsmiðs; Óskar Magnús, f. 27.5.1915, skipstjóri, út- gerðarmaður og verkstjóri í Eyjum, kvæntur Kristínu Jónínu Þorsteins- dóttur verkakonu; Einar J., f. 31.1. 1923, fyrrv. forstöðumaður Filadelf- íu, var kvæntur Guönýju Sig- mundsdóttur er lést 1963 en seinni kona hans er Sigurlína Jóhanns- dóttir; Kristín Þyrí, f. 10.11.1925, húsmóðir í Reykjavík, ekkja eftir Harald Steingrímsson rafvirkja. Foreldrar Guðnýjar Svövu vom Gísli Jónsson, f. 23.1.1883, d. í októb- er 1975, útvegsb. á Arnarhóli og í Vestmannaeyjum, og kona hans, Guöný Einarsdóttir, f. 10.5.1885, d. 31.3.1956, húsfreyja. /Ett og frændgarður Faðir Gísla var Jón, b. í Vestra- Fíflholti í Landeyjum, Brandsson, sem átti þrjátíu og eitt bam. Móðir Gisla var Sólveig Gísladótt- ir, b. í Björnskoti, Brynjólfssonar, b. á Minna-Núpi, Jónssonar Thorla- cius, klausturhaldara á Kirkjubæj- arklaustri, Brynjólfssonar Thorla- cius, sýslumanns á Hliðarenda, Þórðarsonar, biskups í Skálholti, Þorlákssonar, biskups á Hólum, Skúlasonar. Möðir Þorláks var Steinunn Guðbrandsdóttir, biskups Guðný Svava Gísladóttir. á Hólum, Þorlákssonar. Guðný, móðir Guðnýjar Svövu, var dóttir Einars, b. í Arnarhóli í Landeyjum, Þorsteinssonar, b. í Akurey í Landeyjum, Eyvindarson- ar, b. í Hallg'eirseyjarhjáleigu, Jóns- sonar, smiðs í Hlíðarhúsum í Rvík, Fjalla-Eyvindarsonar, frá Hlíð í Hrunamannahreppi, Jónssonar. Móðir Guðnýjar var Salvör Snorradóttir, b. í Skipagerði i Land- eyjum, Grímssonar og konu hans, Önnu Sigurðardóttur. Móðir Önnu var Sigríður, systir Sæmundar, töð- urTómasar Fjölnismanns. Sigríður var dóttir Ögmundar, prests á Krossi, Presta-Högnasonar. Móðir Sigríðar var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Gísli Friðrik Johnsen Gísh Friðrik Johnsen, ljósmyndari og útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um, Nönnustíg 13, Hafnarfirði, er áttatíu og fimm ára í dag. Gísli Friörik er fæddur í Vest- mannaeyjum og lauk gagnfræða- prófi í Reykjavík. Starfsferill Gísli var í námi í menntaskóla um tíma en hætti námi og réðst í útgerö um tvítugt. Gísli gerði út fimm báta í Vestmannaeyjum ásamt Ástþóri Matthíassyni en þegar síðari heims- styijöldin skall á seldu þeir bátana að einum undanskildum. Hann hét Þristur VE og gerði Gísh þann bát út ásamt ísleifí Ámasyni og Ástþóri Matthíassyni um árabil. Gísli fékk áhuga á ljósmyndun og tók mikiö af myndum sem hann síðan litaði. Hann er þekktur fyiir myndir sínar og hefur haldið nokkrar sýningar. Gísh hefur búið í Hafnarfirði frá því eftir Vestmannaeyjagos og dvelur nú ásmt konu sinni á Sólvangi. Fjölskylda Gísli kvæntist Friðbjörgu Tryggvadóttur, f. 25. maí 1907, hjúkrunarfræðingi. Foreldrar Frið- bjargar eru Tryggvi Sigurðsson, b. á Jórunnarstöðum í Eyjafiröi, og kona hans, Lhja Frímannsdóttir. Börn Gísla og Friðbjargar eru: Hrafn Johnsen, f. 6. janúar 1938, tannlæknir, kvæntur Sigurrós Skarphéðinsdóttur handavinnu- kennara; Örn Tryggvi Johnsen, f. 30. maí 1944, d. 9. október 1960, og Ásdís Anna Johnsen, f. 6. febrúar 1949, hjúkrunarfræðingur í Kefla- vík, gift Birni Blöndal fréttamanni. Systur Gísla eru: Sigríður, f. 22. nóvember 1904, gift Ástþóri Matthí- assyni, lögfræðingi og útgerðar- manni í Vestmannaeyjum, móðir Gísla Ástþórssonar blaðamanns, og Soffia, f. 1. júní 1907, gift ísleifi Árna- syni prófessor, móðir Gisla lögfræö- ings og Árna hljóðfæraleikara ísleifssona. Ætt Foreldrar Gísla eru Gísli Johnsen, f. 10. mars 1881, stórkaupmaður og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, og kona hans, Anna Ásdís Gísladótt- ir, f. 11. mars 1878. Föðursystkini Gísla eru Lárus, afi Ríkarös Páls- sonar tónskálds. Annar toðurbróðir Gísla er Sigfús, faðir Baldurs Johnsens, fv. forstööumanns Heil- brigðiseftirlits ríkisins, foður Skúla borgarlæknis og Önnu, konu Vil- hjálms Vilhjálmssonar borgarfull- trúa. Þriðji fóðurbróðir Gísla er Guðni, afi Jakobs Möller, fulltrúa mannréttindanefndar SÞ í Genf. Fjórði fóðurbróðir Gísla er Árni, faðir Ingibjargar, móðurafi Árna Johnsen, fv. alþingismanns. Bróðir Ingibjargar er Sigfús, faöir Árna borgarfulltrúa. Gísh er sonur Jóhanns Jörgens Johnsens, kaupmanns í Vestmanna- eyjum, sonar Kaspers Jóhanns Jörgens Johnsens, kaupmanns í Flensborg í Hafnarfirði, Jörgens- sonar Johnsens, kaupmanns í Flensborg í Hafnarfirði. Móðir Kaspers var Anna María Lehne. Móðir Jóhanns Jörgens var Guö- finna, amma Péturs Jónssonar, óperusöngvara og langamma Krist- bjargar Lilju, móður Rúnars Guð- jónssonar, sýslumanns í Borgar- nesi. Guðfinna var einnig langamma Ragnheiðar, móður Sig Rogich, ráðgjafa George Bush Bandaríkjaforseta. Þá var Guöfinna langamma Elísabetar, móður Helgu Möller söngkonu. Guðfinna var dóttir Jóns Austmanns, prests í Vestmannaeyjum, Jónssonar og konu hans, Þórdísar, systur Bene- dikts, langafa Ólafíu Jóhannsdóttur, rithöfundar og kvenréttindakonu, og Gunnars, foður Birgis ísleifs al- þingismanns. Benedikt var einnig langafi Sigríðar, ömmu Gunnars Guðmundssonar, prófessors í lækn- isfræði, og langömmu Guðmundar Magnússonar, deildarstjóra félags- Gísli Friðrik Johnsen. og skipulagsdeildar Sjálfstæðis- flokksins. Þórdís var dóttir Magnús- ar, klausturhaldara í Þykkvabæjar- klaustri, Andréssonar og konu hans, Helgu Ólafsdóttur, systur Ingibjargar, langömmu Guömund- ar, afa Guömundar í. Guðmunds- sonar ráðherra og langafa Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Ríkis- spítalanna, og Hauks Helgasonar, aðstoðarritstjóra DV. Móðir Jóns Austmanns var Guðný Jónsdóttir eldprests, prófasts á Prestbakka, Steingrímssonar. Móðir Gísla var Anna Sigríður, dóttir Árna, b. á Hofi í Öræfum, Þórarinssonar og konu hans, Steinunnar Oddsdóttur. Anna Ásdis er dóttir Gísla, kaup- manns í Vestmannaeyjum, Stefáns- sonar, stúdents í Selkoti undir Eyja- fjöllum, Ólafssonar, gullsmiðs í Sel- koti, Jónssonar, lögréttumanns í Selkoti, ísleifssonar, aéttfóöur Sel- kotsættarinnar. Móðir Gísla var Guölaug Stefánsdóttir, vígslubisk- • ups í Laufási, Einarssonar og konu hans, Jórunnar Steinsdóttur, bisk- ups á Hólum, Jónssonar. Móðir Önnu Ásdísar var Soffía Andersdóttir, skipstjóra í Vest- mannaeyjum, Asmundssen, kom þangað 1833 frá Noregi, og konu hans, Ásdísar Jónsdóttur, b. á Núpi á Berufjarðarströnd, Jónssonar. Til hamingju med afmælið 11. janúar 80 ára 60 ára Sigurður Sigurðsson, Hraunkambi 8, Hafharfiröi. Magnús Þorbergsson, Klífagötu 6B, Kópaskeri Jóna S. Guðmundsdóttir, Lækjargötu 10, Hafharfírði. Svavar Ellertsson, Aðalgötu 13, Sauðárkróki. Sigurður ÓIi Valdimarsson, Akurholti 12, Mosfellsbæ Þórunn Eliasdóttir, Lækjarkinn 14, Hafharfirði. Árni Reynir Hálfdánarson, Svalbaröi 5, Hafnarfiröi. Hann veröur aö heiman. 40 ára 75 ára Svavar Þórhallsson, Furugrund 46, Kópavogi. Sigriður Káradóttir, Víöihliö 34, Reykjavik. Ólafur Georg Kristjánsson, Dalalandi 11, Reykjavík. Kristín Halldórsdótir, Krabbastíg 1B, Akureyri. Magnús Stefánsson, Kríunesi 4, Garðabæ. Hermann Eyjólfeson, Miðtúni 10, Höfh í Homafirði. Ragnheiður Friðriksdóttir, Hringbraut 52, Reykjavík. Hún verður heima laugardaginn 12. janúar kl. 18-21. 70 ára Ólafur Örn Árnason, Álfheimum 13, Reykjavík. Trausti Valdimarsson, Úlfsstöðum, Akrahreppi. Sigurborg Guðnadóttir, Stóra-Sandfelli 2, Skriðdalshreppi. Valdimar Jónsson, Vesturgötu 15A, Keflavlk. Guðlaugur Þórðarson, Faxabraut 8, Keflavik. Jarþrúður Rafnedóttir, Goðheimum 12, Reykjavík. Bragi Óskarsson, Grandavegi 37, Reykjavík. Gisli Benediktsson, Akurgerði 26; Reykjavík. Snorri Tómasson, Brekkutanga 10, Mosfellsbæ. Ester Anna Ingólfsdóttir, Skaftárvöllumll, Kirkjubæjarklaustri. Ingólfur Dan Gislason og Jóhanna Jónsdóttir. Ingólfur Dan Gíslason og Jóhanna Jónsdóttir Ingólfur Dan Gíslason kaup- maður, Hörgslundi 9, Garðabæ, er fimmtugur í dag og kona hans, Jó- hanna Jónsdóttir verslunarmaður, verður fimmtug 17. janúar. Ingólfur er fæddur á Engimýri í Öxnadal í Eyjafirði og ólst upp í Skagafiröi og Reykjavík. Jóhanna er fædd á Dilksnesi i Hornafirði og ólst upp í Hornafirði. Börn Ingólfs og Jóhönnu eru: Erna, f. 28. maí 1962, skrifstofumaður, gift Hilmari Júlíussyni, búsett í Þýskalandi; Dóra, f. 24. júní 1965, hárgreiðslu- maður, sambýhsmaður hennar er Guðjón Engilbertsson, búsett á Sel- tjarnarnesi, ög Eðvarð, f. 14. ágúst 1972, fjölbrautaskólanemi. Bróðir Ingólfs er Axel Hólm, kvæntur Jódísi Jóhannesdóttur. Systkini Ingólfs samfeðra eru: Hreinn; Sigurlaug og Gísli. Systkini Jóhönnu eru: Björn Lúðvík, útgerð- armaöur, kvæntur Bryndísi Hólm; Kristján, verkstjóri, kvæntur Ing- unni Ólafsdóttur; Birna, skrifstofu- maður, gift Eðvarð Jónssyni, sem er látinn, og Agnes Olga, gift Hall- dóri Olgeirssyni. Foreldrar Ingólfs voru Gísli Ing- ólfsson og kona hans, Sólborg Sveinsdóttir. Foreldrar Jóhönnu eru Jón Björnsson frá Dilksnesi í Homafirði og kona hans, Björg Antoniusdóttir. Hjónin Ingólfur og Jóhanna taka á móti gestum í AKOGES salnum í Sigtúni 3, uppi, fostudginn 11. jan- úarkl. 18-20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.